Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 - J—...................... MINNINGAR + Eiríkur Tómas- son var fæddur í Helludal í Bisk- upstungum 26. jan- úar 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Tómas Bjarnason frá Hólum í Bisk- upstungum, f. 18. aprfl 1884, d. 22. desember 1937, og Ósk Tómasdóttir frá Brattholti í Biskupstungum, f. 22. ágúst 1883, d. 8. aprfl 1960, og var hann yngstur níu barna þeirra. Eiríkur ólst upp hjá for- eldrum sinum í Helludal fyrstu árin en var um fjögurra ára ald- ur tekinn í fóstur af móðursyst- ur sinni, Margréti Tómasdóttur. Pabbi minn er dáinn. Þessi hljóð- láti, staðfasti maður er allur. Á sMkri kveðjustund fara margar minningar um hugann. í nær því hálfa öld hef ég áttþann að. Ég man eftir þolinmóðum tilraun- -*um hans til að kenna mér að syngja. Við systkinin sátum sitt á hvoru hné og svo var sungið og sungið. Ég minn- ist mín og Kalla bróður á hælunum á pabba í hlöðu og fjósi og á leið í fjár- húsin á Stöðlinum. Þá fengum við að leiða hann, sitt hvom lófann áttum við, en stundum þurfti hann að halda á heypoka eða einhverju öðru með sér og þá gat komið upp ágreiningur hvort okkar ætti að leiða. Pabbi jafn- aði það með rósemi sinni og jákvæði. Nú þegar ég minnist hans man ég , aldrei eftir að hann héldi fram nein- um boðum eða bönnum við okkur krakkana. En ef við urðum þess áskynja að eitthvað væri honum á móti skapi var það ekki framkvæmt. Ég held að uppeldisaðferð hans hafi einkum verið fólgin í ástúðinni sem hann auðsýndi og því að vera jákvæð fyrírmynd. Hann var í senn mjög jarðbundinn og heimspekilega hugs- andi maður. Hann var sívinnandi, aldrei var neinu frestað tfl morguns sem hægt var að gera í dag. Jörðin og búið virtust eiga hug hans og orku alla. Fyrr en varði var hann þó farinn að tengja tilveru okkar í miklu víðara samhengi og farinn að velta fyrir sér dýpri rökum tilverunnar. Heyra mátti þá að hann hugleiddi margt Jísem hann flíkaði lítt. Hundarnir hans, sem komu til hans litlir hvolpar, máttu ekki af honum sjá. Ég minnist þeirra, fyrst Snata og seinna Bokka grátandi með háum hljóðum uppi á brekkubrúninni í Mið- dalskoti þá sjaldan pabbi var af bæ og þeir gátu ekki farið með honum. Við krakkamh hentum gaman að fávisku hundanna sem vissu ekki að pabbi kæmi aftur í kvöld. En það gátu nú samt laumast tár fram í augnkrókana í grátgjamri stelpu, það var svo tóm- legt og óöruggt þegar pabbi var ekki nálægur sýslandi við bústörfin. Seinna orðin stærri minnist ég hans við heyskapinn á sumrin. Hann leiddi verkið án þess að gefa skipanir, hann vildi helst ekki að neinn flýtti sér, ef hjá því varð komist. Rigningin varð að vera komin ansi nærri til að hann tæki í mál að fresta matar- eða kaffitímum. Hann notaði skýjafarið til leiðsagnar um veðunítlit og þeim spám mátti treysta. Það var gott að vinna með pabba. Svo komu bamabörnin og hann tók þeim af sömu sérstöku ástúðinni og öðru ungviði. Ég minnist pabba lötr- andi á traktornum með barnabam i fanginu um túnin sín að líta eftir nýborna fénu að vori. „Þama labbar •afi á traktornum," sagði sonur minn. Seinni búskaparárin fóru pabbi og mamma að rækta skóg og hefta upp- blástur. Pabbi líkti sér stundum í gamni við öldunginn sem sáir til fíkju- trés þegar hann handlék smáar barr- plöntumar. En því gamni fylgdi al- vara. Allt er í raun fengið að láni sem okkur hlotnast í heimi hér og það Któmur að skuldadögunum. Pabbi rildi skila öllu í betra lagi en hann tók Þau voru mest til heimilis hjá foreldr- um hans, en voru oft í Brattholti á sumrin. Nám stundaði hann í Barnaskólanum í Reykholti í Biskups- tungum