Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 B 9 KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn Þeir komu mikið við sögu - Keit Vassell, KR og Shawn Myers, Tindastóli. Hetjudáðir Myers voru til einskis KR komst í undanúrslit íslandsmótsins í körfuknattleik með sigri á Tindastóli í íþróttahúsi sínu í Frostaskjóli á laugardag. Leikar fóru 78:70, vesturbæjarliðinu í hag, en viðureignin var mun tvísýnni en lokatölurnar bera með sér. Hetjudáðir Shawn Myers, sem fór fyrir gestunum líkt og svo oft áður, skutu heimamönnum skelk i bringu. Viðstaddir gripu andann á lofti yfir tilþrifum hans, en einn síns liðs, að kalla, mátti hann sín lítils gegn samstilitum KR-ingum, sem hafa úr miklu úrvali góðra leikmanna að skipa. Uppi varð fótur og fit í íþróttahúsi KR þegar Myers, hinn lipri Trínídad-búi, minnkaði muninn í eitt stig, 69:68, með Edwin þriggja stiga körfu Rögnvaldsson fyrii' Tindastól, sem sknfar hafði verið þrettán stigum undir í síðari hálfleik. Sauðkrækingar á áhorfenda- pöllunum fögnuðu framlagi Myers og tóku gleði sína á ný, en brúnin þyngd- ist á vesturbæingum. Andartaki síðar gátu KR-ingar, leikmenn og áhorf- endur, þó ekki annað en dáðst að hin- um mikla loftfimleikamanni er hann fylgdi eigin þriggja stiga skottilraun, sem geigaði, eftir með einni áhrifa- mestu troðslu sem undhritaður hefur orðið vitni að. Myers sá að skotið var ekki nægilega nákvæmt, hélt í humátt á eftir boltanum og náði til hans með hægri höndinni eftir að boltinn kast- aðist hátt í loft upp af körfuhringnum. Viðstaddir heyrðu háan hvell við fimafasta troðsluna og æptu af undr- un, fögnuði og aðdáun í senn. Uppákoma af þessum toga var lík- leg til að slá KR-liðið útaf laginu, eins og það lagði sig. Meira hefði þó þurft til í þetta skiptið. Lið KR var óárenni- legt. Sauðkrækingar áttu í miklum erfiðleikum með að hemja Jónatan Bow, þ.e.a.s. þegar hans naut við, því hann hvfldist alllengi á varamanna- bekknum. Bow gerði 23 stig fyrir KR, sýndi hvers hann er megnugur þótt viðureignin hefði verið annar leikur hans eftir langt hlé vegna meiðsla hans á fæti. Bow var atkvæðamestur heima- manna en þríeykið sterka; Bow, Keith Vassell og fyririiðinn Ólafur Jón Ormsson, reyndist andstæðingum sínum óþægur ljár í þúfu, sem fyrr. Magni Hafsteinsson, nítján ára piltur sem lék sérstaklega vel í fyrri leikn- um, á hrós skilið fyrir vamarleik sinn gegn Kristni Friðrikssyni, sem hefur oft fengið fleiri opin skotfæri en hann státaði af í Frostaskjólinu á laugar- dag. Þá setti Jakob Öm Sigurðarson, sem er árinu yngri en Magni, mark sitt á leödnn. Hann gerði tvær þriggja stiga körfur í röð undir lok fyrri hálf- leiks, einmitt er leikmenn Tindastóls höfðu gert þrjár körfur í röð. Fjöldi mistaka varð Sauðkræking- um að falli. Oftsinnis fórast þeim ein- faldar sendingar illa úr hendi. Auk þess var örvænting þeirra heldur snemmbær, sem leiddi af sér skotval- ið á lokasprettinum sem þjálfarinn, Valur Ingimundarson, nefnir í sam- tali við Morgunblaðið. Eftir stendur að Tindastóll gerði of mörg dýrkeypt mistök og lenti því í baráttu við stiga- töfluna, ef þannig má að orði komast, lungann úr leiknum. Eggjabikar- meistaramir, sem komið höfðu á óvart með góðri frammistöðu sinni í vetur, þurfa sem fyrr að hætta keppni í átta liða úrslitum. Lið Tindastóls hefur aldrei komist lengra á Islands- mótinu og gerir það ekki þetta árið. En það rættist sem lá Ijóst fyrir áður en KR og Tindastóll áttust við - það að annað þeirra, hvort um sig fram- bærilegt körfuknattleikslið sem erfitt er að útiloka úr hópi fjögurra bestu liða landsins, varð að sætta sig við að fara snemma í sumarfrí. Það kom í hlut Tindastóls. „Hárréttur dómuri1 eða ekki? SAUÐKRÆKINGAR kvörtuðu sáran yfír ákvörðun dómaranna að dæma sóknarbrot á Kristin Friðriksson í skyndiupphlaupi gegn