Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Segir Kúrsk hafa orðið fyrir tundurskeyti Moskvu. AFP. RÚSSNESKI þingmaðurinn Sergej Zhekov sagði í fyrradag að rússneski kafbáturinn Kúrsk, sem sökk í Bar- entshafi í síðasta mánuði, hefði að öllum líkindum orðið fyrir tundur- skeyti frá rússnesku beitiskipi á her- æfingu. Zhekov er í þingnefnd sem rannsakar slysið. Þingmaðurinn sagði að beitiskipið Pétur mikli hefði skotið fimm tund- urskeytum á æfingunni en aðeins fjögur þeirra hefðu fundist eftir að henni lauk. „Svo virðist sem líklegast sé að kafbáturinn hafi orðið fyrir tundur- skeytinu sem er saknað og síðan lent í árekstri við rússneskt skip þegar hann reyndi að koma upp á yfirborð- ið. Þetta skip var líklega Pétur mikli,“ sagði Zhekov í viðtali við dag- blaðið Vladívostok. Staðhæfíngunni vísað á bug Öll áhöfnin, 118 manns, beið bana í slysinu sem varð 12. ágúst. Þýska dagblaðið Berliner Zeitung Boeing 737 Fyrirmæli um nýjan stýribúnað Wíishington. Reuters. BANDARÍSKA loftferðaeftir- litið, FAA, hefur ákveðið að skylda Boeing til að gera breyt- ingar á stýribúnaði Boeing 737- farþegaþotna. Flugfélögum verður einnig gert að setja nýja búnaðinn í flugvélar sem eru nú í notkun. FAA tók þessa ákvörðun að ráði sérfræðinganefndar sem var skipuð til að rannsaka tvö mannskæð flugslys í Banda- ríkjunum á árunum 1991 og 1994. Ýmislegt þykir benda til þess að flugslysin hafi orðið vegna bilunar í hliðarstýrisbún- aði Boeing 737-þotna. Búist er við að fyrirmæli FAA taki gildi í júlí á næsta ári þegar Boeing hefur lokið end- urhönnun búnaðarins. Líklegt er að flugfélögin fái fimm ára frest til að setja nýja búnaðinn í þotur sínar. Framleiðsla Boeing 737 hófst árið 1965 og eru nú fleiri far- þegaþotur af þessari gerð í notkun í heiminum en af nokk- urri annarri. skýrði frá því í vikunni sem leið að rússneska öryggislögreglan hefði komist að þeirri niðurstöðu að kaf- báturinn hefði sokkið eftir að hafa orðið fyrir tundurskeyti frá Pétri mikla. Stjórnvöld í Kreml sögðu þá að ekkert væri hæft í frétt þýska blaðsins og talsmaður rússneska sjó- hersins, Igor Dygalo, vísaði einnig staðhæfingu Zhekovs á bug á fimmtudag. Dygalo sagði að staðhæfing Zhekovs byggðist á upplýsingum sem ekki hefðu verið sannreyndar. Ivan Shabanov, formaður rann- sóknarnefndar þingsins, neitaði að staðfesta kenninguna um tundur- skeytið. Rússneskir embættismenn hafa sagt að kafbáturinn hafi líklega sokkið eftir árekstur við erlendan kafbát, líklega bandarískan eða breskan. Zhekov, fyrrverandi liðs- foringi í rússneska kafbátaflotanum, sagði að opinbera skýringin á slysinu væri „óverjandi". „Hún er mjög hentug fyrir yfirmenn sjóhersins og hönnuði Kúrsk,“ bætti þingmaður- inn við. Zhekov sagði að ná þyrfti kafbátn- um af hafsbotninum til að hægt yrði að upplýsa orsakir slyssins til fulls en rússneska stjórnin hefur ekki enn ákveðið hvort það verði gert. Stjórn- in skýrði hins vegar frá því I gær að reynt yrði að ná líkunum úr kafbátn- um. Vladímír Úrban, hermálasérfræð- ingur fréttastofunnar AVN, lét í ljós efasemdir um staðhæfingar Zhekovs og sagði að heimildarmenn í hemum hefðu alltaf sagt að beitiskipið hefði ekki skotið neinum tundurskeytum þennan dag. „Ef Pétur mikli hefði í reynd skotið tundurskeytum þennan dag gæti ég trúað því að eitt þeirra hefði hæft Kúrsk. En það er ekki hægt að hylma yfir slíkt. Um 800 manns eru í áhöfn Péturs mikla og einhver þeirra myndi hafa ljóstrað því upp,“ sagði Úrban. Aftöku mótmælt í Róm DEREK Roeco Barnabei, 33 ára Bandaríkjamaður af ítölskum ætt- um, var tekinn af lífi í Virginíu í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Aftakan vakti mikla athygli á Italíu og efnt var til mótmæla gegn dauðarefsingum víða í landinu um það leyti sem hún fór fram. Hæsti- réttur Bandaríkjanna hafði tvisvar hafnað beiðni um að aftökunni yrði frestað þegar Barnabei var tekinn af lífi með banvænni sprautu. Barnabei var dæmdur til dauða fyrir að myrða 17 ára námsstúlku árið 1993. „Ég er saklaus af þessum glæp,“ sagði fanginn í lokayfirlýs- ingu sinni. „Sannleikurinn mun að lokum koma fram.