Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 10
iOC Stafróf lífsins MORGUNBLAÐIO LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Fjárhagslegi þátturinn Miklir munir FrRIR um áratug var hleypt af stokkunum svonefndri Gena- mengisáætlun, Human Gen- ome Project (HGP), í Banda- ríkjunum og var um samvinnu- verkefni milli nokkurra háskóla- stofnana að ræða en einnig átti Sanger-tilraunastofnunin undir for- ystu Johns Sulstons í Bretlandi af- drifaríkan þátt í starfinu og nokkrar þjóðir að auki lögðu fram Sinn skerf. Markmið áætlunarinnar voru að rað- greina genamengi mannsins og leggja þannig grunn að frekari fram- förum í líffræði og læknavísindum. Margir álíta að 21. öldin verði öld líf- fræðinnar, svo margt sé framundan á því sviði næstu áratugina. Fyrsti forstöðumaður Genameng- iíSáætlunarinnar, Nóbelsverðlauna- hafinn James D. Watson, var drif- fjöðrin sem dugði til að sannfæra stjómmálamenn. Þeir veittu fé í verkefnið, ekki síst vegna þess myndugleika sem hann hafði. Wat- son hafði ákveðnar skoðanir á því hvemig gera bæri hlutina og lagði t.d. áherslu á að margar stofnanir og þjóðir tækju þátt í starfinu, þannig skapaðist samkeppni um árangur. Jafnframt að.niðurstöður rannsókn- anna yrðu birtar jafnóðum eins og •^rt var síðar en ekki reynt að leyna þeim eða græða fé á einkaleyfum. Slíkar hömlur á nýtingu upplýsing- anna voru eitur í hans beinum, þær myndu draga úr vexti og viðgangi vísindanna. Einnig lét hann veita mikið fé í rannsóknir á ýmsum lagalegum og siðferðislegum þáttum á því sem gerast myndi þegar genamengis- kortið yrði reiðubúið upp úr 2000. hags- íhúfi Og fyrir tveim áram fékk HGP svo keppinaut í einkafyrirtækinu Celera Genomics sem beitti öðram aðferð- um við að greina genamengið, basa- raðirnar svonefndu. Talsmaður þess, sem einnig er snjall vísindamaður, er Craig Venter sem hafði hins vegar allt aðra skoðun á einkaleyfismálum en talsmenn HGP. Hinir síðar- nefndu fengu svo fyrr á þessu ári ráðamenn í Bandaríkjunum og Bret- landi til að samþykkja að genakortið skyldi vera öllum opið á Netinu. Einkaleyfi og hagnaður Bráðabirgðasátt náðist um að HGP og Celera myndu gefa út sam- eiginlega yfirlýsingu 26. júní sl. um að þau hefðu lokið við frumgerð að genamengiskortinu. En deilurnar um einkaleyfi á genahlutum eða nýt- í Leít aá eríiaiykliij rnannsins 0 Frumukjarni inniheldur 23 litningapör. Litningarnir stjórna framleiðslu prótínanna. 0 Litningur er gerður úr tveimur löngum og snúnum DNA-þráðum. I þeim eru allar upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna líkams- starfsemi hennar. Litningar skiptast upp í starfseiningar sem kallast gen. (hverri frumu mannsiíkamans er talið að séu um 50-100 þúsund gen. □ Gen ákvarðar mannleg einkenni, s.s. hæð, augnlit eða mótstöðu gegn sjúkdómum. Fyrir eiginleika eins og t.d. rautt hár eða blá augu þarf 2-3 gen. Grunneining genanna kallast núkleótíð, og er gert af einum pentósa (5C-sykri), einum niturbasa og einni fosfórsýrusameind. 0 Núkleótíð eru fernskonar að lögun, A, C, G og T (skammstafanir fyrir nitur- basana adenín, cýtósín, gúanin og týmín). Genamengi mannsins samanstendur af um 3 milljörðum núkleótíða. Nútíma erfðatækni gerir vísindamönnum kleift aö ráða í örlitla hluta DNA-sameindarinnar, og breyta þeim. Hér fyrir neðan gefur að líta hvernig líkama manns er stjórnað. □ Mannslíkaminn hefur að geyma um 75 milljón milljónir frumna. Prótín ákveða byggingu og hlutverk sérhverrar frumu. Hein^NaíkxTalAcademycrfSciences KRTN PressLink Starfsmaður genarannsóknafyrirtækisins Celera Genomics í Bandaríkjunum með glerplötur sem hafa að geyma £. co/r-bakteríur. Þær eru notaðar við raðgreiningu á genamengi. Celera er einkafyrirtæki og keppti við liðsmenn Genamengisáætlunarinnar, HGP, sem opinberar stofnanir nokkurra þjóða standa að, um að verða fyrri til að Ijúka frumgerð að korti yfir genamengi mannsins. Vopnin voru slíðruð í sumar. ingu þeirra getur varla talist leyst. Og sumir heimildarmenn segja að ein stétt manna eigi eftir að bragg- ast vel þegar afar flókin dómsmál hefjist vegna þúsunda einkaleyfa á genum sem sótt hefur verið um, að- allega í Bandaríkjunum: Lögfræð- ingarnir. Celera og fleiri líftæknifyrirtæki krefja viðskiptavini sína um greiðsl- ur fyrir nýtingu á genaupplýsingun- um en margir efast um að rétt sé að líta á upplýsingamar á sama hátt og nýja gerð af lyfi eða málningu. Mun- ur sé á uppgötvun og uppftnningu, aðeins hið síðamefnda geti verið einkaleyfishæft. A móti er spurt hvemig eigi að fjármagna rannsókn- imar ef ekki með einkaleyfum sem þar að auki gilda að jafnaði aðeins takmarkaðan tíma. Eigi ríkisvaldið eitt að geta staðið í slíkum fram- kvæmdum? Miklir peningar era í húfi í þess- um rannsóknum. Þannig hefur tölvufyrirtækið Perkin-Elmer, móð- urfyrirtækin Celera og framleiðandi tölvanna sem Celera notai-, hagnast mjög á þeim glæsilega árangri sem náðist með ofurtölvunum 300 er braddu basaraðir genamengisins og hafa sennilega verið eitthvað á und- an opinbera stofnunum í HGP-sam- starfinu.