Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Veisla handa einherjum Þessi póstmódernismi er ekkert annað en feiturgöltur sem neitarað drepast. H vað er póstmódern- ismi? Það var eins og að koma nokkra dagaíValhöll að fylgjast með glímu níu fræðimanna við þessa spurn- ingu í fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélagsins sem fram fór í Nor- ræna húsinu í vetur. Þetta var ný en þó sama orrustan aftur og aftur og sömuleiðis nýr en þó sami gölt- urinn aftur og aftur. Það gilti einu hversu hratt menn hjuggu, eða hversu stórt menn skáru í sig svín- ið, næsta dag var sama liðið tilbúið í slaginn á ný og gölturinn feitari en nokkru sinni. Þessi póstmó- demismi er ekkert annað en feitur göltur sem neitar að drepast. Þetta er sannkölluð veisla handa einherjum, hermenn hins vísa guðs, þeir munu halda uppteknum hætti þar til VIÐHORF Eftir Þröst Helgason yfir lýkur, fram í Ragn- arök er þeir munu marséra út úr skjaldþakinni höllinni í gegn- um 540 dyr og berjast við jötna. Þessar 540 dyr era táknrænar fyrir póstmódemismann. A hon- um virðast vera hundrað hliða sem hafa gert hann torræðari og vand- rataðri en flest mannanna híbýli. Fyrirlesarar í Norræna húsinu virtust einmitt leita útgönguleiða, enda er þetta ástand ómögulegt; það er ekki bara illskiljanlegt heldur virðist það vera einhvers konar gildra líka. Hver sá sem hættir sér inn um einhverja af þessum 540 dyram á það á hættu að komast ekki aftur út, að minnsta kosti ekki um sömu dym- ar og hann kom inn. Þannig vora sumir fyrirlesaramir greinilega fastir í vítahring. Jafnvel þótt þeir teldu sig hafa fundið réttu leiðina komust þeir ekki út. Þeir vora póstmódemískari en Oðinn þegar upp var staðið. Póstmódernismi er gildra sem jafnvel lærðustu menn eiga erfitt með að losa sig úr. Kannski átti Ástráður Eysteins- son kollgátuna í fyrirlestri sínum, „Hvað er í póstinum. Um eftirköst nútímans“ (allh’ fyrirlestrarnir era birtir í vefritinu Kistunni, auk um- ræðu um þá), er hann leiddi getum að því að póstmódemisminn hefði rannið saman við samtímann eða samtímahugtakið. Samtíminn er í eðli sínu gildra. Samtíminn er ást- and sem hver maður er hnepptur í hvort sem honum líkar það betur eða verr. „Viðbrögðin við póstmó- demisma má [ ] stundum kalla ótta við samtímann," sagði Astráður. „Samtíminn er svið hinna óræðu gilda; við leggjum mat á hann í ljósi eða myrkri sögunnar en á hinni líðandi stund verður eitthvað til sem á sér öldungis óvissa fram- tíð.“ Ástráður segir að póstmód- ernisminn hafi leitast við að inn- byrða þetta augnablik - „það mund þegar sam-tíminn, sem byggist á sam-tengingu einstakl- ings og umhverfis, hefur ekkl skýran innbyrðis sammælan- leika.“ Hann segir að þetta and- artak, sem kunni að vera tilbún- ingur, sé eins konar rof: „Hjúpur sögunnar rifnar og við blasir rými sem við „sjáum“ þó ekki út frá heildarskilningi upplýsingarinnar. I umræðu um póstmódemisma er stundum talað um „Unubersichtl- ichkeit" hins menningarlega landslags; það sé ekki hægt að sjá yfír allt sviðið og því ekki hægt að kortleggja það.“ Ástráður gerði góða tilraun til þess að höndla óhöndlanleika póst- módemismans og benti réttilega á að hugtakið hefði „iðulega vísað til víðtæks umræðuvettvangs þar sem margt er í deiglu, fremur en afmarkaðra hugmynda og kenn- inga.“ Ástæðan fyrir hinum ógur- lega vandræðagangi sem einkennt hefur alla umræðu um póstmó- dernismann er einmitt að það hef- ur alltaf verið talað um hann eins og einhverja stefnu, hugmynda- stefnu með þéttriðið net kenninga um eilífðargáturnar að þyngdar- punkti. En póstmódernisminn er miklu frekar höll með 540 dyrum og álíka mörgum vistarveram, hvort sem menn vilja samþykkja að póstmódernistar séu fallnir hermenn fræðasamfélagsins sem lifi fyrir eilífa endurkomu sama bardagans. Það sem hefur senni- lega raglað menn í ríminu - eða valdið öllu ergelsinu - er að það er ekkert eitt gullið hlið þar sem