Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 80
tlEF«KETT!liII{( - 4 myndbandi 23.mars Síðan 1972 1* Leitið tilboða! ■■ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLJJNNI 1,103REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Veijandi útgerðarmanns Vatneyrarinnar BA við málflutning í Hæstarétti Utgerðarmanninum meinað ' að njóta atvinnuréttar síns BOGI Nilsson ríkissaksóknari lét þau orð falla í málflutningi í Vatneyrarmálinu fyrir Hæstarétti í gær að um pólitískt vandamál væri að ræða og löggjafans væri að leysa úr því. Hann gat þess sérstaklega að einungis einu sinni í sögu Hæstaréttar Danmerkur hefði réttur- inn vikið frá almennum lögum á grundvelli þess að þau samrýmdust ekki stjómarskrá Dana. Hefði sá dómur fallið á síðasta ári. Lúðvík Kaaber hdl., verjandi Björns Kristjáns- sonar, skipstjóra Vatneyrarinnar BA, sagði í mál- flutningsræðu sinni að Alþingi hefði með lögum um stjóm fiskveiða lögfest vilja hagsmunaaðila en 4'. fcitt hjá sér hagsmuni meirihlutans. Höfuðatriði málsins væri að vinnuveitandi ákærða hefði þurft aflaheimildir til veiða en hefði ekki átt kost á þéim nema að kaupa þær með fé- greiðslu sem rynni í einkavasa annars aðila. Af þeim sökum hefði hann sent Vatneyrina á sjó til veiða. Lúðvík sagði að Alþingi hefði aldrei tekið fyrir þá spurningu hvort unnt væri að útiloka suma frá auðiindinni. Ekki hefðu fræðimennirnir Sigurður Líndal og Þorgeir Örlygsson heldur svarað spurn- ingunni en þeir gerðu á sínum tíma úttekt á fisk- veiðistjórnunarlögum og stjómarskránni. Hlyti það að vekja furðu. Lúðvík sagði spurninguna vera lögfræðilega og að ummæli þingmanna eða annarra aðila svömðu henni á engan hátt. I máli sínu vitnaði Lúðvík ennfremur í bréf sem alþingismaðurinn Kristinn Pétursson ritaði sjáv- arútvegsnefnd Alþingis árið 1990. Sagði hann að þar kæmi fram beiðni um að lögfræðileg úttekt færi fram um nákvæmlega þau atriði sem deilt væri um i Vatneyrarmálinu. Beiðni Kristins hefði hins vegar verið virt að vettugi. Atvinnufrelsið gengur kaupum og sölum Magnús Thoroddsen, verjandi Svavars Guðna- sonar og Hyrnó ehf., sagði í ræðu sinni að lögin um stjórn fiskveiða væm hin verstu ólög. Skjólstæð- ingi sínum væri meinað með þeim að njóta at- vinnuréttar síns. Magnús sagði að það væm mannréttindi Svav- ars að fá að veiða en atvinnufrelsið gengi aftur á móti kaupum og sölum fyrir offjár í dag þrátt fyrir að vera vemdað í 75. gr. stjórnarskrárinnar. í greinargerð með stjórnskipunarlögum hefði rík áhersla verið lögð á mikilvægi þess að löggjafinn legði mat á hvort takmarka mætti atvinnuréttindi manna. Almannahagsmunir yrðu að krefjast þess að takmörkunum væri beitt, ekki hagsmunir minnihlutahópa. Veijandinn sagði ennfremur að stjómarskrár- bundinn réttur yrði ekki gerður refsiverður með almennum lögum eða reglugerð. Eftir því hefði ekki verið farið við setningu laga um stjórn fisk- veiða. ■ Tekist á um/40—41 Framkvæmdir hafnar við endurný.iun Rey k j avíkur flugvallar Ein flugbraut lokuð fram á haust FRAMKVÆMDIR eru nú að hefjast við endumýjun flugbrauta Reykja- víkurflugvallar og var austur- vesturbrautinni lokað í gær af þeim sökum. Flugumferð verður því . j£inkum að vera um norður-suður- brautina auk þess sem nota má suð- vestur-norðausturbrautina í ákveðnum tilvikum. I haust hefur verið unnið við upp- fyllingar og öryggissvæði vestan við suðurenda norður-suðurbraut- arinnar en í gær var hafist handa við austur-vesturbrautina, þ.e. á brautinni sjálfri. Verður unnið við hana fram í september. Dagana 10. til 24. ágúst verður unnið á brauta- mótunum og verður völlurinn þá lokaður. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- sQ'óri Flugfélags íslands, sagði að 198 MANNS sem hafa stungið af af vettvangi umferðaróhapps hafa verið kærðir til lögreglunnar í Reykjavík frá áramótum, sem jafn- gildir 2-3 kærum á dag. Að auki hafa 78 tilvik verið kærð til lög- reglu utan Reykjavíkur. Einkum er um að ræða tilvik þar sem ökumenn keyra á kyrrstæðar búast mætti við því að innan- landsflugið yrði jafnvel að notast við Keflavíkurflugvöll dag og dag, til dæmis ef austanátt væri sterk og hliðarvindur því of mikill á norður- suðurbrautina. Þó er gert ráð fyrir að flugvélar sem nota mjög stuttar brautir geti í ákveðnum tilvikum notað þann hluta austur-vestur- brautarinnar sem ekki er verið að vinna við. bifreiðir og hverfa af vettvangi. Árið 1999 bárust 579 kærur vegna slíkrar háttsemi til lögreglunnar í Reykja- vík og á fjórða hundrað kærur til viðbótar í öðrum umdæmum. Ekki tekst þó að upplýsa öll þau mál sem kærð eru. Það færist þó í vöxt að ökumenn láti vita af því er þeir valda tjóni á kyrrstæðum bílum. Ármót í Rangár- vallahreppi 104 naut- gripum fargað ÖLLUM nautgripum á bænum Ár- mótum í Rangárvallahreppi, 104 talsins, hefur verið fargað. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Katrínu Andrésdóttur, héraðs- dýralækni í Suðurlandsumdæmi. „Þetta voru gripir sem voru smit- aðir af salmonellu og mjög ólíklegt að þeir hefðu nokkum tímann orðið til einhvers nýtir,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar tók Gunnar Jó- hannsson, forstjóri Fóðurblöndunn- ar, sem er núverandi eigandi Ár- móta, ákvörðun um að farga dýrunum og af fyrrgreindum ástæð- um sagði hún ákvörðunina hafa verið rétta. Dýrunum var lógað á bænum og hræin flutt á urðunarstaðinn Strönd. Katrín sagði að Þorkell Steinar Ellertsson, fyrrverandi bóndi á Ár- mótum, hefði síðan sjálfur fargað 13 hundum af 20, en þeir, eins og önnur dýr á bænum, hefðu verið smitaðir af salmonellu. I janúar var 45 hrossum lógað vegna vanhirðu og því hefur alls 162 dýrum af bænum verið farg- að. Enn um 300 hross á jörðinni Katrín sagði að enn væru sjö hundar og um 300 hross á jörðinni. Hún sagði að líklega væru öll hrossin smituð og því vissi hún ekki hvað nýr eigandi þeirra, Jónas Ingi Ketilsson, hygðist gera við þau, en farbann er á öllum dýrum frá bænum. Hún sagði að hægt væri að losa dýrin við sal- monelluna, en að sú aðgerð krefðist mikillar vinnu. Jónas Ingi sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki nema hluti af hrossunum væri smitaður og að ver- ið væri að ná salmonellunni úr þeim eftir ákveðnu kerfi. Hann sagðist hafa keypt hrossin fyrir stuttu en vildi ekki gefa upp kaupverðið. SÍF ræðir við Norway Seafood LÍKUR eru á samstarfi SÍF hf. og norska sjávarútvegsrisans Norway Seafood að þvi er segir í norska blað- inu Fiskaren. Yrði það stærsta sjáv- arútvegssamsteypa í heiminum en sameiginleg velta fyrirtækjanna yrði nálægt 90 milljörðum króna. Talsmenn fyrirtækjanna vildu í gær ekkert tjá sig um málið en SÍF hf. sendi í gær tilkynningu til Verð- bréfaþings Islands vegna viðræðna fyrirtækisins við Norway Seafood. í tilkynningunni sagði að eins og fram hefði komið áður í fjölmiðlum, ættu íslenskar sjávaraftu-ðir hf. og Norway Seafood a.s. í viðræðum um mögulegt samstarf í Frakklandi. Stjómendur SÍF hf. og Norway Sea- food a.s. hefðu átt óformlegar viðræð- m- um samstarf, sem ekki hefðu leitt til neinnar niðurstöðu og alls væri óvíst hvort þeim yrði haldið áfram. Upplýsingafulltrúi Norway Sea- food staðfesti við Morgunblaðið í gær að viðræður stæðu yfir við tvo til þijá aðila en vildi ekki upplýsa hvaða fyr- irtæki það væru. ■ Sameiginleg velta/24 198 kærðir fyrir að stinga af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.