- Að sögn Venters kemur til greina að Celera, sem þegar er orðið millj- arða virði í dollurum talið á verð- bréfamörkuðunum, fari sjálft út í lyfjagerð. En mestan áhuga hefur Venter sýnt á því að hefja leitina að prótín-hlutum sem valda sjúkdóm- um. Á því sviði segja sérfræðingarn- ir að verði aðalverkefnið næstu ára- tugina. Genamengiskortið sé fyrst og fremst grandvöllur til að að standa á í því starfi sem ekki er líkt við leitina að saumnálinni frægu í heysátunni. Leitin sé miklu erfiðari. Heilsan og gæsla hennar hefur um aldir verið lifibrauð lækna en annars ekki sérlega gróðavænleg. Nú er öldin önnur. Lyfjafyrirtæki hugsa sér gott til glóðarinnar ef spárnar um að hægt verði búa til fjölda nýrra lyfja með aðstoð erfðafræðinnar rætast. Þau hafa því mörg fjárfest beint og óbeint í líftæknifyrirtækj- um eða hafið við þau samvinnu um að nýta niðurstöður erfðarannsókna til að framleiða lyf, eins og þekkt er hér á landi í samvinnu íslenskrar erfða- greiningar við lyfjafyrirtækið Hoff- mann La Roche. ■ Útlimir ræktaðir í tilraunaglasi Froskar á Ijúfum vordegi. Japanskir vísindamenn hafa ræktað froskaeyru og -augu með því að klóna fósturvísa. ÁRIÐ 1999 voru að mati erfðavísinda- manna gerðar merk- ar uppgötvanir á sviði svonefndra stofnfrumna en það eru frumur sem hafa þann hæfileika að geta þróast og breyst í sérhæfðar frumur er mynda ákveðna vefi og líffæri, til að mynda hjarta, húð, vöðva eða auga. I læknavísindum sjá menn ekki síst fyrir sór að hægt verði að hjálpa fólki sem hef- ur misst líffæri eða jafnvel útlim. I Bandaríkjunum mun þegar vera byrjað að rækta húðfrumur til lækninga og eru notaðar húð- frumur úr þeim sem ætlunin er að hjálpa, t.d. manni með bruna- sár. f stað þess að smíða gervi- fætur á fórnarlömb jarð- sprengna myndu menn rækta stofnfrumu sem fengi fótinn til að vaxa á ný í tilraunaglasi og síðan yrði hann festur á. Lxk- aminn myndi ekki hafna þessum „aðskotahlut" vegna þess að frumurnar í vef fótarins yrðu búnar til með því að klóna frum- ur úr viðkomandi einstakiingi, yrðu af sama stofni. Fullyrt er að þegar hafi verð gerð tilraun til að láta manns- eyra vaxa á mús og það tekist. Síðar mun koma í Ijós hvort einnig tekst að láta það vaxa á mann sem misst hefur eyra. Jap- önskum visindamönnum tókst að búa til í tilraunaglasi frumur sem mynda augu og eyru í froski. Mestur vandinn mun vera sá að átta sig á því hvaða efna- fræðilegar aðstæður þurfa að vera í glasinu til að fruman breytist í eina átt fremur en aðra, verði auga en ekki eyra eða eitthvað annað. Einng er hægt að nota frumur úr fósturvísum. Ákveðin þátta- skil urðu í deilunum um klónun á fósturvísum í ágúst en þá var ákveðið í Bretlandi og Banda- ríkjunum að leyfa takmarkaðar tilraunir á þessu sviði. Nota verður frumur úr fóst- urvísum til að klóna stofnfrumur úr mönn- um en margir hafa beitt sér gegn því, einkum á siðfræðileg- um forsendum. Þeir segja að erfðaefni úr fósturvísi sé manrilcgt líf sem ekki sé verj- andi að nota eins og hvert annað hráefni sem sfðan sé eytt þeg- ar tilrauninni er lokið. Auk þess sé með slík- um hugmyndum verið að ryðja brautina fyrir að menn verði klónað- ir, þ.e. búnar til ná- kvæmar, líffræðilegar eftirmyndir af einstaklingi eða hlutum úr honum. Mikið er nú þegar um ólögleg viðskipti með einstök líffæri til ígræðslu og þau jafnvel seld á svörtum markaði í þriðja heim- inum. Er því ljóst að freistingin væri mikil að fara að framleiða líffærabirgðir. Auðugt fólk gæti þá átt vara-Iifur, vara-hjarta og vara-nýru á lager og látið græða í sig ef eitthvað færi úrskeiðis síðar á ævinni. En stjórnir þeirra Clinton og Blair komust að þeirri niðurstöðu að ávinn- ingurinn af tilraununum fyrir læknavísindin væri meiri en svo að hægft væri að banna al- gerlega notkun á fósturvísum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.