Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 25 Stjórnmál, embættismenn og bitlingar Hvað má og hvað má ekki? Má lögreglustjóri Kaupmannahafnar fá gefíns ferð frá stórfyrirtæki fyrir sig og fjölskylduna fyrir um 700 þúsund íslensk- ar krónur og er í lagi að forstjóri hrein- gerningafyrirtækis sitji í fjárlaganefnd? Sigrún Davíðsdóttir rekur danskar bit- lingaumræður. dagur símenntunar 28.ágúst www.mennt.is/simenntun EIMSKIP UMRÆÐUR um bitlinga, sambönd og gjaflr eru ekki nýjar í Danmörku, en þrátt fyrir reglur, boð og bönn koma samt sem áður iðulega upp ný mál. I kosningunum 1994 beindist athyglin að því hvað væri við hæfí stjórnmálamanna og hvað ekki. Að þeim loknum opnaði danska þjóðþingið því skrá, þar sem stjórn- málamönnum gafst kostur á að upp- lýsa af fúsum og frjálsum vilja um umsvif sín utan þinghússins, svo sem setu í stjórnum og ráðum. En athyglin beinist einnig á stund- um að embættismönnum eins og nú þegar fjölmiðlar hafa sagt frá Singapúr-ferð lögreglustjóra Kaup- mannahafnar á vegum A.P. Mpller. Gjafír til stjórnmálamanna eru stöðugt í sviðsljósinu, en þar eru menn löngu orðnir vanir því að stór- gjafir koma ekki lengur til greina. Skráning hagsmunatengsla af frjálsum vilja Bitlingaumræðurnar vöknuðu nú eftir að því var slegið upp í fréttum danska sjónvarpsins að Thor Peder- sen formælandi „Venstre" í efna- hagsmálum og fulltrúi flokksins við undirbúning fjárlaga gæti vart tekið óháða afstöðu til mála eins og einka- væðingar, því hann væri forstjóri hreingerningafyrirtækis. Berlingske Tidende benti þurrlega á að þetta væri engin uppljóstrun, þar sem þetta mætti lesa í dönskum „Samtíð- armönnum" og ýmsir hafa bent á að einkavæðingarákvarðanir væru teknar í bæjarstjórnum, ekki á þingi. Með þessu hafa bitlingar og störf þingmanna enn einu sinni komið til umræðu og þá einnig sú skrá, sem skrifstofa þingsins er með um „störf þingmanna utan þingsins og fjár- hagslega hagsmuni“, eins og það heitir. Þar er spurt um tíu atriði, sem þingmönnum er frjálst að fylla út, ef þeir vilja. Þau atriði eru seta í stjórnum fyrirtækja og annarra stofnana, launuð störf, sjálfstæður atvinnurekstur, fjárhagsstuðningur, gjafir frá innlendum aðilum, utan- landsferðir (greiddar af öðrum), gjafír erlendis frá, hagsmunatengsl við fyrirtæki (til dæmis hlutafjár- eign), samningar af efnahagslegum toga við fyrrverandi vinnuveitendur (til dæmis um eftirlaun) og samning- ar við væntanlega vinnuveitendur. Eins og eru hafa 123 þingmenn af 179 upplýst um þetta í skrána, sem hægt er að fá í þinginu. í Jafnaðai-mannaflokknum er þess krafist að þingmenn ski'ái sig og 62 af 63 þmgmönnum hans eru í skránni. I Politken upplýsir Ole Lovig Simonsen þingflokksformaður að flokkurinn áskilji sér rétt til að neita þingmanni um leyfí til stjórn- arsetu, ef ]mð gæti leitt til hags- munaátaka. í „Venstre" er ekki álit- in þörf á slíku, enda eru aðeins þrett- án af 42 þingmönnum í skránni. „Hverjir viljum við að sitji á þingi? Eru það stjórnmálamenn með þekk- ingu á lífinu utan múranna, eða stjórnmálamenn, sem ekki eiga sér annað innihald í tilverunni en gull- fískabúrið Kristjánsborg [þinghús- ið]?