Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 3

Morgunblaðið - 14.11.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 C % FERÐALÖG Ljósmynd/Sigríður Sveinsdóttir Guðmundur Helgi virðir hér fyrir sér nokkra Pólverja sem eru að tefla en sú hefð hefur skapast að á góðviðrisdögum hittist fólk við ána Wisla til að tefla. Ljósmynd úr bókinni Cracow eftir Janusz Podlecki í Maríukirkjunni við Rynek Glówny torgið í Kraká er fræg altaristafla sem er ein sú stærsta í Evrópu. Altaristaflan er unnin úr tré og sýnir Maríu mey og sögu hennar. Ljósmynd/Guðmundur Helgi Guðmundsson t Glówny. t. Sem er “m> tílIm hat Saltnámurnar eru afar merkilegt fyiirbrigði. Þær hafa myndast þar sem einhvern tímann hefur verið sjávarbotn og er talið að námavinna hafi hafíst þar fyrir um 700 árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið að sér varðveislu námanna. Heildar- lengd þeirra er á bilinu 250-300 kíló- metrar þó einungis um 3 kílómetrar séu opnir fyrir ferðamenn. Námum- ar era á 9 hæðum og það er gengið niður 64 metra að þeirri fyrstu en neðsta gólfið er á 327 metra dýpi. í námunum er fjöldi listaverka sem öll eru unnin úr saltsteini og af námumönnunum sjálfum. Vinnan var hættuleg og era trúarlegar myndir áberandi. Námamennirnir gerðu kapellur og kirkju í námun- um. Elsta kapellan er frá 17. öld. Stærsta kirkjan var vígð á 19. öld og er 10-12 metrar á hæð og 54,4 metra löng. Veggina í kirkjunni prýða lágmyndir. Ljósakrónur í lofti líta út eins og dýrindis kristalskrón- ur en í stað venjulegs kristals er saltkristall. Styttur era víða í göng- unum og sýna námamennina við vinnu sína. Þegar við ákváðum að skoða þess- ar saltnámur vissi ég í raun ekki hvað beið mín en uppgötvaði þarna mikinn stórfengleik." Morgunblaðið/Hrönn börnin sín rölta þar um í rólegheit- um í notalegum hitanum, meira að segja þau yngstu eru með í för en sofa vært í kerrunum. Á torginu Plaza Mayor er íjöldi veitingastaða þar sem hægt er að snæða úti undir berum himni. Vin- sælasti rétturinn er vafalaust grili- aðir grísir en slíkt kjöt þykir sér- lega meyrt og ljúffengt. Grísirnir, sem eru aðeins 2-3 daga gamlir, eru stolt kokkanna og prýða því glugga veitingastaðanna. A torginu er margt fólk og áber- Borgin Segovía er m.a. fræg fyrir þær sakir að við borg- armörkin stendur vatns- veita, vel varðveittur minn- isvarði frá tímum Rómverja. andi era eldri konur sem greinilega hafa farið í sparifötin til þess að sýna sig og sjá aðra. Segovía er gömul borg, elstu minj- ar eru frá því fyrir Krists burð, hún liggur á fjallsrana en er umkringd ám og víða sjást fomir borgarveggir en á sínum tíma hafði borgin mikið hernaðarlegt gildi fyrir Rómverja. Gaman er að ganga um borgina og víða er að finna útsýnissvæði þar sem getur að líta víðáttumikið landsvæði fyrir neðan. • Segovia er lítil borg í Kata- lóníu og León-héraöi á Spáni. Helstu kennimerki eru kastal- inn Alcazar og rómverkst vatnsveituvirki. Bangsasafn ó Skagen í Danmörku Þúsund bangsar í góðum félagsskap Bangsasafnið ó Skagen í Danmörku var opnað fyrir rúmu órí og er hið fyrsta sinnor tegundar a Norðurlöndum. Stoltur eigandi þess er Jonna Thygesen en hún hefur verið ötull bangsasafnari allt fró barnæsku. Fyrsti bangsinn, sem leit dagsins Ijos árið 1880, gat leikið eftir hreyfingar drekkandi