Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um kvótaþvætti MIKLAR fréttir hafa farið af því að und- anfömu að menn geri stórar sölur á sjávarút- vegsfyrirtækjum. Eins heyrist að skuldir sjáv- arútvegsins hafi hækk- að um 50 milijarða króna frá ársbyrjun 1996, þótt sjávarútveg- urinn í heild hafi ekki staðið í neinum þeim fjárfestingum sem út- skýrt geta umtalsverð- ar lántökur. Pví liggur beint við að verulegur hluti þessara skulda sé kominn til þegar eig- endur hafa verið leystir út. Samt eykst eiginfé sjávarútvegsins: Víst er nokkur hagnaður í greinirini en meira munar sennilega um að við yf- irtökur liggur beint við að eignfæra hið yfirtekna á kaupverði. Með því er kvótinn í rauninni reiknaður upp hjá kaupendunum, sem er í hæsta máta eðlilegt miðað við þær reglur sem stjórnvöld hafa sett um sjávarútveg- inn. Óviðurkvæmilegar skammir Rétt er að taka fram að það er út í hött að skamma fólk fyrir að selja það sem ríkisstjórnir rétta því. Eins er fráleitt að skammast út í menn sem hafa milligöngu um lögleg við- skipti. Hins vegar er full ástæða til að benda hugsanlegum kaupendum á áhættuna sem í slíkum viðskiptum felst og minna á að það kvað vera regla, að menn beri sjálfir ábyrgð á augljósum göllum þess sem þeir kaupa og augljósri áhættu á að það spillist. Ef maður kaupir hagstæðan leigusamning, sem í eru uppsagnar- ákvæði og ef hann hef- ur átt kost á að lesa samninginn, getur hann varla kvartað eða rift kaupunum þótt leigusalinn segi upp samningnum eða hækki leiguna. Eins er væntanlega með kvót- ann. Ef menn taka sjansinn á því að „Ut- hlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þess- um myndar ekki eign- arrétt..." í fyrstu grein kvótalaganna þýði í rauninni „Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar eign- arrétt...“, þá gera þeir það vísast á eigin ábyrgð. Réttaróvissa Bent hefur verið á að hlutabréfa- markaðurinn virðist með einhverjum hætti taka tillit til þessarar áhættu og meta sjávarútvegsfyrirtæki mun lægra en eðlilegt mætti teljast ef kvótaeign væri reiknuð inn á gang- verði á varanlegum aflaheimildum. Samt er ekki hægt annað en dást að hugrekki þeirra sem kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyritækjum þessa dag- ana þrátt fyrir þá réttaróvissu sem ríkir um framtíð kvótaúthlutunar. Jafnvel þótt Hæstiréttur teldi Vatn- eyrarmálið ekki fallið til að kveða upp úr um hvort gjafakvótinn stenst stjómarskrána, þá blasir við að nýtt dómsmál yrði höfðað til að svipta af því fíkjublaði sem ríkisstjórnin girti sig þegar hún breytti kvótalögunum fyrir ári. Ég botna satt að segja lítið í hvernig menn geta lesið eitthvað annað út úr eftirfarandi línum í dómi Hæstaréttar 3. des. ’98 en að sjöunda Markús MöIIer Fiskveiðistjórnun Dómur Hæstaréttar í Valdimarsmálinu hlýt- ur, segir Markús Möller, að benda til þess að sjöunda grein kvóta- laganna lendi í sömu ruslatunnu og sú fímmta og hann dáist að hug- rekki þeirra sem treysta á að kvótaúthlutun myndi eignarrétt. grein kvótalaganna lendi fyrr eða síðar í sömu ruslatunnu og sú fimmta, þegar kært var út af henni: „Með þessu lagaákvæði er lögð fyrir- farandi tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna geti, að öðrum skil- yrðum uppfylltum, notið sama at- vinnuréttar í sjávarútvegi eða sam- bærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á íslands- miðum eru, og þeir tiltölulega fáu einstaklingar eða lögaðilar, sem höfðu yfir að ráða skipum við veiðar í upphafi umræddra takmarkana á fiskveiðum. Þegar allt er virt verður ekki fallist á, að til frambúðar sé heimilt að gera þann greinarmun á mönnum, sem hér hefur verið lýst.