Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hilmar Orn Hilmarsson. Mannsröddin \ ' « er besta hljóðfærið Kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur eftir sögu föður hennar Halldórs Laxness, Ung- frúin og húsið, verður frumsýnd næstkom- andi föstudag. Dóra Qsk Halldórsdóttir hitti Hilmar Örn Hilmarsson sem semur tónlistina í myndinni, en hann er nýkominn heim eftir langa dvöl erlendis. HILMAR Örn Hilmarsson er hógvær maður og hreykir sér lítt af eigin verkum. Hann hefur unn- ið við kvikmyndatónlist um margra ára skeið og unnið til alþjóðlegra viðurkenninga á þeim vettvangi og hlaut Felix-verðlaunin í Berlín fyrir tónlist sína í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunn- ar. „Eg er búinn að vera í fimm ára útlegð í Danmörku og síðustu árin hef ég verið virkilega Islandsþurfi. Eg er búinn að vita lengi af mynd Guðnýjar og hef þekkt sögu Hall- dórs frá bamæsku og tel það stór- kostlegt að fá möguleika á að vinna að myndinni með þessu einstaka fólki.“ - Hverjur eru megináherslurnar í tónlistinni í myndinni? „Frá upphafi ákvað ég að tónlist- in yrði mikið byggð upp á rödd Ragnhildar Gísladóttir. Rannveig sem Ragnhildur leikur er ákveðin þungamiðja sögunnar, sú sem er fegurst, mest og best, og sem per- sóna rúmar Rannveig allan tilfinn- ingaskalann. Þegar maður er að finna sér hljóðfæri til að vinna með þá er kannski ekkert betra hljóð- færi til en mannsröddin. Eg tel að rödd Ragnhildar henti myndinni al- veg frábærlega, enda hefur hún eina þá stórkostlegustu rödd sem hægt er að hugsa sér.“ Stórkostlegur efniviður - Hvernig er að vinna með mannsröddina sem aðalhljóðfæri? „Eg er mjög heppinn, því við Ragga gerðum plötu saman árið 1992 sem heitir Rombigy og ég þekki því flesta þætti hennar radd- ar og lít á mig sem ákveðinn sér- fræðing í hennar rödd og hefði ekki treyst mér til að vinna þetta með neinni annarri söngkonu. Ragnhild- ur er menntaður tónlistarkennari og með klassískan bakgrunn en ég kem frekar úr öðrum áttum og ber virðingu, nánast óttablandna virð- ingu, fyrir hennar bakgrunni. En í samvinnu okkar höfum við mjög gaman af að sprengja upp landa- mæri og kanna eitthvað nýtt og fara út fyrir þessa hefðbundnu hluti. Síðan er auðvitað sérstakt við þessa mynd að hún er byggð á sögu Halldórs Laxness, sem er sjálfur kannski klassískasti höfundur okk- ar Islendinga á sama tíma og hann er einnig mikill byltingarmaður, maður sem alltaf er að brjóta upp hefðirnar og gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Þess vegna tel ég að sam- vinna okkar Röggu endurspegli á vissan hátt andann í verki Lax- ness.“ Hilmar segist hafa nálgast gerð tónlistarinnar við Ungfrúna og hús- ið með meiri auðmýkt en oft áður. „Guðný var búin að hugsa út ákveðna hluti og ég kem inn sem gestur að mörgu leyti. Lag eftir Jón Asgeirsson var henni mjög hugleik- ið og ég vildi ekki hreyfa við því. Við tókum eitt stef eftir Jón sem gengur í gegnum myndina og ég vona að ég hafi ekki farið alltof illa með það. Svo er í myndinni lagið Eg elska þig enn eftir Magnús Ei- ríksson sem Guðný held- ur mikið upp á. Þetta lag Magnúsar syngur sig inn í hjörtu þeirra sem heyra það og ég er ekki þess umkominn að semja aðra eins snilld svo ég tók því fagnandi að setja það í samhengi við tónlistina í myndinni." -Hógvær framar öllu? „I þessari mynd stend ég á öxlun- um á risum. Ég veit að það eru ákveðnir hlutir sem ég get gert vel, en ég átta mig einnig á mínum tak- mörkunum og í svona mynd vinn ég sem einn liður af stórri heild, heild sem hefur verið að þróast í sex ár, eða jafnvel miklu lengur. Allt frá því að Laxness skrifaði söguna. Ég get því ekki annað en þakkað að fá að vera hluti af þessari stóru sögu.