Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 11
Stafróf lífsins MORGUNBLABIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 CIL Ymis viðhorf í öllu sem gert er verður að bera virðingu fyrir manneskjunni Sigurður Kristinsson er doktor í heimspeki frá Cornellháskóla í Bandaríkjunum. Hann var lektor við Missouriháskóla þar í landi í nokkur ár en er nú kominn heim um sinn og tekinn til starfa við Háskólann á Akureyri, þarsem hann mun dvelja a.m.k. næsta vetur. andi einstakling? Þú berð ekki sér- lega mikla virðingu fyrir sjúklingi með því að gera á honum prófanir og segja honum síðan að hann hafi tölu- verðar líkur á að fá heilablóðfall eða ristilkrabbamein, en því miður sé ekkert sem hægt sé að gera til að minnka líkumar. Slík vitneskja er væntanlega gagnslaus fyrir sjúkling- inn, og myndi eflaust skapa honum áhyggjur og gæti þannig gert illt verra. Og hvað ef við genarannsókn kemur í ljós, að barn er rangfeðrað? Hvað á að gera með þær upplýsing- ar? Segjum að þetta sé gamalt fjöl- skylduleyndarmál; á að segja barn- inu þáð eða ekld? Eða á það heimtingu á að vita það, eða ekki? Vitneskja getur þannig verið tví- eggjuð. Þess vegna eru menn farnir að ræða um réttinn til þess að vita og réttinn til þess að vita ekki.“ Vantar öfluga erfðaráðgjöf Hvað á að gera í því? Á að skylda fólk til að hlusta á niðurstöðurnar, eða á að virða kröfu einstaklingsins um að vera laus við að vita niður- stöður einhvers prófsins? „Enn sem komið er hefur megin- stefnan verið sú, að því er ég best veit, að láta þetta að miklu leyti í hendur sjúklingsins, að ákveða að vita eða vita ekki,“ segir Sigurður. „Sú aðferð leysir þó ekki allan vanda, því stundum má færa rök fyrir því að sjúklingi beri siðferðileg skylda til að komast að hinu og þessu. Ég nefni sem dæmi Huntingtonssjúkdóminn, sem leggst á miðtaugakerfi fólks á miðjum aldri. Ef þú ert með viðkom- andi gen, þá er öruggt að þú fáir sjúk- dóminn og 50% líkur á því að barnið þitt fái sjúkdóminn. Segjum að þú sért ung manneskja og sért að fara að stofna fjölskyldu, og þú vitir að Morgunblaöiö/Amaldur Sigurður Kristinsson er heimspekingur að mennt og starfar við Háskólann á Akureyri. þessi gen eru í fjölskyldunni hjá þér, ber þér siðferðileg skylda til að at- huga með þig? Og segjum að þungun eigi sér stað, er þá siðferðileg skylda að láta gera slíkt próf á fóstrinu? Áð- ur en slík tækni og vitneskja kom til var maðurinn stikkfrí, þetta var í hendi guðs eða örlaganna, en ný tækni og nýir möguleikar á vitneskju geta lagt fólki nýjar skyldur á herðar. Fólk varkárt þegar kemur að erfðaprófum Vegna þessa alls er nauðsynlegt að það haldist í hendur, að um leið og sí- fellt ný próf verða til, verði komið á fót öflugri erfðaráðgjöf; að þessu verði ekki bara kastað inn í heilbrigð- isþjónustuna og látið reka á reiðan- um með það hvemig á að taka á þessu faglega. Hlutverk erfðaráðgjafans er gífurlega mikilvægt í þessu dæmi öllu, það gefur auga leið.