Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Orlög Aslaugar LEIKLIST L c i k b r ú ð u I a n (I í T j a r n a r b f « i PRINSESSAN í HÖRPUNNI Handrit: Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Brúðustjórn: Helga Steffensen, Margrét Kolka Haraldsdóttir og Sigrún Erla Sigurðardóttir. Hönn- un á brúðum og leikmynd: Petr Matasek. Tónlist og hljóð: Vilhjálm- ur Guðjónsson. Lýsing: Kári Gísla- son. Tæknimaður: Björn Kristjáns- son. Leikraddir: Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Sigurjóns- son, Þórhallur Sigurðsson og Orn Árnason. Miðvikudagur 24. maí. SAGAN af Áslaugu Sigurðar- dóttur Fáfnisbana og Brynhildar Buðladóttur valkyrju tengir saman Völsunga sögu og Ragnars sögu loðbrókar þar sem þær standa saman í handriti. Hér hefur þetta sögubrot verið mikið fært í stílinn til þess að koma fram þeim boð- skap höfundar að stríð sé af hinu illa og friður sé góður - sem ætla mætti að séu almennt viðurkennd sannindi. Viss er ég um að Brynhildur Buðladóttir myndi snúa sér við í gröfinni ef hún sæi þessa útgáfu af sögu sinni ef hún hefði ekki stigið á bálköst Sigurðar Fáfnisbana og brunnið upp til agna. Hér er væg- ast sagt farið frjálslega með heim- ildirnar en aldrei er góð vísa of oft kveðin og tilgangurinn helgar víst meðalið. Auk þess sem tilgangs- laust er að taka upp hanskann fyrir löngu látnar eða jafnvel algerlega uppdiktaðar persónur. I þessari gerð er allt svart eða hvítt. Aðalpersónurnar eru flestar algóðar (Heimir, Áslaug, hundur- inn, Ragnar, Gríma og Áki) eða gersamlega blindaðar af stríðsofsa (Brynhildur, Sigurður, Buðli, menn Atla konungs), leikstjórnin og brúðustjórnunin eru í stíl við þetta, einfaldleikinn uppmálaður, hreyf- ingarnar grófar og skrykkjóttar. Þessi fallega saga um Áslaugu/ Kráku hefur verið undirrituðum hugleikin síðan hann las hana fyrst aftan á sólgrjónapakka sællar minningar. Hér er hún í spennu- sagnastíl og ekki fór fram hjá nein- um að börnin fylgdust hugfangin með enda könnuðust þau við raddir leikaranna sem hafa lesið inn á fjölmargar teiknimyndir á undan- förnum árum. Það var nóg að gera hjá brúðustjórnendum að breyta leikmyndinni og skipta um ham og fórst þeim það vel úr hendi. Aðalkostur sýningarinnar eru út- lit hennar; fjölbreyttar brúður og leikmynd auk áhrifamikillar hljóð- myndir. Hægt er að snúa leik- myndinni, sem er mynduð úr hvít- um tjöldum sem strengd eru á mismunandi máta milli stanga og taka sífelldum breytingum. Á þessa hvítu fleti er varpað ljósi eða skyggnumyndum eftir því hvert at- riðið er og þá umbreytist leikmynd- in í skóg eða þorp eða hvað sem við á. Mest áberandi meðal brúðanna eru stafstrengjabrúður, ættaðar úr Sikiley, sem minna í útliti á teikn- ingar af fornsagnahetjum í papp- írshandritum frá sautjándu öld. Af öðrum toga eru brúðurnar Gríma og Áki, þ.e. mun stærri og krefjast gerólíkrar tækni í brúðustjórnun. Gervi hundsins er svo í allt öðrum stfl og stingur í stúf við hönnun sýningarinnar sem heildar. Þetta er skemmtileg sýning, mikið sjónarspil og fallega hönnuð, heldur börnunum hugföngnum og hefur fram að færa sígildan boð- skap um stríð og frið. Það er aftur á móti eftirsjá að margbreytileika fornsagnarinnar sem hér hefur verið dauðhreinsuð og einfölduð í stfl teiknimynda nútímans. Sveinn Haraldsson Gaman- leikur frumsýndur á Bíldudal Bildudal. Morgunblaðið. LEIKFÉLAGIÐ Baldur á Bíldudal frumsýndi á dögunum leikritið Sviðsskrekkur eftir Alan Shear- man í þýðingu Sigurbjörns Aðal- steinssonar. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem þetta leikrit er sýnt á Islandi. Leikstjóri var Þröstur Leó Gunnarsson, sem nú leikstýrir í annað sinn á heima- slóðum. Sviðsskrekkur er hraður gam- anleikur sem fjallar um áhuga- leikfélag sem ákveður að setja upp leikrit til að afla fjár fyrir skólann á staðnum. Allt fer meira og minna úrskeiðis og inn í þetta fléttast árekstrar á milli pers- ónanna svo úr verður allsherjar vitleysa full af misskilningi og óhöppum. Að sýningu lokinni klöppuðu áhorfendur leikurunum óspart lof ílófa. í Skógasafni. Fremri röð f.v.: Einar Torfason, ættfræðingur frá Varmahlíð, Þorgils Jónasson sagnfræðingur og Ragnar Böðvars- son fræðimaður. Aftari röð f.v.: Þórður Tómasson safnvörður og Sverrir Magnússon staðarhaldari. Höfundar Landeyinga- bókar hljóta viðurkenningu Á AÐALFUNDI Oddafélagsins, sem haldinn var á Hellu á dög- unum, var höfundum nýútkom- innar Landeyingabókar veitt viðurkenning fyrir störf í þágu rangæskra fræða. Bókin er um Austur-Landeyjahrepp og fjall- ar um yfir alla ábúendur eins langt og heimildir leyfa. Höfund- arnir eru