“ Merkingarþrungin þögn Hilmar Orn er einnig að semja tónlistina við mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Engla alheimsins. „Það er alltaf gaman að vinna með Friðriki og Einari Má enda erum við gamalt þríeyki og höfum þekkst í mörg ár.“ -Þar er væntanlega allt önnur nálgun í tónlistinni en í Ungfrúnni oghúsinu? „Já, algjörlega. I Englum al- heimsins er verið að fást við skáld- skap um leið og veruleika sem við höfum allir tengst. Myndin er á ákveðinn hátt uppgjör við fortíð okkar allra.“ Hilmar hikar aðeins og segir síðan að í Englun- um sé ákveðinn rammi dægurtónlistar. „Lög sem bæði tengjast þessu tímabili og henta þessum kringumstæðum. Tón- listin er að sumu leyti tilvísun í skáldsöguna sjálfa, sem er ákveðið meistaraverk, og einnig í persónu sem er bæði skálduð og raunveru- leg. Maður kemst ekki hjá því að upplifa einhverja ákveðna tónlist við þá persónu.“ - Er valið á þeirri tónlist unnið í samráði við Friðrik og Einar Má eða hefurðu þar frjálsar hendur? „Það sem við Friðrik höfum gert myndi líklega flokkast undir eins konar hugsanaflutning. Við höfum verið vinir í 26 ár og okkar besta vinna á sér stað þegar við sitjum og dæsum og umlum, en samt vitum við nákvæmlega um hvað málið snýst.“ - Nú hefurðu unnið mikið í Dan- mörku og við erlendar myndir. Er það öðruvísi en að vera hérna heima og vinna með fólki sem þú þekkir? „Ég hef kannski kynnst þremur manneskjum í vinnu minni úti sem ég get borið saman við það fólk sem ég þekki hérna heima, en svo eru aðrir sem ég hef unnið með í gegn- um nefndir. Það er mjög skilmerki- leg leið, engar efasemdir og ekkert vesen. En ég kann því bara miklu betur að sökkva mér ofan í kjarna verksins og að skipulagið víki fyrir tilfinningunum." - Vilt þú nálgast hlutina með hjartanu frekar en höfðinu? „Ég held að hjartað vinni alltaf þegar til lengri tíma er litið. Maður getur skipulagt hlutina vel og reikn- að eitthvað út og tekið meðalstuðla en hjartað hefur yfirleitt alltaf rétt fyrir sér. Það finnst mér líka gaman við þessar tvær íslensku myndir að hjartað er meginþemað í báðum. Og þá á maður ekki að láta sér detta í hug að fara að skipuleggja það eða reikna eitthvað út heldur hlusta á það sem hjartað segir manni.“ Finnskur feminískur tryllir Ekki er tónlistarsköpun Hilmars fyrir kvikmyndir upptalin hér að of- an því hann er einnig um þessar mundir að semja tónlist við finnsku myndina Landafræði óttans eftir Auli Mantila, sem gerði myndina The Collector sem hlaut fjölda verð- launa. „Þetta er feminískur tryllir sem er ekkert miðjumoð heldur tek- ur þemað til ystu marka. Myndin verður sýnd á Berlínarhátíðinni næstu og ég á von á því að hún mjög góðar viðtökur, enda frábær mynd. Auli hefur verið hérna á Islandi því hún vann sem aðstoðarkona Asdísar Thoroddsen við gerð Draumadísa." -En segðu mér nú eitthvað frá veru þinni í Danmörku og ástæðu Islandsþorstans sem var farinn að hrjá þig undir lokin. „Ég held að Danir séu frá annarri plánetu. Þetta er besta fólk en það er eitthvað sem ekki gengur upp. Þegar maður sér fólk ganga út með naglaklippur að snyrta limgerði veit maður að eitthvað er að. Allt er mjög skipulagt og fylgir öðrum lög- málum en henta mér.