“ En hvað um persónuvemd? Sigurður segir að í Bandaríkjunum sé eitt stærsta vandamálið sem erfða- ráðgjafar standi frammi fyrir í raun og vem það, að fólk sé mjög varkárt þegar komi að erfðaprófum. Það spyrji sig um það, hver komi til með að fá þessar upplýsingar í hendur. Er einhver hætta á að þær komist inn í gagnabanka tryggingarfélaganna, sem atvinnurekendur koma einnig til með að hafa aðgang að? Verður þetta notað til þess að neita mér um líf- tryggingar, sjúkratryggingar og hvaðeina? Eða þá um atvinnu? Og svo framvegis. „Við könnumst öll við almenna til- hneigingu hjá sumum vinnuveitend- um að ráða helst ekki konur á barn- eignaraldri, vegna þess eins að það er ákveðin áhætta út frá viðskiptasjón- armiði. Imyndum okkur ástandið eft- ir nokki-a áratugi; þá verður hægt að sjá með einföldu genaprófi hvaða starfsmenn séu hklegir til að verða fyrirtækinu dýrari en aðrir. Hvaða tryggingar em fyrir hendi, um að þessar upplýsingar lendi ekki á þessum stöðum? í Bandaríkjunum telja margir að þessi mál séu í ólestri hvað varðar löggjöf um einkalíf fólks, ósamræmi á milli ríkja o.s.frv. Það er þess vegna ákveðin ástæða fyrir því, að bandarískir þegnar em varir um sig hvað þessi mál snertir. Og þetta á ekki einungis við um Bandaríkin, því allar aðrar þjóðir heimsins eiga eftir að glíma við þessar sömu spumingar fyrr en síðar.“ Ýmsar áleitnar spurningar Erfðavísindi nútímans vekja ýms- ar fleiri áleitnar spumingar. Sigurð- ur segir að eitt þeirra mála sem sé af- ar athyglisvert, sé spumingin um rétt foreldra til að nota hina nýju tækni til að hafa rneiri stjórn á því hvers konar börn þau eignast. „Út5*- frá siðfræðinni er auðvelt að fallast á, að komið verði í veg fyrir að bam fæðist með erfðagalla, en er réttlæt- anlegt að biðja um að bamið verði t.d. ljóshært og bláeygt, eða eitthvað svoleiðis? Eða að velja um kynið, og þar fram eftir götunum? Annað er svo spurningin um, hver eigi að skera úr um hvað erfðagalli sé. Til er dæmi um heyrnarlaust fólk, af völdum erfðavísa, sem myndi finnast það miður að bamið þeirra fæddist með heym. Ástæðan er sú, að heyrandi bam myndi ekki samlagast fjölskyld- unni og samfélagi daufdumbra eins vel. Táknmálið yrði þá fyrsta málið. Með aðstoð erfðaprófa gætu þau reynt að sjá til þess að þeim fæðist-% eingöngu heymarlaus böm. Er þetta eðlileg krafa minnihlutahóps, um að bamið fái að hafa sín einkenni, eða er þetta ósanngimi foreldra gagnvart baminu, sem hefði að mörgu leyti skerta möguleika í lífinu á við böm með fulla heyrn? Svo er það enn eitt. Eiga erfða- breytingar að einskorðast við líkams- frumur eða taka líka yfir kynfrumur? Þar er grundvallarmunur á, því erfðabreytingar á líkamsfrumunum erfast ekki yfir í næstu kynslóðir. hafa ekki áhrif á hvernig afkomendur þínir verða, ólíkt erfðabreytingum á kynfrumunum. Nútíma tækni er bundin við líkamsfrumumar, en þessi spurning á örugglega eftir að koma upp þegar fram líða stundir." Sigurð- ur segir að þessi nýju tæki, sem erfðavísindin hafa yfir að ráða, séu geysilega öflug og framtíðin komi til með að ráðast af því með hvaða hætti þeim verður beitt. „Segja má að spumingin sem menn standi frammi fyrir sé þessi: Ætlum við að vera eins og krakkar í sandkassa, en með handsprengjur í staðinn fyrir drullu- kökur, eða ætlum við að þroska með okkur hæfileika til að nota þetta skynsamlega?