Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Á Vatnajökli 1946. Fyrsta jöklaferð á vélsleða. F.v. Einar B. Pálsson, Sigurður Þórarinsson, Einar Sæmundsson, Egill Kristbjörnsson, Árni Stefánsson og Steinþór Sigurðsson. Foring'i var fallinn Heklugos koma ávallt miklu róti á huga manna. Sú var tíðin að Hekla gaus á um það bil hundrað ára fresti - stórfenglegum gos- um. Einar Baldvin Pálsson verkfræðingur kom fyrstur á vettvang með Steinþóri Sig- urðssyni og Jóhannesi Askelssyni þegar Hekla gaus 1947. Hann sagði Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá þeirri reynslu sinni þegar hún ræddi við hann um eldgosarannsóknir og fjallaferðir hans og Steinþórs Sigurðs- sonar sem lést við Heklu 2. nóvember 1947. „ÉG sá fyrsta daginn Heklugosið í nálægð - ótrúlegan gosmökkinn, logandi hraunelfina renna fram og loks sálir framliðinna dansa í log- andi gossúlunni," segir Einar Baldv- in Pálsson verkfræðingur. Hann út- skýrir fyrir mér hið síðasttalda fyrirbæri. „Þú hefur séð bolta ofan á vatnssúlu í gosbrunni, þetta er svip- aðs eðlis, risavaxnir bergflákar ber- ast upp með og dansa á gossúlunni, þetta hefur fólk séð og skýrt það á sinn hátt, þannig hefur sú sögn orðið til að Hekla væri inngangur í Víti - kannski er það heldur ekki svo fjarri lagi,“ segir Einar. Hann var ásamt Steinþóri Sigurðssyni og Jóhannesi Áskelsson fyrstur á vettvang þegar Hekla gaus árið 1947. Þá hafði Hekla ekki gosið £ rösk hundrað ár. Enginn þálifandi maður hafði séð hraun renna fram þegar þeir horfðu á logandi hraunið streyma upp úr eldgígum Heklu hinn 29. mars 1947. í þann tíma höfðu líka fáir yfir jeppabílum að ráða. Skuggi þeirrar reynslu hefur fylgt mér síðan „Steinþór hafði til umráða jeppa, hann var forstjóri Rannsóknarráðs ríkisins, við fórum í þeim bíl austur, Jóhannes Áskelsson var með okkur í öðrum jeppa sem hann hafði fengið út á það að vera jarðfræðingur. Við komumst á bílunum norður fyrir Heklu, inn á Landmannaleið fimm kílómetra frá gígnum, þar festum við bílana í snjó og tjölduðum þar á milli jeppanna með það fyrir augum að við gætum skriðið undir þá og komist upp ef til þess kæmi að vin- dáttin breyttist og vikri tæki að rigna yfir okkur,“ segir Einar. Hon- um eru þessi atburðir í afar fersku minni, enda urðu atburðirnir í kring- um þetta Heklugos mikil lífsreynsla fyrir hann og að lokum hörmuleg. Hinn náni vinur hans, starfs- og ferðafélagi um árabil, Steinþór Sig- urðsson, dó upp við Heklu er hann var þar ásamt Einari við rannsókn- arstörf vegna gossins 2. nóvember 1947. „Skuggi þeirrar reynslu hefur fylgt mér síðan,“ sagði Einar er hann ræddi um endurminningar sín- ar frá hinu mikla Heklugosi 1947 í tilefni hins nýja Heklugoss, þótt smátt væri í sniðum miðað við gosið sem Einar varð vitni að fyrir röskum fimmtíu árum. Lærði verkfræði í Þýskalandi Einar Baldvin Pálsson fæddist 29. febrúar 1912, sonur Páls Einarsson- ar, þáverandi borgarstjóra í Reykja- vík, síðar sýslumanns á Akureyri og hæstaréttardómara, og Sigríðar Franzdóttur Siemsen, síðari konu hans. „Móðir mín var fyrsti starfs- maður á hinni nýju skrifstofu borg- arstjóra, hún var systurdóttir Sig- Hraungígur í Heklu 18. ágúst 1947 ríðar Thorsteinson, látinnar fyrri konu föður míns, og röskum tuttugu árum yngri en hann,“ segir Einar. „Við fluttum norður þegar faðir minn varð sýslumaður á Akureyri. Ég kom aftur til Reykjavíkur átta ára gamall þegar faðir minn varð einn fimm dómara við hinn nýja hæstarétt sem skipaður var þegar ísland varð fullvalda r£ki 1918. Ég fór ekki í skóla strax og ég kom til Reykjavikur heldur varð þingsveinn og var það £ þrjú ár. Þá varð ég skólaskyldur. Faðir minn hafði ákveðið að kenna mér sjálfur og kenndi mér sögu, dönsku og reikn- ing. Ég fór í Miðbæjarskólann 11 ára gamall og var þar í eitt ár. Eftir þann vetur fór ég £ Menntaskólann £ Reykjavík, sem þá tók aðeins inn 64 nemendur á haustin. Ég tók stúd- entspróf árið 1930 og við nýstúd- entarnir vorum eins og prinsar á al- þingishátíðinni á Þingvöllum um sumarið. Á Þingvöll kom fólk alls staðar af á landinu, margt riðandi. Þetta var ógleymanleg hátið. Þótt þessi hátíð væri haldin eftir að heimskreppan skall á var ki-eppu- ástandsins ekki farið að gæta hér. Við sem ætluðum að læra erlendis fengum allir ferðafé og ég stóð sér- lega vel að vígi þar sem ég hafði einn þriggja fengið stóran styrk til náms erlendis i fjögur ár. Ég fór til Þýska- lands og stundaði fyi’st nám í tækni- háskóla í Darmstadt, sem var höfuð- borg i Hessen. Ég var vel undir námið búinn, hafði tekið próf upp úr stærðfræðideild MR, sem þá var ný af nálinni, kennari var dr. Ólafur Daníelsson, í þýsku hafði ég notið kennslu Jóns Ófeigssonar - enginn tími tapaðist því eftir að út kom. Síð- ari námsárin mín var ég í Dresden. Ekki fór hjá því að innanlands- ástandið í Þýskalandi minnti á sig. Hitler var þegar orðinn hugtak í huga almennings er ég kom út haustið 1930. Smám saman reis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.