gengið er inn í ríki hins eilífa Sannleika. Segja má að þetta sé eitt af því sem skilur á milli módernisma og póstmódemisma, sannleikurinn annars vegar og spndurgreining hans hins vegar. Á þetta benti Matthías Viðar Sæmundsson í fyr- irlestri sínum, „Sólskildir og undrahimnur. Hugleiðing um sannindi, fræðirit og eftirnútíð“, en hann var síðastur til þess að taka til máls um póstmódernisma í Norræna húsinu í vetur. „Við höf- um heyrt að tekist sé á um stað- reyndir og túlkanir, þekkingu en ekki sannindi," sagði Matthías, „því ekkert er lengur sjálfsagt, er okkur sagt, algilt, óháð hugsun eða upphaflegt. Sannleikurinn hefur breyst 1 málfræði, jafnvel málæði, því þar sem áður var skýlaus ver- und, frumreynsla eða alnálægð era nú form sem eiga sér upptök í öðram formum og æxla af sér ný form út í hið óendanlega." Matt- hías spui’ði hvernig þessi tíðindi horfðu við raunveralegi-i fræða- iðkun, hvort þau sprengdu ekki upp hefðbundið form ft’æðiritsins. „Er það [fræðh-itið] ekki í eðli sínu skipuleg bygging, reist á hlutlægri heimildanotkun og rökföstum ályktunum? Getur það komist út fyrir mörk rökhendunnar, verið annað en eintal eða samræða eftir atvikum, háð miðlægum sannleika þess sem skrifar hverju sinni?“ Matthías sagði að svo virtist ekki vera, „enda ráðum við tæplega yfir tungutaki sem ekki er ættað úr sögu tungumálsins, eða með orð- um Jacques Derrida (1967); Við getum ekki sett fram staðhæfingu sem ekki hefur áður smeygt sér í form þess sem hún vill vefengja." Niðurstaða Matthíasar var sú að höfundarveran væri eftir sem áður til staðar í skrifum fræði- manna þrátt fyrir sannfærandi til- raunir til ómiðjaðrar kvíslgrein- ingar á viðteknum sannindum. „Við eram sem sagt enn á valdi módemismans," sagði Matthías og tókst með ótrúlegum hætti að rata aftur út um sömu dyr og hann hafði komið inn. Hvort aðrir fylgi nú í kjölfarið eða bíði efsta dags er dymar 540 ljúkast upp er vandi um að spá. Hafa ber í huga að jötnar era víða en gölturinn kann að vera einstakur. Jafningjastarf - Nemendaráðgjöf er byggð á þeirri hugmynd að unglingar leita oft til vina eða jafningja ef þeir þurfa að taka mikil- væga ákvörðun eða eru í einhverjum vanda. Sigriin Oddsdóttir heimsótti Garðaskóla og kynnti sér hugmyndina. Morgunblaðið/Kristinn Elín og Erla í 8. bekk í Garðaskóla sóttu námskeiðið m.a. vegna þess að þær vilja hjálpa þeim sem lenda í einelti. Að láta sér annt um líðan annarra • Nemendur hafa áhuga á að góður andi ríki í skólanum. • Nemendaráðgjafi þarf að vera traustur og heiðarlegur. Ylt þú vera nemendaráðgjafi í Garðaskóla? Var íyrir- sögn auglýsingar sem birt- ist í Garðaskóla í vetur. f auglýsingunni stóð: Þeir sem hafa áhuga á að gerast nemendaráðgjafar þurfa m.a. að: - láta sér annt um líðan annarra - vera heiðarlegir og traustir - hafa áhuga á að góður andi ríki í skólanum Náms- og starfsráðgjafarnir í Garðaskóla, Helga María Guð- mundsdóttir og Sigríður Dísa Gunnarsdóttir, hafa unnið að þróun- arverkefni í skólanum í vetur. Þró- unarverkefnið snýst um jafningja- starf í Garðaskóla og hafa þær Helga María og Sigríður Dísa gefið út bækling um þetta efni. Eins og fram kemur í bæklingnum er jafningja- starf í skólum byggt á þeirri hug- mynd að unglingar leita gjarna til vina eða jafningja sem þeh’ geta treyst þegar þeir era vonsviknir, leiðir, áhyggjufullir eða í einhveijum vanda. Jafningjastarf er skipulagt kerfi, sem byggist á því að nokkrir nem- endur eru valdir til að vera svokall- aðir nemendaráðgjafar. Þessir nem- endur hjálpa öðrum nemendum á ýmsan hátt. Nemendaráðgjafar þurfa að vera góðir í mannlegum samskiptum. Jafnframt er nauðsyn- legt að þeir fái fræðslu, leiðsögn og þjálfun til að gera betur. Námskeiðið fyrii’ nemendaráð- gjafa var haldið í Garðaskóla 12.