Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 VIKU IM MORGUNBLAÐIÐ A slóðum Ferðafélags Islands Lifandi saga við óbyggða- mörkin Fjallsafn Gnúpverja að koma niður Gaukshöfða. Hverjir eiga fjöllin og til hvers vilja menn eiga þau? Björg Eva Erlendsdóttir veltir meðal annars þessari spurningu fyrir sér í þessari grein, sem fjallar um þjóðlendu- göngur í Gnúpverjahreppi. Hverjir eiga fjöllin og til hvers vilja menn eiga þau? Hvemig hefur hálendið verið nýtt og hvemig verður það notað í framtíðinni? Hverfur sauðféð úr landslaginu? Hverfa bændumir líka og sagan með þeim? Ef til vill ekki, en er ekki viss- ast að slást í för með þeim um hálend- isbrúnina, þar sem ímynduð þjóð- lendumörk liggja, meðan sagan og örnefnin em ekki enn gleymd? Þjóðlendugangan er tilraun til að halda lífí í sögu landsins þar sem byggðir og öræfi mætast. Þetta er saga fjallabænda sem hafa búið og búa enn við mörk hálendisins. Sagan er því ennþá lifandi og örnefnin notuð af þeim sem þurfa að fara um landið. Gangan hefst í Gnúpverjahreppi nú í sumar, en það er von þeirra sem að henni standa að fleiri taki upp þráð- inn og að göngumenn og náttúmn- nendur eigi þess kost á næstu áram að ganga um hálendismörkin um- hverfis Island og kynnast lífinu þar í fortíð og nútíð. Tólfta til sextánda ágúst verður gengið um hálendisbrúnina í Gnúp- verjahreppi á vegum heimamanna í hreppnum og Ferðafélags Islands. Fyrst um Þjórsárdal, tveggja daga ferð, og þá um Flóamannaafrétt og heimahaga efstu bæja í hreppnum, Þjóðlendu- göngur í Gnúpverja- hreppi I. Þjórsárdalur 1. Reykjavík - Búrfell - Búr- fellsskógur - Hjálp - Hólaskóg- ur. 2. Hólaskógur - Háifoss - Stöng - Gjá - Hekla - Reykja- vík. II. Þjórsárdalur - Stóra Laxá 1. Reykjavík - Kiettur - Skriðufellsskógur - Ásólfsstað- ir. 2. Asólfsstaðir - Sneplafoss - Hestfjallahnúkur - Snasir - Hamarsheiði/Fossnes. 3. Fossnes/Hamarsheiði - Brúnir - Skáldabúðir - Stóra Laxá. þriggja daga ferð. Sú gönguleið er flestum ókunn, jafnvel heimamönn- um sjálfum, því þama hefur helst tíðkast að fara ríðandi en lítið verið um göngufólk. Fyrri leiðin um Þjórs- árdal er aftur á móti mörgum göng- ugarpnum að góðu kunn, því Þjórsár- dalur er einn af eldri ferðamannastöðum landsins. Hægt er að slá ferðunum saman og ganga alla leiðina í einni fimm daga ferð. Skessur og hrakfarir í Búrfellskógi Búrfell í Þjórsárdal er tæplega 700 metra hátt, höfðamyndað og rís upp af svörtum söndum. Leiðin liggur framhjá uppistöðulóninu við Isakot og niður að Tröllkonuhlaupi og Þjófa- fossi í Þjórsá. Ofan við er Þjófagi! þar sem sagan segir að þjófar hafi verið hengdh- áður en þeim var fleygt í Þjórsá. Gengið er upp í fjallið að aust- anverðu, nógu langt til að fá útsýni yfir austurfjöllin sem blasa við austan Þjórsár, í Rangárvallasýslu. Þar skal fyrst fræga telja Heklu, en einnig má telja Loðmund, Krakatind, Rauðöld- ur og Höskuldsbjalla. Niður í Búifellsskóg liggur leiðin af fjallinu sjálfu. Þarna hefur verið skógur langtum lengur en elstu menn muna; Gnúpverjum og lágsveitung- um í Amessýslu til gagns og gamans. Sagan segir