og síðar tvo vetur í Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Hann átti heima í Reykjavík í nokkur ár og stundaði ýmiss konar vinnu. Eiríkur kvæntist 1. maí 1955 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Karlsdóttur frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Hún er fædd 10. janúar 1931, og voru foreldrar hennar Sigþrúður Guðnadóttir og Karl Jónsson, bændur í Efsta- dal í Laugardal og Gýgjarhól- skoti. við því, líka jörðinni sinni. Það var fyrir tilstilli foreldra minna að litla fjölskyldan mín byggði kofa í skógræktarbrekkunni. Og nú njótum við skjóls af trjánum sem pabbi og mamma gróðursettu. Engu líkara en þau hafi séð fyrh' að þar myndum við festa rætur eins og tijáplöntumar sem þau settu þar í jörð. Laugardalurinn og fjallahringur- inn allur skörtuðu sínu fegursta í haustsólinni morguninn eftir að pabbi dó. Við þá sjón var ljúft til þess að hugsa að hann sameinast nú hinum mikla eilífa anda fjallanna og getur ferðast frjáls um öræfin sem hann þekkti og unni alla tíð. Margrét Eiríksdóttir. Afi minn var mjög góður maður. Hann vissi líka svo margt. Það kom sprunga í hjarta mitt þegar mér var sagt að nú væri stundin að koma. Ég átti margar góðar stundir með hon- um afa mínum og koma þá fyrstar í hugann minningarnar þegar hann hélt mér í fangi sér og söng fyrir mig. Ég man líka þegar ég kom ríðandi upp í Miðdalskot, amma gaf mér kók og kökur meðan afi gaf klámum hey. Hann var þannig maður, hann hugs- aði alltaf svo vel um dýrin sín. Eg hefði ekki viljað eiga neinn annan afa en hann. Ég mun sakna hans mjög mikið og vona að honum líði betur nú þar sem hann situr á himnum og fylg- ist með okkur. Elsku amma, hugsaðu vel um sjálfa þig, mér þykir vænt um þig, samúðarkveðjur til allrar fjöl- skyldunnar. Hinlangaþrauterliðin nú loksins hlaustu friðinn ogallterorðiðrótt Núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Sóley Ösp Karlsdóttir, Gunnar Lárus Karlsson, Hermann Geir Karlsson. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi bóndi í Miðdalskoti í Laugardal, lést að kvöldi 28. september og var rétt að verða áttræður. Þar féll í valinn hug- þekkur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita, var einlægur og trúr í lífi og starfi. Hann var bjartur yfirlitum og vel á sig kominn og þótti vaskur vel á sínum yngri árum. Það eru orðin mörg ár síðan Eirík- m- fór að kenna sér meins, var sem jafnvægið dapraðist, var hann þá þjáður og óvinnufær. En hann lét sig hafa það og gafst ekki upp, bjó fram yfir sjötugt. Það þvældist fyrir sér- fræðingum að skilgreina sjúkdóminn. Að lokum var það krabbamein sem varð honum að aldurtila. Það var vorið 1943, sem hjónin í Efstadal 1, Karl og Sigþrúður, fluttu austur að Gýgjarhólskoti í Biskups- tungum. Þau áttu stóran bamahóp og þetta vor fermdumst við fjögur skóla- systkini. í þeim glaða hópi var Jón, sonur þeirra hjóna og þótti okkur slæmt að missa svo gott fólk úr sveit- inni en við því varð ekki gert. Líður Vorið 1954 hófu þau Eiríkur og Guðrún búskap á hluta jarð- arinnar Brattholti og bjuggu þar til vors 1962, er þau fluttu að Miðdalskoti í Laugardal og voru þar til ársins 1996, er þau brugðu búi og fluttu að Torfholti 6 á Laugarvatni og hafa átt þar heima síðan. Börn þeirra eru fjögur: 1) Margrét, f. 31. ágúst 1954, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, sambýlismaður Einar Friðgeirsson prentari og eiga þau tvo syni. 2) Karl, f. 25. des- ember 1955, húsasmíðameistari og bóndi í Miðdalskoti, eigin- kona Margrét Lárusdóttir, bóndi og húsmóðir, og eiga þau þrjú börn. 3) Ósk, f. 24. desember 1964, húsmóðir á