Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 29

Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 29 • • Orlögin kosta sitt - álög eru ókeypis LEIKLIST Morgunblaðið/Þorkell Guðbjörg Thoroddsen, Bjarni Haukur Þórsson og Þórhallur Sigurðsson í hlutverkum sínum. Leikhúsbfó í Bíóborg- inni (Austurbæjarbfó) KOSSINN Hugmynd: Bjarni Haukur Þórsson. Höfundur: Hallgrímur Helgason. Leikstjórn: Jóhann Sigurðarson. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Ljósa- hönnun: Lárus Björnsson. Búningar: Ásta Guðmundsdóttir. Leikgervi: Kolfinna Knútsdóttir. Dansar: Jó- hann Orn Olafsson. Leikarar: Bjarni Haukur Þórsson, Davíð Þór Jónsson, Guðbjörg Thoroddsen, Laufey Brá Jónsdóttir, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Þórhallur Sigurðsson. Dansarar: Berglind Pet- ersen, Brynhildur Tinna Birgisdóttir, Brynjar Orn Þorleifsson og Jóhann Orn ólafsson. Fimmtudaginn 7. október. BJARNI Haukur Þórsson er leikari sem vantaði inn í íslenskt leiklistar- og skemmtanalíf. Hann er þessi ofurvenjulega manngerð, sem hefur í augum landans engin þau sérkenni sem koma í veg fyrir að gervöll íslenska karlþjóðin geti sett sig í hans spor. Hann átti hug- myndina að þessu verki og aðalhlut- verkið er spunnið fyrir grínpersónu sem Bjarni Haukur hefur skapað sjálfur. Persóna Ama höfðar til móðurtilfinninga áhorfenda þar sem hann vandræðast í gegnum líf sitt sem hann líkir við misheppnaða bíó- mynd. Buxurnar eru svo krumpaðar að það er eins og hann hafi sofið í þeim, hann er alltaf illa gyrtur og með úfið hárið og svo veit hann ekki hvers vegna hann hefur ekki getað orðið sér úti um konu! Bjami Hauk- ur gerir því meira en að smellpassa í hlutverkið; persónan er eins og skopmynd af honum sjálfum og stórum hluta íslenskra karlmanna um leið. Hann getur ekki barist gegn örlögum sínum en kemst að því að ef spákonur eru reittar til reiði getur það flækt hlutina óþarf- lega. Steinn Armann Magnússon og Davíð Þór Jónsson leika vini Arna. Þeii- leika tvær aðrar staðlaðar karlmannstýpur sem gegna því hlutverki að vera á skjön við Arna aumingjann. Steinn Armann náði að byggja upp þrívíða persónu þrátt fyrir að hún væri hvorki fugl né fiskur úr hendi höfundar, auk þess sem nákvæm tímasetning og öryggi í framsögn gerði honum kleift að koma gríninu mjög vel til skila. Da- víð Þór hafði úr minna að spila og var fyrir vikið full litlaus. Róni Steins Ai-manns var nærri því of aumkunarverður fyrir anda verks- ins en dyravörður Davíðs Þórs var algjörlega einhliða. Þórhallur Sigurðsson leikur von- biðla móður Ama. Hann leikur sér að því að gefa hverri persónu skýr sérkenni og hvert augnatillit og svipbrigði er úthugsað jafnt í gríni sem alvöru. Sem róninn rær hann á örugg mið en slær í gegn sem Máni Sverrisson. Það var greinilegt af viðbrögðum áhorfenda að hann á aðdáun þeirra vísa. Nanna Kristín Magnúsdóttir skil- ar mjög heilsteyptri mynd af Júlíu, heimilishjálp ömmu Árna; jafnt sem Sillu, gamalli kæi-ustu Arna. Hún lifir sig mjög sterkt inn í hlutverkin og leikur hennar er eðlilegur og áhrifamikill. Laufeyju Brá Jóns- dóttur, sem hér stígur í fyrsta sinn á atvinnuleiksvið, tekst vel upp við að leika fjölmargar kvenpersónur þar sem mest áhersla er lögð á kímnina. Guðbjörg Thoroddsen leikur móður Arna af glæsibrag og sveipar spákonuna dulúð og ákveðni sem mjög áberandi mótvægi við ráðleysi Arna þegar hún leggur á hann áður ókunnar kenndir. Sigurveig Jóns- dóttir er hin kjaftfora amma sem reynir sitt til að koma dóttursynin- um út. Nokkurt óöryggi einkenndi leik Sigurveigar sem hafði slæm áhrif á framsögnina og setningar misstu marks. Fjórir dansarar tóku sporið og léku ýmis smáhlutverk af smekkvísi og öryggi. Þessi sýning var borin uppi af leiknum. Leiktexti Hallgríms Helgasonar er oft smellinn og stundum launfyndinn en það er ekki nóg að komast vel að orði. Hin fjöldamörgu atriði voru svo sundur- laus að hinn sáraeinfaldi og fyrir- sjáanlegi þráður sögunnar týnist í útúrdúrum. Fyrir vikið minnir verkið á