Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDÁGUR 20 ÁGÚST 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Byggðastofnun aðeins staðfest eina úthlutun á byggðakvóta Búist við fleiri tillögum næstu daga STJÓRN Byggðastofnunar hefur aðeins staðfest eina úthlutun byggðakvóta en gera má ráð fyrir að gengið verði frá úthlutuninni í flestum byggðarlögum á næstu dögum. Sveitarstjórnir á Hofsósi, Breiðdalsvík og Borgarfirði eystri hafa ákveðið skiptingu byggðarlag- anna og bíða tillögur þeirra stað- festingar Byggðastofnunar. Sveitarstjórnum á viðkomandi stöðum var falið að útdeila byggðakvótanum milli einstakra aðila. Nú þegar hefur bæjarstjórn Isafjarðarbæjar ákveðið að allur sá byggðakvóti sem féll í skaut bæjarfélagsins renni óskiptur til fiskvinnslufélagsins Fjölnis á Þingeyri og hefur Byggðastofnun staðfest þá úthlutun. Þá hefur sveitarstjórn Skagafjarðar ákveðið að þau 114 tonn sem féllu í hlut Hofsóss verði afhent fiskvinnsl- unni Höfða hf. en Byggðastofnun hefur ekki staðfest þá úthlutun. Árni Egilsson, framkvæmdastjóri Höfða, segir að nú sé rætt við aðila um að veiða kvótann fyrir vinnsl- una. Eins hefur verið ákveðið að útgerðarfélagið Njörður fái byggðakvóta Breiðdalsvíkur en fyrirtækið hefur gert löndunar- samning við Útgerðarfélag Breið- dælinga. Sérstakur pottur fyrir nýliða Hreppsnefnd Borgarfjarðar- hrepps hefur sent Byggðastofnun tillögur um skiptingu þeirra 112 tonna sem í hlut sveitarfélagsins komu. Að sögn Magnúsar Þor- steinssonar, oddvita, var kvótanum var úthlutað á 7 heimabáta og féllu 11 tonn í hlut hvers, en afgangur- inn, um þriðjungur, er sérstaklega ætlaður nýliðum. „Reyndar var þessum potti ráðstafað til tveggja nýliða ef þeir uppfylla öll skilyrði. Þar er um að ræða tvo unga menn sem lengi hafa haft fullan hug á að byrja í útgerð en hingað til hafa þeir ekki séð neina möguleika á því. Hugsanlega gefur þessi kvóti, þó lítill sé, þeim örlitla viðspyrnu svo þeir komist af stað,“ segir Magnús. Magnús segir talsverðan tíma hafa tekið að komast að þessari niðurstöðu, enda tilefnið óvenjulegt auk þess sum sumir hreppsnefnd- armenn hafi verið vanhæfir og varamenn þurft að koma í þeirra stað. Einnig hefur þurft að kalla til varamenn í hreppsnefnd Skeggja- staðahrepps til að skipta þeim 72 tonnum sem úthlutað var til Bakkafjarðar. Þar hefur ekki verið gengið endanlega frá tillögum um skiptingu, en búast má við þeim á næstu dögum. Þá sat bæjarstjórn Seyðisfjarðar á fundi í gærkvöldi þar sem rætt var um skiptingu þeirra 67 tonna sem komu í hlut bæjarfélagsins, en ekki lágu fyrir tillögur um endanlega skiptinu þegar síðast fréttist. Gert var ráð fyrir að sveitarstjórn Búðahrepps fundaði um málið í dag og þá yrði gengið frá tillögum til Byggða- stofnunar. Þá fengust þær upplýs- ingar hjá hreppskrifstofu Kald- rananeshrepps að þar væri enn verið að móta reglur varðandi skiptinguna en búast mætti við til- lögum innan tíðar. Eins fengust þau svör á bæjarskrifstofu Vestur- byggðar að það lægju ekki fyrir endanlegar tillögur. Sveitarstjórn Stöðvarhrepps fundaði í gær um skiptingu þeirra 94 tonna sem sveitarfélaginu var úthlutað. Að sögn Björgvins Vals Guðmunds- sonar, oddvita, má búast við að Snæfell hf. fá stærstan hluta kvót- ans en einnig hafi aðrir aðilar sóst eftir hluta af honum. r Wfsienska sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi ít. se/ttB/tifjer Sérútgáfa 1. september Sýningin kynnt í máli og myndum og birt kort af sýningarsvæðinu. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 þriðjudaginn 24. ágúst. