Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIKI m LAUGARDAGUR 15. JANUAR 2000 35 ' " sem sumarorlofshús háskólastarfs- manna. Meðan á byggingu hússins stóð höfðust Einar og Hlín við í gamla bænum ásamt fjölskyldu Olafs, en fluttu síðan inn í húsið nýja jafnskjótt og það varð íbúðarhæft. Yfirsmiður hússins var Sigurður Halldórsson úr Reykjavík, en allt byggingarefni var flutt sjóleiðina frá Reykjavík að Herdísarvík á strand- ferðaskipinu Skaftfellingi, en síðan á opnum báti frá skipshlið í lendingar- vör. Bjuggu þau Einar og Hlín síðan í húsi þessu þar til Einar andaðist 12. janúar 1940, þá farinn að heilsu og kröftum eins og kunnugt er, en Hlín síðan, mest ein en stundum með að- keyptri hjálp, nokkuð á annan tug ára, þar til hún brá búi og byggð lagðist af í Herdísarvík. Oft var þó sonur Hlínar, Jón Eldon (sem var hennar yngsta barn), þar með þeim Einari og síðan tímabundið með móður sinni. Mætti segja margar sögur af lífi þeirra þarna í einsemd- inni, þótt ekki sé ráðrúm til þess hér, en staðfest er - og þarf engum að koma á óvart - að Hlín annaðist hinn aldna og þjóðfræga ástvin sinn mjög vel og af mikilli hlýju allt til hinstu stundar samvista þeirra og hlúði að honum með öllum tiltækum úrræð- um. Eina utanför, til Kaupmanna- hafnar, fóru Einar og Hh'n eftir að þau fluttu til Herdísarvíkur, og var það haustið 1934, en annars fór Ein- ar lítið af þessu síðasta heimili sínu, enda var heilsu hans þegar farið að hnigna er hann flutti þangað og hrakaði henni síðan enn á næstu ár- um. Lítt orti Einar skáld eftir að til Herdísarvíkur var komið, en þessa hógværu bögu gerði hann þó á síð- asta æviári sínu, er hann leit yfir far- inn veg: Ljósmynd/Bjöm Þorsteinsson. I fjörunni við Herdísarvík. Morgunblaðid/Uisli öigurðsson Lftið sést nú eftir af gamla bænum þar sem Einar bjó í fyrstu. í æsku eg hugði á hærra stig. Það heldur fyrir mér vöku, að ekkert liggur eftir mig utannokkrarstökur. í dagstofu hússins stóð bókasafn skáldsins, á annað þúsund bindi, einkum fáséð rit um fornklassísk efni, sum gömul og dýrmæt, mörg á latínu og grísku, þar á meðal eitt vögguprent, þýsk þýðing á Gesta Romanorum, prentað í Augsburg 1489, einhver elsta prentuð bók, sem til er á Islandi. Þessu merka bóka- safni, ásamt jörðinni sjálfri, ánafnaði Einar Háskóla íslands með gjafa- bréfi árið 1935 og var safnið flutt í ör- ugga geymslu í Háskólanum árið 1950. Hlín Johnson hafði allnokkurt fjárbú í Herdísarvík, einkum þó eftir lát skáldjöfursins. Svört ær í eigu hennar varð frægust íslenskra sauðkinda á síðari tímum. Hún gekk árum saman sjálfala í Herdísai*vík- urfjalli, uns boð kom frá yfirvöldum um að hún skyldi aflífuð eins og gert hafði verið við annað fé Hlínar og reyndar fjárstofninn allan í þeim landshluta, sökum sauðfjárveiki- varna. Örðuglega gekk að handsama Surtlu og á árinu 1952 gerðu fjár- skiptayfirvöld út marga leiðangra vopnaðra manna til að fella hana, og fé var einnig heitið til höfuðs henni. Surtla var kæn og fótfrá og varðist í fjallinu vikum saman áður en hún var loks lögð þar að velli. Mátti heita að öll þjóðin fylgdist af miklum áhuga með þessari baráttu, í dag- blöðum og útvarpsfréttum, og átti ærin víst samúð flestra. Ymsir rituðu eftirmæli um Surtlu, af heitri tilfinn- ingu, og var þar sumt í bundnu máli. