Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 8

Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjúklingar strikamerktir og lyfseðlar rafrænir- GrtuNO Borga með Euro eða Visa, góði. ALLT Á EINUM STAÐ ^o\d'»\«»osU ffiU*kor- UPPLÝSIN6ASÍMI: 5800 500 Námstefna um bætta þjónustu Viljum draga úr óöryggi Elísabet Hjörleifsdóttir NÁMSTEFNA um bætta þjónustu við krabbameins- sjúklinga á landsbyggðinni hófst í gær og lýkur í dag. Námstefouna sækja hjúkr- unarfræðingar af Norður- landi vestra, eystra og af Austurlandi - allt frá Hvammstanga að Höfn í Homafírði. Elísabet Hjör- leifsdóttir hjúkrunarfræð- ingur hefur umsjón með námstefounni sem Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akur- eyri stendur íyrir. Er mikil þörf á bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga á umræddu svæði? „Eg tel að svo sé. Það má orða þetta svo: „Skiptir máli hvar fólk býr ef það fær krabbamein.“ Það er almennt viðurkennt að fólk sem veikist á rétt á sömu þjónustu hvar sem það er búsett á landinu en um- önnun krabbameinssjúklinga er mjög sérhæfð þjónusta og eðlilegt að í svona fámennu landi eins og íslandi þurfi fólk að leita út fyrir sína heimabyggð eftir meðferð í hveiju sem sú meðferð er fólgin. Við hjúkrunarfræðingar á þessu landsvæði höfum verið að spjalla saman óformlega um þetta og verið undanfarið í samvinnu um að þróa meira samfellu í þjónustunni og gera hana markvissari á þessu tii- tekna landsvæði. Aðdragandinn að þessari námstefnu er að við vildum hittast og ræða viss mál, eins og tíl dæmis boðleiðir í tengslum við flutninga sjúkiinga á milli staða sem óhjákvæmilega íylgir því að veikjast af þessum sjúkdómi og búa úti á landi." - Er boðleiðunum ábótavant? „Þegar fólk fær krabbamein þá er margt fagfólk sem kemur að meðferðinni og ef fólk býr úti á landi þá eru það ennþá fleiri sem koma að þessu. Þegar svoleiðis er þá geta þessar boðleiðir auðveld- lega brugðist. Það getur reynst sjúklingum og aðstandendum mjög erfitt. Við erum líka að ræða um aukna heimaþjónustu við fólk sem er með ólæknandi krabbamein og kýs að vera heima en ekki inni á stofnun. Slíka þjónustu er boðið uppá á Akureyri og á höfuðborgar- svæðinu en ekki annars staðar á landinu. Hins vegar hafa mikið veikir krabbameinssjúklingar fengið hjálp hjúkrunarfræðinga víða á smærri stöðum á landinu - en þessi þjónusta krefst þess að hún sé veitt eftir þörfum sjúklings og fjölskyldunnai' hverju sinni, sem þýðir að hún þarf að vera tíl staðar allan sólarhringinn og það er meira velvilji og áhugi hjúkrun- arfræðinga á þessum stöðum sem hefur gert sjúklingum þar fært að vera heima þar til yfir lýkur.“ - Hvernig væri hægt að leysa þetta mál öðruvísi? „Við teljum ekki að það sé rétt að þetta sé háð velvilja og fórnfýsi einstakra hjúkrunarfræðinga held- ur að þjónusta af þessu tagi sé byggð upp og sé til stað- ar miðað við aðstæður á hverjum stað. Það er greinilegur áhugi hjá hjúkrunarfræðingum á þessu málefni og að geta tryggt það að sjúklingar hvar sem þeir búa eigi það val að geta verið heima ef þeir vilja þótt þeh' séu mikið veikir. Hafa verður í huga að þetta er mjög sérhæft starf sem hjúkrunar- fræðingar stökkva ekki inn í allt í einu. M.a. þess vegna erum við að hittast þessa daga og ræða saman um hvaða stefnu við getum tekið í menntunarmálum hjúkrunarfræð- ► Elísabet Hjörleifsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1950 en ólst upp á Akureyri. Hún lauk hjúkrunar- fræðiprófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1973 og sérnámi í hjúkr- un í Skotlandi 1992 með áherslu á mannleg samskipti, ráðgjöf og umönnun mikið veikra og deyj- andi sjúklinga. BSc-gráðu frá Háskólanum á Akureyri lauk hún 1995 og meistaraprófi í hjúkrun árið 1998 með áherslu á stjórnunarlega þætti og skipu- lagningu í þjónustu við krabba- meinssjúklinga. Hún hefur starf- að sem hjúkrunarfræðingur víða hér og erlendis en starfar nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og í Heimahlynningunni á Akureyri. Ehsabet er gift Guð- mundi Heiðari Frímannssyni for- stöðumanni kennaradeildar Há- skólans á Akureyri og eiga þau samtals fjögur börn. inga á þessu sviði." -Er um að ræða samstarf milli sjúkrahúsa á þessu svæði? „Já, það er auðvitað samstarf milli þeirra, en það vantar upp á að sjúkrahúsin vinni að sama mark- miði hvað varðar málefni tengd meðferð krabbameinssjúklinga. “ - Hvemig er ástandið hvað varðar aðra þjónustu, svo sem fé- lagslega þjónus tu? „Ég get eingöngu svarað fyrir Akureyrarsvæðið, þar sem þessi þjónusta og öll sú þjónusta sem tengist þessari tilteknu þjónustu er mjög góð. Það hefur margt breyst á síðustu árum í heilbrigðisþjón- ustu til hins betra og góð samvinna er á milli aðila sem sinna þessu málefni. Á ég þá við Fjórðungs- sjúkrahúsið hér, Heilsugæslustöð- ina og Heimahlynningu. Sérstak- lega vil ég taka fram hvað þjónusta eins og heimilishjálp er mikilvægur hlekkur í þessari þjónustu og gerir oft útslagið hvort einstaklingurinn getur í raun og veru verið heima. Heimahlynning á aukið samstarf við þjónustu sem kallast liðveisla, þar sem starfsmaður frá heimilis- þjónustunni kemur og er inni á heimilinu hjá sjúklingnum." - Hver er framtíðar- sýnin hjá ykkur? „Framtíðarsýnin hjá okkur er sú að við förum að vinna sameiginlega að bættri þjónustu sem verði þessum sjúkling- um og þeirra fjölskyldum til góða. Við viljum reyna að draga úr þeirri óöryggistilfinningu sem við verð- um oft vör við hjá þessum sjúkling- um, sem tengist ekki bara því að fá þennan sjúkdóm heldur líka öllum þeim ferðalögum og því raski sem því fylgir fyrir fólk sem býr úti á landi. Þessu viljum við breyta til hins betra.“ Skiptir máli hvar fólk býr ef það fær krabbamein?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.