Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 3^ Ég veit þú hefðir ekki ætlast tD að angur fyllti hugi vina þinna á kveðjustund við þessi þáttaskil, því þetta er gjald sem allir verða að inna af hendi fyrir líf sem lánað er um litla stund í heimi jarðarbama. En hugþekk minning birtu með sér ber og blikar eins og fogur leiðarstjama. (Einar Gunnarsson) Minningar um liðnu árin sem við áttum samleið með Ernu rifjast upp. Andlátsfregn berst, tíminn staldrar við og um hugann fara saknaðartilfinningar um góða konu í hjörtum okkar sambýlisfólksins. Við fráfall Emu hverfur mikilhæf kona sem bauð af sér ákaflega góð- an þokka, var blíðlynd og umburð- arlynd, hjálpsemi var ríkur þáttur í fari hennar, alltaf tilbúin að að- stoða aðra ef með þurfti, oft varð hún að takast á við erfiðar kring- umstæður í lífinu og leggja sig alla fram til hjálpar öðrum ef með þurfti, bæði sér skyldum og vanda- lausum. Hún gaf mér tækifæri til að kynnast fullþroska konu í reynd, sem upplifði erfiðleika í lífinu aftur og aftur en lét aldrei bugast. Já- kvætt hugarfar hennar vakti hjá mér athygli og ég fann best hve sterk hún reyndist vera þegar hún fékk úrskurð um þann illkynja sjúkdóm sem sótti hana heim. Þá var hún róleg og yfirveguð og sagði bara: „maður vonar það besta.“ Þetta sýndi best sálarstyrk henn- ar. Erna var félagslynd og var vel heima í félagsmálum og fengum við félagar hennar að njóta þeirra hæfileika hennar í ríkum mæli því að hún var samfellt í stjóm húsfé- lagsins okkar í sjö og hálft ár eða frá því það var stofnað í september 1991 og þar til í apríl 1999. Þar lagði hún margt gott til málanna. Ég undirritaður sakna Ernu mikið úr þeirri samfélagskeðju sem þróaðist innan þess sambýlis sem við bjuggum í og svo ætla ég að sé með okkur öll sem henni kynntumst. En þótt við vitum að allir verði að lúta í lægra haldi fyrir kalli dauðans þá er það nú svo að alltaf er hann miskunnarlaus og án allrar vægðar og verður alltaf til að boða ótímabæran endi á lífsgöngu þess sem hann sækir heim hverju sinni. En Erna stóð ekki ein í veik- indastríði sínu, hún var umkringd ástvinum sínum, manni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, hún sjálf hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi, henni leið aldrei bet- ur en þegar hún gat haft allt sitt fólk í kring um sig hvort sem það var heima á Kirkjuvegi eða í sum- arbústaðnum, en þar átti hún sinn sælureit sem hún hlúði að enda var það fallegur lundur sem hún naut sín vel í og þangað var farið í hvert sinn sem tækifæri gafst til að hlúa að þeim gróðri sem hún hafði einu sinni sáð til, en var nú orðinn að fallegum aspar- og reynitrjám ásamt litskrúði fagurra blóma. Mér fannst á stundum að Erna sjálf væri eins og stórt og fagurt tré sem hefði staðið af sér storm- inn stóra, sterka en alltaf tilbúið að gefa frá sér frækorn fegurðar og hlýju. Það er í sjálfu sér eitthvert tómarúm, einhver söknuður, um- fram allt einhvers góðs sem er að minnast og þakka þegar góður fé- lagi, sem hefur verið samvistum við okkur um lengri eða skemmri tíma, er burt kallaður úr þessari jarðvist og þess vegna er það að: Við þökkum samfylgd á b'fsins leið þar lýsandi stjömur skína, og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. JÓHANNA JÓNSDÓTTIR + Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Austurhaga f Aðaldal 23. júní 1921. Hún Iést á Húsavík 5. ágúst sfðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson, f. 26.8. 1880, d. 15.11. 1958, og Kl- ara Kristjana Valdimarsdóttir, f. 16.11. 1895, d. 22.9. 