Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 4

Morgunblaðið - 14.11.1999, Page 4
^4 C SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999 FERÐALOG MORGUNBLAÐIÐ • Vinsældir íslands aukast á Ítalíu Eitt virtasto fagtímarit ítala, Merídiani, fjallaði nýverið um ísland á rúmum tvö hundruð síðum. Hvatamanneskjan að efnistökum blaðsins er Guðný Margrét Emilsdóttir, sölu- og ~ markaðsfulltrúi Flugleiða og Ferðamálaráðs íslands á Ítalíu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fræddist af henni um mark- aðssetningu íslands á Ítalíu og fleira. ÁHUGI ítalskra ferða- manna á Islandi hefu aukist töluvert hin síð- ustu ár, að sögn Guð- nýjar Margrétar Em- ilsdóttur, sölu- og markaðsfulltrúa Flug- leiða og Ferðamálar- áðs Islands á Italíu. It- ölskum ferðamönnum á íslandi hefur fjölgað ^um þriðjung milli ára og segir hún miklar líkur á því að þeim haldi áfram að fjölga á næstu árum. Til marks um hinn aukna áhuga var í vor fjallað um Island og Islendinga á tvö hundruð síðum í ítalska tímaritinu Meridiani, sem er eitt virtasta fagtímaritið þar- lendis. Því er dreift um alla Italíu í áskrift eða lausasölu og talið er að lesendahópur þess sé um hálf mil- ljón manna. Fimni ár að sann- færa ritstjórann Guðný Margrét Emilsdóttir á heiðurinn af efnistökum blaðsins. Hún hefur búið á Ítalíu sl. tólf ár og hefur undanfarin fimm ár starf- að sem sölu- og markaðsfulltrúi Flugleiða og Ferðamálaráðs ís- lands á Italíu og er frumkvöðull í því starfi. „Eg er búin að verja fimm árum í að reyna að sannfæra ritstjóra Meridiani um ágæti þess að fjalla um Island í einu tölublað- inu,“ segir Guðný Margrét bros- andi. „Eg byrjaði á að bjóða blaða- mönnum, sem ég vissi að skrifuðu fyrir Meridiani, til íslands til þess að vekja hjá þeim áhuga á landi og þjóð og tókst svo að endingu að fullvissa ritstjórann.“ Hún segir umfjöllun blaðsins af- ar þýðingarmikla landkynningu, enda njóti tímaritið mikillar virð- ingar á Ítalíu og telur að áhrifa þess muni gæta í a.m.k. þrjú ár, m.a. með aukinni um- fjöllun^ um ísland meðal Itala. Guðný Margrét ákvað efnisval blaðs- ins í samráði við rit- stjóra auk þess að lesa yfir allt efni þess; Meðal þess sem fjall- að er um í blaðinu eru eldfjöll, jarðorka og heitar laugar, íslensk stjórnmál, umhverfis- vemd, vatnsorka og virkjanir og fleira. íslendingarnir Björk Guðmundsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Jón Páll Sigmars- son heitinn og Kári Stefánsson fá sérstaka umfjöllun, en auk þess er sagt frá íslenskri menningu, tung- umálinu, handritunum, íslendinga- sögunum, bókmenntum, gróðrin- um, íslenska hestinum, víkingunum og huldufólkinu. Vatnajökull, Akureyri, Reykja- vík, Vestmannaeyjar og Vestfirð- imir era meðal þeirra staða sem skýrt er frá en einnig má finna í blaðinu allar hagnýtar upplýsingar fyrir tilvonandi ferðamenn til landsins auk ráðlegginga og leiðar- vísa. 70 símtöl á dag Eitt helsta starf Guðnýjar á Ita- líu er að veita upplýsingar um land og þjóð auk þess að kynda undir áhuga Itala á Islandi. Hún segist fá allt að sjötíu símtöl á dag þegar mest lætur og mikill hluti þeirra séu fyrirspumir frá starfsfólki í ferðaþjónustu á Italíu. „Ein besta leiðin til þess að auka áhugann á landinu er að bjóða fjölmiðlafólki til íslands. Undan- tekningarlaust