Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 B 7 (T) Lezgínska. Fornt mál frá Suður-Dakistan. (Dagestan?) <D Hopy. Indíánamál í Utah, af Atzeka-stofni. (3) Menehuneska. Mál Mið-Pólinesíu og Hawai-eyja. (4) Hakutúríska. Mállíska frá Eldlandi og syðsta hluta S-Ameriku. (5) Franska. (6) Hindí. Indverska rikismálið. Myndrænt Ijóð Villa á mismunandi tungumálum og myndletri. Þetta er samið f júní á þessu ári. orðsifjafræði og tungumál. Stundum heldur hann sýningar á ljósmyndum sínum eða les ljóð á listahátíðum. Fyrir nokkru var hann á listahátíð í Pétursborg og var á gangi í úthverfi borgarinnar, hann lagði leið sína í húsarústir og fann þar víkingasverð sem er frá þeim tíma þegar norrænir víkingar voru á þessum slóðum. Á einni myndanna er hann með sverðið og í hermannajakkanum sem hann klæddist í Afganistan og barðist í. „Þessi jakki var allur blóðugur, þegar ég lauk herþjónustu þvoði ég hann vandlega, fyi'st upp úr bensíni og síðan úr sápuvatni." Eitt sinn var Villi á listahátíð í Sví- þjóð og reyndi þá mikið að komast í tengsl við sænska ættingja sína en það urðu honum mikil vonbrigði þeg- ar hann hafði upp á einhverjum ætt- ingjum afa síns og þeir vildu hvorki heyra hann né sjá og ekkert um það vita að Jóhann Stárqvist hefði verið rauðliði á kreppuárunum og flust til Rússlands. Villi bindur miklar vonir við að hann geti haft uppi á ættingj- um sínum á íslandi og komið á tengslum við ísland, þangað sem hann á ættir að rekja og dvelur langdvölum í hugarheimum. Stundum líður Villa illa þar sem meiðslin úr Afganistanstríðinu segja tO sín og einkennist það af miklum höfuðverk. Vilfreð óttast ekki dauð- ann og er á honum að skOja að hann sé tilbúinn að fara yfir í annan heim þar sem hans er beðið. Hann virðist jafnvel hlakka tfl að komast til sinna nánustu; þriggja unnustna sinna, barns, föður, afa og íslensku ömm- unnar sem hann ætlar sér að kynnast betur og þykir skömm að því að vita svo gott sem ekkert um. „Þessu lífi okkar hér á jörðinni í próteinformi lýkur fyrr eða síðar og eftir það tekur við önnur og fallegri tflvera." Enda segir Vilfreð: „Eg ætla að deyja með víkingasverðið mitt í hendi eins og sannur víkingur" og kjörorð þessa landa okkar og ása- trúarmanns er: „Tími víkinganna er ekki liðinn.“ P.S. Heimsækja má Ijósmyndasýningu Villa á Netinu: www.screen.ru/willi og ef lesendur Morgunblaðsins hafa einhveijar upplýsingar eða athuga- semdir handa höfundi er netfang hans: sokol@strik.is. Minnstu ábendingar eða upplýsingar gætu komið að gagni í leitinni að ættingj- um Vilfreðs á Islandi. Höfundur er fréttaritari Ríkis- útvarpsius í Mo skvu. ALLAR V ÖÐLUVIÐGERÐIR T |l|f II II 111 GRETTISGÖTU 3, SÍMI 552 1785 H I I K I KRINGLUNNI, 2. HÆÐ, SÍMI 568 2818 TH Kínft með Kínftklúbbi Umiftr 22. ágúst - 12. september Meðal þess sem þú upplifir er: Göngutúr á Kínamúrnum, ótrúlegur leirher keisarans í Xian 2200 ára, sigling á Li fjlótinu, sem liðast á milli toppafjalla Guanxi héraðs, heimsókn í perluræktunarstöð í Suzhou, akrobatik sýning í Shanghæ og Forboðnu borgina í Beijlng. Velkomin í 15. hópferðina, sem ég leiði um Kína, ævintýraferð sem skilur eftir spor í huga þér. Verð kr. 310 þúsund, ALLT innifalið. Uppl. í s. 551 2596 og 868 2726, Unnur Guðjónsdóttir. Fámennt og góðmennt. Fyrstur kemur - fyrstur fær! Til sölu Mercedez Benz 300SL 24V, árgerð 1991, ekinn 87 þús. km. Sjálfskiptur, ABS, leðurinnrétting, hard top/soft top, alsjálfvirk blæja. Rafmagn í sætum, rúðum, speglum, stýri og veltigrind. Þjófavörn, rafstýrð spólvörn, cruise control, hiti í sætum, tölvustýrð miðstöð, fullkomið hljómkerfi, CD magazine. 18“ Lorinzer álfelgur ásamt 16“ Benz álfelgum. Ný sumar- og vetrardekk og margt fleira. Bíll í óaðfinnanlegu ástandi. Upplýsingar veittar í síma 896 6745.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.