Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 49 Safnaðarstarf Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík VETRARSTARFIÐ hefst á morg- un, laugardaginn 9. október, kl. 11, í safnaðarheimilinu á Laufásvegi Í3. Á fundinum mun Þorsteinn Hilmarsson, blaðafulltrú Lands- virkjunar, flytja erindi um virkjanir á hálendinu og umhverfismál. Mik- ið hefur verið fjallað um þessi mál á síðustu mánuðum og árum og hefur Þorsteinn verið þar í eldlínunni sem málsvari Landsvirkjunar. Því er mikill fengur að því að fá hann til að kynna okkur þetta málefni. Félagar bræðrafélagsins og aðrir safnaðarmeðlimir eru hvattir til að mæta með gesti og hlýða á þetta fróðlega erindi, sem snertir svo mjög nýtingu landsins okkar. Að venju verður framreiddur léttur hádegisverður. Dagur þjónust- unnar í Lang- holtskirkju SUNNUDAGURINN 10. október verður helgaður þjónustu (diakon- iu) í kirkjunni okkar. Lögð verður áhersla á hinn almenna prestdóm og hina almennu djáknaþjónustu. Presturinn og djákninn eru sér- staklega teknir frá til þjónustu við guð og náungann, en það leysir söfnuðinn ekki undan kærleiks- þjónustunni, öðru nær. Á það verð- um við minnt í messu dagsins. Sóknarpresturinn okkar, Jón Helgi Þórarinsson, þjónar fyrir altari og Unnur Halldórsdóttir djákni predikar. Jón Stefánsson organisti leikur á nýja orgelið og verður forsöngvari í almennum safnaðarsöng. Safnaðanneðlimir, ásamt Svölu djákna, biðja hina al- mennu kirkjubæn, lesa ritningar- lestra og taka þátt í útdeilingu sakramentisins. Eftir messu er boðið upp á súpu, salat og brauð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Allur ágóði renn- ur til kærleiksþjónustu í söfnuðin- um. Undir borðum flytur Unnur djákni erindi um almenna djákna- þjónustu út frá hinum almenna prestdómi og svarar fyrii'spurnum. Unnur Halldórsdóttir var önnm- í röð djákna að hljóta vígslu á Islandi eftir að embættið var endurreist 1960. Hún er leikskólakennari en nam djáknafræði við Samariter- hjemmet í Uppsala í Svíþjóð og vígðist til Hallgrímskirkju árið 1965. Lengst hefur hún starfað sem djákni við Háteigskirkju hér í Reykjavík. Kveðja Svala Sigríður Thomsen, djákni Langholtskirkju. Kaffisala í Óháða söfnuðinum KVENFÉLAG Óháða safnaðarins verður með kaffisölu sunnudaginn 10. október kl. 14 til styrktar starf- inu. Kaffisalan verður að lokinni fjölskylduguðsþjónustu í kirkju Óháða safnaðarins á kirkjudegin- um. í fjölskylduguðsþjónustunni verða teknir í notkun nýir kyrtlar á kórinn, sem er hluti af afmælisgjöf til safnaðarins í tilefni af 50 ára af- mæli Óháða safnaðarins árið 2000. Eru allir velkomnir í fjöl- skylduguðsþjónustuna og geta menn sloppið við að elda stórsteik- ina í hádeginu, þar sem nægur við- urgerningur verður að vanda hjá kvenfélagskonunum í kirkjukaffinu. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kii'kjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arpresta og djákna. Kærleiksmál- tíð, súpa, salat og brauð eftir helgi- stundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kytrðarstund. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Heimavinn- andi foreldrar hafa hér tækifæri til að hittast, bera saman bækur sínar og undirbúa börnin undir fyrstu skrefin í kirkjustarfinu. Heima- vinnandi foreldrar með börn sín velkomnir. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á Is- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Sigríður Kristjáns- dóttir. Fríkirkjan í Reykjavík. umm Gerum okkur ciIííiArin Hnn ■ CS U d ■ ■ veröur farin laugardaginn 9. október Komiö meÖ Vinsamlegal: látið okkur vita af þið gatið kamið mað i sftm 5S5 9000 Bílheimar eh Sœvarhöfbn 2a $fmkX2 5 i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.