Laugarvatni, sambýlismaður Haraldur Har- aldsson járnsmiður og eiga þau tvö börn. 4) Eiríkur Rúnar, f. 9. aprfl 1974, húsasmiður í Reykja- vík, sambýliskona Helga Stur- laugsdóttir guðfræðingur. Utför Eirfks fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Haukadal. nú tíminn, hjónunum búnaðist vel í nýrri sveit og systkinin í Gýgjarhóls- koti fóru að láta til sín taka. Vorið 1962 losnaði úr ábúð hér í sveit jörðin Miðdalskot, þegar þau Valtýr og Sigríður fluttust til Reykja- víkur. Jörðin var þá byggð Eirfld frá Hefludal og konu hans Guðrúnu frá Gýgjarhólskoti, sem búið höfðu í níu ár í Brattholti. En betri er hálfur skaði en allur því við komu hjónanna í Dalinn endurheimtum við sveitung- amir Dúnu, er staðið hefur sem klett- ur við hlið bónda síns og með sóma, dugleg og hollráð. Á hún samúð okk- ar nú og þakkir fyrir vináttu og góð kynni. Ekki sist hefur verið ánægju- legt að hafa þau hjón hér á Laugar- vatni sl. fjögur ár, eftir að þau létu af búskap. Eiríkur Tómasson var á margan hátt sérstakur maður. Fyrstu kynni mín af piltinum voru er hann var nemandi í Héraðsskólanum á Laugarvatni árin 1939-41. Var ég þá ungur og ekki nemandi, hálfgerð- ur „messa-gutti“, mikið á ferðinni og þekkti auðvitað alla með nöfnum. Þetta var ein stórfjölskylda, mikil samheldni fólksins og hlýhugur, sem menn báru hver til annars. Mér er enn í fersku minni gamla íþróttahúsið og flest sem þar gerðist. Við krakk- arnir kúrðum á gólfinu í gáttinni inn í salinn á efra lofti og íylgdumst vel með, alveg óþreytandi. Mér eru stökkin á „dýnunni" minnisstæðust, þegar ég hugsa til Eiríks. Þá var gaman, einkum þegar eldrideildung- ar leiddu saman hesta sína. Eg gleymi ekki hve fimur Eiríkur var í „svif-stökki“, svifið var langt og gekk vel frá. Ekki varð skólagangan lengri hjá Eiríki og hann orðinn tvítugur. Slíkt nám varð að nægja, fáir áttu frekari tækifæri. Ekki réð það úrslitum með námshæfileikana, þeir urðu bara ekki nýttir, aðstæður vora ekki fyrir hendi. Eiríkur hafði góða námshæfi- leika, var vel gefmn og minnið trútt. Ættfræðina hafði hann ávallt á hrað- bergi og margir hafa borið honum vel söguna þegar rætt var um hin ólík- ustu mál. Ekki var þar komið að tóm- umkofunum. I daglega lífinu var Eiríkur hlé- drægur maður og barst ekld á. Hann gaf sig ekki mikið að félagsmálum út fyrir sína sveit, var óáreitinn og manna prúðastur. En skoðanir hafði hann vel mótaðar á flestum hlutum, ef á reyndi, en datt ekki í hug að troða þeim upp á aðra. Hann var ábyrgur og staðfastur. Og í góðu næði, þegar ysinn var úti reyndist grunnt á húmor og fólskvalausri gleði. Eiríkur í Miðdalskoti var góður og farsæll bóndi. Hann rætkaði mikil tún og var harðfylginn heyskaparmaður, fékk þó aldrei aðkeypta hjálp. Þrek þeirra hjóna og bamanna, meðan þeirra naut við, skyldi duga. Þau bjuggu með þónokkurt fjárbú og svo margar kýr og síðar geldneyti, sem mögulegt var að koma í hús. Var þó orðið mál að hyggja að útihúsabygg- ingum, þegar búskapnum lauk. Auk þessa voru til hross á bænum sem halda mætti að frekar hafi verið draumur frúarinnar. Eiríkur var mik- ið snyrtimenni, gekk svo vel um búið og landsins gæði, að eftir var tekið. Eiríkm- kaus að vera í friði heima og búa að sínu, njóta lífsins með konu sinni og bömum, sem urðu fjögur, öll vel gerð, dugnaðarforkar. Barna- bömin em sjö, kát og skemmtileg. Nutu hjónin þess innilega er þau litu inn að heilsa upp á afa og ömmu, þau hlýjuðu um hjartaræturnar er eigi mátti sköpum renna. Við kveðjum Eirík með virðingu og þökk. Biðjum Dúnu alls hins besta og allri fjölskyldunni með hjartanlegri samúð. Ester og Þorkell