Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnt er að einföldun matvælaeftirlitsins RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra um að nefnd forsæt- isráðherra um opinbera eftirlitsstar- fsemi verði fengið það hlutverk að skoða fyrirkomulag matvælaeftirlits í samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti og gera tillögur um framtíðarskipan matvælaeftirlits hér á landi, sem miði að því að einfalda og bæta nú- verandi fyrirkomulag. Siv kynnti fyrir ríkisstjórninni rannsóknir sem gerðar hafa verið á útbreiðslu eampylobacter-sýkingai- hér á landi og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í framhaldi af því. „Þessi athugun á campylobacter- sýkingum í matvælum sýnir m.a. nauðsyn þess að einfalda og sam- ræma framkvæmd matvælaeftirlits hér á landi svo og löggjöf á matvæla- sviði. Ég tel því brýnt að farið verði sem fyrst út í endurskoðun á skipan þessa mála. Flest rök hníga að því að samræma matvælaeftirlit hér á landi. Eftirlit með framleiðslu mat- væla, dreifingu þeirra og öryggi er í höndum þriggja ráðuneyta. Þá eru þrjár ríkisstofnanir sem hafa yfirum- sjón og að hluta til eftirlit með fram- kvæmdinni og enn fleiri eftirlitsaði- lar koma að málum í héraði. Ljóst er að ýmis skörunarmál koma upp svo og tvíverknaður í framkvæmd,“ seg- ir í minnisblaði sem umhverfisráð- heri'a lagði fyrir ríkisstjórnina. Breytingar að verða á Norðurlöndum I minnisblaðinu kemur fram að sambærileg skipan mála og er hér á landi hefur verið við lýði á hinum Norðurlöndunum. Á síðari árum hef- ur á hinum Norðurlöndunum verið unnið að því að samræma og einfalda eftirlitið. Þannig er t.d. búið að gera breytingar í þessa veru í Svíþjóð og Danmörku, en tillögur um breyting- ar hafa verið lagðar fram í Noregi og Finnlandi. Morgunblaðið/Guðmundur Jakobsson Snjóbyssan að störfum í Hamragili á laugardaginn. Hollustuvernd ríkisins gerir athugasemdir við samþykkt heilbrigðisnefndar Ekki hægt að tryggja að kjúkl- ingar verði án mengunar HOLLUSTUVERND ríkisins hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu í framhaldi af ákvörðun heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur 25. nóvember 1999 um sölu á kjúklingum. „Fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa leitað álits Hollustuverndai' ríkisins á ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um sölu á kjúklingum og hvernig hún samræmist tillögum um úrbætur sem umhverfisráðherra kynnti fyrir skömmu. Ákvörðun nefndarinnar var ekki tekin að höfðu samráði við aðra eftir- litsaðila eða þá sem stóðu að tillögum um úrbætur vegna sýkinga af völd- um campylobacter. Hollustuvernd ríkisins telur óheppilegt að ekki sé tekin samræmd afstaða til tillagna um úrbætur, sem gildi fyrir landið allt, áður en eitt eftirlitssvæði ákveð- ur hvernig það vill standa að málum. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur byggii' niðurstöður sínar á þeim rannsóknum og tillögum um úrbæt- ur sem áður hafa verið kynntar. Hins vegar eru að hluta til sett önnur skil- yrði (t.d. frysting) um meðferð kjúkl- inga þegar mengun alifugla í eldis- hópum hefur verið staðfest í eftirliti. Krafan er að engin mengun sé mæl- anleg í ferskum kjúklingum á mark- aði. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sýnir metnað í baráttu gegn campyl- obacter-sýkingum en Hollustuvernd hefur áhyggjur af að neytendur túlki þessa niðurstöður þannig að ferskir kjúklingar á markaði verði án meng- unar. Engar aðferðir geta þó tryggt þetta. Neytendur verða því áfram að fá skýr skilaboð um að hreinlæti og fullnægjandi matreiðsla sé eina leið- in til að tryggja að kjúklingar og annað hrámeti valdi ekki sýkingum. Með tillögum Landlæknis (sóttv- arnalæknis), Hollustuverndar ríkis- ins og yfirdýralæknis, sem umhverf- isráðherra hefur kynnt, var m.a. sett fram markmið um að frá og með ár- inu 2000 mætti eampylobacter að hámarki finnast í 10% eldishópa á hverju kjúklingabúi. Þetta á ekki að túlka þannig að stefnt sé að sölu á menguðum afurðum, heldur er tilg- angurinn að setja ströng en um leið raunhæf mörk til að stuðla að betri framleiðsluháttum og sem minnstri mengun afurða. Heilbrigðisyfirvöld annarra ríkja hafa ekki sett fram jafn strangar kröfur til varnar campylobacter-mengun í alifuglum. Með því að setja ströng mörk, 10% eða lægra, er dregið verulega úr mengun alifuglaafurða og þar með líkum á sýkingum í mönnum. Til að ná þessu marki verða for- ráðamenn alifuglabúa og sláturhúsa að grípa til allra ráða sem þeir hafa til að fyrirbyggja mengun. Aðgerðir á búum verða í raun að vera þær sömu og grípa hefði þurft til ef kraf- an hefði verð sú að