“ ■ Sumir eru kvíðnir Örnólf Thorlacius ætti að vera óþarft að kynna, jafn þekktur og hann er í íslensku samfé- lagi. Hann er náttúrufræðingur að mennt, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Hamrahlíð, og hefur ritað og þýtt fjölda bóka um líffræðileg efni. Ein bóka hans er um erfðafræði. HANN segir læknavísindin standa frammi fyrir nokkurs konar byltingu, í tengslum við það að nú sé verið að kort- leggja erfðamengi mannsins og sífellt meiri þekking að myndast um sam- spil gena og sjúkdóma. Gífurlega miklar rannsóknir séu framundan, en þegar sé þó komið heilmikið sem hægt sé að nota hér og nú. En þegar vísindamenn verði famir að geta spáð í erfðaefni fólks og út frá því sagt hvernig lífshlaup þess komi til með að verða, megi líta á það sem „dagbók framtíðarinnar“ fyrir við- komandi einstaklinga, og þá vakni að sjálfsögðu ýmsar spumingar. Vitneskja getur verið tvíeggjuð „Siðferði læknavísindanna snýst að miklu leyti um það að reyna að vega og meta ávinning af ýmiss kon- ar meðferð og rannsóknum á móti möguleikanum á skaða fyrir viðkom- andi sjúkling. En á sama tíma, í öllu sem gert er, verður að bera virðingu fyrir manneskjunni og sjálfræði hennar. I almennum læknavísindum hafa skapast ákveðin viðmið, en mörgum spurningum er hins vegar ósvarað hvað snertir hin nýju erfða- vísindi,“ segir Sigurður. „Dæmi um augljósan ávinning af hinni nýju tækni em fjölmörg. Hægt er að fara í próf til að athuga, hvort auknar líkur séu á t.d. brjósta- krabbameini, og reynist svo vera er e.t.v. mögulegt að gera fyiirbyggj- andi ráðstafanir. Og þannig er. það með ýmsa aðra sjúkdóma og sífellt fjölgar þeim prófum sem á boðstólum em. En spurningin er, hvort eigi að gera allt, sem getur orðið til góðs, eða hvort kannski sé réttast að draga mörkin einhvers staðar. Og þá hvar. Á að leggja fyrir fólk öll þau próf sem hugsast getur, jafnóðum og þau verða til? Og ef svo er, á þá að skýra fólki frá niðurstöðunum, og þá öllum niðurstöðum, eða bara sumum? Hlýt- ur ekki að skipta máli, hverjar niður- stöðurnar em? Verða þær ekki að hafa einhverja þýðingu fyrir viðkom- MENN hafa í þúsundir ára verið að breyta villtum dýram í húsdýr, og villtum plöntum í ræktanleg af- brigði. Að því leyti er þetta gömul saga og ósköp sakleysisleg,“ segir Ornólfur. „En þetta nýja er svolítið annað, þetta inngrip í tegundirnar, að taka gen úr einni tegund og græða í aðra. Sumir em kvíðnir, óttast að þetta kunni að vera eitthvað til að hafa áhyggjur af, að við stöndum núna eða komum til með að standa frammi fyrir ákveðnum siðfræðileg- um vanda. T.d. hefur verið rætt um klónun á fólki, og það að rækta vefi úr mönnum í einhverskonar vara- hluti, til ígræðslu og sitthvað fleira. Einnig það að flytja vefi á milli teg- unda.“ Nauðsynlegt að setja einhverjar reglur Að sögn Omólfs ber mönnum sam- an um að það þurfi að setja einhverj- ar reglur í þessu sambandi. „Árið 1975 komu reyndar vísindamenn margra þjóða saman á ráðstefnu í Asilomar í Kaliforníu og lýstu eftir siðareglum í erfðatækni. Þeir vildu stansa og hugsa sitt ráð, vom svolítið hræddir við að þeir með hinni nýju og byltingarkenndu tækni væra að leika Guð almáttugan. Sérstaklega óttuðust menn þessar rannsóknir hvað snerti mannskepnuna, óttuðust að einhveijar óeðlilegar breytingar kynnu í framtíðinni að verða gerðar á henni. En alþjóðlegar siðareglur em ekki enn fyrir hendi, þótt eflaust verði þær gerðar fyrr en seinna.