Bjamason. í dag er kvaddur Eiríkur Tómas- son móðurbróðfr minn. Hann var yngstur Helludalssystkinanna, bama Tómasar Bjamasonar og Óskar Tóm- asdóttur. Ég á minningai’ um Eirík frá því ég man fyrst eftir mér, smákrakki í Hefludal. Þá var hann ennþá til heim- ilis þar, ungur maður og forframaður, hafði verið á Laugarvatnsskólanum sem þótti hin ágætasta menntun þá. Einnig vann hann um skeið á tfl- raunabúinu á Skriðuklaustri í Fljóts- dal, í Reykjavík og víðar og kunni því frá mörgu nýstárlegu að segja. Það sem mér er þó minnisstæðast frá þessum tíma er hve gríðarlega listfengur hann var og hagui’ á hvað sem hann lagði hönd að. Hann teikn- aði og málaði, smíðaði og skreytti skrín og kistla. Einnig bjó hann til húslíkön úr krossviði sem vora lista- smíð. Ég gat setið endalaust og kíkt inn um gluggana þar sem gaf á að líta fullkomnar innréttingar, dúka á gólf- um og dýrindis húsgögn, allt gert úr því efni sem hendi var næst, t.d. pappa, spilum og taubútun. Lítið íverahús smíðaði hann í Helludal handa móðursystur sinni sem hafði tekið hann ungan tfl fósturs. Gamla konan dvaldi að deginum alsæl í litla, fallega húsinu sínu, sem kallað var kofinn, en bjó að öðra leyti hjá systur sinni og fjölskyldu hennar. En Eiríkur fetaði enga listamanns- slóð, heldur gerðist bóndi. Á sjö- tugsafmælinu hennar ömmu opinber- uðu þau trúlofun sína Dúna og hann. Ég man hve stoltur hann var af kær- ustunni og glóandi gullhringnum. Þau hófu búskap í Brattholti með lít- inn bústofn sem hafði vaxið og aukist veralega þegar þau nokkram áram seinna fluttust að Miðdalskoti í Laug- ardal. í Brattholti bjuggu þau í lítilli risíbúð sem Eiríkur innréttaði og bar vitni hagleik hans og smekkvísi. Eins var í Miðdalskoti, þar var alltaf verið að laga og bæta úti og inni. Þau vora alltaf samtaka hjónin um að hafa snyrtilegt í kringum sig, eins og reyndar um allt sem þau tóku sér fyr- ir hendur. Síðustu árin hafa þau búið á Laug- arvatni, en áður en þangað kom var Eiríkur farinn að kenna erfiðs sjúk- dóms, sem læknum gekk illa að átta sig á. I mörg ár var hann í rannsókn- um og oft mjög veikur. Stundum rof- aði til og vonir vöknuðu um að bót hefði fengist, en því sárari hlutu von- brigðin að verða þegar nýtt veikinda- kast brast á. Var aðdáunarvert hve æðralaus Eiríkur var í þessum erfið- leikum. Líka þessum síðustu veikind- um sem nú hafa lagt hann að velli. Eiríkur var bráðvel gefinn maður. Alltaf mátti búast við að fá hjá honum nýtt sjónarhom á menn og málefni og þótt hann ræddi málin af alvöra sá hann líka skoplegu hliðamar og gerði allt svo létt og bjart í kringum sig. Hann var afar fróður og hafði dásam- lega frásagnai’gáfu svo það var bæði gaman og lærdómsríkt að hlusta á hann. Fyrr á árum gerði hann svolítið af því að skrifa niður frásagnir af at- burðum líðandi stundar og er það með mestu ágætum fram sett. Ég orðaði það einhvem tíma við Eirík að fá að skrifa eftir honum eitt- hvað frá liðinni tíð og tók hann ekki illa í það. Ekkert varð þó úr fram- kvæmdum og nú er það of seint. Þó að vitað sé að hverju stefnir kemur það samt ætíð jafnmikið á óvart þegar fólk sem hefur verið hluti af tilveranni alla tíð kveður og leggur í hinstu för. Mér fannst Eiríkur alltaf vera svo ungur í anda, nútímamaður sem skildi gildi fortíðarinnar. Ég minnist hans með virðingu og þakk- læti fyrir allar góðu samverastund- irnar fyrr og síðar. Við Guðni vottum Dúnu og fjöl- skyldunni okkar innflegustu samúð. Inga Kristjánsdóttir. Við fráfall fólks sem maður hefur þekkt svo lengi sem minni manns nær verða ákveðin þáttaskil. Samferðinni með því lýkur og eftir standa