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum orti minningaróð til Surtlu og segir þar m.a.: Þrautir allar þurftir líða þar á fjallinu. Þú ert fallin, hlaust að hlýða heljar-kallinu. Þúíblóðiþínuliggur, -þérégóðinnsyng- Skyttan góða þegar þiggur þráðan blóðpening. Höfundur er prófessor við Háskóla fslandsog fyrrverandi forseti Ferða- félags íslands. [ I i p Heimsmynd draumsins Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Lítið lamb á Vetrarbrautinni. Draumstafir Kristjáns RANNSÓKNIR íslendinga á draumum, tilurð þeirra og tilgangi hefur til þessa ekki verið meðvit- andi gerð, studd ferlisrannsóknum á erfðum og ættartengslum eins og vinsælt er í dag. Kannanir þeirra sem hafa látið málið sig varða hafa snúist meira um sagnfræðilegu hlið málsins eins og tengsl draumtákna við raunverulega þætti svo sem veður og búskaparhætti. Dæmi um það eru skilgreiningar Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum í bók hans „Draumar" frá 1912. Þar not- ar hann fé það er hann gætti og elt- ist við í misjöfnum veðrum upp um fjöll og fimindi sem tákn erfiðleika og ræður slíka drauma fyrir vond- um veðrum. í dag er kvikfénaður- inn Ijúfur biti á borðum lands- manna og litlir erfiðleikar því tengdir, þannig að fjallalömbin ættu vera merki um bata frekar en hitt. Hvemig er þá með draum- táknin, eru þau persónuleg, tengd ákveðnum tíma og hafa kannski enga merkingu nema fyrir viðkom- andi dreymanda eða er eitthvað meira hér að tjaldabaki? Ég fór á Netið (The Internet) til að kanna nútímann í draumrannsóknum og tíndi upp um hundrað heimasíður um drauma. Þar var að finna rann- sóknir á ýmsum gerðum drauma (daglátsdraumar, martraðir, sögu- legir draumar og fleira), ritgerðir um drauma og ráðningar á draum- um svo nokkuð sé nefnt. Drauma- ráðninga-síðurnar voru ekki marg- ar en áhugaverðar. Þar buðu sérfræðingar heimsbyggðinni túlk- anir sínar og ábyggilegar ráðning- ar á draumum manna fyrir 50 til 150 dollara stykkið og hverri síðu fylgdi teljari sem taldi þúsundir manna. Hvað skyldi kindin tákna í Ástralíu, sauðurinn í Frans eða lambið í Landinu helga? Hefur blessuð skepnan sameiginlegan merkingarstuðul eða lítur hver og einn sínum augum féð? Draumur „Framtíðar" Mér fannst ég vera í einlyftu ein- býlishúsi sem var heimili mitt. Hús- ið var hlýlegt og þar úði og grúði af allskonar hlutum og húsgögnum. Stofan og anddyrið voru sem eitt svæði sem opnaðist út í garðinn framan við húsið. Það voru engar dyr, húsið sameinaðist einfaldlega garðinum sem var ríkulega búinn gróðri. í þessum hluta hússins svaf ég og leið vel. Svo var eins og ég vaknaði í drauminum og lít í kring- um mig. Allt var eins og ég hef áð- ur lýst nema ég hafði það á tilfinn- ingunni að ég ætti afmæli. Einhver færði mér gjöf og ég tók eftir því að þama inn til mín var kominn gríð- arstór blómavasi, upp úr honum gnæfðu að minnsta kosti fimm rósir og þær voru marg-útsprungnar, þ.e. það var eins og hver rós hefði sprungið út úr annarri því blóma- krónan var svo há. Engin rósanna var fölnuð. Litur þeirra var mildur antikrauður ásamt ljósum lit. Ég komst aldrei að því frá hverjum þær voru en gjöfin var frá ein- hverri fjarskyldri frænku í Amer- íku. Þegar ég tók utan af gjöfinni hafði ég á tilfinningunni að konan væri heldur fátæk. Gjöfin var 2 barnahúfur í dökkum litum og voru þær með Mikka mús-myndum á. Ég spáði ekki mikið í húfurnar, fannst þær ekki beint tilheyra mér en í pakkanum voru einnig 2 gull- ofnar fullorðinspeysur sem ég átti að koma til skila til einhvers sem konan þekkti. Og