Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 64
Tölvueftirlitskerfi x sem skilar arangri <Ö> nýherji S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK S Grjótvörn endurnýjuð í Oshlíð Morgunblaðið/RAX ‘Flestir starfsraenn Vegagerðarinnar á ísafirði vinna þessa dagana við endurbætur á grjótvörninni við veginn við Óshlíð, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Grjótvörnin aflagast með tímanum auk þess sem grjót og snjór fer yfir hana. Össur Valdimarsson var að endurnýja vírnetskassa og lilaða grjóti í þá á ný. • • Onnur sjónvarpsrás RUV í athugun Banaslys á Breið- holtsbraut FIMMTÍU og sjö ára gamall Reykvíkingur lést eftir að ekið var á hann á Breiðholtsbraut um klukkan átta í fyrrakvöld. Hann var fluttur alvarlega slas- aður á Sjúkrahús Reykjavíkur eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær, og úrskurðaður látinn við komuna þangað. Maðurinn gekk yfir Breið- holtsbraut og varð fyrir bifreið á austurleið, á móts við Select- bensínstöðina. Að sögn lög- reglu virðist ökumaður bifreið- arinnar hafa komið auga á manninn of seint, með fyrr- greindum afleiðingum. Slysið er í rannsókn hjá slysadeild lögreglunnar í Reykjavík. RÍKISÚTVARPIÐ er með í athug- un möguleika á að hefja útsendingar á annarri sjónvarpsrás til viðbótar þeirri sem fyrir er og er nú unnið að úttekt á því hvaða breytingar þurfi að eiga sér stað vegna þess. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, segir að tímamörk hafi ekki verið sett í þessum efnum, en hann vildi mjög gjaman sjá svona tímamót verða í sjónvarpsútsendingum Ríkisút- varpsins á afmælisárinu, en stofnun- in verður sjötug á næsta ári. Markús segir að sjónvarpið sé með aðra VHF-rás á höfuðborgar- svæðinu en þá sem sent er út á og geti notað hana til útsendingar á dagskrá á því svæði. Reyndar hafi það tíðnisvið áhrif víðar og ef styrk- urinn verði aukinn muni það kaíla á breytingar á sendakerfinu í nokk- urri fjarlægð frá höfuðborgarsvæð- inu, en það eigi ekki að vera óyfir- stíganlegt. „Þessi rás er til staðar. Ríkisútvarpið hefur haft afnot af henni undanfarna áratugi til að fylla upp í holur sem við köllum svo í móttökunni hér á höfuðborgarsvæð- inu. Hana er hægt að nota í þessu skyni og að því ber tvímælalaust að stefna. Tæknimenn okkar eru að gera þessar athuganir núna,“ segir Markús. Hann segir mjög mikið óhagræði að vera aðeins með eina rás, vegna þess dagskrárframboðs sem nútíma- sjónvarpsstöð þurfi að geta boðið upp á. „Eg tel alveg tvímælalaust, ef tæknileg skilyrði eru til staðar og þessi framkvæmd verði innan við- ráðanlega marka fjárhagslega, að ráðast eigi í hana, þó að við getum ekki lofað öllum landsmönnum að njóta dagskrárinnar þegar í upphafi. Það er það brýnt viðfangsefni fyrir nútímafjölmiðil að fá aðra útsending- ai-ás að við getum ekki látið ströng- ustu byggðasjónarmið aftra okkur,“ segir Markús. ■ Útsendingar/28 Landssíminn bætir við nýrri GSM-símstöð Kemur í veg fyrir trufianir LANDSSÍMINN hyggst setja upp nýja GSM-símstöð á næstu mánuðum þannig að kerfið verði tvöfalt í fram- tíðinni. Mun þá væntanlega ekki koma til þess að verulegar truflanir verði á GSM-sambandi vegna bilana í símstöðinni eins og gerðist á föstudag og aftur í gær. „Nýja símstöðin þýðir að bæði næst meiri afkastageta og öryggi. Önnur stöðin tekur þá við ef hin bil- ar,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, for- stöðumaður upplýsinga- og kynning- armála Landssímans. Ólafur gerir ráð fyrir því að nokkr- ir mánuðh' líði áður en nýja stöðin verði tekin í gagnið. Fyrst þurfi að fá tilboð, fá sendan búnað og síðan að setja stöðina upp. „Fram að því mun- um við fara fram á það við