Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra og allsherjargoði skrifast á: Nei, nei, þetta eru engir camphyloffldar, góða, bara einhver sértrúarsöfnuður að skunda á Þingvöll. Vill latínu út úr heiti Landspítala - háskdlasjúkrahúss Telur latínu á undan- haldi í læknisfræðimáli f SIÐASTAtölublaði Læknablaðs- ins gerir Reynir Tómas Geirsson, prófessor við kvennadeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss, athuga- semd við notkun latneska heitisins Infirmarium academicum með nýju merki spítalans. Leggur hann til að fremur verði notað enskt heiti með merkinu ásamt því íslenska eða ekkert erlent heiti. Segir hann skjóta skökku við að nota latneskt heiti þegar latína sé á undanhaldi í alþjóðlegu læknisfræðimáli. I greininni, sem heitir Veiklað „Infirmarium11, fjallar Reynir Tóm- as um tengslin við háskóla. Segir hann spítala almennt ekki hafa tengst háskólum sem kennslustofn- anir fyrr en á 19. öld og fáir beri heitið ínfírmary. „Þá er oftar en ekki um að ræða spítala sem stofn- aðir voru um eða fyrir miðja 19. öld- ina, yfirleitt til að aðstoða þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Öll nýrri sjúkrahús í Bretlandi, hvað þá í öði-um Evrópulöndum eða vestan- hafs, heita einfaldlega hospital. Að kalla hið nýja háskólasjúkrahús er því mjög gamaldags og ekki í takt við það sem nú er gert annars stað- ar. Það verður ekki berra við að hnýta við það aca demicum." Leitaði í mörgum orðabókum Síðan ræðir Reynir Tómas um latneskuna og kveðst hafa leitað þýðinga víða á heitinu Infírmarium í orðabókum. „Ég hef að auki leitað í svotil ölium latneskum orðabókum Háskólabókasafns, enskum, nor- rænum, frönskum og þýskum. f öll- um orðabókum um klassiska latínu, þar með talið Oxford Latin Diction- ary frá 1968, Forcellinis Totis Lat- initatis Lexicon frá 1865 (sex bindi), Theasaurus Linguae frá 1943 og jafnvel í bók með það ágæta heiti Latin for the Illiterate (latína fyrir ólæsa) frá 1996, finnstþetta orð ekki,“ segir Reynir Tómas og tiltek- ur fleiri dæmi úr orðabókum og segir síðan: „Svo virðist sem nýja ís- lensk-latneska orðið infirmarium frá árinu 2000, samhljóðatiltölu- LANDSPITALI hAskölas JÖKHAHClSi lega sjaldséðri orðmynd frá miðöld- um, geti verið búið til upp úr hinu enska infirmary, sem aftur er kom- ið á miðöldum úr frönsku (infirm- erie).“ Þá fjallar prófessorinn nokkuð um latneska heitið um háskóla, aca- demia, og telur að vilji menn nota eignarfallsmyndina „með infirmarí- inu, sýnist mér rétt að skrifa aca- demiae, sem væri þá bein þýðing á eignarfalli orðsins háskóli, eins og í „háskólasjúkrahús". Auðvitað mætti þá líka tala um valetudina- rium academiae eða nosocomium academiae, en ef menn vilja endi- lega nota infirmarium, er rétt að segja infírmarium academiae. Ef nota ætti „academicum", yrði ís- lenska þýðingin á því orði væntan- EKKI er hægt að heimfæra dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í fyrradag eiganda hests til að greiða ökumanni bifreiðar sem ók á hross hans, skaðabætur fyrir tjónið sem ákeyrslan olli á bifreið öku- mannsins, yfir á öll önnur tilvik. Þetta er mat Jóns Höskuldssonar hdl., sem var lögmaður eiganda bif- reiðarinnar í fyrrgreindu dómsmáli. Jón segir að mál af þessum toga ráð- ist af aðstæðum hverju sinni. í fyrrgreindu máli átti það við að á slysstað var í gildi lausagöngubann lega háskólalegur og ekki er talað um háskólalega sjúkrahúsið á ís- lensku.