1952. Hún átti þijá bræður, látnir eru Egill og Sigurður, yngstur var Krist- ján sem nú býr í Miðhvammi á Húsavík. Hinn 5. desember 1940 giftist Jóhanna Sigurði Rögnvaldssyni, f. 5. desember 1913 á Ljótsstöð- um í Skagafírði, d. 30. aprfl 1989. Foreldrar hans voru Rögn- valdur Sigurðsson, f. 26.3. 1888, d. 26.8. 1935, og Guðný Guðna- Amma og afi giftu sig 5. desem- ber 1940. Fyrstu árin sín saman bjuggu þau á Hjalteyri, síðan á Siglufirði. Svo fluttu þau til Húsa- víkur til að taka við heimili og bú- skapnum í Strandbergi þegar langamma veiktist. Seinna bjuggu þau svo í Mývatnssveit í nokkur ár en fluttu svo aftur í Strandberg og voru þar meðan afi lifði. Síðar flutti amma í Miðhvamm ásamt bræðr- um sínum þeim Sigga og Kidda. Æskuminningar mínar frá Strandbergi eru ljúfar, amma sem umvafði okkur með kærleika sínum og afi sem sagði okkur sögur. Amma mín gaf mér mikil auðæfi í uppvexti mínum, dýrmætar perlur minninga frá því ég var lítil og al- veg til dagsins í dag. Amma sagði mér frá því þegar hún datt niður tröppumar í Strandbergi með mig pínulitla í fanginu. Ég spurði hvort hún hefði ekki slasast, þá var svar- ið: Það kom ekld skráma á þig, ég gat passað þig. Þannig var amma. Hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um alla aðra en sig. Af æðruleysi hugsaði hún um heimilið og alla sem því tengdust. I Strandbergi lékum við krakk- arnir okkur á háaloftinu, niðri í kjallara, í feluleik, og amma hjálp- aði til við að troða okkur inn í saumavélaskápinn eða gangskáp- inn og lokaði á eftir. Þó að hún þyrfti að taka út úr skápunum eða færa til þá var alltaf sjálfsagt að hjálpa okkur í leik. Þolinmæðin sem hún hafði var alveg ótrúleg. En hún naut þess svo að hafa okk- ur í kringum sig að hún fékk aldrei nóg. Svo stóð hún og bakaði daginn út og inn því við krakkarnir gátum endalaust borðað kleinurnar henn- ar ömmu, vínarbrauðin og svo ég dóttir, f 29.2. 1892, d. 26.1. 1981. Þau eignuðust fjögur böm. 1) Rögnvaldur Egill, kona hans er Rakel Guðlaugsdóttir og eiga þau íjögur börn og tólf barna- börn. 2) Matthi'as, kona hans er Valgerður Jósefsdóttir, börn þeirra eru fjögur og barnabörn- in sjö. 3) Sigríður Jóna, maður hennar er Sigurður Pétur Hjálmarsson, þeirra böm era þijú og bamabörnin fimm. 4) Guðný Klara, maður hennar er Þorgrímur Einar Ólafsson og eiga þau tvö böm. Jóhanna var jarðsett. frá Húsavíkurkirkju 13. ágúst og fór útförin fram í kyrrþey að hennar ósk. tali nú ekki um steikta brauðið. Þá fengum við gjarnan kaffi með mikl- um sykri og mjólk og brutum svo brauðið út í kaffið og borðuðum með teskeið. Ótrúlegt sull. Og mat- urinn sem amma gerði var svo góð- ur og alltaf súpa á eftir. Ég man líka aðeins eftir kindunum og kúnni úti í fjósi og ég man eftir heyskapnum. Hún amma kallaði mig oftast nöfnu sína og það þótti mér ákaflega vænt um. Seinna þegar Garðar minn var kominn mér við hlið var gaman að koma til þeirra því það var eins og þau hefðu þekkt hann alla tíð. Hann heillaði ömmu upp úr skónum og alltaf hló amma þegar hann spaug- aði við hana, fram á síðasta dag. Garðar hafði líka óskaplega gaman af að hlusta á sögumar hans afa af sjónum og lífinu í gamla daga. Ámma kenndi líka Garðari að borða skötu og það var svo alltaf fastur liður að fara í skötu til ömmu á Þorláksmessu. Eitt vorið kom Garðar heim af sjónum með tunnu af skötubörðum þá gátu þau endalaust setið og talast við í síma um það hvernig best væri að kæsa skötuna. Það endaði með því að skatan varð mjög góð. Það var líka gaman þegar amma kom í Stóru- velli til að hjálpa til við