Ericsson, framleiðanda kerfisins, að þeir að- stoði okkur við að gera skammtíma- ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svona geti endurtekið sig,“ segir Ólaf- ur. Hann segir jafnframt að Ericsson fullyrði að kerfið eins og það er í dag eigi að anna þessum fjölda viðskipta- vina og gott betur. -------------- Tveir í haldi vegna Strax- ránsins LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í fyrradag tvo menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í ráni í matvöruverslun Strax í Kópa- vogi. Annar þeirra var tekinn hönd- um síðdegis á föstudag en hinn seint í fyrrakvöld. Báðir hafa þeir komið við sögu lögreglu áður. Þrír menn réðust inn í matvöru- verslun Strax í Hófgerði í Kópavogi á fjórða tímanum á föstudag og héldu tveimur starfsmönnum nauðugum meðan þeir stálu peningum úr búðar- kössum og peningaskáp í versluninni. Einnig réðust þeir á fullorðinn við- skiptavin verslunarinnar og veittu honum áverka, m.a. í andliti. Komust þeir síðan á brott með rúmlega 100 þúsund krónur í peningum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Kópavogi verður farið fram á tíu daga gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru. Nýr varpfugl haslar sér völl hér á landi "Fimm brandandarpör komu upp 33 ungum ÚTLIT er fyrir að fimm brand- andarhjón hafi komið upp 33 unguni á þremur varpstöðvum hér á landi á nýliðnu sumri. Brandöndin hefur verið að þreifa fyrir sér með varp hér á landi síðustu árin en aldrei hafa jyafn mörg pör komið upp ungum og nú og að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fúglaáhugamanns „er nú Iíklega óhætt að segja að brandöndin sé orðin fullgildur borgari í fslensku fúglaríki og landnám hennar hafi heppnast með ágætum“. Borgarfjörðu rinn er höfuðvíg- ð og þar voru þrenn hjón með alls 19 unga, tvö pör með 7 unga hvort og eitt par með 5 unga. Ungar þessir komust allir á legg. Á svæðinu var einnig 22 fugla hópur í surnar sem álitið er að séu geldfuglar, ungar frá síðustu árum. Lítil afföll á ungum Lítil afföll hafa verið á ungum brandanda í Borgarfirðinum. í Eyjafirði var eitt par með 6 unga og á Melrakkasléttu annað par með átta unga. Allir þessir ungar komust á legg og varpstaðurinn á Sléttu er nýr. Varpstaðurinn í Eyjafirði er hins vegar sá fyrsti sem vitað er um hér á landi, en þar verpti brandandarpar fyrst Morgunblaðið/Jóhann Óli Brandandarsteggur í Borgarfirði. árið 1990, en fram að því hafði tegundin verið sjaldgæfúr flæk- ingur hér á landi. Við þetta má bæta að brandendur sáust á lík- legum varpslóðum í lok maí, m.a. í Homafirði og við Stokkseyri. Jóhann Óli segir að íslensku brandendurnar séu farfuglar og komi þær fyrstu upp að suðaust- urströndinni um 20. apríl. Ekki sé vitað hvar þær íslensku hafi vetursetu, en stór hluti n-evr- ópska stofnsins felli flugfjaðrir á Vaðlahafí við botn Norðursjávar. Brandöndin er stór önd, á stærð við helsingja. Hún er skrautlegur fúgl og til mikillar prýði í íslenskri náttúra eins og myndin ber með sér. Tegundin sækir mjög í sendnar fjörur, leir- ur, víkur og voga við sjó. Að mati sérltæðinga skortir hana ekki kjörlendi hér á landi og eru Faxaflói og Breiðafjörður sér- staklega líkleg svæði. Ólíkt öðr- um öndum eru bæði kynin klædd skrautlegum búningi. Steggur- inn er þó ögn litsterkari og með rauðan hnúð við goggrótina. Er- lendis hafa brandendur verpt í jarðholum, ekki síst kanínuhol- um, en þau hreiður sem fundist hafa hér á landi hafa verið í gömlum útihúsum og eitt var undir sumarbústað. Fjölskyldu- lífið er svipað og hjá gæsum og álftum, þ.e. báðir foreldrarnir annast uppeldið og samheldni er mikil allt sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.