“ Kveðst hann einnig hafa haft samband við latinukennara. Sá hafi sagt orðmyndina geta gengið málfræðilega en að hún væri ve- sældarleg og skorti reisn. „Er ekki besta og beinskeyttasta þýðingin á Infirmarium academicum „Há- skólahælið“?“ spyr greinarhöf- undur. Breytingar ekki ræddar Magnús Pétursson, forstjóri Landspítaia - háskólasjúkrahúss, segir þessa ábcndingu prófessors- ins ekki hafa verið rædda á fundi stjómar spítalans, breytingar hafi ekki verið ræddar og ekki ákveðið hvort svo verði. Hann segir alls kon- ar útgáfur af nöfnum hafa verið skoðaðar og að mikill áhugi hafi komið fram frá málsvörum lækna- deildar á því að í nafni spítalans yrði tenging við háskólann dregin skýrt fram. Hann sagði það hafa orðið niður- stöðuna að hafa latneskt heiti með en á bréfsefnum og öðm efni er nafnið einnig á íslensku, ensku og Norðurlandamálum en alltaf væri heitið Landspítali notað. stórgripa. Sauðfé fellur þar með ekki undir þá skilgreiningu. í vegalögum er bann við lausagöngu óháð búfjár- tegund á stofnvegum og tengiveg- um, sem gildir t.a.m. fyrir þjóðveg 1, að því gefnu að girt sé beggja vegna vegarins. Jón segir að þótt dómur Héraðs- dóms hafi mikla þýðingu verði að vara við því að heimfæra hann algilt yfir á önnur svæði og önnur slys. Skoða þurfi hvert tilvik fyrir sig. Að- stæður í hinum einstöku sveitarfé- lögum geti verið mismunandi. Dómurinn ekki heim- færður á öll önnur tilvik Málþing um séreinkenni Vestfirðinga Menningar- verðmæti metin Magnús Ólafs Hansson A MORGUN verður haldið málþing um séreinkenni Vest- firðinga. Þingið verður haldið í Víkurbæ í Bolung- arvík og hefst klukkan 10.00 árdegis. A þinginu verða haldnir margir fyrir- lestrar. Magnús Olafs Hansson hefur staðið að undirbúningi þessa þings í þrjú ár. En hver er tilgan- gurinn með þessu þing- haldi? „Tilgangurinn er af- skaplega einfaldur; að halda utan um þau menn- ingarverðmæti sem ég tel vera að glatast á Vestfjörð- um. Það er sýnt að þetta er fyrsta málþingið af nokkr- um sem greinilega þarf að halda á næstu árum til þess að menningarverðmæti okk- ar Vestfirðinga glatist ekki.“ -Hvers vegna óttast þú svo mjög um þessi menningarverð- mætí? „Eg óttast að við glötum þess- um menningarverðmætum vegna þess að margt fólk hefur flust burt af Vestfjörðum, t.d. fólkið sem bjó á Homströndum. Það er og stað- reynd að mikið af því fólki sem geymdi þessi menningarverðmæti innra með sér er flutt á annað til- verustig og í mörgum tilvikum er því aðeins um sagnir að ræða.“ -Hver eru þessi menningar- verðmæti? „Þau felast m.a. í gerð og geymslu matar, verkun og neyslu matar og siðum og venjum á Vest- fjörðum. Ég vil líka komast að hvemig Vestfirðingar mótuðust í upphafi, hvemig lundarfar þeirra er, tjáning þeirra og tungumál. Ástæðan fyrir þessu er að ég veit að Vestfirðingar em öðravísi en annað fólk.“ - Hvernig eru þeir öðruvísi? „Vestfirðingar era að mínu viti sériega traustir og lífsglaðari en annað fólk á Islandi, þeir era já- kvæðari og meðal annars má geta þess að sjúkraskýrslur á íslandi segja okkur það að Vestfirðinga- fjórðungur etur allra manna minnst af læknalyfjum á landinu og það segir ákveðna sögu, ég trúi að þetta sé vegna matarvenja þeirra.