hrífst það af land- Guðný Margrét Mikið úrval af telpnafatnaði Rýmum fyrir jóla- og áramótafatnaöi 30-70% afsláttur 10% afsláttur af nýjum vörum Faxafeni 8 MERIHÁNÍ Islanda Forsíða tölublaðsins þar sem íj'ailað er um fsland. I blaðinu var komið inn á fjölda ólíkra þátta er varða land og þjóð. inu og fjallar svo um landið í dag- blöðum, tímaritum eða sjónvarpi á jákvæðan hátt. Þeir eru því mikil- vægur liður í markaðssetningu á landinu," segir Guðný. Aðspurð segir hún árangur af starfi sínu síðastliðin fimm ár helst felast í því að viðhorf til Islands og íslendinga séu orðin töluvert já- kvæðari. „Fólk veit einnig meira um landið og býr yfir nákvæmari upplýsingum. Eftir að fjallað var um Island í Meridiani hafa þær spurningar sem ég fæ hins vegar orðið markvissari. Flestir sem hringja, jafnt almenningur sem starfsfólk í ferðaþjónustu, era bún- ir að lesa blaðið en era að leita að ítarlegri upplýsingum um tiltekið efni.“ Guðný Margrét segist til þessa hafa beint athyglinni að blaða- mönnum og sjónvarpsfólki. „Eg hef sett saman kynningarpakka íyrir fjölmiðlafólk þar sem ég kynni eitt ákveðið málefni sem tengist íslandi. Sérstakur þáttur á sjónvarpsstöðinni Rai fjallaði t.a.m. um íslenskar konur í stjórn- málum og stjórnunarstörfum og voru m.a. tekin viðtöl við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borg- arstjóra, og Rannveigu Rist, for- stjóra ÍSAL.“ Mikilvægt að viðhalda ímynd hins friðsæla íslands Næsta skref Guðnýjar á Italíu er að halda námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. „Þar ætla ég að kenna því að selja Island, fræða það um landið og það sem það hef- ur upp á að bjóða. Segja frá náttúr- unni, landslaginu, matnum, fólk- inu, veðráttunni, þjónustu- og afþreyingarþáttunum o.s.frv. Þetta verður ítarleg landkynning þar sem reynt verður að varpa ljósi á hvað ítalskur ferðamaður tekur sér fyrir hendur þegar hann kemur til Islands. Flestir þeirra Itala sem koma til Islands eru miklir náttúrudýrk- endur. Þeir eru yfirleitt mjög án- ægðir með flest það sem viðkemur landinu. Þeim finnst íslendingar hafa mikla þjónustulund og matur- inn góður og þá helst hefðbundinn íslenskur matur, eru hrifnir af skyrinu og lambalæri „að hætti mömmu“, auk brennivínsins og brauðsins." Guðný Margrét segir ennfremur að ferðamenn hrífist af friðsæld landsins. „Þeim finnst mikið til koma að hér séu svo til engir glæp- ir og þjófnaðir fátíðir. Það er mikil- vægt að viðhalda þessari ímynd landsins, að Island sé öruggur og friðsæll áfangastaður, í stað þess að auglýsa það sem suðupott villtr- ar næturstemmningar líkt og borið hefur á að undanförnu,“ segir hún að lokum. ™zzkk- *írr« Skíðaglannar fá rauða spjaldið BANASLYSUM í bandarískum skíðabrekkum fjölgaði um helming á síðasta ári. I kjölfar þess hefur verið ákveðið að á fjölsóttum skíða- svæðum muni glannalegir skíða- menn fá að sjá „rauða spjaldið" og verði reknir af svæðinu það sem eft- ir er dagsins. Þeir sem hins vegar halda áfram að brjóta af sér eftir það verða settir í varanlegt bann. Á síðasta ári létu 39 manns lífið í skíðabrekkum í Bandaríkjunum en 26 árið áður. Alvarleg- um meiðslum á borð- við lömun eða annan mænuskaða fjölgaði einnig þrátt íyrir að iðkendum skíðaíþrótt- arinnar fari fækkandi. Til nokkurra ára hafa stjómendur- Á