minn- ingar sem ekki verða frá manni tekn- ai’. Þegar ég kveð Eirík föðurbróður minn situr eftir í huganum sjóður endurminninga sem ég met mikfls. Eríkur var vel lesinn maður og eft- ir því stálminnugur. Hann þekkti ætt- ina okkar að ég hygg betur en nokkur annar og fáum hef ég kynnst sem þekktu land og þjóð betur. Upp í hug- ann koma ferðalög sem við faðir minn fóram með þeim Eiríki og Dúnu. Þar ber einna hæst ógleymanleg ferð um Vestfirði sumarið 1981. Við voram öll að fara á þessar slóðir í fyrsta sinn. Það var þó engu líkara en verið væri að fara um átthaga Eiríks, svo vel hafði hann lesið sig til fyrir ferðalag- ið. Einnig minnist ég dagsferða um Kjöl, Hreppamannaafrétt, Rangár- þing og fleiri slóðir. Eiríkur sá til þess að maður var margs vísaii eftir þess- ar ferðir. Gilti þá einu hvort um var að ræða ömefni eða sögulegan fróðleik en Eiríki var auk þess gefin góð frá- sagnargáfa. Það var reyndar sama hvaða byggt eða óbyggt ból á landinu bar á góma, allt kannaðist Eiríkur vel við. Ennfremur er mér í fersku minni hlutverk Eiríks í ættarmóti sem við niðjar Óskar Tómasdóttur og Tómas- ar Bjarnasonar stóðum að fyrir tveimm’ ánim, þar var hann í lykil- hlutverki. Það verður tómlegt að end- urtaka slíkt mót án hans. Maður nag- ar sig nú í handarbökin fyrir að hafa ekki gefið sér betri tíma til að fræðast af Eiríki, slíkur hafsjór sem hann var. Eiríkur átti gott með að mynda sér skoðun á nánast hvaða málefni sem var. Hann hafði ekki alltaf mörg orð um sínar skoðanir. Hann lýsti sínum skoðunum á hnitmiðaðan og öfgalaus- an hátt og stóð fast á þeim. Einhvem veginn var það svo að hann hafði gott lag á að gera mann sammála sér. Þeim Eiríki og Dúnu búnaðist vel í Miðdalskoti. Þau vora samhent og samlynd og þeim var umhugað um velferð bama sinna. Afurðir, um- gengni og allt yfirbragð búskapar þeirra bar því gott vitni að þau vora bæði landbúnaðarmanneskjur fram í fingurgóma og vel verki farin. Þau lögðu sig fram um að láta skepnum sínum líða sem best. Einnig lögðu þau góða rækt við blómagarðinn. Þó mörgu væri að sinna höfðu þau þó alltaf tíma til að taka myndarlega á móti gestum. Þær vora ófáar heim- sóknirnar okkar í Helludal að Miðdalskoti. Það var alltaf tilhlökk- unai’efni að taka hús hjá þeim. Þær stundir liðu hratt við málefnalegt spjall og góðai’ veitingar. Þeir bræður hans, faðir minn og Steini, bára mikla virðingu fyrir þess- um yngsta bróður sínum. Ég varð þess oft áskynja sem barn að þeir tóku hann til fyrirmyndar í vinnu- brögðum sem vörðuðu búskapinn. Samskipti milli okkar og Eiríks og Dúnu vora mikil alla tíð og bar þar aldrei skugga á. Fyrir 12-13 árum byrjaði Eiríkur að kenna sér meins sem reyndist ill- skeytt og óútreiknanlegt. Það duldist ekki okkm’ sem þekktum hann að það var honum mikil byrði. En það var virkilega aðdáunaivert hvað hann tók þessum veikindum af miklum hetju- skap, það var ekki hans háttur að bama sér. Ekki þarf að fjölyrða um að jafnframt var mikið lagt á Dúnu í veikindum Eiríks, sömu sögu vai’ af henni að segja, hún stóð sem klettur við hlið Eiríks til hinstu stundar. Fyrir hönd okkar föður míns og Steina vil þakka þér, Eiríkur minn, fyrir ánægjulega og uppbyggilega samfylgd. Nú hefur þú fengið lausn frá þínum þrautum. Blessuð veri minning þín. Jafnft-amt vottum við þér Dúna mín, börnum ykkar, tengdabörnum og bamabömum okkai’ innilegustu samúðarkveðjur. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Kristófer Tómasson. • Fleirí minningargreinar um Eirík Tómasson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. EIRIKUR TÓMASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.