Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leiðtogar á Vesturlöndum og Pútín, forseti Rússlands, viðurkenna Kostunica sem forseta Júgóslavíu Washington, Moskvu, Belgrad. AP, Reuters. RÍKISSTJÓRNIR víða um heim fögnuðu í gær falli Slobodans Mil- osevic, forseta Júgóslavíu, og ósk- uðu jafnframt Vojislav Kostunica til hamingju með sigurinn í forseta- kosningunum í síðasta mánuði. Hafa vestræn ríki heitið að afnema refsiaðgerðir gegn Serbíu strax eftir helgi og Rússar sneru við blaðinu og viðurkenndu Kostunica sem réttkjörinn forseta. Ekki eru þó allir Rússar sáttir við tíðindin frá Serbíu, einkanlega kommúnist- ar, og í yfirlýsingu frá kínverskum stjórnvöldum sagði, að þau hefðu „miklar áhyggjur" af ástandinu í landinu. í Kosovo lætur albanski meirihlutinn sér fátt um finnast en ljóst er, að komist á lýðræði Serbíu, mun það ekki greiða fyrir aðskiln- aði héraðsins frá Serbíu eins og Albanana dreymir um. „Milosevic hefur látið nógu illt af sér leiða: Þrjár styrjaldir og dauða tuga eða hundruða þúsunda manna; milljónir manna hafa flosnað upp frá heimilum sínum og grimmdar- verkin eru meiri en dæmi eru um síðan í síðari heimsstyrjöld,“ sagði Tony Blair, forsætisráðheiTa Bret- lands, er hann kom í opinbera heimsókn £ Póllandi í gær. „Því fyrr sem hann fer, þeim mun betra fyrir Serbíu, Evrópu og allan heim.“ Aðrir vestrænir leiðtogar hafa tekið í sama streng og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fagnaði því sérstaklega, að Rússar skyldu hafa viðurkennt Kostunica sem sigurvegara í for- setakosningunum 24. september sl. Skipbrot Pútíns ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, kom til Belgrad í gær og árnaði þá Kostunica heilla sem réttkjörnum forseta. Eru það mikil sinnaskipti því tU þessa hefur það verið afstaða Rússa, að það væri aðeins í verkahring dómstóla að skera úr um hver hefði sigrað í for- setakosningunum. Rússnesk stjórnvöld hafa verið mjög tvístígandi í málefnum Júgó- slavíu og síðast á miðvikudag ítrekaði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, boð um milligöngu milli Milosevic og stjórnarandstöðunnar í Serbíu. Þessi stefna Rússa beið skipbrot í byltingunni á fimmtudag. „Rússar höfðu spil á hendi en þeir kunnu ekki að nota þau,“ er haft eftir vestrænum sendimanni. „Afstaða þeirra var loðin, tillögurn- ar illa grundaðar og þess vegna misstu þeir af tækifærinu.“ Jevgení Volk, stjórnmálaskýr- andi í Moskvu, sagði, að um hefði verið að ræða rússneskt klúður í utanríkismálum. Með því að neita að fallast strax á sigur Kostunica hefðu Rússar virst „talsmenn hinna verstu úrhraka á sama tíma og þeir hömruðu á lýðræðisást sinni“. Rússneskir fjölmiðlar fjölluðu um málið með sama hætti í gær og sök- uðu stjórnina um að hafa ekki áttað sig á hvað var að gerast í Serbíu. „Rússar eiga á hættu að glata allri virðingu vegna þessarar heimskulegu afstöðu eða það, sem Refsiaðgerðum aflétt eftir helgi AP Fjöldi fólks safnaðist saman þegar Pavle patríarki, æðsti maður serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, söng messu til að fagna frelsun Serbíu. verra er, að þeir verði að eins konar leiksoppi í höndunum