Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 78

Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 78
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Engin venjuleg gleraugu... LINSAN Laugavegi 8 • 551 4800 Pottar í Gullnámunni dagana 11.-24. nóvember 1999 Gullpottar: Dags. Staöur Upphæð 13. nóv. Ölver .......................... 3.366.297 kr. 15. nóv. Ölver .......................... 2.171.865 kr. Silfurpottar: Dags. Staöur Upphæð 11. nóv. Háspenna Skólavörðustíg.............. 65.541 kr. 11. nóv. Ölver ................................ 51.224 kr. 11. nóv. Háspenna Laugavegi.................... 207.727 kr. 11. nóv. Háspenna Hafnarstræti................ 63.834 kr. 12. nóv. Háspenna Hafnarstræti................ 95.646 kr. 13. nóv. Ölver ............................... 156.207 kr. 13. nóv. Háspenna Hafnarstræti................ 71.171 kr. 14. nóv. Monaco .............................. 84.277 kr. ' 14. nóv. Háspenna Hafnarstræti................. 73.417 kr. 15. nóv. Hótel Mælifell Sauðárkrók............ 160.752 kr. 16. nóv. Háspenna Hafnarstræti................ 70.571 kr. 18. nóv. Glaumbar............................. 283.974 kr. 19. nóv. Monaco .............................. 139.888 kr. 21. nóv. Ölver ................................ 195.388 kr. 23. nóv. Ölver ................................ 173.447 kr. 23. nóv. Ölver ................................ 95.913 kr. Staða Gullpottsins 24. nóvember kt. 8.30 var 2.756.972 kr. , Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Laugarásbíó og Nýja bíó, Akureyri, frumsýna James Bond-myndina Heimurinn er ekki nóg eða „The World is Not Enough“, með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Pierce Brosnan leikur Bond í þriðja sinn í Heimurinn er ekki nóg. skoski leikarinn Robert Carlyle var fenginn til þess að fara með hlut- verk erkióvinar Bonds í nýju mynd- inni. „Hann á eftir að verða einna minnisstæðastur Bond-óþokk- anna,“ segir framleiðandinn Wil- son. Leikstjórinn Apted tekur und- ir það. „Hann lætur áhorfendur jafnvel fmna til samúðar með sér um leið og þeir elska að hata hann.“ Um ráðningu John Cleese í hlut- verk aðstoðarmanns Q segir Apted. „Við ákváðum að fá gamanleikar- ann í hlutverkið en þetta er alvar- legt hlutverk og Cleese leikur það þannig. Desmond Llewelyn hefur í mörg ár viljað fá aðstoðarmann og okkur fannst John Cleese hæfa því hlutverki best.“ Sophie Marceau leikur Bond-stúlkuna, hér í mikilli nálægð við meistaranjósnara hennar hátignar. Heimurinn að veði Frumsýning GRÆÐGI, hefnd, heimsyfír- ráð, hátæknihryðjuverk, allt er þetta gjörkunnugt meistaranjósnara hennar hátignar, James Bond, sem snýr aftur á hvíta tjaldið í nítjándu mynd sinni, Heim- urinn er ekki nóg. I þetta sinn á hann í æsilegum eltingarleik sem nær frá bökkum Nervion-árinnar í Bilbao á Spáni að Thames-ánni í London og í gegnum skosku há- löndin og reyndar um heim allan; hann lifir af sprengingu í Tyrkl- andi. Allt vegna þess að Bond (Pierce Brosnan í þriðju Bond- mynd sinni) hefur fengið það hlut- verk að gæta Elektru King (Sophie Marceau), erfingja að miklum olíu- auðæfum, fyrir óþokkabrögðum al- þjóðlega hryðjuverkamannsins Renards (Robert Carlyle), sem dugar ekkert minna en heimsyfir- ráð. Með önnur hlutverk í nítjándu Bond-myndinni fara Desmond Llewelyn, sem leikið hefur í sautján myndum um njósnara hennar hát- ignar, Judi Dench, sem leikur yfir- manninn M og Samantha Bond, sem leikur Moneypenny. Einnig má nefna að John Cleese hefur tekið að sér hlutverk aðstoðarmanns upp- finningamannsins Q. Leikstjóri er Michael Apted sem ekki hefur gert hasarmynd áður en framleiðendur- nir segjast hafa viljað leikstjóra sem gat í senn unnið með leikurun- um og byggt upp dramatíkina í sög- unni. „Michael Apted var einmitt slíkur leikstjóri," er haft eftir fram- leiðandanum Michael G. Wilson. Þekktasta mynd Apted til þessa er að líkindum „Gorillas in the Mist“. „Ég væri að ljúga ef ég segð- ist ekki hafa orðið undrandi þegar framleiðendumir snéru sér til mín og spurðu hvort ég vildi leikstýra næstu Bopd-mynd,“ er haft eftir Apted. „Ég hélt að þetta væri brandari en var ákaflega spenntur þegar ég komst að því að svo var alls ekki. Allar myndir sem ég geri valda mér áhyggjum en þessi olli mér meira hugarangri en nokkur önnur sem ég hef gert. Mig langaði ekki til þess að endurtaka það sem allir hinir höfðu gert á undan mér. Ég vildi skila sama árangri og þeir en samt brydda upp á einhverju nýju.“ Þá vakti ekki síður athygli að Sanmr kókugeröarmenn byrja jola- baksturinn með ferð í Byggt og búið þar sem þeir fá bókstaflega allt fyrir jólabaksturinn á góðu verði. byggt búió Kringlunni Bökunaráhöld í jólabaksturinn a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.