Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.09.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR EIRIKUR H. GUÐNASON * Eiríkur H. I Guðnason fædd- ist 24. september 1918 í Reykjavík. Hann lést á Hrafn- istu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, föstudaginn 10. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðni Einars- son, kolakaupmað- ur, f. 30.6. 1891 að Hömrum í Gnúp- '■ 7 verjahreppi, og kona hans, Asa Jóna Eiríksdóttir, f. 12.9. 1893 í Reykjavík. Eftirlifandi systkini Eiríks eru Sigurásta Guðnadóttir, f. 12.9. 1915, og Ólafúr Guðnason, f. 1.5.1928. Eiríkur kvæntist 15.5. 1943 eftirlifandi eiginkonu sinni, Bryndísi Tómasdóttur, f. 1.4. 1925 í Hafnarfirði. Börn þeirra eru: 1) Sólveig, f. 21.9.1944, ógift og bamlaus. 2) Eiríkur, f. 12.2. 1946. Kona hans er Marie M. Ei- ríksson, f. 30.11. 1947. Böm þeirra em: a) Katrín M., f. 10.7. 1979. b) Jakob, f. 3.1. 1984. 3) Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Auðunn, f. 17.10. 1953. Kona hans er María Sighvatsdótt- ir, f. 9.2. 1954. Böm þeirra em: a) Daði, jg? . f. 27.12. 1980. b) 135*" Alma, f. 14.4. 1984. c) Ama, f. 10.11. 1989. Eiríkur var við nám í Verslunar- skóla Islands og við framhaldsnám í verslunarfræðum í Englandi. Hann hóf störf sem tollvörð- ur hjá Tollgæsl- unni 1942 og var þar allt til þess er hann lét af störfum fyr- ir aldur sakir. Eiríkur lét fé- lagsmál til sín taka, var m.a. um langa hríð félagi í Oddfell- owhreyfíngunni. Eiríkur var um skejð formaður Tollvarða- félags Islands og kjörinn heið- ursfélagi þess 1997. Hann var sæmdur heiðursmerki Slysa- varnafélags Islands. Utför Eiríks H. Guðnasonar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látinn er í Reykjavík Eiríkur Helgi Guðnason, tæplega 81 árs að aldri. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson og Ása Jóna Eiríksdótt- ir. Guðni kom til Reykjavíkur á unglingsaldri ásamt foreldrum sín- um og systrum. Foreldrar hans voru þau Einar Jónsson og Guðrún Björnsdóttir. Þau voru ættuð úr Árnes- og Rangárvallasýslum, bjuggu um hríð að Hömrum í Gnúpverjahreppi en höfðu síðast haft aðsetur á Eyrarbakka áður en ‘ þau komu til hins unga höfuðstaðar við upphaf þeirrar aldar, sem senn er liðin. Ása, móðir Eiríks, var inn- fæddur Reykvíkingur, fædd í Ei- ríksbæ við Brekkustíg. Foreldrar hennar voru Eiríkur Eiríksson frá Akranesi, stýrimaður á skútum og Guðrún Jónsdóttir af Kjalarnesi. Guðni Einarsson var um hríð starfsmaður Duusverslunar, en átti og rak um 30 ára skeið í félagi við Einar Tómasson Kolaverslun Guðna og Einars. Það fyrirtæki stóð á horni Kalkofnsvegar og Sölv- hólsgötu, þar sem nú er bíla- geymsla Seðlabankans. Eiríkur Guðnason fæddist í Reykjavík 24. september 1918. Á f því Herrans ári skiptust á skin og skúrir í íslensku þjóðlífi. Sem kunnugt er, voru í byrjun ársins miklar frosthörkur um allt land, og Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg áOLSTBINAK 564 3555 er síðan talað um frostaveturinn mikla 1918. Um haustið geisaði hér faraldur, spænska veikin sem svo var nefnd. Eiríki var nýfæddum komið fyrir hjá vinafólki, þar sem móðir hans og systir höfðu tekið sóttina. Þær