Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ólíklegt að repúblikanar nái aftur tangarhaldi á Kaliforníu á næstunni Iimflytjendur höfðu af þeim höfuðvígið Kalifornía var til skamms tíma öruggt vígi repúblikana, en nú hafa demókratar töglin og hagldirnar í ríkinu. Astæðan er meðal annars sú, að kjósendahópurinn í Kaliforníu hefur breyst verulega á undanförnum ár- um. Nú eru þar stórir hópar spænskumæl- andi fólks, aðallega frá Mexíkó, en mikill fjöldi hefur einnig flust þangað frá Asíu. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að repúblikanar hafí ekki náð að sannfæra tessa hópa um ágæti stefnu sinnar og raun- ar gert ýmislegt til að hrinda þeim frá sér. NIÐURSTÖÐUR manntals í Kal- iforníu voru birtar þriðjudaginn 29. ágúst og þá kom í ljós að breytingarnar eru miklar frá því fyrir einum áratug. A þessu tíma- bili hefur íbúum ríkisins fjölgað úr tæpum 30 milljónum í rúmlega 33 milljónir. Hvergi í Bandaríkjunum fjölgaði spænskumælandi íbúum og fólki af asískum uppruna jafn- mikið og í Kalifomíu á þessum áratug. Spænskumælandi eru nú 10,5 milljónir, samanborið við 7,7 milljónir fyrir tíu árum, sem er 36,4% aukning. Fólki af asískum uppruna fjölgaði um nær 37%, úr nærri þremur milljónum í rúmlega fjórar. Bándarískum indíánum og inúítum frá Alaska fjölgaði um 9,4% og svörtum um 8,7%. Á sama tíma fækkaði hvítum (öðrum en spænskumælandi) úr 17,9 milljón- um árið 1990 í 16,5 milljónir á síð- asta ári. Þeir eru nú 49,8% íbúa ríkisins, í stað 57% fyrir áratug, og er þetta í fyrsta skipti sem sá hóp- ur er í minnihluta í ríkinu. Allt bendir til að þessi þróun haldi áfram. Hluti nýrra íbúa Kaliforníu streymir á hátæknisvæðin í Silicon Valley og Seattle, en fjölgunina má þó að mestu rekja til innflytjenda frá Mexíkó og Asíu, sem fengu rík- isborgararétt á síðastliðnum ára- tug. Þessir innflytjendur hafa flestir fengið maka og ættingja til sín frá heimalandinu, auk þess sem samningurinn um Fríverslun- arsamtök Norður-Ameríku, NAFTA, veitti mörgum heimild til að flytja tímabundið til Bandaríkj- anna til starfa, en sá hópur er tal- inn með í manntalinu. Þessir nýbúar láta sífellt meira að sér kveða í kosningum og eiga æ meiri möguleika á að ráða þar úrslitum. Bandaríska manntals- skrifstofan áætlar að fólki í þess- um hópum muni fjölga um 90% á næstu hálfu öld og verði þá saman- lagt um helmingur bandarísku þjóðarinnar. Að aðeins 6 árum liðnum er áætlað að þriðjungur Kaliforníubúa verði af mexíkósku bergi brotinn. Áfall reþúblikana Til skamms tíma gátu repúblikanar gengið að atkvæðum vísum í Kaliforníu. Frambjóðendur flokksins hömruðu oftar en ekki á nauðsyn þess að taka hart á glæp- um, lækka skatta og koma í veg fyrir að fólk misnotaði félagslega kerfið. Þeir áttu sér trygga fylgis- menn í suðurhluta ríkisins, enda var norðurhlutinn þá nokkuð sér á parti, með frjálslyndari viðhorf fólks í San Francisco, Berkeley og víðar. Repúblikanar voru oftast ör- uggir með annað tveggja öldung- ardeildarþingmannssæta ríkisins, ríkisstjórinn kom úr þeirra hópi í 24 af síðustu 32 árum og forseta- frambjóðendur flokksing áttu ekki í vandræðum með að næla sér í 54 kjörmenn ríkisins. í kosningurh í ríkinu fýrir tveim- ur árum fengu repúblikanar hins vegar versta skell sem þeir höfðu upplifað í ríkinu í 40 ár. Frambjóð- andi þeirra til embættis ríkisstjóra tapaði með 20% mun fyrir fram- bjóðanda demókrata og þeir misstu öldungardeildarsæti sitt til demókrata, sem nú ráða báðum þeim sætum. Ýmsar skýringar voru á lofti eft- ir hrunið hjá