mengun ætti ekki lengur að vera mælanleg. Ef mengun í eldishópum verður undir 10% eins og vonir standa til, þá verður átsand mála hér á landi með því besta sem gerist í heiminum. í engu ríki hefur reynst að útrýma campylobacter í kjúklingafram- leiðslu. Ekki er hægt að tryggja að kjúkl- ingar á markaði, frosnir eða ferskir, séu alfarið án mengunar. Sýni af eld- ishópum er tekið þegar kjúklingar eru 4 vikna og þeir fara til slátrunar 5 vikna. Mengun getur hæglega komið fram frá því sýni er tekið og þar til að slátrun kemur þ.e. í 5. viku sem er um 20% eldistímans. Fari mengun að vara í sláturhús getur krossmengun átt sér stað og þó svo sýni séu tekin í sláturhúsi liggur nið- urstaða rannsókna ekki fyrir fyrr en kjúklingar eru komnir á markað. Framangreind atriði sýna að ekki er hægt að tryggja að kjúklingar verði án mengunar, en unnið er að því að draga úr henni eins og unnt er. Aðgerðir og ákvarðanir verða að byggja á raunhæfu mati og þess verður að gæta að neytendur fái ekki röng skilaboð og þar með falska ör- yggiskennd." Góður árangur á Norðurlandameistaramoti í samkvæmisdönsum Islending- ar náðu tveimur meistara- titlum NORÐURLANDAMEISTARA- MÓTIÐ í samkvæmisdansi var hald- ið í Hróarskeldu í Danmörku sl. sunnudag. Frá íslandi tóku 6 pör þátt í mótinu. Kepptu þau í fjórum aldurshóp- um og sigruðu íslendingar í tveim- urþeirra. I aldurshópnum 14-15 ára sigr- uðu þau Hilmir Jensson og Ragn- heiður Eiríksdóttir, GuIItoppi, og í aldurshópnum 16-18 ára sigruðu þau fsak Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir, Hvönn. I aldurshópum 12-13 ára náðu þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir, Kvistum, 2. sætinu eða silfurverðlaunum og í al- dursfiokknum 14-15 ára náðu Grét- ar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg, Kvistum, 3. sætinu eða bronsverðlaunum. Aldrei hafa Is- lendingar náð svona góðum árangri á Norðurlandameistaramóti áður. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tekið var á móti Norðurlandameisturunum með blómvöndum við kom- una til Islands. Frá vinstri: Ragnheiður Eiríksdóttir, Hilmir Jensson, Helga Dögg Helgadóttir, ísak Nguen Halldórsson. Erla Sóley Eyþórsdóttir, Árni Þór Eyþórsson, Ragnheiður Eir- íksdóttir, Hilmir Jcnsson, Birna Bjarnadóttir, Helga Dögg Helgadóttir, Eyþór Arnason, Is- ak Nguyen Halldórsson, Sandra Espersen og Helga Björnsdóttir. Skemmst er að minnast sigurs Is- aks frá því í fyrra en hann og fyrr- verandi dansdama hans Halldóra Ósk Reynisdóttir urðu Norður- landameistarar í aldurshónum 14- 15 ára. Snjógerð á skíðasvæði S IR gæti stór- bætt aðstöðu keppnisfólks NU hillir undir að hægt verði að renna sér á skíðum á svæði ÍR- inga í Hamragili á Hengilssvæðinu því snjóframlciðsla hófst þar á laugardag. Snjógerðarvélin var stöðvuð rétt fyrir hádegi á sunnu- dag vegna hlýinda eftir að hafa verið í gangi í tæpan sólarhring. Renna skíðamenn og þjálfarar þeirra hýru auga til þeirra mögu- leika sem opnast til að lengja æf- ingatíma með snjóframleiðslunni. „Loksins, loksins, nú er byrjað að framleiða snjó í Ilamragili, eftir mikla þrautagöngu og mikið sjálf- boðastarf," sagði Auður Sigur- jónsdóttir hjá skíðadeild ÍR. Er snjóbyssan var stöðvuð var næst- um þv/ kominn nægur snjór til að setja barnalyftuna í gang en snjótroðari dreifði snjónum jafnóð- um og hann hrúgaðist upp. Byssan var stöðvuð bæði vegna skorts á fólki til að hafa auga með henni og einnig vegna þess að lofthitinn var kominn niður í frostmark, en æski- legast er að Ijögurra stiga frost eða meira sé þegar hún er í gangi því þá eru afköst hennar mest. „Hér er nóg af sírennandi vatni til snjóframleiðslu og möguleikar miklir til að lengja skíðavertíðina. Við þjálfararnir hjá félögunum á höfuðborgarsvæðinu rennum hýru augatil þess sem verið er að gera á IR-svæðinu því það gæti gjör- breytt æfíngamöguleikum keppn- isfólks. Nú þarf bara að ganga frá því við fþrótta- og tómstundaráð og Bláfjallanelnd að umsjónar- maður ÍR-svæðisins geti keyrt byssuna jafnhliða öðrum störfum hans þarna efra,“ sagði Guðmund- ur Jakobsson, yfírþjálfari skíða- deildar KR. Styðja ákvörðun HER Á FUNDI Samtaka heilbrigð- iseftirlitssvæða á íslandi, sem er félag um samstarfsvettvang allra heilbrigðiseftirlitssvæða á landinu, 26. nóvember sl. var eftirfarandi samþykkt sam- hljóða: „Aðalfundur Samtaka heil- brigðiseftirlitssvæða á íslandi, haldinn 26. nóvember 1999, lýs- ir yfir stuðningi við ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavík- ur um að stöðva beri sölu á campylobacter menguðum ófr- osnum kjúklingum frá og með næstu áramótum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.