náðu þó fullri heilsu, þótt Ástu, systur Eiríks, hafí ekki verið hugað líf um skeið. Þannig birtir öll él upp um síðir, jafnt í lífi einstaklings sem þjóðar. Undir lok þessa sama árs fögnuðu Islending- ar fullveldi sínu og horfðu fullir eft- irvæntingar fram á veg frelsis og framfara. Fjölskyldan bjó á nokkrum stöð- um í vesturbæ Reykjavíkur. Eiríkur er fæddur að Framnesvegi 3, en það hús telst nú við Ránargötu 51. Þau bjuggu síðan í Fischersundi 1; við Ránargötu 32 en lengst af að Oldu- götu 28. Grunnskólanám stundaði Eiríkur við Miðbæjarbamaskólann, sem þá var auk Landakotsskóla eini bamaskóli bæjarins. Hann var við nám í Verslunarskóla íslands og veturinn 1937-38 við framhaldsnám í verslunarfræðum á Englandi. Ei- ríkur vann um nokkurra ára skeið eftir að hann lauk námi við kola- verslun föður síns. Árið 1942 gerðist hann tollvörður og varð Tollgæslan aðalstarfsvettvangur hans eða allt þar til hann hætti störfum fyrir ald- urs sakir. Eftirlifandi kona Eiríks er Bryndís Tómasdóttir. Foreldrar hennar voru Tómas Guðnason og Sólveig Gísladóttir. Fyrsta bú- skaparárið eða tæplega það höfðu þau Eiríkur og Bryndís eitt her- bergi til afnota á bernskuheimili mínu. Var sú íbúð þó ekki stór og þætti víst mörgum nú um stundir þar þröngt setinn bekkurinn. Þá var í smíðum hús þeirra hjóna við Sogaveg, en þar fluttu þau inn lýð- veldisárið 1944. Það var bjart yfir íslandi þessa vordaga þegar ungu hjónin fluttu í eigið húsnæði. Þjóð- in fagnaði nýstofnuðu lýðveldi, og heimsbyggðin sá fram á að ófriðar- bálið, sem brunnið hafði um árabil, myndi að lokum slokkna. Margir gerðust landnemar í þessum bæj- arhluta á þeim árum og komu sér upp þaki yfir höfuðið, ekki ávallt við mikil efni. Eiríkur vann mikið við húsbygginguna sjálfur og var nánast enginn verkþáttur sem hann kom ekki að með einum eða öðrum hætti. Er óhætt að fyllyrða, að svo hafi honum farist hvert verk úr hendi, sem fagmaður væri. Þarna stóð heimili þeirra Iengi eða í um 20 ár. Þau bjuggu síðan á nokkrum stöðum öðrum, síðast að Jökulgrunni 7 hér í bæ. Eiríki og Bryndísi varð 3ja bai-na auðið. Eiríkur sonur þeirra er bú- settur í Danmörku en Sólveig og Auðunn eiga heimili í Reykjavík. Barnabörnin eru 5, allt hið mann- vænlegasta fólk. Hér skilur leiðir um sinn með mér og móðurbróður mínum, Ei- ríki Guðnasyni. Einhverjar fyrstu bernskuminningar mínar eru tengdar honum og fjölskyldu hans svo og allt mitt líf með einum eða öðrum hætti. Faðir minn, Sigurð- ur Benediktsson, var æskuvinur Eiríks og nágranni á Öldugötu, enda þótt nokkur aldursmunur væri með þeim. Gagnkvæmar heimsóknir voru tíðar, og eru mér sérstaklega minnisstæðar bílferðir margan sunnudagsmorgun inn í Sogamýri. Að öðrum mönnum ólöstuðum var Eiríkur sérstakur uppáhaldsfrændi minn. Ávallt var hann reiðubúinn að hjálpa þar sem hann gat komið því við, og margt hollráð þáði ég af honum ungur drengur að veganesti út í lífið. Að leiðarlokum lít ég sem í skuggsjá yfir samferð okkar Eiríks og fyllist þakklæti yfir að hafa þó lif- að svo langan dag með þessum frænda mínum. Sumt fólk gefur meðan annað tekur. Eiríkur Guðnason var í fyrri hópnum. Hann var alltaf að gefa, og mest