fannst mér að það hlyti að vera lítið mál. Svo finnst mér ég vera stödd í öðru húsi á móti mínu. Það er sumarkvöld, ég horfi yfir að húsinu og fann að það var mitt þó ég væri komin út úr því og út á götuna sem húsin stóðu við, þetta var stórt gróðri vaxið einbýl- ishúsahverfi. Eftir stutta göngu hitti ég ungan, afar fallegan mann, háan, ljóshærðan með blá augu og afar vel til fara. Við tölum saman og ég finn að á milli okkar streymir mikil og sterk ást. Ég finn mikinn styrk frá honum. Hann segir mér nafn sitt og mér finnst hann segja Friðþjófur en er þó ekki viss því að í draumnum endurtek ég tvisvar Frið ... og virðist strax vera búin að gleyma seinni hluta nafnsins. Við tökum strætisvagn og ég sest við hlið hans. Allt er sólríkt og bjart. Hann segir að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur, hann hafi áður dvalið 10 ár í Danmörku og að hann muni að- stoða mig með allar upplýsingar og allt sem mig vantar. Mér finnst eins og hann fari með mér ef ég fer þangað. Allt í einu stend ég hjá götusala í verslunargötu (allt var afar rólegt), vinur minn fyrrnefndi birtist þá skyndilega, brosandi. Hann hrósar mér fyrir að vera svo einstaklega falleg og ég tek eftir að við erum bæði klædd samkvæmis- klæðnaði. Hann í dökkum smóking og ég í svörtum, síðum giitrandi kjól og með uppsett hár. Kjóllinn er mikið ber um axlir og bringu en bönd liggja frá bijóststykkinu og í kringum háls mér. Vinur minn rétti mér höndina og saman göngum við hamingjusöm upp götuna. Eftir þetta finnst mér við vera komin eitthvað annað nema að við sitjum saman í sófa. Við erum í hversdags- fötum og erum afar ánægð. Ég ligg í faðmi hans og finn hvað ég dái hann. Einhver kemur með bréf til mín, ég opna það og kemst öll í uppnám því að í bréfinu stendur að ég hafi fengið inngöngu í skóla og ég eigi að koma strax. Ég segi við vin minn að ég sé hrædd við að fara og sérstaklega vegna þess að ég þurfi að keyra „undir“ Hvalfjarðar- göngin. Vinur minn segir að það sé ekkert að óttast. Hann hvetur mig sterklega til að fara og segir mér að hann muni ávallt vera með mér og að ég þurfi engar áhyggjur að hafa. Ég finn mikla ást og styrk streyma frá honum og veit að allt mun fara vel. Ráðning Draumar virðast oft snúast um hugsanir sem tengjast áformum um breytingar, þessar hugsanir tekur draumurinn svo að því er virðist og setur upp sem leikrit, þar sem sagan heldur áfram frá hugs- ununum yfir í ókominn tíma og hlutir gerast ótengdir hugsuninni. Draumur þinn eru á þessum nót- um. I draumnum ertu með einhver mikil áform á prjónunum um breytingar á högum þínum og þinna. Þú stillir myndunum upp í húsi þíns sjálfs til að átta þig á breytingunum, hvort þær séu rétt- ar, vel tímasettar og hvort þær skili tilætluðum árangri. Þegar þú hefur sett þessa mynd á svið tekur draumurinn við og spinnur fram- haldið. Sú mynd sýnir þig á er- lendri grund þar sem fimm ár líða í velsæld góðrar framgöngu. Tvö böm bætast í hópinn og þeir erfið- leikar sem birtast verða til að styrkja þig frekar en letja. Freist- ingar sem bíða þín munu reynast hjóm eitt, því þær túlka meira löngun þína í innri frið en veraldleg gæði. Vinurinn er þinn innri vel- gjörðamaður sem leiðir þig inn í framtíðina. • Þeir lesendur sem vifja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavfk eða á heimasíðu Draumalandsins. www.dreamland.is strikis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.