Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 08.08.1999, Síða 48
* 48 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 A hvaða leið erum við? Frá Valdimar Kristínssyni: STÖÐUG fjölgun „náttúruperlna" er farin að þrengja að mannlífinu í landinu. Þannig hika sumir, sem búa við allt aðrar aðstæður í þétt- býli, ekki við að vísa Snæfellingum á óþarfan fjallveg um alla framtíð. Vatnaleiðina skal vemda fyrir veg- farendum sem eru ekki of góðir til að feta sitt Kerlingarskarð hvemig sem viðrar. Fyrir nær tveimur áratugum vom háværar deilur um fyrirhug- aða lagningu Leimvegar við Akur- eyri. Einkum höfðu þeir sig í frammi sem sögðust vilja vemda Vaðlareitinn, til hans mátti aðeins líta úr fjarlægð þótt vitað sé að ekk- ert stuðlar jafnmikið að skógrækt- aráhuga eins og nálægðin við trjá- gróðurinn. Sumir gengu svo langt að vilja sveigja hringveginn alla leið að Hrafnagili og lengja hann þar með um 20 km. Mundu þeir vilja rifja upp baráttu sína núna? Skemmst er líka að minnast taf- anna við lagningu Háreksstaðaleið- ar austan Möðmdalsfjallgarðs, þar sem margir gerðu allt sem þeir gátu til að spilla fyrir framkvæmdum á þeirri leið, sem stuðla á að sem tryggustum samgöngum milli Norð- ur- og Austurlands og færir um leið hringveginn umtalsvert nær Vopna- firði. Öfgar af þessu tagi sýnast vera af sama meiði og sjónarmið þeirra sem vilja vernda alla hvali. Eitt leiðir af öðra. Nú er farið að tala um að draga þurfi úr fiskveiðum svo að hvalimir hafi nóg að éta. Á hverju eigum við þá aðallega að lifa? Mannvirki og náttúra Sagt hefur verið að með Kára- hnjúkavirkjun rísi hæsta stífla Evr- ópu, yfir 200 metrar á hæð, en hún yrði eitt mesta framkvæmdaafrek íslenskrar þjóðar sem í þúsund ár lagði varla einn stein ofan á annan. Samspil mannlegs hugvits, atorku og tækni í bland við hrikalega nátt- úmna í gljúfrinu. Á þessu þarf ekki að biðjast afsökunar, ekki hafa pýramídamir verið taldir spilla auðnum Egyptalands. Ferðamönn- um myndi stórfjölga vegna bætts aðgengis að svæðinu og varla mundu öllu fleiri forðast mannvirk- in en þeir sem hætt hafa við Þjórs- árdalsferð vegna Búrfellsvirkjunar. Hvað skyldu þeir annars vera margir? Ekki fæla orkuverin fólkið frá. Blaðamaður Mbl. segir svo 11. júlí sl.: ,Á- náttúraperlunni Nesjavöllum er gisti- og veitingastaðurinn Nes- búð sem £ upphafi var byggður sem vinnubúðir fyrir verktaka sem reistu Nesjavallavirkjun.“ Þá er Bláa lónið við Svartsengi fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þar er búið að kosta hálfum milljarði upp á bætta aðstöðu vegna þess að að- sóknin var orðin óviðráðanleg. Þótt verksmiðjur séu sjaldan augnayndi fá þær ekki slæma einkunn frá öll- um sem hafa sérstakt auga fyrir umhverfinu. I Mbl. 9. júlí sl. er við- tal við hóp listamanna frá Québec, sem dvalið hefur í listamiðstöðinni á Straumi. Þar segir: „Það er því vel við hæfí að sýningin sé haldin í Straumi, með það dularfulla lands- lag sem hraunið skapar allt í kring og svo einnig álver sér við hlið sem minnir á verk mannanna.“ Hvað sem líður spumingum og svöram um nýtingu hálendisins þær 6 til 8 vikur á ári sem helst er von fólks til fjalla, þá er óhætt að full- yrða að virkjun helstu orkulindanna mun ekki spilla fyrir umfangi ferða- þjónustunnar í landinu, hið gagn- stæða yrði nær lagi. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Útsalan hafin fjöldi frábærra tilboöa stæröir 36-41 útsöluverð cr. 1.290 BALLY tilboð - ecco tilboð SKÓUERSLUN KÓPAUOGS HAMRAB0RG 3 • SlMI 554 1754 Hvemig getur þú ákveðið hvort þú átt að gelta þegar einhver fer framhjá? Voff!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.