-13. maí síðastliðinn. Nemendur mættu á námskeiðið klukkan sex á föstudegi og því lauk á laugardegi klukkan 16, en nemendur gistu um nóttina og fylgdu fyrirfram ákveðinni dagski-á. 30 nemendur sóttu námskeiðið, en það er alveg nauðsynlegt að þeir sæki þetta námskeið. Nemendur fengu í hendur námsefnismöppu, sem þær Helga María og Sigríður Dísa hafa útbúið. Sigríður Dísa og Helga María fengu styrk síðastliðið vor frá verk- efna- og nájnsstyrkjasjóði Kennara- sambands íslands, til þess að þýða námskeiðsefnið, staðfæra það, til- raunaprófa og koma þessu starfi af stað í Garðaskóla. Þær kynntust hugmyndinni að jafningjastarfi í náminu við námsráðgjöf í Háskóla íslands. Guðrún Friðgeirsdóttir var með kynningu á jafningjastarfinu, en sjálf hafði hún kynnst þessu í Kanada. Hún hafði líka reynslu af að koma slíku starfi af stað í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Kennarar og starfsfólk í Garða- skóla fóra í námsferð til Halifax í Kanada, þar hitti Sigríður Dísa nokkra námsráðgjafa og spurðist fyrir um jafningjastarf. Einn af þess- um námsráðgjöfum lét hana hafa námskeiðsefni til þess að þjálfa nem- endur í grunnskóla. Hugmyndin að því að hafa svona eina helgi, taka eina lotu, er komin þaðan. í framhaldi af þessu settu þær Sigríður Dísa og Helga María sig í samband við fólk sem heldur utan um svona starf í Kanada; stjórnend- ur, og hafa fengið sendai- frá þeim hugmyndir, verkefnabækur og fleira. Auk þessa leituðu þær líka ráðgjafar hjá Guðrúnu Friðgeirs- dóttur. Hún lét þær líka fá góð ráð og lánaði þeim bók um það hvemig maður skipuleggur svona námskeið. Móttaka nýrra nemenda í samráði við nemendur i 10. bekk í Garðaskóla var ákveðið að þessi starfsemi skyldi kallast nemenda- ráðgjöf þar. Námskeiðið núna er bæði til að styrkja hópinn og til að læra nokkra grundvallarþætti í sam- bandi við ráðgjöfina, segja þær Helga María og Sigríður Dísa, síðan gerum við ráð fyrir að halda áfram að hittast, þá halda þau áfram að fá fræðslu og upprifjun á því sem farið hefur verið í. Nú hafa nemendur skrifað ritgerð um það að hverju þau vilja helst vinna, þ.e. hvers konar verkefnum þau vilja gjarna sinna. Það eru til dæmis mjög margir sem hafa áhuga á að vinna í sambandi við samskipti og einelti, þá höfum við hugsað okkur í framhaldinu að fá einhvern aðila til þess að koma með viðbótarþekkingu á því, á hvaða hátt þau geta unnið þessi mál í skólanum. Nemendurnir á námskeiðinu hafa tekið þátt í að kynna Garðaskóla fyr- ir væntanlegum nemendum. Þau fóra í heimsóknir í skólana og undir- bjuggu það mjög vel og sú heimsókn reyndist iíka mjög vel. Það er oft sem nemendur eiga auðveldara með að ná til nemenda og þau vita líka hvemig er að vera nemandi í skólan- um. Þau vissu líka nákvæmlega hvað maður vill vita. Sigríður Dísa segir að svo komi til dæmis alltaf einhverj- ir nýir nemendur í skólann á hverju hausti í 9. og 10. bekk og það hefur vantað svolítið að einhver gæti sýnt þeim skólann, komið þeim inn í fé- lagslífið og ýmislegt sem tengist skólanum, hvort sem þau era erlend- is frá eða koma úr öðrum bæjarfé- lögum. Hugmyndin var sú, bætir Helga María við, að nemendaráð- gjafarnir sem hafa hug á að starfa innan hópsins „samskipti" komi á undirbúningsfund fyrir skólasetn- ingu, þá gætu nemendaráðgjafar tekið á móti nýju nemendunum á skólasetningu og fylgst með þeim fyrstu dagana í nýjum skóla. Sigríður Dísa segir að það hafi komið 1 Ijós að nokkrir hafi áhuga á að aðstoða aðra nemendur í námi. Þannig hefur þetta verið unnið í Kanada, í hópum, og hóparnir heitið mismunandi nöfnum eftir því hverju þeir sinna. Sigríður Dlsa segir mjög mikilvægt að nemendaráðgjafar vinni undir handleiðslu einhverra stjórnenda. Það þarf að fylgjast mjög vel með því sem þau eru að gera. Helga María tekur undir þetta og segir þetta aðalatriðið, þau eiga ekki að vera að leysa einhver mál. Þau verða að gera það allt undir handleiðslu námsráðgjafa. Þær Sigríður Dísa og Helga María segjast hafa verið mjög ánægðar með þetta námskeið og þátttakend-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.