heyskapinn, hún hamaðist við að hlaða böggum langt fram á nótt. Aldrei viður- kenndi hún að hún væri þreytt. Hún kom ekki oft til að dvelja hjá okkur, henni fannst hún ómissandi á Húsavík, en þær stundir sem hún átti heima hjá okkur eru okkur ómetanlegar. Við höfðum alltaf áhyggjur af ömmu og afa í Strandbergi á vet- urna. Það var ekki alltaf mokaður snjórinn þangað uppeftir og ósjald- an þurfti maður að ganga neðan frá Ásgarðsvegi því allt var ófært. Afi var úti í gönguferð daginn sem hann dó, að vorlagi, og snjóruðn- ingarnir ennþá nokkuð háir. Við komum í heimsókn til þeirra um morguninn og afi var svo hress og sagði nokkrar léttar sögur og svo kvöddumst við og áttum ekki von á því að það væri í síðasta sinn. Okk- ur fannst vont að vita af ömmu í fjallinu á vetuma og hvöttum hana til að flytja. Henni fannst það erfitt en hún, Siggi og Kiddi bjuggu sér mjög fallegt heimili í Miðhvammi. Ömmu fannst hún hafa svikið af- komendur sína með því að flytja því henni fannst að fólkið hennar kæmi ekki eins oft í heimsókn. Þegai' hún fór að tala um þetta við mig fyrir nokkrum árum sagði ég henni það að ég hefði alltaf komið í Strandberg út af fólkinu sem bjó þar, ekki húsinu. Amma mín, mér fannst gott að kveðja þig, þú varst búin að ljúka þínu. Þú varst sátt við að deyja og tilbúin að fara. Elsku amma mín, við Garðar og Sveinn viljum þakka þér fyrir allt og óska þér góðrar ferðar. Svo biðjum við að heilsa afa. Ég vil enda þetta á orðunum sem hann Sveinn minn skrifaði í bréfið til þín sem nú liggur við vanga þinn: „Elsku langamma, góða ferð til Guðs, takk fyrir allt sem þú gerðir.“ Jóhanna Rögnvaldsdóttir. Að Mttast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Að kveðja góðan vin er alltaf erfitt og sárt. Samt er ég afskap- lega þakklát fyrir þá stund er við áttum saman þegar ég heimsótti Jóhönnu á sjúkrahúsið viku áður en hún dó. Hugurinn var alveg skýr þótt líkamskraftar væru þrotnir. Hún kvaddi mig með sömu hlýju og hún heilsaði með fyrir 20 árum þegar bömin okkar hófu sambúð. Ég man að ég hálfkveið fyrir komu hennar suður í Voga í fyrsta sinn sem hún heimsótti dótt- ur sína þangað. Glæsilega klædd og svo kvenleg og smart, þvflík ósköp sem mér fannst ég kauðaleg í gallabuxum og peysu. En allar slíkar hugsanir voru fljótar að sóp- ast burt fýrir hlýju og alúð. Þarna stofnuðum við til vináttu sem entist alla tíð þótt langt væri á milli okk- ar. Þegar hún fór norður aftur kvaddi hún með faðmlagi og sagði: „Ég veit að þú verður Klöru minni góð.“ Þvflíkt traust sem hún sýndi mér þá, vonandi var ég þess verð- ug. Seinna kynntist ég því að Jó- HELGI ENOKSSON + Helgi Enoksson fæddist 27. októ- ber 1923 í Reykjavík. Hann lést á St. Jós- efsspítala 6. ágúst síðastliðnum. For- eldrar Helga voru Jörgen Enok Helga- son, rafvirki, f. 28. maí 1895 á Elínar- höfða á Akranesi, d. 4. desember 1977 og Sveinbjörg Svein- björsdóttir, f. 18. september 1889 í Sveinskoti, Bessa- staðahr. Gull., d. 17. september 1971. Systkini hans: 1) Danhildur Helgason Jörgensdótt- ir, f. 19. aprfl. 1922, maki Kjartan Einars- son, f. 11. júlí 1923, d. 18. júní 1976. Börn þeirra: Haraldur og Sveinbjörn Jörgen. 2) Sveinbjöm Enoksson, f. 22. júm 1925, d. 13. júní 1992, maki Jó- hanna Hall Kristjáns- dóttir, f. 20. desember 1924. Börn þeirra: Már, Orn, Rós, Enok, Valur, Herdís, Ólafur Þröstur og Sandra. Dætur Helga eru: 1) Helga, f. 25. ágúst 1958, húsfreyja. Böm hennar em Margrét Árnadóttir, f. 4. október 1978, Anna Stefanía Kristmunds- dóttir, f. 16. ágúst 1981, Sveinn Gestur Tryggvasson, f. 7. febrúar 1986, Bjarni Tryggvasson, f. 24. október 1988. Móðir Helgu er Stefanía Lóa Valentínusdóttir, f. 17. júm 1932. 