síðasta óri létu 39 manns lífið í skíðabrekkum í Bandaríkjunum en 26 árið áður einn eigandi að heilu skíðasvæði en í Evrópu era margir eigendur um hvert svæði sem gerir það erfiðara að komast að niðurstöðu um hvort setja eigi reglur sem þessar. Að sögn Ivars Sigmundssonar á skíðasvæðinu á Akureyri er lítið um það að Islendingar hagi sér illa í skíðabrekkum. „Það hefur að vísu komið fyrir að fólk hafi verið rekið af svæðinu, þá helst fyrh' glanna- skap í lyftum, en það gerist þó frem- ur sjaldan,“ segir Tiann. Hvað varðar slys á skíðasvæðum segir hann þau oftast verða í tengslum við skíðalyfturnar en ekki vegna áreksturs fólks i brekkum. „Hér á landi bandarískra sldðasvæða áskihð sér þann rétt að svipta skíðaglanna að- gönguheimildinni að svæðinu en að þessu sinni hafa þeir heitið því að herða reglumar. I síðustu viku fór bandaríska skíðaráðið af stað með herferð þar sem fólk er hvatt til þess að bera ábyrgð á sjálfu sér og gjörðum sínum. Rauða spjaldinu ekki beitt í Evrópu Skíðamenn í Evrópu mega ekki eiga von á svipuðum reglum og sett- ar hafa verið í Bandaríkjunum. Ástæðan er fyrst °g fremst sögð vera sú að í Bandaríkjunum er oft er hins vegar ekkert sldðaeftirlit eins og tíðkast í Bandaríkjunum," segir hann, „og þvi era litlir möguleikar á að hafa eftirlit með skíðafólki í brekkunum." Hann segir að erfitt sé að fylgja því eftir að aðgangs- heimild skíðamanns sé tekin af hon- um, hann gæti einfaldlega keypt sér nýja og haldið áfram að renna sér. Hann segir reynslu sína þá að ís- lendingar hagi sér oft mikiu betur en skíðafólk í Evrópu og Bandaríkj- unum og telur ekki þörf á að herða reglur í skíðabrekkum hérlendis. „Þrátt fyrir aukna notkun skíða- bretta hefur slysatíðni ekki aukist líkt og í Bandaríkjunum.“ Ódýrar leiðir um New York FERÐAMÁLAYFIRVÖLDUM í New York er umhugað um að sýna fram á að ferðalag til New York þurfi ekki að íþyngja pyngjunni verulega. I því skyni hafa þau reynt að vekja athygli á ódýrum og jafnvel ókeypis möguleikum til að kynnast borg- inni. Til dæmis er hægt að ferðast á ódýran hátt um New York með því að festa kaup á „MTA Fun Pass“, sem gerir manni kleift að ferðast ótakmarkað með neðanjarðarlestum og strætisvögnum í heilan dag fyrir 4 dollara. Sjö daga ferðakort kostar 17 dollara. Þá hefur ferðamálaráð New York tekið upp sainstarf við American Express og Continental Airlines um að veita viðskiptavinum af- slátt í yfir 40 verslunum á Man- hattan og í SoHo.Borgaryfirvöld bjóða upp á ókeypis skoðunar- ferðir með sjálfboðaliðum um hverfi borgarinnar. Einnig er ókeypis aðgangur að tónleikum og danssýningum í Vetrargarð- Morgunblaðið/Sverrir inum í World Financial Center, auk þess sem fá má miða end- urgjaldslaust á vinsæla Sjónvar- psþætti sem teknir eru upp í New York, eins og David Lett- eiinan og Ricky Lake. Á föstudögum er boðið upp á svonefndan „Grand Tour of New York“, og ferð með ferj- unni til Staten Island, þar sem Frelsisstyttan stendur, er sömu- leiðis ókeypis, en óvíða er eins gott útsýni til að virða fyrir sér skýjakljúfa borgarinnar. Einnig má nefna að eitt kvöld í viku inega gestir borga þann að- gangseyri sem þeir kjósa sjálfir í Whitney-listasafninu, Guggen- heim-Iistasafninu og Nútíma- listasafninu í New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.