Ólafi Ormssyni þegar rúmar tvær mmútur lifðu leiks og munurinn aðeins þrjú stig. Kristni auðnaðist að leggja boltann í körfuna, en dómararnir Jón Bender og Sigmundur Már Her- bertsson tóku þá afstöðu að Ólafur hefði þegar tekið sér löglega varnarstöðu. Ef villa hefði verið dæmd á Ólaf, og karfa góð, hefði Kristinn getað jafnað metin úr vítaskoti. I stað þess juku KR-ingar muninn í ijögur stig. „Við vorum ekki ánægðir með ruðninginn sem Kristinn fékk á sig. Mér finnst alveg hræðilegt þegar dómarartaka svona af- drifaríkar ákvarðanir undir lok leiks. Mér finnst ekki gaman að skjóta á dómara, en mér fannst vafaatríðin lenda öll öðrum megin,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls. Starfsbróðir hans, Ingi Þór Steinþórsson hjá KR, var á önd- verðum meiði. „Þetta var hárréttur dómur og ég er mjög stolt- ur af honum að hafa dæmt þennan ruðning,“ sagði Ingi Þór. Alveg eins og leikir eiga að vera „VIÐ fórum náttúrulega yfír það sem fór úrskeiðis fyrir norðan og framkvæmduni úrbæturnar mjög vel í fyrri hálfleik. Við hittum ágætlega og fengum fín færi. Við reyndum að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik, en hikstuð- um aðeins. Við kláruðum dæm- ið,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggrí sér sæti í undan- úrslitum Islandsmótsins með sigri á Tindastóli. „Liðsheildin var mjög sterk. Jakob [Örn Sigurðarson] kom ískaldur inn og skoraði tvær þriggja stiga körfur þegar við vorum að missa forskotið i Iok fyrri hálfleiks. Mér fannst þetta flottur leikur, alveg eins og leikir eiga að vera; mikil spenna og dramatík.“ Ingi Þór vitnaði í pistil sinn á heimasíðu KR, sem hann reit áð- ur en hann hélt norður á Sauðár- krók ásamt lærisveinum sínum. „Eg sagði að liðsheildin myndi skila sínu í lokin og hún gerði það.“ Ingi sagði að viðureignin við Tindastól hefði krafist mikiila átaka og orku. „Við mætum víg- reifir í undanúrslitin. Við þurfum að nota tímann mjög vel. Menn eru ábyggilega lemstraðir eftir svona Ieik,“ sagði Ingi Þór. Um lið Tindastóls sagði hann: „Þeir hætta aldrei. Þeir mega eiga það. Báðar viðureignirnar voru mjög skemmtilegar. Eg held að viðureignin hafi verið mjög sanngjörn og að úrslitin hafi ver- ið á þá leið. Eg tel að við höfum staðið uppi sem betra liðið í þess- um tveimur leikjum. En þeir eiga rnjög gott Iið, ungt lið og gott,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliðs KR. ES sáttir VITASKULD féll . leikmönnum Tindastóls tapið fyrir KR mjög þungt. Það endurspeglaðist í bún- ingsherbergi liðsins á laugardag, um leið og KR-ingar fögnuðu sigri. Sauðkrækingar höfðu unnið sér rétt á oddaleik á heimavelli í viðureign- inni við KR, en af honum varð aldrei þar sem liðið hélt ekki velli í heima- byggð sinni. Tindastóll ætlaði sér lengra. Valur Ingimundarson, þjálf- ari liðsins, lýsti líðan liðsins. „Okkur líður auðvitað mjög illa. Við ætluðum okkur að vinna KR, komast áfram. Við eram alls ekki sáttir. Mér fannst við berjast og við gáfum allt sem við áttum í þetta. KR-ingar eru orðnir stórir, mjög stórir og sterkir," sagði Valur. „Við eram bara búnir núna og mætum bara sterkari næsta ár. Við lærum ef til vill af þessu.“ Þjálfarinn sagði að hann teldi lið sitt engu síðra en KR-inga. „Við spil- uðum mjög góða vörn í seinni hálf- leik, en voram full fljótir á okkur í sókninni og vorum með lélegt skot- val. Við hefðum getað gert betur hvað það varðar. Leikur okkar í fyrri hálfleik var mjög slakir, sérstaklega vörnin, en hún lagaðist í þeim síðari. Við lékum ekkert alilla, langt í frá. En ég tel okkur jafn góða og KR- inga. Þeir hafa meiri reynslu. Margir þeirra hafa oft farið í gegnum úr- slitakeppni, en við erum með fjóra eða fimm leikmenn sem hafa aldrei tekið þátt í henni. Þetta er nýtt fyrir þá,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.