að 120 býli hafi átt rétt til skógartekju í Búrfellsskógi þegar mest var. Tré úr skóginum vora til margra nota. Trén í honum vora stærri en í Skriðufellsskógi og því vel nothæft timbur. Skógurinn var nýtt- ur að minnsta kosti fram undir 1940. Kunnugir segja að helst hafi verið sótt í hann tré hin síðari ár til að nota sem árefti á fjárhús. Aður var hann notaður meira og gekk þá talsvert á hann. Samt var skóginum aldrei eytt, af völdum manna, sauðfjár eða eld- gosa. Þótt Þjórsárdalur hafi oft farið illa í eldgosum hefur Búrfellskógur sloppið með ólíkindum vel. Þangað þótti Gnúpveijum sjálfsagt að fara í ríðandi í skemmtiferðir á nýliðinni öld. Nú koma fáir í skóginn. Hann er úrleiðis og vegarslóði þangað lítt áberandi. Leiðin er ekki heldur greið um skóginn sjálfan. Þar var stórt rjóður sem nú er horfið að mestu. Hluti af skóginum heitir Flóki. Og þeir sem hafa reynt að ganga gegn- um Flóka vita að það er strembið. Sunnan við er Stórkonugróf. Þar bjó skessa. Fleh-i skessur bjuggu í grennd við Þjórsá og fóru tvær þeirra um Tröllkonuhlaup þegar þær brugðu sér í heimsókn yfir ána. Búr- fellsháls er vel gróinn birkiskógi, eins og Búrfellshólmi sunnan undir. Fyrir hundrað og tveimur áram fann Eirík- Við Fossá í Þjórsárdal. í fjarska sést í Háafoss. Bæirnir í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi. Myndin er tekin á móts við Borgarhólinn í Steinsholti. m' bóndi í Minni-Mástungu mann nær dauða en lífi í skóginum. Þetta var gangnamaður af Norðurlandi sem hafði villst suður af Eyjafjarðar- dal og gengið með Þjórsá fram allan Gnúpverjaafrétt. Hann var heilsu- laus síðan. Trjálaus skógur og vatnslaust haf Eftir Búrfellsháls tekur við flat- lendi, svartir vikrai' og giljadrög. Landið er lítt gróið en leiðin greið upp að stöðvarhúsi Búrfellsvirkjun- ar. Þaðan göngum við með Fossá að Hjálparfossi. Við Hjálparfoss endar fyrsti dagur Þjóðlendugöngunnar. Gist verður í Hólaskógi, nýjum fjalla- skála Gnúpverja fremst á Gnúpverja- afrétti. Ekkert tré er í Hólaskógi. Þaðan er víðsýnt fram til fjalla yfir Hafið. Það nafn er blekking ekki síð- ur en skógarnafnið, þvi Hafið er vatnslaust sandflæmi. Hólaskógur er gnúpverskum fjár- bændum og smalamönnum þeirra áv- allt ofai'lega í huga. Segja má að gnúpverska bændasálin nái þaðan og inn í Amarfell hið mikla við Hofsjök- ul, jafnlangt og afréttur Gnúpverja. Hólaskógur er fyrsti gististaður fjall- manna í haustleitum. Þarna vai' gist lengst af í torfkofum og tjöldum en í stærri kofa eftir að vh-kjanafram- kvæmdir hófust og þar til nýi skálinn var reistur fyi-ir tveimur áram. Framkvæmdir vegna virkjana setja nú sterkan svip á svæðið sem áður var ósnortið. Um Hafið liggur vegur- inn austur að Þjórsárbrá hinni efri og þaðan inn í Hrauneyjarfoss og áfram um Sprengisand. Vegna fram- kvæmda er vegurinn fjölfarinn og syðst í Sandafelli blasa stórvirkin við. Þjóðlendumenn ætla ekki í þessa átt. Þeir ganga til vesturs í átt að Háaf- ossi. Háifoss og hliðarspor í Hekluhrauni Á öðram degi Þjóðlendugöngu liggur leiðin úr Hólaskógi að Háaf- ossi í Fossá, sem er einn