“ - Nú hafa Danirnir orð á sér fyrir að vera stöðugt að „hygge sig“ og slappa af. „Já, en ég held að þessi huggu- legheit séu hálförvæntingarfull. Það er verið að reyna að upplifa ein- hverja gleði sem er ekki til, og ég held að þjóðin sé fangi þessarar mýtu um huggulegheitin. Ég fékk ákveðna hugljómun þegar ég sat í matarboði hjá dönsku vinafólki mínu og búið var að bera fram sautján rétta máltíð. Börnin sátu ýmist við tölvurnar þrjár á heimil- inu eða við sjónvarpstækið og þegar gestgjafinn spurði hvort við hefðum það ekki huggulegt sló þögn á hóp- inn og allir horfðu á hann. Þá skildi ég hvað klukkan sló og vissi að það var kominn tími til að fara heim.“ Stutt Dixie Chicks vinsælust DIXIE Chicks hélt efsta sæti bandaríska breiðskífulistans aðra vikuna í röð á meðan Backstreet Boys náðu öðru sætinu af ung- lingastjörnunni Christinu Aguilera. „Fly“ með kántrýsveit- inni Dixie Chicks seldist í 204 þús- und eintökum í vikunni og hefur nú selst í 545 þúsund eintökum frá því hún kom út. „Millenium“ með Backstreet Boys seldist í 182 þúsund eintökum sautjándu vik- una á lista og er heildarsalan komin í 5,7 miHjónir. Breiðskífa Aguilera seldist í 173 þúsund ein- tökum og hefur selst í 644 þúsund eintökum frá því hún kom út. í fjórða sæti var Santana með „Supernatural" og öllum að óvör- um hefur þessi aldni snillingur náð að selja 1,2 milljónir eintaka frá því breiðskífan kom út. Aðrar sveitir á lista eru Kid Rock með „Devil Without a Cause“, Britney Spears með „...Baby One More Time“, Limp Bizkit’s með „Signi- ficant Other“, Ricky Martin með samnefnda breiðskífu og Juvenile með „400 Degreez“. Eina nýja breiðskífan meðal 100 efstu var „Chamber Music“ með þung- arokkssveitinni Caol Chamber. Chris Corn- ell með sólóskífu „ÉG ER maðurinn með nafnið á stuttermabolunum," kynnti Chris Comell sig nýverið á tónleikum sem ætlað var að kynna fyrstu sólóskífu þessa iyrrverandi söngvara Sound- garden. Breiðskífan nefnist Euphoria Morning og kemur út 21. september. Með Comell á plötunni, sem þykir rólegri og melódískari en lög úr smiðju Soundgarden, em gít- arleikarinn Alain Johannes og hljómborðsleikarinn Natasha Shneider úr rokksveitinni Eleven frá Los Angeles, trommuleikarinn Greg Upchurch og bassaleikarinn Ric Markman. Manson í föt forsetans AÐDÁENDUR rokkarans Mari- lyns Mansons segja umdeilt mynd- band hans við lagið „Coma White“, þar sem morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta er sett á svið, „listræna tjáningu“ sem eigi rétt á sér. Margir, sem er umhugað um að halda minn- ingu forsetans á lofti, hafa gagn- rýnt myndband- ið harðlega og sagt það sýna virðingarleysi og lélegan smekk. Mynd- bandið var tekið í Los Angeles í febrúar og frum- sýnt á MTV-sjónvarpsstöðinni á mánudag. Það sýnir Manson í jakkafötum í bflalest svipaðri þeirri sem John F. Kennedy ferð- aðist með þegar hann var skotinn í Dallas 22. nóvember árið 1963. Leikkonan Rose McGowan, unnusta Mansons, er við hlið hans í bleikum fotum eins og forseta- frúin Jacqueline Kennedy um- ræddan dag. Manson virðist vera skotinn þegar höfuð hans kastast aftur og örvæntingarfull viðbrögð McGowans rilja upp viðbrögð for- setafrúarinnar þegar eiginmaður hennar var skotinn þar sem hann sat við hlið hennar. Nýjar vörur # n B I | #' , K ■*> i^ ^ / Wámíá JUST D O I T . NIKE BUÐIN Laugavegi 6 Ragnhildur Gísladóttir leikur Rannveigu, en hér er hún með dönsku Ieikkonunni Ghita Norby sem leikur frú Kristensen. Ég held að hjartað vinni alltaf þegar til lengri tíma er litið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.