repúblikönum árið 1998. Kjósendur þeirra höfðu t.d. margir setið heima á kjördag, sem oftast er fremur vandi demókrata. íhaldsmennirnir fóru einfaldlega ekki úr húsi, á meðan minnihluta- hópar fjölmenntu á kjörstað. Frambjóðendur repúblikana þóttu hafa verið með eindæmum litlausir og leiðinlegir, á meðan demókratar fylgdu fast eftir sigri Clintons í ríkinu tveimur árum áður, tóku upp þann sið repúblikana að boða hertar aðgerðir gegn glæpum og höfðuðu til kjósenda með loforðum um átak í umhverfísmálum og í skólamálum. Þrátt fyrir að Clinton væri á þessum tíma í miðju Mon- icu-hneyksli vann sú staðreynd fremur gegn repúblikönum, þar sem kjósendum ofbauð atgangur- inn gegn forsetanum. Munurinn á kosningabaráttu flokkanna þá sást meðal annars á því, að demókratar drógu í land með yfirlýsingar sínar gegn dauða- refsingum, sem meirihluti kjós- enda er fylgjandi, en repúblikanar héldu fast við stefnu sína gegn fóstureyðingum, sem höfðaði lítt til meirihluta kjósenda. Þessi saga endurtók sig víðar um Bandaríkin. Ýmsir fræðingar lögðu þá mat á stöðuna, til dæmis var haft eftir Ronald Wajters, pró- fessor í stjórnmálasögu við Mary- land-háskóla, að kosningarnar hefðu verið mjög sögulegar. Hann benti á, að það hefði aldréi gerst áður á öldinni að flokkur í minni- hluta á þingi næði að vinna á í kosningum á miðju kjörtímabili fórseta og það mætti eingöngu rekja til minnihlutahópa. Kosning- arnar myndu hafa varanleg áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum. Vopnin snerust í höndum repúblikana Eins og gefur að skilja spá Kal- iforníubúar mikið í spilin fyrir for- setakosningamar. Ríkið er næst- um jafnfjölmennt og Texas og New York ríki samanlagt, en núna er það vígi demókrata, ekki repúblikana. Demókratar eiga báða öldungadeildarþingmenn rík- isins, auk ríkisstjórans og halda öruggum meirihluta í báðum deild- um ríkisþingsins, með 48 af 80 þingmönnum og 25 af 40 öldunga- deildarþingmönnum. Kjósendur eru sælir með sinn hlut, enda blómstrar efnahagur þeirra og fáir efast um að menningarleg og efna- hagsleg áhrif Kaliforníu eru mikil. Þar þarf ekki að líta lengra en til tæknifyrirtækjanna í Silicon Vall- ey eða kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood. En hvers vegna hafa repúblikanar ekki náð að telja minnihlutahópa á sitt band? Hérna áður fyrr, fyrir um 20 árum, áttu þeir reyndar ágætu fylgi að fagna meðal fólks frá Mexíkó og Asíu og fengu oftar en ekki um helming at- kvæða þeirra. Tíu árum síðar var hins vegar skollin á kreppa í Kalif- orníu, með slæmu efnahagsástandi og tilheyrandi atvinnuleysi. Inn- flytjendur urðu blórabögglar; þeir voru að taka vinnuna frá heima- mönnum og börnin þeirra voru baggi á rándýru skólakerfinu. Ólöglegir innflytjendur voru vissu- lega margir, en miðað við tíðar- andann á þessum árum hefði mátt ætla að allir innflytjendur væru ólöglega í ríkinu. Utlendingahatrið, því vart verð- ur þetta kallað annað, braust með- al annars fram í því að repúblika- nar lögðu fram tillögu um að börnum ólöglegra innflytjenda skyldi tafarlaust vísað úr kaliforn- ískum skólum. Ríkisstjórinn, repúblikaninn Pete Wilson, fann að tillagan átti góðan hljómgrunn meðal kjósenda og gerði hana að helsta kosningamáli sínu. Það tókst svo vel að hann hlaut örugga kosningu, en tillagan féll hins veg- ar um sjálfa sig þegar dómstólar úrskurðuðu að hún gengi í ber- högg við stjórnarskrá Bandaríkj- anna. Því miður fyrir repúblikana kom sá úrskurður ekki í veg fyrir að þeir héldu svipuðum sjónarmið- um mjög á lofti