revíu, enda er tækifærið notað og tæpt á ýmsum málum sem hafa verið ofarlega á baugi. Grínið ríkir hér grímulaust og persónu- sköpun og form lúta í lægra haldi. Þess vegna skiptir frammistaða leikaranna, hæfileiki þeirra til að finna á sér hvenær slá á botninn í brandarana og hve langt má ganga í skopstælingunni öllu máli. Þeir skiluðu sínu verki vel og uppskáru hlátrasköll áhorfenda. Hins vegar vantar nokkuð upp á að sýningin renni nógu vel og hún er óþarflega löng, enda mætti víða þétta atriðin og skera niður. Leikmyndin er stílhrein og þjál og aðdáunarvert hve fjölbreytilega er hægt að nýta hana. Nokkuð bar á því að leikarar stæðu utan ljósanna, sem benti til þess að stöð- ur hefðu ekki verið nógu vel æfðar. Búningar voru fjölbreyttir en ein- faldir, á stundum nokkuð samtín- ingslegh', sem átti enn betur við sviðsmunina. Sérstaklega ber að nefna fjölbreyttar hárkollur sem greinilega hjálpuðu leikurunum mikið við persónusköpun sína og mikið var í lagt. Dansinn vai' lítið meira en krydd í einstaka atriðum en vel útfærður. Hér er á fjölunum skemmtilegt safn af smellnum bröndurum, kími- legum persónum og skemmtiiegum tilsvörum. Sýningunni er haldið uppi af margreyndri sveit gaman- leikara auk nokkurra ungra og upp- rennandi. Snjall textinn er í fyrir- rúmi en losaraleg uppbygging verksins og ónóg æfing koma í veg fyrir að úr verði heilsteypt sýning. Sveinn Haraldsson Gerðarsafn Leiðsögn listamanns BENEDIKT Gunnarsson listmálari mun veita gestum leiðsögn um sýn- ingu sína í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni milli kl. 15 og 18 á sunnudaginn kemur sem jafn- framt er síðasti sýningardagur. Mun listamaður- inn einnig svara fyrirspurnum sýningargesta um fagurfræði- lega og tækniiega þætti myndgerð- ar sinnar, tii dæmis um túlkun trú- arlegra viðfangsefna. Sýningin, sem er 25. einkasýning Benedikts, ber yfiskriftina Sköpun, líf og ljós. Þar eru sýnd olíumál- verk, akrýl- og pastelmyndir og eru flest verkin unnin á síðustu þremur árum. Sýningin er hluti myndgerð- ar Benedikts, þar sem sköpun, líf, trú og rannsóknir í eðlis- og geim- vísindum eru kveikja verks og meg- ininntak. Safnið er opið frá kl. 12-18. ------------- Tónleikar endurteknir TÓNLEIKAR með Ellen Krist- jánsdóttur söngkonu, Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikai'a, Guðmundi Péturssyni gítarleikara og Eyþóri Gunnarssyni kóngaslag- verks- og píanóleikara verða endur- teknir í kvöld, föstudagskvöld, í Kaffileikhúsinu kl. 23. ------------- Sýning í Alli- ance Fran^aise í SALARKYNNUM Alliance Frangaise, Austurstræti 3, opnar og kynnir forstöðumaður Álliance Frangaise, Denis Bouclon, sýningu á skáldsögum/leiðbeiningum í dag, föstudag kl. 18. ------------- Sýningu lýkur Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Benedikt Gunnarsson Rússnesk gullöld TOMLIST Háskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands lék ball- ettinn Gullöldina eftir Dimitri Sjosta- kovitsj, Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Prokofíjcv og ballettinn Petrúska eftir Igor Stravinskfj. Ein- ieikari var Tatjana Lazareva og hljómsveitarstjóri Alexander Laz- arev. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. ENN leitar Sinfóníuhljómsveit íslands á rússnesk mið, á þriðju tónleikum starfsársins, og telst gagnrýnanda þá til að það sem af er starfsárinu hafi aðeins hljómað eitt verk á áskriftartónleikum sem ekki var samið af rússnesku tónskáldi. Það er ekki nema gott eitt um þetta rússneska þema að segja, og gaman að eiga þess kost að heyra úrval sin- fónískra tónbókmennta einnar þjóð- ar á einum vetri. Forsvarsmenn hljómsveitarinnar hefðu gjarnan mátt benda áskrifendum sínum á bók sem ætti að vera skyldulesning með rússneska vetrarþemanu, - en það er bókin Galína, sjálfsævisaga Galínu Vishnévskaju, einnar fræg- ustu söngkonu Rússa á seinni hluta aldarinnar, en Galína er gift selló- leikaranum Mstislav Rostropovitsj, sem hefur komið nokkrum sinnum hingað að spila. I ævisögu sinni lýs- ir