2) Heba, f. 23. júlí 1961, hársnyrtir, maki Kristján fvar Ólafsson, f. 25. desember 1964, nuddfræðingur. Börn þeirra: Stefnir Húni, f. 21. júlí 1989, Dagur Fróði, f. 21. janúar 1996. Móðir Hebu er Ester Þórð- ardóttir, f. 5. jamíar 1921. Helgi gekk í Verslunarskólann. Hann nam rafvirkjun við Iðnskól- anum í Hafnarfirði og tók sveins- próf árið 1947. Hann hóf störf hjá Rafveitu Ilafnarfjarðar árið 1956 og starfaði þar til starfsloka, árið 1993. títför Helga fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju mánudaginn 16. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil að lokum þakka Ernu samfylgdina og efst í huga mér er djúp saknaðartilfinning og þakk- læti fyrir að hafa eignast vináttu þessarar ósérhlífnu og góðu konu. Ég votta öllum ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ernu Sverr- isdóttur. Magnús Þór. Fæðast og deyja í forlögum frekast lögboð ég veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu leit, verða og hverfa er veröldum vissast fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðar reit. Lífið er stutt, og líðun manns líkt draumi hverfur sKjótt, finnst þó mjög langt í hörmum hans, hjartað nær missir þrótt, kristileg frelsun krossberans kemur aldrei of fljótt, erfiðisdagur iðjandans undirbýr hvfldar nótt. Kærleikur hreinn þá knýtir bönd kringum tvö blómguð strá, dregur fyrst saman önd að önd, einingu myndar þá, samverkar munni sál og hönd, sínum tilgangi ná, verkið er stórt, en völt sú rönd, sem verður að byggjast á. (Hjálmar Jónsson frá Bólu) Ég þakka Guði fyrir þær fáu stundir sem við áttum saman. Vertu sæll elsku pabbi minn. Heba Helgadóttir. hanna var öllum góð, það virtist vera henni eðlislægt. Oft hefí ég undrast hvað ég hef verið lánsöm að kynnast eingöngu góðu og skemmtilegu fólki og eignast trausta og elskulega vini. Minning- arnar um góðar stundir streyma fram í hugann. Heimsóknimar í Strandberg þar sem alltaf var veisluborð. Notalegt kvennaspjall milli okkar Jóhönnu. Sigurður að segja okkur sögur af sérstæðum persónum og hnyttnum tilsvörum. Hann var hafsjór af fróðleik um fyrri tíma á Húsavík og gaman að spyrja hann því minnið var óbilað þótt líkaminn væri fatlaður af völd- um heilablæðingar. Öll umönnun heimilisins hvfldi á Jóhönnu og það var með ólíkindum hvað þessi fín- gerða hógværa kona afkastaði. Hinni margi-a alda gömlu spurn- ingu „Á ég að gæta bróður míns?“ svaraði hún með því að gæta bræðra sinna beggja uns yfir lauk. Hana munaði heldur ekkert um að miðla ástúð og hlýju til sona minna og okkar hjónanna. Skynsemin segir mér að það hafi ekki alltaf verið sól þegar við heimsóttum Húsavík en sólskinið er ríkast í huganum og ég sé Húsavík ævin- lega baðaða í sól. Þar var alltaf vin- um að mæta, bæði í Strandbergi og Skarði, þar sem tryggðarvinir okk- ar bjuggu og seinni árin í Bjargi hjá Klöru og Þorgrími. Á kveðju^- stund er okkur tengdafjölskyld- unni í Vogunum þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir gestrisni og vináttu, hjartanlegan hlátur og ljúft miðmót. Við sendum okkar hlýjustu kveðjur norður til barna Jóhönnu, Kristjáns bróður hennar og allra ástvina. Megi Ijós kærleikans lýsa vegu hennar handan móðunnar miklu. Inga, Ólafur og Bjarni. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilalrests. OSWALDS siMi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAIXTRÆI I iB • 101 RKVKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.