af hæstu fossum landsins. Fossarnir eru reyndar tveir. Heitir annar Granni. Hægt er að komast niður í Fossárdal á nokkuð auðveldan hátt ef rétt leið er valin. Fjallmenn komast með hesta þar á haustin, en verða þó samt að teyma þá niður brattann. Þama tek- ur við ganga fram dalinn með ánni. Þetta er hin fegursta leið allt fram að Stöng, þar sem Gaukur Trandilsson bjó. Þar erum við komin á fjölfai'nari slóðir. Frá Stöng er aðeins steinsnar í Gjána sem er óvenjuleg og marg- slungin klettagjá með hólmum, hell- um, lækjum, fossum og fallegum gróðri. I Gjánni lýkur fyrri hluta Þjóðlendugöngunnar. Dagurinn er þó ekki búinn, því ákveðið var að taka hliðarspor í tilefni af Heklugosinu í vetur og aka leiðina um Landsveit í bæinn með viðkomu í nýja Hekluhrauninu. Gleymd er þjóð- lendulínan og tilefni gönguferðarinn- ar. Þetta er vissulega að vaða úr einu í annað, en þar sem Hekla gýs ekki nema á tíu ára fresti eða sjaldnar, þótti okkur óráð að sleppa nýja hrauninu fyrst við vorum komin svona nærri. Þeir sem hafa fengið nóg af uppsveitarómantík og sunn- lenskum afréttum geta komist heim til sín þetta kvöld. Þeir sem vilja meira fylgja leiðsögumönnunum aft- ur upp í hrepp, því morguninn eftir er haldið áfram eftir þjóðlendumörkum í vesturátt í síðari hluta þjóðlendu- ferðar. Landamerki Flóamanna og Gnúpverja Síðari hluti Þjóðlendugöngunnar á þessu sumri hefst á Flóamannaaf- rétti, inni við Klett. Við erum nú kom- in vestur fyrir Fossá, en í fyrri göng- unni var farið vestur að Fossá á afrétti Gnúpveija. Skammt norðan við Reykholt í Þjórsárdal er hús leit- armanna úr Flóa og af Skeiðum, kennt við Klett. Þaðan liggur þægileg gönguleið að fjallabaki um Seljamýri niður á móts við Skriðufell og Ás- ólfsstaði. Hægt er að ganga Skriðu- fellsskóg að hluta. Lágsveitungar, það er Flóa- og Skeiðamenn og fjalla- bændur í Gnúpverjahreppi deildu löngum um beitiland og afréttamot. Flóamenn ráku fé sitt á afrétt ofan við bæina í Gnúpverjahreppi og sótti það mjög fram í land efstu bæja og höfðu bændur þar mikinn ama af. Nú er bráðum liðin öld síðan Flóa- menn girtu aft'étt sinn og bættu við hann leigulandi úr heimalöndum efstu bæja í Gnúpverjahreppi. Girð- ingin var ákveðin 1911 og lá línan yfh- hluta úr landi efstu bæja í Gnúpverja- hreppi milli Fossár og Laxár. Gamlar ýfingar enduðu í bróðerni og hafa Flóa- og Skeiðamenn greitt fjalla- bændum í Gnúpverjahreppi leigu fyr- ir landið allt fram á þennan dag. Það land sem ríkið gerir nú kröfu til að eiga hefur því áram og jafnvel öldum saman verið viðurkennd eign manna sem ráðstöfuðu því á ýmsan hátt. Eitthvað var leigan sem Flóamenn greiddu mishá í upphafi, enda mis- mikið land undir. Stærstu löndin sem lentu innan afréttar Flóamanna era frá Laxárdal, Ásólfsstöðum og Skriðufelli. Af Fossnesi, Hamar- sheiði, Mástungum og Skáldabúðum var minna land látið. Oddviti Skeiðamanna annaðist uppgjör Flóamanna við landeigendur í Gnúpverjahreppi og kom hann með greiðslu á bæina í reiðufé, rétt fyrir áramótin. Aldrei minnist greinarhöf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.