“ - Hvernig eru þær frábrugðnar matarvenjum annarra íslendinga? „Vestfh’ðingar hafa löngum borðað magála, kúttmaga, harð- fisk, svartfuglsegg, selkjöt og sel- spik, sjófuglasúpu og hrefnukjöt, hákarl, kæsta skötu og hnoðmör, svo eitthvað sé nefnt. Allur þessi matur sem þama er nefndur er sannanlega uppranninn á Vest- fjörðum og það er ekki fyrr en á seinni öldum sem þetta fer að breiðast út um landið, en enn þann dag í dag era Vestfirðingar að borða þennan sælkeramat." - Hvað verður fjallað um á mál- þinginu á morgun? „Málþinginu verður skipt upp í níu kafla. Fyrsti kaflinn heitir; Verkun matvæla og neysla þeirra, þorskur og aðrir fiskar. Kafii tvö; Óbyggðir, hálendi og náttúra Vestfjarða. Kafli þrjú; Verkun og neysla villibráðar. Kafli fjögur; Siðir ogvenjur á Vestfjörð- um. Kafli fimm; Mótun Vestfirð- ingsins, lundarfar hans, tjáning og tungumál. Kafli sex; Vestfirskur sælkeramatur. Kafli sjö; Rekavið- ur á Vestfjörðum. Kafli átta; Vest- fjarðavefurinn opnaður af At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Kafli níu; Vestfirsk stórveisla - matseðillinn þar verður vestfirskir ► Magnús Ólafs Hansson fæddist á Hólmavík 20. október 1956. Hann lauk barnaprófi frá barna- skólanum á Hólmavík, fór í fram- haldsskóla á Núpi í Dýrafirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Það- an lá leiðin í Iðnskólann í Reykja- vík þaðan sem hann lauk prófi f húsgagnasmíði. Magnús starfar nú sem skrifstofumaður hjá Vélsmiðjunni Mjölni í Bolungar- vík en starfaði áður sem smiður. Hann hefur tekið þátt í ýmsum félagsmálum m.a. í Slysavamafé- lagi íslands. Magnús er kvæntur Elínbetu Rögnvaldsdóttur skrif- stofustúlku og eiga þau þijú börn. sælkeraréttir. í veislunni munu vestfirskir listamenn skemmta og létta glaða lund. Áætluð málþings- slit era um klukkan 23.30 annað kvöld.“ - Hverjir tala á málþinginu? „Meðal annarra má nefna Snorra Grímsson frá ísafirði sem í mörg hefur verið fararstjóri hér vestra, Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði, sem er formaður sela- bænda, Tryggvi Guðmundsson lögfræðingur talar um svartfugls- egg, en hann er alinn upp við björgin á Hornströndum og Kon- ráð Eggertsson á ísafirði, sem er hrefnuskytta og skipstjóri, Hall- dór Hermannsson á Isafirði, talar um skötu, Jón Jónsson í Steinadal ræðir um galdra á Vestfjörðum og Pétur Bjarnason á ísafirði reynir að svara spumingunni um hvemig mótun Vestfirðinga hefur farið fram. Eftir hverja þrjá fyrirlestra verða pallborðsumræður þar sem fyrirlesarar svara fyrirspurnum utan úr sal undir stjórn ráðstefn- ustjóra sem er Sigmar B. Hauks- son.“ - Hvemig h'tur út með þátttöku ímálþinginu? „Það lítur mjög vel út með þátt- töku bæði á málþinginu og líka í veisluna annað kvöld. Það er greinilegt að mörgum leikur hug- ur á að vita sitthvað um vestfirska menningu. Þess má geta að Finna- bær í Bolungarvík sér um skrán- ingu á málþingið og í matarveisluna." -Ertu áhyggjufullur vegna þróunar byggðar á Vestfjörðum? „Ég er alls ekki áhyggjufullur vegna þróunar byggðar á Vestfjörðum. Ég tel fullvíst að Vestfirðingar muni standa jafnfast í báða fætur í framtíðinni, hér eftir sem hingað til. Mig langar að beina því til landsmanna yfirleitt að lífið hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða og fyllsta ástæða er til að lifa lífinu lifandi - af því að það er svo gaman að lifa.“ Vestfirðingar lífsglaðari en annað fólk á íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.