á næstu árum, sem hafði þau áhrif að innflytjendur snerust öndverðir gegn þeim og virðast alls ekki tilbúnir til að fyr- irgefa þeim á næstunni. Og það er slæmt fyrir repúblikana þegar hin- ir fyrrum ólöglegu innflytjendur eru orðnir ríkisborgarar með kosningarétt. George W. Bush á þó kannski möguleika á að vinna einhverja þessara kjósenda á sitt band. Eftir ríkisstjórakosningarnar í Texas árið 1998, þar sem hann vann með yfirburðum, var til þess tekið hve Reuters Forsetaframbjóðandi repúblikana, George W. Bush, ræðir við kjósend- ur um stefnu sina í menntamálum. vel honum hefði tekist að ná til spænskumælandi innflytjenda í ríkinu, þrátt fyrir að þurfa að burðast með innflytjendapólitík flokks síns. Reyndar sagði Larry Sabato, prófessor í opinberri stjómsýslu við Virginia-háskóla, eftir þær kosningar að þeir bræð- ur, George og Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, væru nýju leiðtogarnir í repúblikanaflokknum, því þeir hefðu áttað sig á nauðsyn þess að teygja sig í átt til þessara kjós- enda. Það væri bara óskandi að flokkurinn hefði vit á að fylgja for- dæmi þeirra. Skiptir Kalifornía máli? Repúblikanar eru líklega ekki enn búnir að jafna sig á áfallinu í Kaliforníu fyrir tveimur árum. Fylgismenn þeirra telja þó sumir að ríkið skipti ekki eins miklu máli og margir halda fram. Forsíðu- grein vikuritsins The Weekly Standard 31. júlí sl., sem fylgir repúblikönum að máli, bar fyrir- sögnina California doesn’t matter, eða Kalifornía skiptir ekki máli og bar nokkurn keim þess að sárin hafa ekki gróið. Þar er að vísu við- urkennt að ríkið sé of stórt til að teljast til pólitískra útkjálka, en áhrif þess séu hverfandi og muni áreiðanlega halda áfram að minnka jafnt og þétt. Ein ástæðan sé sú, að ríkið sé ekki lengur þverskurður af bandarísku þjóðlífi, vegna fjölda innflytjenda, auk þess sem ýmislegt hafi látið þar á sjá, til dæmis skólakerfið. Greinarhöfundur, Fred Barnes, segir að Kalifornía hafi vissulega yfir 54 kjörmönnum að ráða, eða fimmtungi þeirra 270 sem fram- bjóðendur þurfa að tryggja sér til að hreppa forsetaembættið. Miðað við fylgi frambjóðendanna í hinum ýmsu ríkjum geti Bush náð kjöri án þess að sigra í Kaliforníu, en Gore þurfi hins vegar nauðsynlega á sigri þar að halda, eigi hann að eiga möguleika. I greininni er fjallað um mögu- leika Bush til sigurs í Kaliforníu í nóvember. Greinarhöfundur segir að það gætu verið mistök fyrir Bush að leggja áherslu á kosninga- baráttu í ríkinu. Bob Dole hafi eytt miklum kröftum og enn meiri fjár- munum í vonlausa baráttu við Clinton þar árið 1996, í stað þess að beita sér í Pennsylvaniu, þar sem hann hefði átt raunhæfa möguleika á sigri. Bush er hins vegar ekki á því að gefa A1 Gore ríkið eftir baráttu- laust og í greininni er vísað til repúblikana, sem telja að þróunin í Kaliforníu gæti alla vega snúist þeim í hag, nái Bush kjöri sem for- seti. Þá muni flokkurinn þar vakna til þróttmikils lífs á ný. Leiðtoga- fundur S-Ameríku ALBERTO Fujimori, forseti Perú, Fernardo Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, og Gustavo Noboa, forseti Ekvador, sjást hér við upphaf síðari dags leiðtogafundar ríkja Suður- Ameríku sem lauk í Brasihu í gær. Á fundinum hittust leiðtogar tólf ríkja álfunnar til að ræða um ýmis málefni ríkja sinna. Meðal um- ræðuefna voru meðal annars lagn- ing þjóðvega og járnbrautarteina, brúarbyggingar, bætur á sam- skiptakerfum og hvernig rfkin mættu auka samvinnu sína í efna- hagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.