Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 14
J 4 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 DÆGURTONLIST MORGUNBLAÐIÐ /> * » v/ HÖFÐINGJARNIR Kristján „KK" Kristjánsson ogMagn- ús Eiríksson hafa gert nokkuð af því aó leiða saman hljómhesta sína á undanfömum árum og í sameiningu hafa þeirgefiðúttværhljóðversskífur. Hestunum var svo rækilega brynnt hinn 19. mat á þessu ári í Salnum í Kópavogi. tónleikastað sem rómaðurerfyrireinstök hljómgæði, og léku þeirfélagar sérí sameiningu að lögum hvor annars. Tónleikarnir þóttu takast dæma- laust vel og voru gefnir út fyrir stuttu í formi hljómleika- skífunnar „Lifað og leikið". KK segir að þeir félagar hafi lagt sig alla fram við þessa tónleika. „Það var virkilega gaman að renna í gegnum görnul lög úr safni okkar beggja og ekki spillti fyrir að fá að vinna þetta með meisturun- um Þóri Baldurs og Ásgeiri Óskars. sem hjálpuðu til meö slagverk og orgelhljóma/' Það er ekki heiglum hent að standa að vel heppn- aðri tónleikaskífu og því var valinn maður t hverju rúmi. Meistari Jón Skuggi sá um upptökur en Jón Ólafsson sá urn seinni tíma hljóðblöndun. Árang- urinn er vissulega hreinasta afbragð, samhljómur og flæði milli félaganna er næsta fullkomið og hljómurinn á plötunni kristaltær. Að sögn KK er svo allt opið fyrir frekara samstarf í framtíðinni. „Ég var að vinna hjá Magga t Rín fyrir meira en tuttugu árum og fékk þá hugmyndina að sameigin- legri plötu, draumur sem varð að veruleika er vió gáfum út „Ómissandi fólk" árið 1996. Við höfurh verið afar sáttir við samstarfið okkar á milli síðan og skjótum engum lokum fyrir að það eigi eftir að halda eitthvað áfram. Hugmyndirnar streyma fram um þessar mundir og rnálið er bara að fanga þær.“ HLJÓMSVEITIN Trompet gaf út sína fyrstu plötu fyrir stuttu, sam- nefnda sveitinni. Lítið fór fyrir út- gáfunni en hljómsveitin hefur verið starfandi í um tvö ár og hefur haldið sig mestmegnis inni í skúr, eins og ungsveita er siður. Við höfum því miður verið frekar uppteknir að undanfömu og því hefur færi á spilamennsku verið lít- ið,“ segir Grétar Þór Gunnarsson, bassaleikari sveitarinnar. „Við héld- um að vísu nokkuð veglega útgáfu- tónleika og einnig spiluðum við á ný- afstaðinni Tónlistarhátíð í Reykjavík. Það stendur þó til að fara að auka spilamennskuna og þeyta trompetinn af fullum krafti á vetri komanda.“ Það er óneitanlega eftirtektarvert hversu framúrskarandi góður hljóm- urinn er á frumburði sveitarinnar, það er engu líkara en þetta sé fimmta plata sveitarinnar fremur en sú fyrsta. „Sá árangur skrifast alger- lega á hann Gunnar Smára Helgason, upptökumann í Hljóðsmáranum," segir Grétar og tjáir mér að Gunnar hafi lengi langað til að gefa út plötu á vegum Hljóðsmárans, sem er eitt af rótgrónari hljóðvinnsluverum lands- ins. Hann hafi svo ákveðið að kýla á það er hann heyrði í Trompetpiltum. Annað sem vekur athygli eru text- arnir, sem eru trúarlegir mjög. Grét- ar dregur ekki dul á það að meðlimir allir séu miklir guðsmenn en áréttar að þeir hafi ekki viijað gera hljóm- sveitina að trúboðstæki. „I textunum erum við einfaldlega að syngja um það sem okkur er kærast. Við sáum enga ástæðu til að vera að blása það út hvar einstakir meðlimir standa í einhverri lífsspeki. Við viljum eðli- lega að tónlistin tali sínu máli því að hér er það hún sem skiptir höfuð- máli.“ Hljómlist eður svartigaldur? Eflirköstin af Utangarðsmönnum í BANDARÍKJUNUM voru það Ramones. í Bretlandi voru það Sex Pistols. Hér á landi voru það Utangarðs- menn. Þrátt fyrir að stöku sveitir hafi verið búnar að gæla við nýjasta, og hiklaust róttækasta form rokksins til þessa, pönkið, voru það Utangarðsmenn sem keyrðu það hvað miskunnarlausast inn í vitund landsmanna og voru þeir óskoraðir leiðtogar íslensku pönksenunnar í þann stutta tíma sem sveitin starfaði. ÞUNGAROKKIÐ hefur alla tíð verið unglingum á öll- um aldri hugleikið. Form þess eru ótal mörg, t.d. naut dauðarokksafbrigðið ómældra vinsælda á fyrri hluta síðasta áratugar. Þegar þær vinsældir tóku að dala um hann miðjan hófu þeir sem una sér ekki öðruvísi en við sterkan nið frá öfgafullu bárujárni að leita hófanna á nýj- um svæðum. Fyrir marga endaði leitin í hinni svokölluðu svartmálmsstefnu (e. black metal), sem upprunnin er í Noregi, en sveitir þær sem starfa innan þess geira velta sér mikið upp úr satanískri heimspeki og álíka