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. IHnrpttUáMk AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Reuters Rándýr bjalla ÞESSI 80 millimetra langa hjart- arbjalla, sem kölluð er svarti demanturinn, seldist fyrir met- verð í skordýraverslun í Tókýó. Kaupandinn greiddi alls tíu millj- ónir jena, eða sem svarar tæp- lega 6,5 milljónum íslenskra króna, fyrir kvikindið, sem er óvenju stórt af hjartarbjöllu að vera. Friðarumleitanir í Afganistan Masood hafnar boði Pakistana Kabúl. Reuters. STUÐNINGSMENN Ahmads Shahs Masoods, eins helsta stjórnar- andstæðings í Afganistan, sögðust í gær hafa hafnað boði Pakistana um að þeir tækju að sér hlutverk sátta- semjara miili Masoods og Talebana, sem fara með stjórn í landinu, í við- ræðum um hvernig hægt sé að binda enda á átökin í Afganistan. „Við sögðum sendimönnum Pakistans að stjórnin í Islamabad væri ekki í neinni aðstöðu til að leika hlutverk milligöngumanns í átökum okkar og Talebana. Við sögðumst telja að Pakistan væri alls ekki hlut- laust í átökunum í Afganistan og gæti þess vegna ekki leikið hlutverk sáttasemjara," sagði Younis Qa- nooni, einn helsti ráðgjafi Masoods, í samtali við Reuters í gær. Bardagar milli herja Talebana og sveita Masoods hafa geisað á mörg- um vígstöðvum undanfarnar vikur og eru þeir verstu í meira en tíu mánuði. Þeir hófust seint í júlí þegar Talebanar hófu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir til að vinna fullnaðarsigur á sveitum Masood, sem er öflugastur þeirra stjómar- andstæðinga sem halda uppi baráttu gegn stjórnvöldum í Kabúl. Stjórnarandstæðingar segja um fimm þúsund pakistanska hermenn hafa tekið þátt í bardögunum með herjum Talebana en þessu neita bæði Talebanar og stjórnvöld í Pakistan. Pakistan er hins vegar aðeins eitt af þremur ríkjum sem viðurkenna stjórn Talebana í Afganistan. Hulunni svipt af leyndardómum sovésks lífefnavopnaiðnaðar Vísindamenn ótt- ast banvæna sjúk- dóma í Kasakstan Alamaty. Reuters. KASÁKSTAN ætlar að svipta hul- unni af leyndardómum tilrauna Sov- étmanna í lífefnavopnaiðnaði, en höf- uðstöðvar þeirra voru á eynni Vozrozhdeniye í Aralvatni, sem eftir hrun Sovétríkjanna féll að hluta í hendur Kasaka. Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna að fyrri vangaveltur um að banvænir sjúkdómar gætu borist með sýktum örverum á nag- dýrum frá eynni til meginlandsins, eru ekki úr lausu lofti gripnar. Vozrozhdeniye er hrjóstrug, óbyggð eyja er skiptist á milli Ús- bekistans og Kasakstans eftir hrun Sovétríkjanna. Á árunum 1960-1990 minnkaði mikið í Aralvatni sem varð til þess að eyjan bætti við sig sem svarar um tíföldu eigin landsvæði. Stækkar hún stöðugt og leiða vís- indamenn nú líkur að því að hún sam- einist meginlandinu um 2010. Dastan Yeleukenov, sem fór fyrir sendinefnd nýlega sjálfstæðra ríkja á alþjóðlegri ráðstefnu um skaðsemi til- rauna í lífefnavopnaiðnaði sem haldin var fyrir skömmu, sagði ærna ástæðu til að óttast að banvænir sjúkdómar bærust með örverum og nagdýrum til meginlandsins samfara auknum vexti eyjunnar. Grunur leikur á að Sovét- menn hafi í trássi við alþjóðasamn- inga um bann við tilraunum með líf- efnavopn, er þeir samþykktu árið 1972, haldið þeim áfram í mörg ár. Bandaríkjamenn bjóða aðstoð Yeleukenov, sem er einnig höfund- ur nýútkominnar bókar um hlutverk Kasakstan í lífefnavopnaiðnaði Sov- étmanna, segir tilraunir Sovétmanna með sýktar örverur, sem innihalda smitbera banvænna sjúkd.óma eins og miltisbrands, hérasóttar, útbrota- taugaveiki og bólusóttar svo einhver dæmi séu nefnd, hafa verið gerðar á eynni. Fóru tilraunirnar fram á dýr- um, einkum öpum þar sem þeir kom- ast næst því að sannreyna hugsanleg viðbrögð mannslíkamans við ön'er- unum. Vísindamönnunum eru kunn fáein tilfelli banvænnar bólusóttar í héruð- um umhverfis Aralvatnið en að sögn Yeleukenov er frekari rannsókna þörf til sönnunar á því hvort smit- berar hafi borist frá Vozrozhdeniye. Yeleukenov hyggur nú á ferð til Bandaríkjanna í þoði Pentagon til að ræða hugsanlega fjárhagsaðstoð Bandaríkjastjórnar til áframhald- andi rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.