manns. hlutverki í DANSKIR fjölmiðlar hafa nefnt safnið hennar Jonnu „huggulegasta safn Skandinav- íu“. A aðeins einu ári hafa um 25.000 gestir sótt safnið heim. í kynningarbækl- ingi þess segir að bangsar, bús- ettir í Dan- mörku, hafi fram til þessa ekki átt sér samastað til að hittast á. Nú er raunin önnur. Jonna hefur inn- réttað heilt ein- býlishús fyrir bangsana þar sem þeir hafa í ólík horn að líta. Sumir hlúa að húsinu jafnt inn- andyra og utan, aðrir liggja í leti í fleti sínu eða sóla sig á ströndinni og enn aðrir sitja að snæðingi í góðum selskap annarra bangsa. Hver og einn einasti bangsi gegnir ákveðnu bangsahúsinu á Skagen og hafa gagnrýnendur lofað Jonnu fyrir útsjónarsemi og listræn vinnu- brögð.Margir þekkja söguna af nafngift bangsanna, en hún hermir að 26. forseti Bandaríkj- anna, Theodore Roosevelt, hafi skömmu eftir síðustu aldamót tekið sér fjögurra daga frí frá amstri stjórnmálanna í Washing- ton til að stunda skotveiðar í Mississippi. Ætlunin var að skjóta litla skógarbirni sér og öðrum til skemmtunnar. Þegar til kastanna kom og forsetinn átti að lífláta björn sem hafði verið bundinn við tréstofn hafði hann ekki hjarta í sér til þess og hætti við á síðustu stundu. Skop- myndateiknari The Washington Post teiknaði mynd af atburðin- um og eftir það fékk forsetinn viðurnefnið Teddy Roosevelt og til eru fjölmargar skopmyndir af honum í líki skógarbjarnar. I kjölfar þessarar sögu hófu leik- fangaframleiðendur fjöldafram- leiðslu á litlum ferfættum böngs- um. I Bandaríkjunum höfðu fram til þessa aðallega verið til litlir birnir í eigu fyrirfólks sem höfðu vélrænar hreyfingar og gátu leik- ið eftir hreyfingar reykjandi og drekkandi fólks. Með tölu í hægra eyra í Þýskalandi var Margarete Steiff frumkvöðull í bangsagerð. Hún opnaði saumastofu árið 1880 og verksmiðju árið 1902 sem hún byggði við þrisvar sinnum á ár- unum 1903-1908, sem kölluð hafa verið „bangsaárin“ í Giengen, Ljósmynd/Jonna Thygesen Hip, hip, hurra. Eftirlíking af frægasta málverki P.S. Kroyer á bangsasafninu á Skagen. heimabæ hennar. Á bangsaárun**! um jókst ársframleiðsla á böngs- um í heiminum úr 12.000 í 975.000, stórkostleg aukning sem aldrei síðar hefur verið leikin eft- ir. Vörumerki Steiff-bangsanna er lítil tala í hægra eyra en þeir elstu ganga í dag kaupum og söl- um fyrir himinháar upphæðir. Jonna segir bangsa ekki vera eins og flest önnur leikföng. Rétt eins og manneskjur hafi þeir sinn eigin persónuleika og sögu. Jonna hefur safnað böngsum í tuttugu og fimm ár og státar nú af um þúsund böngsum. Uppstill- ingarnar á safninu hefur hún hannað sjálfs en hún segist reyna að búa til sögu eða sögusvið fyrinr hvern bangsa. „Þegar ég er þúin að hanna senuna eða sögusviðið kem ég hverjum bangsa fyrir á sínum stað og umhverfið fyllist á svipstundu miklu lífi.“ •Skagens Bamse Hus er opið frá apríl til nóvember alla daga frá 11-17 og nóvember til ap- ríl miðvikudaga til sunnudaga frá 11-17. Það ertil húsa á Oddevej 2A, 990 Skagen í Danmörku. Sími er +86 44 20 81 og fax +86 44 2595. •Þeir sem eiga gamla bangsa.jafnvel af íslenskum uppruna, og vilja lána þá á sýningu í Bamse Hus eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Axel Eiríks- son í síma 587-0706 eða 553-2434. «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.