viður- styggð. Skemmst er t.d. að minnast hins alræmda Norð- manns og svartmálmsgutlara Count Grishnack, leiðtoga einsmannssveitarinnar Burzum, sem var varpað í stein- inn fyrir mannsmorð og kirkjubrennur fyrir nokkrum ár- um síðan. Oft hefur þessi lífssýn svartmálmsmanna skyggt á sjálfa tónlistina, sem getur verið afar áhuga- verð, vönduð bæði og melódísk. Svartmálmsrokkið getur þó vissulega verið á stundum illa unnið drasl, þar sem sjálfri tónlistinni er fómað á altari áðumefndra hugsjóna. En nýlega hefur stefnunni þó vaxið fiskur um hrygg sem fullbúin og þroskuð tónlist- arstefna og hafa svartmálmssveitir eins og Emperor, Immortal og At the Gates verið lofaðar af tónlistar- gagnýnendum í hástert fyrir frumlega nálgun við hið sí- gilda þungarokksform. Plata Emperor frá 1994, „In the Nightside Eclipse“, þykir t.d. vera með helstu þunga- rokksverkum tíunda áratugarins. Nýlega gaf norska sveitin Ragnarok út skífuna „Dia- bolical Age“ sem er afbragðsgott dæmi um þessa fram- sæknu línu svartmálmsrokksins. Lögin era flest öll löng og sinfónísk og einkennast af tíðum taktbreytingum og flóknum hljómagöngum. Flutningur er einlægur með af- brigðum og krafturinn aðdáunarverður, minnir söngurinn einna helst á kvalaóp úr víti en textagerðin heggur eðli- lega í sama knérann og áður er getið, sungið er um allra handa illsku og ámóta djöfulgang. Það er og miður að of- beldi og önnur óáran hefur verið þessari annars athyglis- verðu tónlistarstefnu óþægur ljár í þúfu allt frá upphafi. Ef miðað er við eðli og inntak stefnunnar er þó spuming hvort hlutunum gæti nokkuð verið farið öðravísi. pyrir stuttu tilkynnti sveitin að ■ hún hygðist taka upp þráðinn að nýju, henda öðra sinni rækilega í gang og spila á nokkram hljómleik- um í sumar. í tengslum við þessa endurkomu hefur svo verið gefin út tvöfóld safnplata, „Fuglinn er flog- inn“, sem hefur að geyma nokkrar gersemar úr smiðju félaganna. „Platan er bara þrusugóð!" segir vígreifur Mike Pollock. „Nú er líka í fyrsta skipti hægt að nálgast þröngskífumar okkar tvær, „Rækju-reggae“ og „45rpm“, sem hafa verið ófáanlegar um margra ára skeið“. Einnig er á plötunni áður óútgefið lag, „915 connection in Berlin“, sem er ensk útgáfa lagsins „Sambönd í Berlín“, þannig að pakk: inn allur er hinn myndarlegasti. „I þetta sinnið fylgdumst við grannt með öllum framgangi,“ segir Mike. „Við völdum lögin sjálfir og sátum eftlr Magnús Thorodsen sveittir yfir öllu ferlinu. í bækl- ingi plötunnar má svo fmna skemmtilegan inngang eftir Rásar 2 mann- inn Óla Palla, og einnig rifjaði ég sjálfur upp hitt og þetta sem tengist hverju lagi fyr- ir sig.“ Eins og sönnum rokkhetjum sæmir endaði samstarf Utangarðs- manna með miklum látum. Sveitar- menn voru metnaðargjarnir, örir og ungir og orkan sem bæði Mike og Bubbi bjuggu yfir var hættulega mikil eins og átti eftir að koma í Ijós. Þegar Mike er spurður að því hvem- ig það sé að vinna aftur með baráttu- bróðumum Bubba lýsir hann endur- fundunum sem ánægjulegum. „Bubbi hefur aldrei verið betri Bubbi og það hefur verið gott and- legt ferli fyrii- okkur alla að vera að vinna að þessu. Ef eitthvað ósætti hefur verið í gegnum tíðina hefur apama niður hurðina. lofi í gegnum tíðina. „Jú, maður hef- ur svo sem verið neyddur til að horfa á þessa staðreynd," segir Mike grallaralegri röddu en bætir við öllu alvarlegri í bragði: „Staðreyndin er þó sú að hér var ein stór eyðimörk áður en við byrjuðum. í eðli sínu er rokkið fremur staðlað form og aðal- málið var að hleypa nýjum anda inn í það sem við og gerðum, spörkuðum niður hurðina ef svo má segja. Við státuðum auk þess af frábæram textasmið sem söng um eitthvað sem var raunveralegt, eitthvað sem skipti máli. Áhrif Utangarðsmanna era því sannarlega langvarandi. Við kveiktum bál sem brennur enn.“ það allt bráðnað í burtu í þessu verk- efni.“ „Nú viðgangast líka allt önnur vinnubrögð en vora forðum og við höfum reynt að vanda okkur við þetta. Umhyggjan er til staðar, það er ekki lengur: „1, 2, 3, let’s go and we dont give a f*** about anything else,“ segir Mike í gegnum miklar hláturrokur. „Krafturinn er þó til staðar eins og áður og það er það sem skiptir mestu.“ Utangarðsmenn era, að öðram sveitum ólöstuðum, líklega ein áhrifamesta hljómsveit íslenskrar rokksögu og það er ekki að ósekju að hún hafi verið hlaðin gegndarlausu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.