Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Aðstoðarmaður borgarstjora um fram- tiðarstaðsetningu flugvallar Allsherjarat- kvæðagreiðsla skynsamleg Morgunblaðið/Kristinn Myglusveppur ógnar kartöfluuppskeru á Suðurlandi Treyst á árang urúðunar AÐSTOÐARMAÐUR borgarstjóra segir að verið hafi til umræðu hjá borgaryfirvöldum að efna til alls- herjaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur eigi að vera áfram í miðborg Reykjavíkur. Hann segir að með 1,5 milljarða fjárframlagi til endurbóta á flugvellinum hafi ekki verið tekin ákvörðun um að völlur- inn verði í miðborginni um ókomna framtíð. Árni Þór Sigurðsson, aðstoðar- maður borgarstjóra og formaður skipulagsnefndar, segir að sér þyki skynsamlegt að efna tO atkvæða- greiðslu um áframhaldandi tilvist flugvallarins í miðborginni um leið og skipuiag Reykjavíkurborgar- verður endurskoðað en sú endur- skoðun hefst næsta haust. Hann segir að ef niðurstaða atkvæða- greiðslu yrði á þann veg að borgar- búar vildu flugvöllinn burt þá ætti það að koma til framkvæmda í síð- asta lagi árið 2016 þegar núgildandi skipulagstímabil rennur út. Ásakanir Samtaka um betri byggð óréttmætar Ámi segir ennfremur ásakanir Samtaka um betri byggð um að borgarstjóm hafi „haldið slælega á RÁÐSTEFNA ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum stendur nú yflr í Reykjavík og em þátttakendur yfir fimmtíu frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnan var sett í gær og voru á dagskránni áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) á launamyndun og hagstjómun. Meðal þeirra sem tóku til máls var Már Guðmundsson, aðalhagfræðing- ur Seðlabanka Islands. Hann ræddi í erindi sínu um hagfræðileg áhrif EMU og valkosti Norðurlandanna með tilliti til myntbandalagsins. I niðurstöðum erindis síns sagði Már m.a. að til að EMU gæti heppnast þyrfti vinnumarkaður aðildarlanda að verða skilvirkari og sveigjanlegri hagsmunum borgarinnar" með því að undirrita verksamning um bygg- ingu nýs flugvallar í miðborg Reykjavíkur og að borgaryfirvöld hafi eftirlátið flugmálayfirvöldum og samgönguráðuneyti „óeðlilegt áhrifavald" í skipulagsmálum borg- arinnar ekki eiga rétt á sér því að sú framkvæmd að fjarlægja flugvöll sé svo umfangsmikjl að ekki verði hlaupið að henni. Ami segir að ef menn vilji völlinn burt þurfi að sjálf- sögðu að huga að því hvert hann eigi að fara og að sú ákvörðun liggi hjá ríkisvaldinu. EndurbæturIöngu tímabærar Ámi segir endurbætur á flugvell- inum vera löngu tímabærar og með því að verja 1,5 milljörðúm til þeirra sé ekki verið að festa flugvöllinn í miðborginni um ókomna framtíð. Áðspurður segir hann ekki illa farið með almannafé með háu fjárfram- lagi til endurbóta nú ef flugvöllur- inn verði fjarlægður eftir tuttugu ár. Þetta séu ekki miklir fjármunir miðað við hve stórt samgöngumann- virki flugvöllurinn sé og hann hafi verið í miklu fjársvelti um langt árabil. og ríkisfjármál aðildarríkja þyrfti að taka föstum tökum. Már sagði einnig að EMU myndi hafa áhrif á þau lönd sem stæðu fyrir utan bandalagið og gásti haft þær af- leiðingar að þau þyrftu að endur- skoða stefnu í gengis- og fjármálum. Finnar eru eina Norðurlanda- þjóðin sem er með frá byrjun í EMU. Finninn Jukka Pekkarinen, sem stýrir rannsóknarstofnun laun- þega í hagfræðirannsóknum, hélt einnig framsöguerindi í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að ólíkt hinum Norðurlöndunum væri breið samstaða í Finnlandi meðal launþega og atvinnurekenda um já- kvæð áhrif þátttöku Finna í Efna- Pollar í pollagalla ÞÓ VEÐUR í Reykjavík hafi ver- ið nokkuð þurrt að undanfornu er betra að vera í góðum poliagalla þegar maður er að leika sér úti. Þetta vita Hjörtur Jóhann og Sigurður Bessi, en þeir eru góðir vinir og leika sér saman á leikskólanum Laufás- borg. hags- og myntbandalaginu. „Þetta á sér pólitískar skýringar að nokkru leyti. Það er talið mikilvægt í Finn- landi, sem er í jaðri Evrópu, að vera með í Evrópusambandinu af fullum krafti.“ Jukka Pekkarinen sagðist telja vissan sveigjanleika í launamyndun mikilvægan, en að hans mati er sveigjanleiki ekki í mótsögn við hefðbundið miðstýrt launakerfi. Þær kröfur sem lagðar væru fram af EMU væru vel samræmanlegar hefðbundnu finnsku launakerfi. Einnig væri mikil samstaða meðal launþega og vinnuveitenda í Finn- landi um að halda í gerð miðstýrðra kjarasamninga. Reykj avíkurmaraþon Hlaupið til styrktar Barnaspítala HVERT barn, 12 ára og yngra, get- ur styrkt Barnaspítala Hringsins um 1.000 krónur með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. „Það ráða allir við 3 km og ég tala nú ekki um ef þeir eru að leggja eitt- hvað gott af mörkum,“ sagði Þor- steinn Gunnarsson, kynningarfull- trúi Reykjavíkurmaraþons. „Þetta er í fyrsta skipti sem hlaupið er til styrktar einhverju einu málefni í Reykjavíkurmaraþoni, einstaka menn hafa reyndar verið með áheita- hlaup en nú getur fjöldinn lagt sitt af mörkum.