Galína lífinu í Rússlandi á erfið- um tímum, - allt frá seinni heims- styrjöldinni og umsátrinu um Len- ingrad til frægðar á sviðinu í Bols- hoi og loks útskúfunar vegna stuðn- ings þeirra hjóna við Alexander Solshenitzyn. Galína lýsir kynnum sínum og þeirra hjóna af tónskáld- unum Sergei Prokofijev og Dimitri Sjostakovitsj, og er sú lesning ein- staklega áhrifai'ík og gefur ómetan- lega innsýn í líf tónskáldanna og á allt annan hátt en lesa má í fræði- bókum og uppsláttarritum. En hvað um það? Þetta er umfjöiiun um tón- leika, en ekki sakar þó að benda áhugasömum á þetta. Dimitri Sjostakovitsj samdi ball- ettinn Gullöldina fyrir Kirov-leik- húsið í Leningrad árið 1930. Verkið er í fjórum þáttum, og segir sagan frá ferðum fótboitaliðs sem fer að keppa á vesturlöndum í tengslum við sovéska iðnsýningu sem kölluð er Gullöldin. Verkið er háðsádeila; - ýktur áróður um ágæti sovétskipu- lagsins, þai- sem góðu kallarnir eru góðir og þeir vondu vondh', og góðir kallar allra landa stíga léttfættir samstöðudans gegn þeim vondu. Eftir fjönjgan inngangsþátt þar sem kómík og gleði eru allsráðandi kemur eini alvarlegi þáttur verks- ins. Angurvært saxófónsóló innleið- ir íhuguit tónaílóð með þungi'i undh'öldu fagotta og málmblásara. Fiðla tekur við einleiknum og loks bariton. I þriðja þættinum, polka, sem er þekktur einn og sér í ýmiss konar útsetningum, tekur gleðin aftur völd, en hún snýst smám sam- an upp í að verða grótesk eins og sirkustónlist, og í lokaþættinum er stiginn þungur dans sem verður trylltari efth' því sem á líður. I upp- hafi virtist hljómsveitarstjóranum ekki ætla að takast að halda verkinu saman í tempói, - en þegar þeir örð- ugleikar rjátluðust af var leikur hljómsveitarinnar fínn, með mikilli dýnamík og gleði. Prokofijev var aðeins liðlega tví- tugur þegar hann samdi annan pí- anókonsert sinn. Einleikai'inn á tón- leikunum í gærkvöldi var á sama aldri. Tatjana Lazareva, dóttir hljómsveitarstjórans, fór létt með að spila verkið. Það var unun að sjá hve fallega hún bar sig við spila- mennskuna; - músíkölsk mýktin og þokkinn sögðu talsvert um hæfi- leika hennar. Hún lék vélrænt upp- haf fyi'sta þáttarins af ljóðrænni innlifun og agaðri einbeitingu. Langh' sólókaflar í öllum þáttum verksins, þar sem Prokofijev ham- ast í skölum og brotnum hljómum, voru fallega spilaðir. I heildarsvip túlkunarinnar vantaði þó meiri dýpt, skarpari andstæður og meiri karakter. Það er kannski til mikils ætlast af svo ungum einleikara að hafa túlkun svo erfíðs verks full- komlega á valdi sínu, en þessi stúlka, svo góð sem hún er nú, á ör- ugglega eftir að skipa sér í fremstu röð píanóleikara þegar fram líða stundir. Hljómsveitin lék prýðilega með henni, - en hljómsveitarstjór- inn virtist stundum í vandræðum með að halda jöfnu tempói eins og í fyrra verkinu. Ballettinn Petráska er eitt af skemmtilegustu verkum Stravin- skíjs. Þótt verkið væri það elsta á efnisskránni, eða níutíu ára, vh'tist það samt yngst í anda, - ferskast og frumlegast, ótrúlega ríkt af blæ- brigðum og hljómsveitarlitum. Þrátt fyrir söguna sem fylgir verk- inu, um tuskudúkkuna Petrúska, ástir hennar, ástleysi og örlög, - stendur verkið fyllilega sjálfstætt án hennar sem hljómsveitarsvíta. Það er skemmst frá þvi að segja að hljómsveitin lék verkið virkilega vel og lífsyndið og lífsþrótturinn sem í því búa skiluðu sér vel í fjörmiklum og fallegum leik. Bergþóra Jónsdóttir SÝNINGU Helgu Magnúsdóttur í Listhúsi Ofeigs lýkur 13. október. Á sýningunni eru vatnslitaverk. Listhús Ofeigs er opið á almennum verslunartíma. Hattar, húfur, ALPAHÚFUR, 2 STÆRÐIR. Mörkinni 6, s. 588 5518. Barónsstígur Til sölu er 3ja herbergja í búð á hæð í steinhúsi við Baróns- stíg. Sér miðstöðvarlögn með Danfoss-lokum. Margt endur- nýjað. Ekkert áhvílandi. Laus nú þegar. Greiðslumat kaup- anda liggi fyrir sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Árni Stefánsson, hrl., Goðheimum 21, sími 553 4231.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.