“ Auðvitað sker Hæstiréttur sjálfur úr um hvað lesa skal út úr þessum lín- um. Ég skil hins vegar ekki hvemig menn geta lesið annað út úr orðum dómaranna en að löggjafanum hafi verið óheimilt að gera til frambúðar umtalsvert upp á milli þeirra sem fengu ókeypis kvóta og annarra landsmanna. Þá hlýtur stórfelld mis- ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 45 munun að vera verri en lítilsháttar mismunun. Mismununin í fimmtu greininni sálugu var formsatriði og ódýrt að komast framhjá henni. Greinin fjallaði um hverjir gætu fengið leyfi til að veiða núll eða fleiri tonn af fiski. Mismununin í sjöundu greininni er sú sem máli skiptir. Sú grein er um hverjir mega veiða meira en núll tonn. Skyldur fégæslumanna Auðvitað leyfist fólld að glannast með eigið fé, enda taka ekki aðrir af- leiðingunum af slíkri ráðstöfun. Miklu meiri ábyrgð er lögð á herðar þeim sem fara með fjármuni ann- arra. Það liggur í loftinu að guðfeður gjafakvótans róa að því öllum árum að sem mest af kvóta verði selt lífeyr- issjóðum og bönkum. Þannig á að prakka fiskistofnunum bakdyrameg- in inn á almenning áður en hann nær rétti sínum. Þegar peningum er velt og viðsnúið þannig að ekki sé hægt að rekja hvaðan þeir komu, kallast það peningaþvætti. Hitt mætti kalla kvótaþvætti ef menn reyna að taka þjóðareignina í gíslingu og sjá til þess að skaði almennings verði sem mestur ef snúið verður við. Það er ijóst að ef kvótalögin lenda á sorphaugum sögunnar verður ekk- ert áhlaupaverk að finna rök fyrir sérstakri tilhliðrunarsemi við þá sem stofna til skulda vegna kvótakaupa eða kaupa á hlutabréfum sem gætu lækkað heldur í verði vegna afnáms gjafakvótans. Því frekar er ástæða til að biðja þá sem fara með annarra fé að beita ítrustu varúð. Það eiga þeir auðvitað fyrir það fyrsta að gera vegna umbjóðenda sinna. Góðgjarnir menn mættu þó einnig hafa í huga að með þátttöku í kvótaþvættinu leggja menn því lið sem þeir vonandi vilja síst: Að hafa af íslensku þjóðinni þá eign sem helst hefur gert hana bjargálna. Höfundur er hagfræðingur. VasHhugi A 1 H t I Ð A VIÐSKIPTAHUGBUNAÐUR l Fjártiagsbókhald I Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi (Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15-Sími 568-2680 Það mælir allt með Kyolic Aratuga notkun og fjöldi vísindarannsókna staöfesta hollustu Kyolic. fSlhalsuhúsið Heimasíöa: mælir meö KYOLIC www.kyolic.com Dreifing: Logaland ehf. Það er ekki ólíklegt að bú viljir eiqa Golfinn binn að eilífu, en þegar kemur að endursöiu verður þú ekki fyrir vonbrigðum • Þegar þú eignast nýjan bíl sem þér líkar vel við ertu nú varla að velta því fyrir þér að selja hann aftur í bráð. Góð ending og hátt endursöluverð Golf er það sem gerir þér auðvelt að skipta, þegar þú tímir að selja hann! Vel búinn nýr Golf: diskahemlar á öllum hjólum með ABS- læsivöm » fjórir öryggispiíðar * geislaspilari * fjöðrun fyrir íslenskar aðstæðurs hlífðarpanna undir vél. Val er á fjórum mismunandi vélarstærðum. Þú færð mikið fyrir peningana þína þegar þú kaupir nýjan Golf og það kemur líka þægilega á óvart að hann kostar minna en þú heldur. Volkswagen Golf kostar fró kr. 1.395.000,- Laugavegur 1 70-1 74 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.