Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 19 ÚRVERINU ■ STORMUR Morgunblaðið/Gunnar Aðalsteinn Bjarnason framan við bát sinn Storm ÍS sem hann fékk nýjan í mars sl. Smábátar sækja á grá- lúðumiðin fyrir vestan Morgunblaðið/Gunnar Aðalsteinn Bjarnason um borð í báti sínum ásamt börnum sinum tveim þeim Sigurði Nökkva og Sóleyju Birnu. Bolungarvík. Morgunblaðið. Þeir Aðalsteinn Bjarnason á Stormi IS og Sigurgeir Þórarins- son á Jórunni IS hafa frá mánaða- mótum sótt á grálúðumiðin 80 til 90 mflur norður af Horni. Aílinn hefur verið sæmilegur eða upp í tæp fjögur tonn á 33 bala. Þetta væri svo sem ekki frásög- ur færandi nema fyrir það þarna er róið á djúpslóðina á sex tonna hraðfískibátum; annar er af gerð- inni Cleopatra og hinn af gerðinni Knörr, en báðir þessir bátar eru með aflmiklar vélar og vel búnir tækjum. „Við Sigurgeir höfum verið að tala um það í sumar að gaman væri að reyna að ná í nokkur tonn af grálúðu þarna út og þar sem tíðar- farið hefur verið einstaklega gott og frekar dræm veiði á miðunum hér útaf ákváðum við að fara einn prufutúr til að byrja með,“ sagði Aðalsteinn á Stormi ÍS er fréttari- tari hitti hann á dögunum. „Við erum tveir á og höfum farið tvisvar og fiskuðum 1.500 kg í fyrri túrnum á 30 bala og tæp 4 tonn á 33 bala núna auk þess sem við fengum einn hákarl. Þetta eru svona 85 mílur frá Bolungarvík þarna út í kantinn og það tekur okkur 5 tíma að sigla út en við vorum um tólf tíma á heim- siglingunni með aflann. Eg geri ráð fyrir að dunda mér við þetta út júlí en það er ekki far- ið svona langt út nema veðurútlit sé einsýnt því veiðiferðin tekur einn og hálfan til tvo sólarhringa. Þetta eru ekki veiðar sem hægt er að byggja á en það er gaman að prófa þetta og það er nú einu sinni eðli veiðimannsins að leita fyrir sér og reyna að auka fjölbreytnina í veiðiskapnum, en það þarf að fara saman gott veður og góður afli til að þessar veiðar verði einhver þungamiðja í útgerð sem þessari,“ sagði Aðalsteinn Bjarnason, skip- stjóri á Stormi ÍS. Notaðar búvélar á kostakjörum Mikil verðlækkun Mikið úrval I 1 i | Ingvar I I i r Helgason hf. Sævarhöfba 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is ------------------------------------------- olfmœlisþakkir Eg sendi ykkur mínar innilegustu þakkir fyrir allar heimsóknir, gjafir, kveðjur og hinn hlýja hug, sem þið sýndur mér á níræðisafmælinu. Þægilegt allt hef þekkt hjá vinum. Þakka langa samfylgd, kynni. Ættingjum mínum og einnig hinum óska ég heilla í framtíðinni. Guð blessi ykkur öll Rakel Sigvaldadóttir frá Gilsbakka \__________________ _______________________7 Ka inarí- VI sisla m 1 frá kr. k#l VlU í haust 48.655 Jwstn 50 sætln á nynningartiiboði Heimsferðir kynna nú aftur haust- ferðir . sínar til Kanaríeyja, þann 20. október og 21. nóvember, en Kanaríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetraráfangastaður íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni íyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmunds- son verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Brottför ■ 20. okt. - 32 nætur • 21. nóv. - 26 nætur 3. vikur Verð kr. 48.655 M.v. hjón með 2 böm á Tanife, 26 nætur, 21. nóvember. Gististaðir Heimsferða • Roque Nublo • Los Volcanes • Paraiso Maspalomas • Tanife Roque Nublo Verð kr. 59.990 21. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 26 nætur. 5. vikur Vegna fjölda áskorana bjóðurn við nú 5 vikna ferð í október á frábœru verði. Verð firá. 54.155 20.okt., m.v. hjón með 2 böm á Tanife, 32 nætur Verð kr. 77.490 20. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 32 nætur. 7A\ HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.