þegar hann gaf af sjálfum sér. í fyrra bréfi sínu til Korintumanna áminnir Páll postuli lesendur og segir, að þótt við útdeilum öllum eigum vorum, vitum alla leyndar- dóma og eigum alla þekkingu, þá værum við engu bættari ef við hefðum ekki kærleika. Þennan mannkærleika og lítillæti hjartans átti frændi minn í svo ríkum mæli. Blessuð sé minning Eiríks Guðna- sonar. Guðni G. Sigurðsson. GUNNAR MAGNÚSSON + Gunnar Magnús- son fæddist í Ef- stakoti á Upsaströnd 2. septeniber 1902. Hann lést í Dalbæ 9. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Gunn- arsdóttir, f. 18.8. 1870, d. 15.7. 1955, og Magnús Jónsson, f. 15.8. 1867, d. 6.1. 1933. Systkini Gunn- ars voru: Kristín Jón- fríður, Jónína Anna, Friðbjörn Kristinn, Sigríður Helga, Þuríður Jóna og Hólmfríður, sem öll Sambýliskona Gunnars frá 1954 var Ragnheiður Gunnlaug Björnsdóttir, f. 16.9. 1915, d. 18.8. 1992. Dóttir þeirra er Sigríður, f. Iátin. 6.1. 1956, maki: Tómas Leifsson, f. 20.1. 1956. Börn þeirra: Ragnheiður Tinna, f. 1982, Sal- ome, f. 1988, Gunnar Elís, f. 1992. Börn Ragnheiðar, Harry Armfeld Sveinsson, f. 20.6. 1939, d. 14.9. 1967, og Bjarney Armfeld Bjarnadótt- ir, f. 29.6. 1950, maki Haukur Halldórsson. Allan sinn aldur bjó Gunnar í Sæbakka á Dalvík, eða þar til haim fluttist á Dval- arheimilið Dalbæ á Dalvík árið 1992 eftir lát sambýliskonu siimar. Utförin fer fram frá Dalvíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan kl. 13.30. Mannlífsins bratta bára ber okkur milli skerja. Víðfeðmar okkur velur vegleiðir stundu hverja. Markandi mannsins tima meitlandi spor í grundir, mótandi margar götur misjafnar ævistundir. Lokiðervökulangri liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn fagnandi nýjum gesti. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggjaumveginýja. Við fórum til fljótsins breiða fetum þar sama veginn. Þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðaisteinsson, ‘99.) Elsku Gunnar frændi, nú er kom- ið að kveðjustund og þó að árin þín hafi verið orðin hátt í hundrað og þú saddur lífdaga er tómlegt án þín. Við systurnar minnumst þín sem hluta af tilveru okkar og erum við ríkari eftir og minnumst þín í hjarta okkar fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. I bemskuminningunni ert þú ásamt mömmu okkar, þar sem við fengum að dvelja í Sæbakka hjá þér og ömmu mörg ár eftir föðurmiss- inn. Við fylgdumst með þér alla tíð og vissum að hverju stefndi síðustu dagana þegar við sátum hjá þér til skiptis, ásamt Siggu einkadóttur þinni, en við vissum líka að þú þráð- ir orðið hvíld eftir langa og stundum stranga starfsævi. Elsku frændi okkar, þinn kær- leikur var gjöf sem gleymist eigi. Vær að eyrum blærinn ber bárumilda niðinn. Friður drottins fylgi þér fram á nýju miðin. (Haraldur Zophoníasson.) Siggu, Tomma og börnum send- um við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hildur og Þóranna Hansen. ELLA GUÐRUN MÖLLER MAGNÚSSON + Ella Guðrún Möller Magnús- son hjúkrunarfræð- ingur fæddist í Kaupmannahöfn 3. ágúst 1908. Hún lést á elliheimilinu Garð- vangi hinn 14. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arne P. Moller skrifstofustjóri, f. 26.12. 