Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 74
74 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Einieikurinn Laufey sýndur» Kaffileikhusinu »kvöid í leiklistar- námi í Prag Morgunblaðið/Þorkell Stefanía Thors leikur Laufeyju í Kaffíleikhúsinu í kvöld. Stefanía Thors sýnir í kvöld í Kaffileikhúsinu einleik sinn, Lauf- eyju, sem er byggð á skáldverki Elísabetar Jökulsdóttir. Stefanía er búsett 1 Prag, höfuð- borg Tékklands, og er þar í mast- ersnámi í leiklist í Listaháskólan- um. Hún flutti þangað fyrir tæpum fjórum árum. Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að fara til Prag í nám segir hún að vinkona hennar hafi mælt með borginni. Seldi allt og fór út „Eg er mikill áhugamaður um ljósmyndun og vinkona mín sagði mér að þetta væri svo falleg borg að ég ákvað að skella mér þangað. Þegar til borgarinnar var komið ákvað ég af rælni að sækja um í leiklistardeildinni við Listaháskól- ann. Ég stóðst inntökuprófið, kom aftur heim, seldi allt mitt hafur- task og flutti aftur út.“ I skólanum sem Stefanía er í er mikil áhersla lögð á hið svokallaða „Physical Theater" en í því er lát- bragð og hreyfingar látnar styðja textann. Svífa andar þeirrar stefnu yfir leikverkinu um Laufeyju. Stefanía segir að það hafi verið erfitt að ná tungumálinu. „Það tók mig heilt ár að komast inn í málið. Ég fékk hjálp frá krökkunum í bekknum. Én þetta bjargaðist því fyrsta árið í skólanum var aðallega kenndur spuni.“ Sonur Stefaníu sem er 10 ára býr með henni í Prag. Hann er farinn að tala reip- rennandi tékknesku. „Hann er í skóla fyrir gyðinga. Vinkona mín sem er gyðingur kom honum inn í þann skóla. Honum líkar afskap- lega vel. Hann talar ásamt tékkn- esku og móðurmálinu þýsku, ensku og svo er hann að læra hebresku. Hann er nefnilega orðinn gyðing- ur.“ Ætla að sýna í kirkjum Stefanía heldur eftir nokkra daga aftur til Prag. Hún segir að það standi þó til að sýna Laufeyju oftar en þetta eina skipti í kvöld. „Upphaflega ætluðum við að sýna verkið í Dómkirkjunni. Ég er nefnilega í tímum úti sem fjalla um það hvernig eigi að taka leiklistina úr leikhúsinu. Eg var búin að sýna prestinum verkið og hann sló til. En sökum anna í kirkjustarfinu nú um jólin þurfti að færa sýninguna í Kaffileikhúsið. Markmiðið er því að sýna Laufeyju aftur næsta sum- ar í kirkjum þessa lands.“ jJíijjjj jjijjj; LAUGARÁS- - BIÖ ál J Jl^JJJJ D'J PfiAsnsýnú íi jjjdj'jjujj isotooNNiii rené ■ I > i -jS J-jj J * - . ill Stutt Nærfatafyr- irsæta verð- ur ekki for- setafrú ►Fyrirsætan Melanie Krauss, sem gert hefur garðinn frægan fyrir að sýna nærföt á ekki lengur von á því að verða næsta forsetafrú Bandaríkjana. Fregnir herma að kærasti henn- ar, auð- kýfingurinn Donald Trump, sem hyggst bjóða sig fram í næstu for- setakosningum í Bandaríkjunum á vegum Fram- faraflokksins, hafi látið hana róa. Tyson meinað að koma til Bretlands ►Boxarinn bitglaði, Mike Tyson, má eiga von á því að fá ekki vega- bréfsáritun til Bretlands vegna af- brota hans í gegnum tíðin samkvæmt yfir- lýsingum frá inn- anríkisráðuneyti Bretlands. Tyson ætlar að koma til Bret- lands einhvern tímann á næstu vikum til þess að undirbúa sig fyr- ir bardagann gegn Julius Francis Samkvæmt lögum í Bretlandi er erfitt fyrir menn sem hafa nýverið setið í fangelsi að fá að koma til landsins. Tyson var sleppt úr fanga- klefa fyrir átta mánðum, en hann sat inni vegna árásar á tvo miðaldra menn. Áður hafði Tyson setið inni í sex ár fyrir nauðgun. / Atvögl í ævin- týraleit ► Samkvæmt niðurstöðum jap- anskra vísindamanna eru konur sem þjást af átröskun líklegari til þess að verða spennufíklar og þjást frekar af streitu en aðrar konur. Japönsku vísindamennimir segja að það séu tvær ástæður fyrir átröskun hjá konun. Önnur er sú að þær séu miklir spcnnufíklar og taki upp á alls kyns uppátækjum til þess að svala þörfinni fyrir spennu. Hin ástæðan er að sú að þær kunna ekki haldbærar aðferðir til þess að losa sig við streitu. Ástralskir vís- indamenn leysa eina af lífsgát- um drykkju- manna ►Allir bjórdrykkjumenn hafa brot- ið heilann um hvers vegna froðu- blöðrurnar í írska bjórnum, sem kenndur er við Guinness, sýnast falla niður í glasinu í stað þess að fara upp eins og eðlilegt þykir. Ástralskir vísindamenn lögðu í það metnaðarfulla verkefni að komast að kjarna málsins, en í stað þess að eyða dýrmætum vökva í verkefnið bjuggu þeir til háþróað tölvulíkan til þessarar rannsóknar; einhvers konar bjórhermi. Niðurstaðan var sú að froðublöðrurnar fara fyrst upp í efsta lag bjórsins en falla síð- an niður á botninn. Að vísu halda blöðrur sem eru stærri en 0,05 mm sér í efsta laginu. Þungu fargi er nú létt af írsku þjóð- inni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.