“ Örnólfur segir að þessi nýja erfða- tækni hafi auðvitað bæði ljósar og dökkar hliðar, þótt menn einblíni kannski frekar á gallana og hætturn- ar. „Kostir hennar em t.d. þeir að nú getum við framleitt lyf sem erfitt eða ómögulegt var að útvega áður. Sér- staklega megum við búast við heil- miklum framföram í ónæmisfræð- um; þar verður hægt að framleiða skraddarasaumaðan mótefnisvaka. Eins er með sykursýkina; áður fyrr var notað insúlín úr dýmm, en það var alltaf eitthvað um það að menn brygðust við þessu með mótefna- myndun, þ.e.a.s. ofnæmi, vegna þess að röðin á amínósýranum í dýra- insúlíni er eilítið frábragðin því sem er í okkur. En núorðið er hægt að græða það gen, sem stjórnar fram- leiðslu á insúlíni, í bakteríur og láta þær um að framleiða mannainsúlín. Og eins er með ákveðið vaxtar- hormón, sem bara er að finna í mönn- um að því að best er vitað. Áður fyrr Örnólfur Thorlacius hefur ritað fjólda bóka um líffræðileg efni, m.a. um erfðafræði. var þetta hormón (HGH) unnið beint úr mönnum og var nothæft til síns brúks, en það var dýrt og ópraktískt, því svo mikið þurfti til. Nú er tækni- lega ekkert því til fyrirstöðu að koma þessum genum í bakteríur og láta þær um að framleiða það. Eg tel mjög vel verjandi að hjálpa þannig dvergvöxnu barni til að ná eðlilegri stærð. Hins vegar er auðvitað spurn- ing hvað á að fara langt í þessu efni, því í sjálfu sér er hægt að framleiða heilt körfuboltalið með þessu móti. Skuggahliðamar á þessu eru m.a. sýklahemaður. Núna geta menn beitt slíkum hernaði tiltölulega hættulítið, því um leið og framleiddir era sýklar til að drepa óvininn er hægt að bólusetja allan herinn gegn þeim, sem alls ekki var hægt hér áð- ur fyrr. En sem betur fer er búið að ganga frá alþjóðlegum samningi um þessi mál, sem þjóðirnar halda nokk- uð vel, að því er virðist. Það slapp nú eitthvað út af bólusóttarveira fyrir skömmu úr einhverjum birgðum í Rússlandi, en blessunarlega tókst að girða fyrir það.“ Ekkert hræddur viö erfðabreytt matvæli En hvað með erfðabreytt mat- væli? Geta þau verið mönnum skað- leg? „Ég er persónulega ekkert hrædd- ur við erfðabreytt matvæli,“ segir Ömólfur. „Mér finnst það eiginlega bara vera framhald á því sem við höf- um lengi gert. Því segja má að allur okkar landbúnaður hafi meira eða minna byggst á nokkurs konar erfða- tækni, jafnt ómeðvitaðri og meðvit- aðri. Mér sýnist ekki að það sé nein veraleg hætta á að þetta sé skaðlegt^ mönnum. Hins vegar getur stafað af þessu ákveðin hætta, ef t.a.m. erfða- breyttur gróður kemst út í lífríkið. Þetta er nokkuð sem alltaf hefur vof- að yfir. Við sjáum það t.d. í ræktun eldislaxins. Þar era menn hræddir um að ræktaði laxinn komist út í náttúrana og breyti villtum stofnum sem fyrir era. Og þetta getur auð- vitað gerst. Ameríski minkurinn er t.d. að útrýma skyldri tegund í Evrópu; hann blandast fullkomlega þeirri tegund sem fyrir er. Og það era fleiri dæmi um þetta, t.d. rauðúlf- urinn í Ameríku, sem er að renna inn> í stofna af amerískum sléttúlfum. Ég held að menn ættu að hafa meiri áhyggjur af möguleikanum á slíkum atriðum heldur en að verið sé að eitra fyrir þá með erfðabreyttum matvæl- um, því þetta gæti orðið fylgifiskur hinnar nýju tækni.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.