“ Þorsteinn sagði að Bónus-verslan- irnar greiddu með hverjum þátttak- anda 12 ára og yngri og bætti því við að Jóhannes Jónsson vildi örugglega borga sem mest, enda málefnið gott. KARTOFLUBÆNDUR binda vonir við að lyfjaúðun muni hægja á eða stöðva útbreiðslu myglusvepps sem varð vart í Þykkvabæ og Árnessýslu seinni hluta síðustu viku. Þeir vona að úðunin muni varna því að umtals- verðar skemmdir verði af völdum sveppsins sem gæti í versta falli gjöreyðilagt kartöfluuppskeru á svæðinu. Veður hefur verið hentugt til úðunar síðustu daga. „Tíminn verður að leiða í ljós hve miklum skaða sveppurinn veldur,“ sagði Sigurbjartur Pálsson, kartöflu- bóndi á Skarði, í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir ómögulegt að segja til um það núna hvort myglan hafi þegar valdið skaða og þá hve miklum. Það komi ekki í ljós fyrr en farið verði að taka kartöfiurnar upp í haust og geyma þær. Sigurbjartur segir myglusveppinn finnast um allt svæðið, hann sé þó bundinn við bletti ennþá. „Ekki er hægt að segja að allir akrar séu und- irlagðir en þetta dreifist mjög hratt um svæðið ef skilyrði eru hagstæð,“ sagði Sigurbjartur. Að hans sögn þrífst sveppurinn best í heitu og röku loftslagi en síður í veðri eins og verið hefur síðustu daga; bjart, hlýtt og þurrt. Sveppurinn er sjaldgæfur hér á landi Myglusveppurinn sem kartöflu- bændurnir á Suðurlandi glíma nú við er útbreiddur í Evrópu en þar er honum haldið í skefjum með sams konar lyfjaúðun og beitt er hér núna. LEIGJENDASAMTÖKIN hafa boðað til stofnfundar hlutafélags á morgun, laugardag, um byggingu og rekstur timburhúsa til útleigu. Ráðgert er að reisa á annað hund- rað íbúðir og að fengið verði 90% lán til framkvæmdanna en hér er um félagslegar íbúðir að ræða. Haraldur Jónasson, stjórnar- maður í Leigjendasamtökunum, tjáði Morgunblaðinu að ætlunin væri að reisa á annað hundrað íbúðir, hæfilega stórar íbúðir í rað- húsum og parhúsum úr timbri og verða nokkur þeirra hugsanlega bjálkahús. Leitað verður eftir til- Sigurbjartur segir þessa meðferð duga í flestum tilfellum. Sveppurinn olli miklu tjóni hér á landi árin 1990 og 1991 en er annars lítt þekktur á landinu enda þarf mjög sérstök veð- urskilyrði til að hann blossi upp, að sögn Sigurbjarts. Gerð var tilraun til úðunar á föstu- dag en rigningu gerði aðfaranótt laugardags svo meðferðin ónýttist. Lyfið þarf að þorna vel á plöntunum eftir að úðað er. Á mánudag og þriðjudag voru skilyrði hins vegar góð og úðað af krafti. Fugladráp í SkögaQöru ÓFAGURT er um að litast í Skóga- fjöru um þessar mundir en þar gef- ur að líta marga tugi fuglahræja. Talið er að fuglarnir hafi verið skotnir helgina 7.-8. ágúst. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli eru flest hræin af skúm, en skúmur er friðaður fugl. Lögreglan segir að Sigurður Sig- urðsson, bóndi á Ytri-Skógum, hafi fundið hræin 9. ágúst og tilkynnt til Náttúrufræðistofnunar. Lögreglu bárust spumir af málinu í fyrradag og biður nú hvem þann sem hefur vísbendingar um málið að snúa sér til sín. Fjaran er nokkra kílórnetra frá byggð og segir lögregla að svo virðist sem einhver hafi gert sér að leik að skjóta fuglana. boðum í framkvæmdirnar innan- lands og utan. Að sögn Haraldar er hugmyndin meðal annars tilkomin vegna sífellt aukinna erfiðleika á að útvega leigu- íbúðir og segir hann húsaleigu nú skýjum ofar. Með nýjum húsnæðis- lögum sé þessi leið líka fyrir hendi en þeir sem fá inni í félagslegri íbúð mega ekki hafa tekjur yín- 1.680 þúsund ki-ónum og eignamörkin eru 1,9 mOljónir króna. Stofnfundurinn verður haldinn að Fosshóteli Lind við Rauðarárstíg í Reykjavík á laugardag og hefst klukkan 16. 12. - 27. sept. Einstök ferð til þessa mikilfenglega lands með árþúsunda sögu, menningararfleifö, stórbrotna náttúru og mannlíf sem er engu líkt. Ekki missa af þessari frábæru ferð! Eiumv«..<^onVr^'aUgar'1' wv«i.9-».06 Samvinnuferðir Landsýn Á VBrði fyrir þigl Á fundi norrænna ríkisstarfsmanna er rætt um EMU Þörf á sveigjan- legum vinnumarkaði Stofna hlutafélag um byggingu timburhusa i i I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.