á Milosevic, sem hugsanlega á enn eftir að blása í glæður hatursins á Vesturlönd- um,“ sagði Izvestía. Rússneskir kommúnistar æfir Margir rússneskir þingmenn og sérstaklega komúnistar eru æfa- reiðir atburðunum í Serbíu. Genn- adí Zjúganov, leiðtogi kommúnista- flokksins, ságði í gær, að byltingin í Belgrad hefði verið „valdarán“, sem lyktaði af „hassi, vodka og dollurum". Þá sagði Gennadí Sel- eznjov, forseti þingsins og komm- únisti, að Rússlandsstjórn ætti alls ekki að viðurkenna þessa byltingu. „í hvers konar ríki búum við sjálfir ef við förum að viðurkenna valdar- án,“ sagði hann og bætti við, að nú hefði Atlantshafsbandalaginu, NATO, tekist það með Kostunica, sem mistekist hefði í loftárásunum á síðasta ári. Felldi þingið með miklum mun tillögu frjálslyndra þingmanna um að senda Kostunica árnaðaróskir. AP Igor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, ásamt Kostunica, á fundi þeirra í stjórnarráðinu í Belgrad í gær. Míkhaíl Kasjanov, forsætisráð- herra Rússlands, neitaði í gær, að rússneska stjórnin hygðist bjóða Milosevic hæli í Rússlandi og sagði, að beiðni um það hefði heldur ekki borist. Vladímír Jermoshin, forsæt- isráðherra Hvíta-Rússlands, sagði hins vegar, að stjórnvöld þar í landi myndu taka slíka beiðni til athug- unar kæmi hún fram. Kínverjar áhyggjufullir Kínversk stjórnvöld, sem hafa verið einna dyggustu stuðnings- menn Milosevic, sögðu í sinni fyrstu yfirlýsingu um atburðina í Serbíu, að þau hefðu „miklar áhyggjur“ af ástandinu en lögðu þó áherslu á, að þau myndu engin af- skipti hafa af því. Þó sagði, að þau „virtu ákvarðanir Júgóslava“ en án frekari skýringa. Búist er við, að utanríkisráðherr- ar Evrópusambandsríkjanna aflétti á mánudag sumum refsiaðgerðum gegn Serbíu en ekki öllum. Banni við olíusölu og við flugi til landsins verður aflétt en ekki banni við fjár- magnsflutningum og vegabréfsárit- unum. Eru síðarnefndu atriðin sögð öllu flóknari en þau fyrr- nefndu og því þurfi meiri tíma til að afnema þau. Þá verður bann við vopnasölu til Serbíu áfram í gildi en það var ákveðið af Sameinuðu þjóð- unum. Hefur verið ákveðið að bjóða Kostunica til Brussel og þeir Rom- ano Prodi, forseti framkvæmda- stjórnarinnar, og Chris Patten, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórninni, hyggjast fara til Belgrad. Sjálfstæðiskrafa Kosovo- Albana veikari en áður Eduard Kukan, sérlegur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna á Balk- anskaga, sagði í gær, að umskiptin í Serbíu myndu hafa jákvæð áhrif í Kosovo. Albanir í héraðinu vilja þó almennt ekki tjá sig neitt um at- burðina í Belgrad. Afstaða þeirra er sú, að þeim komi Serbía ekki við. Vestrænir sérfræðingar og líka Serbar í Kosovo er þó á öðru máli. Þeir fullyrða, að lýðræði í Serbíu muni veikja kröfur Albana um sjálfstæði héraðsins og jafnframt auka ítök Serba þar. Ekki má held- ur gleyma því, að það er stefna vestrænna ríkja, að Kosovo sé óað- skiljanlegur hluti af Serbíu. „Þetta gæti þess vegna hafa gerst í Rúmeníu. Þetta kemur okk- ur ekki við,“ sagði ung kona í Prist- ina og Hashim Thaci, leiðtogi Lýð- ræðisflokksins í Kosovo, sagði, að Kosovo