“ spyr Anders Fogh Rasmussen í síðasta rafbréfí sínu í tilefni um- ræðnanna. Sjálfur kýs hann að á þingi sitji fulltrúar allra samfélags- hópa og starfsstétta, því aðeins þannig verði þingið eðlilegur hluti samfélagsins. Það sé ógnvekjandi til- hugsun að á þingi sitji aðeins opin- berir starfsmenn í orlofi. Á að skylda þingmenn til að upplýsa hagsmunatengsl? Spurningin um hvort þingmenn eigi að upplýsa hagsmunatengsl sín og þá hvernig er einnig umhugsun- arefni lögfræðinga. Politiken hefur spurt tvo lagaprófessora um álit. Jens Peter Christensen prófessor við Árósaháskóla álítur að þingmenn eigi að vera skyldugir til að upplýsa þingið um aukastörf og hagsmuna- tengsl, þvi kjósendur geti annars hvergi fundið slíkar upplýsingar. Hann fær heidur ekki séð að stjórn- arskráin hindri lögboðna skráningu af þessu tagi. Lars Nordskov Nielsen við Hafn- arháskóla segir að þingmenn geti tekið ákvarðanir á þingi þótt þeir hafi hagsmuna að gæta í einstökum málum, en þeir eigi þá að gera grein fyrir tengslum sínum. Nordskov Ni- elsen álítur að best væri að þing- menn létu allir skrá sig af frjálsum og fúsum vilja. Lagalega séu þeir ekki skyldugir til þess, þó pólitískt og siðferðilega séð væri það eðlilegt. Gjafir til stjórnmálamanna hafa lengi verið undir smásjá í Dan- mörku. Málverk þekktra málara og silfurvindlakassar hafa ekki sést á gjafaborðum danskra stjórnmála- manna um árabfí. Hins vegar svigna borðin þar gjarnan undan áfengis- flöskum og þá oftast góðu víni. Þegar Mogens Lykketoft fjár- málaráðherra varð fimmtugur fyrh' nokkru gaf ríkisstjórnin honum hjól, enda vitað að ráðherrann hjólar gjarnan. í afmælisgjöf nýlega fékk Pia Gjellerup atvinnuráðherra wok- pönnu frá ráðuneytinu og peysu frá framleiðanda sem hún heldur upp á. Ríkisstjórnin gaf henni stóra sólhlíf í garðinn við húsið á Friðriksbergi, þar sem ráðherrann býr með móður sinni, og Verslunarmannafélagið gaf henni þrjá hitalampa í garðinn, ef sólin lætur ekki sjá sig. En það kemur einnig fyrir að embættismenn draga að sér athygli fyrir hagsmunatengsl. Nýlega kom í ljós að Hanne Beeh Hansen lög- reglustjóra hafði verið boðið til Singapúr nýlega af A.P. Moller til að skíra eitt af skipum samsteypunnar. Um leið þáði hún fría ferð fyrir sig, eiginmann og son, sem danska út- varpið giskaði á að væri að verðmæti 64 þúsund danskar krónur. Bech Hansen segist upplýsa um ferðina til skattsins og hafa tilkynnt dómsmálaráðuneytinu um ferðina og ekki fengið athugasemdir þaðan, en nú hefur Frank Jensen dómsmála- ráðherra sett ofan í við hana fyrir ferðina, því hann hafi ekki gert sér grein fyrir eðli hennar og verðmæti. Til eru 26 ára gamlar reglur um að lögreglumenn megi þiggja sígarettur og ódýrar auglýsingagjafir frá einka- aðilum, en hvað lögreglustjórar mega virðist annað mál. Aðspurðir lögreglustjórar hafa í fréttum sagt að umrædd gjöf sé handan við það, sem þeir hefðu tekið á móti. Fréttir á Netinu mbl.is -ALLTa/= £ITTH\//\0 fiJYTT HEIMABIO Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstök Fallegt útlit vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi Digital Comb Filter 165 W eða 180 W magnari 6 framhátalarar 2 bassatúbur 2 bakhátalarar Öflugur miðjuhátalari 2 Scarttengi að aftan, SuperVHS (DVD)og myndavélatengi að framan Glæsilegur skápur á hjðlum með innbyggðum miðjuhátalara TOSHIBA heimabíósprengjan kostar aðeins: 28” Kr 124.740 stfl! 33” Kr. 188.910 itg með þessu öllu I! TOSHIBA Pro-Logic tækin eru margverðlaunuö af v tækniblööum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi! TOSHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVD mynddiskakerfisins og Pro-drum myndbandstækjanna. iDfCT' M jv II önnur TOSHIBA tæki fást í BB™ ^ f i^11vi FÁÐU ÞÉR FRAMTÍÐARTÆKI HLAÐIÐ ÖLLU ÞVÍ BESTA * ^ -ú , _ ÞAÐ BORGAR SIG ! — //// Einai* Farestveit&Co hf MMM Borgartúni 28 - S: 562 2901 & 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.