Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 9

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 9 FRÉTTIR 8% af heildarlánveit- A ing’iim NIB til Islands ÁVÖXTUN eigin fjár Norræna fjár- festingarbankans, NIB, hefur síðustu fimm ár verið nálægt 11% á ári sem jafngildir 9% raunávöxtun á ári. Ut- lánastofn bankans hefur vaxið um næstum 14% á ári síðustu fimm ár og hefur bankinn greitt út arð til eig- enda sinna ár hvert. í skýrslu sam- starfsráðherra Norðurlanda um störf norrænu ráðherranefndarinnar 1999 kemur fram að útistandandi lán til íslenskra lögaðila nema ríflega 40 milljörðum króna og svarar það til nærri 8% af heildarlánveitingum bankans til Norðurlanda. Eigendur Norræna fjárfestingarbankans eru Norðurlöndin fimm og eignaraðild ís- lands er um það bil 1%. Árið 1999 var 24. starfsár bankans og námu hreinar vaxtatekjur hans fyrstu átta mánuði sl. árs 92 milljón- um evra. Hagnaður á tímabilinu var 69 milljónir evra. Síðustu tvö ár námu arðgreiðslur til eigenda um 2,6 millj- örðum króna hvort ár. Byko og Baugur meðal lán- takenda Umsamin en óútborguð lán til Is- lands nema 4,7 milljörðum kr. Á árinu jukust lán NIB til útrásarverkefna ís- lenskra fyrirtækja. Bankinn lánaði dótturfyrirtæki Byko hf. í Lettlandi 150 milljónir kr. vegna stækkunar verksmiðju fyrirtækisins. Þá lánaði bankinn Baugi hf. um 100 milljónir kr. vegna kaupa fyrirtækisins á versl- unarkeðjunni SMS í Færeyjum. Bankinn lánaði einnig Kaupþingi hf. 150 milljónir kr. sem endurlánast til Bakkavarar hf. til kaupa á fyrirtæk- inu Lysekils AB í Svíþjóð. Rúmlega helmingur útistandandi lána NIB til íslands er til ýmissa inn- viðaframkvæmda á sviði raforku- dreifingar og -framleiðslu, fjarskipta og samgangna. Lán til sjávarútvegs nema rúmlega 16% af útlánum bank- ans til íslands. Lán til byggðamála nema um 9% af útlánum bankans til Islands. Gert er ráð fyrir að útborguð lán til íslands á árinu nemi 5,7 millj- örðum kr. en samþykkt en óútborguð lán á árinu nema 1 milljarði kr. Ut- borguð lán á árinu 1998 námu um 5,5 milljörðum kr. Fallegur hör- og gallafatnaður j_jgp Sérhönnun - st. 42-56 fsprydi \J y Álfhí sérverslun - Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Veislu- og hátíðarföt TliSS Vv neðst við Dunhoga, Opiðvirka daga frá kl.9-18, \ sími 562 2230. laugardaga frá kl. 10-14. fÝeeMayiz () F I. O N I) O N PÖNTUNAFSSÍMI 565 3900 OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00 GLÆSILEGAR DRAGTIR Jakkar — Buxur Kjólar — Pils Tískuverslunin Vefta Hólagarði - Sími 557 2010 Opið mán.-fim. kl. 10-18 . fös. 10-19 -lau. 10-16 . Ib .... ■ .......- m. Ljósakrónur - Swarovski kristall Opið mán. til lös. Irá hl. 10-18 ÁlU i tiÁrNÝTT) Opið laugardag frá kl. 10-16 Armúla 7-Sími 533 1007 Www.isl ANTIK .com Sjáðu tilboð dagsins á heimsíðunni Fornhúsgögn er fjárfesting til framtíðar Hólshrauni 5 220 Hfj. S: 565 5858 Fyrir aftan FjarSarkaup - Qpið alla hegina - WWW.islantik.COm Seljum næstu daga eldri samkvæmiskjóla og brúðarkjóla á hagstæóu veröi. Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680 v ... Vorfatnaðurinn kominn á börn og unglinga W'STJÖRNUR *.* ^ Barna- og unglingafataverslun Mjóddin, Álfabakka 12 • Sími 557 7711 HÚSGÖGN hönnun glæsileiki |j Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánud.-föstud. kl.12-18, laugardaga kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.