yrði aldrei hluti af Serbíu hvernig sem stjórnarfarinu þar væri háttað. Kosovo-Serbar virðast hins vegar vera að átta sig á, að kjör Kostunica getur boðað nýja og betri tíma fyrir þá. „Milosevic virtist tilbúinn til að gleyma Kosovo og Kosovo-Serbum en fulltrúar nýju stjórnarinnar geta látið til sína taka hér. Ein- angrun okkar verður rofin,“ sagði Oliver Ivanovic, einn leiðtogi Serba í hinni skiptu borg Mitrovica. Vojislav Kostunica, væntanleg-ur forseti Júgóslavíu Þjóðernissinni sem vill náin tengsl við Evrópu VOJISLAV Kostunica, leiðtogi byltingarinnar gegn Slobodan Mil- osevic, er 56 ára gamall lagapró- fessor og eini leiðtogi stjómarand- stöðunnar, ef unga fólkið er undanskilið, sem aldrei tengdist kommúnistaflokknum á valdatíma hans. Kostunica er fæddur i Belgrad 1944, sonur foringja í júgó- slavneska hemum fyrir stríð. Las hann lög við Belgradháskóla en hann hefur verið mikill þjóðemis- sinni og andkommúnisti allt frá unga aldri. Gagnrýndi hann stjórn- arskrárbreytingar Títós harðlega og hélt því fram, að þær gerðu stöðu Serba, sem byggju annars staðar í Júgóslavíu en í Serbíu, mjög erfiða. Fyrir þessar sakir var hann rekinn úr háskólanum. A miðjum níunda áratugnum var áköf þjóðemisstefna komin í tísku meðal serbneskra mennta- manna og á þá sveifina lágðíst Mil- osevic þegar hann afnam sjálf- stjóm Kosovo-héraðs og hvatti Serba til að snúast gegn yfirvöld- um i Króatiu og Bosníu. Barðist gegn friðarsamningum Kostunica var einn af stofnend- um Lýðræðisflokksins 1992 en yf- irgaf hann vegna þess, að honum þótti hann ekki nógu þjóðemis- sinnaður. Síðar stofnaði hann Serbneska lýðræðisflokkinn og hafði þá samstarf við hinn ihalds- sama flokk Vuk Draskovic. Upp úr því slitnaði ári síðar og Kostunica var þá kominn út á jaðarinn í serb- neskum stjómmálum og að mestu áhrifalaus. Vakti hann helst at- hygli á sér fyrir að ráðast gegn hinum ýmsu áætlunum um frið og þar með Dayton-samkomulaginu um Bosniu. Kostunica sýndi stjórnarand- stöðunni litla samstöðu í mótmæl- unum gegn Milosevic 1996 og 1997 og stuðningur við hann var lítill. Var flokkur hans oft kallaður „sendibílsflokkurinn" og þá átt við, að flokksmenn kæmust allir fyrir í einum sendibil. Harðasti þjóðernissinninn Kostunica fékk annað tækifæri með Kosovo-stríðinu og vaxandi þjóðerniskennd með Serbum og ekki síst vegna þess, að aðrir leið- togar stjórnarandstöðunnar vom uppteknir af því að kljást hver við annan. Þegar Milosevic breytti stjórnarskránni í júlí sl. til að hann gæti gegnt forsetaembættinu ann- að kjörtímabil, sáu stjómarand- stöðuleiðtogarnir, að við svo búið mátti ekki standa og komu sér síð- an saman um að bjóða fram Kost- unica og einmitt vegna þess hve harður þjóðernissinni hann er. Töldu þeir, að slíkur maður ætti bestu möguleikana gegn Milosevic. Þótt Kostunica sé ákafur þjóð- emissinni, er hann mikill talsmað- ur þess, að Serbía tengist Evrópu og evrópskum stofnunum nánum böndum. Málflutningur hans er ekki alltaf sá, sem Vesturlanda- mönnum líkar best, en mestu skiptir, að ólíkt Milosevic er hann yfirlýstur lýðræðissinni. r í í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.