Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 B 15 ÍÞRÓTTIR Leikmenn Juventus fagna marki Alessandro Del Piero gegn Torino. Juventus, sem vann 3:2, hefur örugga forystu á toppi deildarinnar. Juventus á sigur- siglingu JUVENTUS, sem lagði nágranna sína í Torino 3:2 um helgina, stefnir hraðbyri að 26. meistaratitlinum í sögu félagsins. Féiagið hefur níu stiga forskot á Lazio, sem er í öðru sæti, þegar átta um- ferðum er ólokið. Meistaraheppnin var með Juv- entus í leiknum því tvö marka liðsins komu eftir að skot þess höfðu hafnað í leikmönnum Torino og þaðan hafnaði boltinn í netinu. Carlo Ancelotti, þjálfari Juventus, sagði að sigurinn gegn Torino hefði reynst ákaflega mikil- vægur og taldi að fátt gæti komið í veg fyrir að liðið færi með sigur af hómi, nema helst eigin klaufaskap- ur. Lazio tapaði fyrir Verona 1:0 og þar minnkuðu vonir liðsins um að draga á Juventus á toppi deildar- innar. Marcelo Salas fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en skoti hans var bjargað á línu. Lazio lék einum færri síðustu 15 mínúturnar því Alessandro Nesta, fyrirliði, þurfti að fara af velli meiddur. Sven-Göran Eriksson, þjálfari liðs- ins, var búinn að skipta þremur leikmönnum inn á og gat ekki sett fleiri inn á. Nesta mun að öllum líkindum missa af leik gegn Chels- ea í Meistaradeild Evrópu í vik- unni. Eriksson sagði eftir leikinn að vonir liðsins að ná Juventus hefðu snarminnkað en það væri ekki ómögulegt að komast á topp deildarinnar. AS Roma tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið mætti Reggina, sem vann 2:0. Inter Milan er í þriðja sæti en liðið gerði l:l-jafn- tefli við Bologna, en liðið jafnaði leikinn sjö mínútum fyrir leiklok. Parma var eina liðið, fyrir utan Juventus, á toppi deildarinnar til þess að vinna sigur. Liðið, sem er í sjötta sæti, mætti Piacenza, sem er á botni deildarinnar, og hafði mikla yfirburði en tókst aðeins að skora eitt mark. BARCELONA vann afar mikilvægan sigur á Deportivo La Coruna, 2:1, í spænsku 1. deildinni um helgina. Með sigri tókst Barcelona að minnka forskot La Coruna á toppi deildarinnar um tvö stig. Leikmenn Barcelona hófu leik- inn með látum og voru komnir í 2:0 eftir 33 mínútur með mörkum frá Rivaldo og Patrick Kluivert og áhorfendum í Barcelona, sem voru 98 þúsund, leiddist ekki lífið. Lavio Conceicao minnkaði muninn í upp- hafi síðari hálfleiks fyrir Coruna en lengra komust gestirnir ekki, en liðið lauk leiknum með níu leik- menn á vellinum því tveimur var vikið af velli. Atletico Madrid tryggði sér nauðsynlegt stig er það gerði 1:1- jafntefli gegn Real Madrid. Atlet- ico er í 19. sæti af 20 liðum og liðið verður að taka sér tak ef ekki á illa að fara í lok leiktíðar. Real er í fimmta sæti en er aðeins fjórum stigum frá efsta liðinu. Sevilla er í neðsta sæti en tókst engu að síður að vinna Numancia, sem er í 16. sæti, 4:0. Valencia tók öll völdin á veliinum eftir að Numancia missti mann út af á 34. mínútu. Annar markaleikur leit dagsins ljós er Rayo Vallecano vann Valladolid 4:1, en bæði lið eru um miðja deild. Celta Vigo, sem er í sjöunda sæti, hefur gefið eftir að undan- förnu en það sama er ekki hægt að segja urn Alaves, sem er í því þriðja og hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð. Liðin gerðu l:l-jafn- tefli um helgina. Rússneski leik- maðurinn Alexander Mostovoi missti þrívegis af góðum tækifær- um til þess að skora mörk og það kom í hlut Alaves að skora fyrsta markið. Þar var að verki Benny McCarthy þegar 12 mínútur voru til leikhlés. En Javi Moreno jafn- aði leikinn á 65. mínútu og þar við sat. Ekki kom að sök fyrir Celta þó að þeir misstu leikmann út af með rautt spjald á 80. mínútu leiksins. lagsliða og sá fram á að ná sér á strik gegn Racing Santander, sem er í neðri hluta deildarinnar. En Mallorca varð ekki kápan úr því klæðinu að vinna sigur á heima- velli og tapaði 2:1. Barcelona trygg- ir sig fýrir sigmm BARCELONA hefur keypt sér tryggingu hjá þýska trygg- ingafyrirtækinu Allianz. Tryggingarupphæðin er uppá 700 milljónir króna og er einmitt sama upphæð og félagið þarf að greiða leikmönnum sínum vinni liðið Meistaradeild Evrópu og spánska meistaratitilinn. Það er Ijóst að leik- menn hafa náð að koma svo miklum peningabónusum inní samninga sína, að stórlið eins og Barcelona eru hreinlega farinn tryggja sig gegn sigrum. Barcelona sæk- ir að La Coruna Ekkert gengur upp hjá Real Mallorca. Liðið tapaði 4:1 fyrir Galatasaray í Evrópukeppni fé- Rivaldo fagnar marki sínu ásamt félögum í Barcelona, sem vann Deportivo La Coruna 2:1 um liðna helgi. AP Allar gáttir opnuðust hjá Ulm Christop Daum þjálfari Lever- kusen var í skýjunum eftir stórsigur liðs síns gegn nýliðum Unt- erhaching, 1-9. Vamarleikur Ulm hrundi gjörsamlega í leiknum og hinn eftirsótti markvörður liðsins, Philip Laux, mátti sækja knöttinn níu sinnum í markið. Þetta er stærsti sigur í sögu Leverkusen en Ulm hafði fram að leiknum aðeins fengið á sig níu mörk í deildinni á heimavelh til þessa. Stærsti sigur í sögu Bund- esligunnar er þegar Gladbach sigraði lið Dortmund árið 1978,12-0. Bayer Leverkusen hefur tekist að saxa á forskot Bayern Múnchen um fimm stig í þremur leikjum en liðin eru nú jöfn að stigum. Emerson kom Leverkusen yfir á 10. mín. og Rink skoraði annað mark- ið fjórum mínútum síðar. Ulf Kirsten skoraði þriðja markið á 19. mínútu og Ijóst hvert stefndi. Emerson, sem átti enn einn stórleikinn, kom Leverkus- en í 4:0 fyrir leikhlé og á 15 mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu leik- menn Leverkusen fimm mörk, en rétt fyrir leikslok náðu leikmenn Ulm aðeins að klóra í bakkann með marki Leandro. Bæjarar neituðu í viðtölum að spennan væri að ná tökum á þeim, en félagið hafði leitt deildina örugg- lega í langan tíma. Hrun Borussia Dortmund ætlar engan enda að taka. Þrátt fyrir endurkomu Andreas Möller breyttist leikur liðsins litið. Arminia Bielefeld, sem til þessa hef- ur vermt botnsæti deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og sigraði lið Dortmund örugglega, 1-3. Andreas Möller gerði fyrsta mark Dortmund úr vítaspyrnu á 15. mínútu og svo virtist sem liðið ætlaði að hrista af sér slyðruorðið, en tvö slysamörk vara- markvarðar Dortmund, sem lék fyrir Lehmann, sem var í leikbanni, á inn- an við þrem mínútum setti leikmenn Dortmund gjörsamlega út af laginu. Labbadia átti stórleik með Bielefeld, skoraði eitt mark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.