“ Italskir stjórnmálaleiðtogar mót- mæltu aftökunni fram á síðustu stundu og dagblaðið La Repubblica birti opið bréf frá Giuliano Amato forsætisráðherra þar sem hann for- dæmdi dauðarefsingar. Andstæðingar dauðarefsinga mótmæla hér aftökunni við hring- leikahúsið í Róm. Gore og Bush ná sam- komulagi um kappræður Washington. Reuters, AFP. AL Gore og George W. Bush, forsetaefni demókrata og repúblikana í for- setakosningunum í nóvember, hafa náð samkomulagi um að etja kappi í þrennum sjónvarpskappræðum í næsta mánuði. Lítill munur er á fylgi fram- bjóðendanna samkvæmt skoðanakönnunum og talið er að kappræðumar geti ráðið úrslitum um hvor þeirra fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Sonur Suharto grunaður um sprengjutilræði Jakarta. AFP, AP. ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, fyrirskipaði í gær hand- töku yngsta sonar Suharto, fyrrum forseta landsins, í tengslum við sprengjutilræði í kauphöllinni í Jakarta á mið- vikudag. Telja margir tilræðið, sem varð 15 manns að bana, tengjast réttar- Tommy höldum yfir Su- Suharto harto. ,Á ríkisstjórnarfundi... skipaði ég lögreglu að handtaka Tommy Suhar- to í tengslum við sprengjutilræðið," hafði íréttastofa BBC eftir Wahid sem hafði áður sagst staðráðinn í að finna sökudólgana. „Ég vil að lög- reglustjórinn og ríkissaksóknari hiki ekki við að bregðast við grunsemd- um sínum, sama hver þjóðfélags- staða hinna grunuð er. Það eru eng- ar helgar kýr í þessu landi.“ Tugir slösuðust í tilræðinu á mið- vikudag, auk þeirra sem fórust, en atburðurinn átti sér stað degi áður en réttað var yfir Suharto. Eru get- gáturnar ekki hvað síst til komnar vegna þess að sprengja hefur áður sprungið í tengslum við réttarhöldin yfir forsetanum fyrrverandi. Suhar- to mætti þó ekki fyrir rétt á fimmtu- dag og segja læknar hans ástæðuna vera bágborið heilsufar hans. Hefur dómari nú fyrirskipað að Suharto skuli mæta í dómshúsið er næst verður réttað í málinu 28. þessa mánaðar. Að sögn Wahid hafa borist upp- lýsingar um að búast megi við fleiri sprengjutilræðum en stjómin hefur áður sakað andstæðinga lýðræðis- legra endurbóta í iandinu um að standa að baki ofbeldisverkum í því skyni að grafa undan stjórninni. Tommy, eða Hutomo Mandala Putra eins og hann heitir fullu nafni, er í hópi ríkustu manna Indónesíu. Hann er yngstur af sex börnum Su- hartos og efnaðist vel á valdatíma föður síns. Samkomulagið náðist á fundi full- trúa forsetaefnanna í Washington í fyrradag. Niðurstaða fundarins er sigur fyrir A1 Gore varaforseta sem hafði stutt tillögu sérstakrar kapp- ræðunefndar stóra flokkanna tveggja um að forsetaefnin efndu til þriggja 90 mínútna kappræðufunda í beinni útsendingu allra stærstu sjónvarpsstöðva Bandaríkjanna. Bush lagði hins vegar til að aðeins yrði efnt til eins slíks fundar og að forsetaefnin kæmu saman í tveimur styttri sjónvarpsþáttum, „Meet the Press“ hjá NBC-sjónvarpinu og „Larry King Live“ hjá CNN. Bush féll hins vegar frá þeirri hugmynd í vikunni sem leið þegar ljóst var að kjósendur styddu hana ekki. Enn ósamið um tilhögun kappræðnanna Samkvæmt samkomulaginu verða kappræðufundirnir haldnir 3. októ- ber í Boston, 11. október í Winston Salem í Norður-Karólínu og 17. október í St. Louis. Hver fundur á að standa í 90 mín- útur og kappræðurnar verða sýndar á öllum stærstu sjónvarpsstöðvun- um. Varaforsetaefnin eiga einnig að etja kappi á samskonar fundi 5. októ- ber í Danville í Kentucky. Paul Kirk, formaður kappræðu- nefndarinnar, sagði að eftir væri að semja um tilhögun fundanna í smá- atriðum. Nefndin hyggst einskorða fundina við þá frambjóðendur sem fá meira en 15% fylgi í skoðanakönnunum í lok september. Gore og Bush eru þeir einu sem hafa fengið svo mikið fylgi til þessa og forsetaefni tveggja smáflokka hafa leitað til dómstóla og krafist þess að fá að taka þátt í kapp- ræðunum. Dómstólarnir hafa ekki enn úrskurðað í málinu. Mikiðíhúfí fyrir Bush Flestar skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið að undanförnu, benda til þess að Gore sé nú með nokkurra prósentustiga meira fylgi en Bush. Munurinn hefur þó yfirleitt verið innan skekkjumarka. Bandaríski stjórnmálaskýrandinn George Edwards sagði að kappræð- urnar væra mjög mikilvægar fyrir Bush þar sem hann væri nú með minna fylgi en Gore og ólíklegt væri að varaforsetanum yrðu á mikil mis- tök í baráttunni fyrir kosningarnar eftir tæpa tvo mánuði. „Kappræð- urnar era því fyrsta tækifærið til að ná til mikils fjölda kjósenda og snúa vörn í sókn, sem er einmitt það sem Bush þarf,“ sagði Edwards.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.