1875, d. 13.10. 1914, og Etna Moller Petersen kennari, f. 16.3. 1887, d. 14.4. 1964. Guðrún giftist hinn 5. ágúst 1949 Kristjáni Magnússyni verka- manni frá Garðhúsum í Höfnum. Hann fæddist 31.1. 1904, d. 20.7 1985. Hann var sonur Magnúsar Gunnlaugssonar bónda í Garð- húsum í Höfnum og Guðnýjar Þórðardóttur. Guðrún lauk hjúkrunarnámi við Roskiide Amts Sygehus í mars 1936 og fram- haldsnámi í geð- hjúkrun við St. Hans Hospital í desember sama ár. Síðan vann hún við Frantz Howits Fodehjem til 1.2. 1937, St. Josephs Hosp. í Kaupmanna- höfn í 1 ár, St. Jos- ephs Hosp. í Óðins- véum í 6 mánuði, við St. Jósepsspitalann í Hafnarfirði frá 1939-1949 og við Handlækningadeild Landspítalans og við Landakot til ársins 1977. Guðrún átti fimm hálfsystk- ini og Iifa hana Anne Kristine Petrea Hedvig Hansen dömu- klæðskeri og Hagbarth Sigurd Pedersen bakarameistari, bæði búsett í Danmörku. Utför Guðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þegor ondlót ber oð höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og histuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem bjrggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 Hún Guðrún Möller hefur verið nágranni okkar allt frá því að ég fæddist og gott betur. Alla tíð kallaði hún til okkar krakkanna og laumaði konfekti eða epli í lófann á okkur og hló. Mér þótti verst að fá epli. Ef ég átti erindi að Skólavegi 5 var ég alltaf leyst- ur út með góðgæti. Eg var stund- um að selja Vísi og vissi að Guð- rún og Kristján myndu aldrei kaupa en alltaf kom ég til að fá í það minnsta sælgætið og bað til Guðs um að það yrði ekki epli. Kristján og Guðrún voru falleg hjón og báru sig eins og hefðar- fólk. Hann alltaf í sparifötum úti við grindverkið og spáði í veðrið næstu daga og ræddi við vegfar- endur og hún brosmild við eldhús- gluggann eða í dyragættinni. Eg veit til þess að þau hafi einu sinni rifist og sagði hún gjarnan frá því. Hún bað hann Kristján sinn eitt sinn að laga eitthvað og hann svaraði því til að hann væri sjó- maður en ekki smiður. Um kvöld- ið spurði svo Kristján hvort hún ætlaði ekki að fara að elda en þá svaraði hún „en ég er hjúkrunar- kona en ekki kokkur“ og svo hló hún dátt. Eftir að ég fór að læra að syngja sagði Guðrún mér oft frá því þegar hún sem unglingur fór í Konung- legu óperuna í Kaupmannahöfn til að hlusta á Stefán Islandi. Hún hafði mikið yndi af því að heyra hann syngja. Kristján var annarr- ar skoðunar. Honum leiddist allur söngur en trúði föður mínum eitt sinn fyrir því að hann hefði fullan skilning á ballett. Af þessu hafði ég mikið gaman. Guðrún starfaði sem hjúkrun- arkona við St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði og við Landakotspít- alann frá seinna stríðinu og helg- aði Islandi starfsævi sína. Hún átti góðan hóp vina og kunningja hér á landi og vildi eiga sitt ævi- kvöld á íslandi. Kristján lést í Danmörku og er þar grafinn en Guðrún mun hvíla í íslenskri mold. Við fjölskyldan í næsta húsi þökkum fyrir fallegar stundir og þann svip sem þið settuð á lífið hér í götunni. Guð blessi minn- ingu ykkar. Davíð Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.