Ingólfur Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og Þorgils Jónasson. Þeir tóku við verki, sem Valgeir heitinn Sigurðsson á Þingskálum vann að, þegar hann lést langt um aldur fram árið 1994 og var hans minnst á fundinum. Viðurkenningin var veitt Ingólfi, bróður Valgeirs, í formi fræðibóka en Ragnar og Þorgils fengu fjárupphæð, 25.000 kr., vegna vikudvalar í fræðimannaíbúð við Byggða- safnið á Skógum. Oddafélagið var stofnað 1. desember 1990 og hefur að markmiði að efla Oddastað og fræðastörf í Rangárþingi. í Byggðasafninu á Skógum eru varðveitt skjöl af ýmsu tagi og myndasöfn sem geyma fróð- leik um fyrri tíma. Að mati Ragnars og Þorgils ber þar hvað hæst merkileg einkasöfn, sem mörg hver hafa lítt verið könnuð enn sem komið er. I Skógum er veglegt þjóðminjasafn sem er fjölsótt af innlendum og erlend- um ferðamönnum. Stjórn Oddafélagsins var end- urkjörin á aðalfundinum en hana skipa: Þór Jakobsson formaður, Drífa Hjartardóttir varaformað- ur, sr. Sigurður Jónsson ritari, Elsa G. Vilmundardóttir gjald- keri og Freysteinn Sigurðsson meðstjórnandi. í starfi félagsins sl. ár bar hæst Oddastefnu, sem var haldin í Gunnarsholti og á Keldum á Rangárvöllum undir yfirskriftinni „Hvað geymir jörðin“. Næsta Oddastefna verð- ur haldin 28. maí nk. á Hellu og fjallar hún um kristni og kirkju í Rangárþingi. Harmagrátur úr Harlem ERLE1\DAR BÆKUR Spennusaga „A Toast Before Dying“ Eftir Grace F. Edwards. Bantam Books 1999. 293 síður. GRACE F. Edwards er banda- rískur spennusagnahöfundur sem valið hefur sér sögusvið sem hún gjörþekkir en það er Harlem - hverfið í New York, sögufrægt hverfi þelþökkra í Bandaríkjunum. Grace fæddist og ólst þar upp og það er greinilegt á spennusögum hennar eða ráðgátusögum að hún þekkir þar hvern krók og kima og hún kann að nota þekkingu sína tii þess að auðga.með sögurnar. Ein bókin hennar í flokki spennusagna um áhugaspæjarann Mali Ander- son í Harlem heitir “A Toast Be- fore Dying“og kom út í vasabroti hjá Bantam - útgáfunni á síðasta ári, en hún segir af morði á ungri konu á Hálfmánabarnum og er kærasti hennar handtekinn grunað- ur um morðið. Mali Anderson Grace hefur skrifað alls þrjár bækur um Mali Anderson sem allar hafa orðið dauði í heitum sínum. Sú fyrsta kom út árið 1997 og hét „If I Should Die“(um áratug fyrr skrif- aði hún skáldsöguna „In the Shad- ow of the Peacock“ sem var frum- raun hennar sem rithöfundar og eina bók hennar sem ekki er spennusaga) og á síðasta ári komu síðan út sögunar „A Toast Before Dying“ í vasabroti og „No Time to Die“, innbundin. Hér er á ferðinni álitleg bókaröð úr forvitnilegu um- hverfl. Aðalpersónan, Mali Anderson, er fyrrverandi lögreglukona sem rek- in var úr löggunni fyrir að gefa starfsbróður sínum á kjaftinn og stefnir núna á doktorsgráðu úr há- skóla. Lítur út fyrir að vera skap- bráð en kannski er það bara rétt- lætiskenndin sem stjórnar henni. Kærastinn er alríkislögreglumaður að nafni Tad og í þessari sögu sér hún of lítið af honum en þráir sýknt og heilagt. Hún á föður sem er djassari mikill og hún kann hvergi betur við sig en í Harlem þar sem vinir hennar búa og saga hennar er skráð. Og vegna þess að hún var einu sinni lögga er ekkert óeðlilegt þótt hún sé stundum fengin til þess að stunda einkarannsóknir. Gengilbeina deyr Þannig er að gengilbeinan Thea er skotin í höfuðið í sundi á bak við Hálfmánabarinn og deyr í höndun- um á kærastanum sínum sem er handtekinn með það sama en margt bendir til þess að hann sé ekki morðinginn. Að vísu heyrðist hann segjast „sjá eftir þessu“ þeg- ar að var komið en hann heldur því fram að hann hafi verið að meina allt annað en morðið. Þegar Mali tekur að rannsaka málið að ósk systur hins grunaða kemst hún að því að Thea var í tygjum við fjölda karlmanna, allt frá leikurum til áhrifamikilla stjórnmálamanna, og bjó í sérstak- lega ríkmannlegum vistarverum miðað við gengilbeinukaupið. Eitt- hvað í lífí hennar kemur ekki heim og saman og leitin að svarinu leiðir á endanum Mali í lífshættu. „A Toast Before Dying“ er mjög hefðbundin glæpasaga en það sem gerir hana forvitnilega er lýsing höfundarins á sögusviðinu Harlem, götulífínu og börunum og því fólki sem byggir hveríið. Persónur sög- unnar eru litríkar og skemmtilegar og það á einnig við um aðalpers- ónuna, Mali. Staða svertingja blandast inn í söguna, kynþáttamis- rétti og kynþáttafordómar en það er einmitt feimnin við að viður- kenna arfleifð sína sem á endanum leiðir til hörmunga. Svo hér er forvitnileg saga á ferðinni, ágætlega skrifuð, hæfilega spennandi og mestanpart skemmti- leg aflestrar. Arnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.