Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 43 Nýtt offitugen uppgötvað [erúsaleni. AP. Reuters Offituvandinn, sem líkt hefur verid við faraldur á Vesturlöndum, er nú tekinn að Iáta á sér kræla í Kína. Líkur á að unnt verði að þróa skilvirk lyf gegn þessum vanda þykja fara ört vaxandi. ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa greint nýtt gen sem stjómar matar- lyst og segja sérfræðingar að þessi uppgötvun kunni að leiða til þróunar fyrsta lyfsins, sem byggt er á geni, við offitu og sykursýki. Greg Collier, prófessor í örverufræði við Deakin- háskóla í Melbourne, uppgötvaði genið þegar hann var að rannsaka sykursýki í ísraelskum eyðimerkur- rottum. Genið eykur matarlyst hjá rottunum og er rottuafbrigði þess nákvæmlega eins og afbrigðið í mönnum. Genið, sem Collier nefnir „Beacon“ (Vitann), er þriðja genið sem uppgötvast er tengist offitu. Hin nefnast Leptín og NPy. Sir George Alberti, forseti AI- þjóðasykursýkisamtakanna, sagði að lyf byggt á Beacon gæti orðið fáan- legt fyrr en lyf sem byggja á hinum genunum vegna þess að genin í rott- um og fólki eru nákvæmlega eins. Þýði þetta að rannsóknir vegna þró- unar lyfsins taki skemmri tíma en venjulega því niðurstöður rannsókna á rottum eigi frekar við fólk. „Þetta er ákaflega spennandi þró- un. Þetta gæti verið mjög mikilvægt skref hvað varðar offitu og syk- ursýki," sagði Sir George. Fitnuðu í nýju umhverfí Collier og samstarfsfólk hans fluttu sandrottur úr Negev-eyði- mörkinni í ísrael í rannsóknarstofur í Melboume til rannsókna á syk- ursýki. I eyðimörkinni lifa rottumar á kaktusum og vom mjóslegnar og heilbrigðar. En í nýju umhverfi þar sem nóg var af mat fóru sumar þeirra að borða mikið, urðu feitar og fengu sykursýki. Aðrar borðuðu mátulega og voru áfram grannar. Þetta varð til þess að vísinda- mennirnir fóra að leita að arfbundn- um mun. Þeir tóku heilana úr rottun- um, rannsökuðu hvert einasta gen til að komast að því hvort einhver væra virkari í feitu rottunum og þá kom Beacon-genið í ljós. Gen stjóma myndun prótína sem frumur nota til að starfa, gera við sig eða verja sig og til að skipta sér. í feitu rottunum var Beacon-genið ofvirkt og framleiddi of mikið af lysthvetjandi prótíni. Þegar tekist hafði að ráða lykil gensins leituðu vísindamennimir að samvarandi geni í gagnabanka á Netinu og fundu gen úr maðki sem hafði 81% samsvörun, að sögn dr. Paul Zimmet, prófessors í sykursýki við Monash-háskóla í Astralíu, en hann tók þátt í rannsókninni. Um 800 milljóna ára þróun skilja að maðkinn og ísraelsku sandrott- una, sagði Zimmet, og bætti við að gen sem varðveitist að 81% í 800 milljónir ára hljóti að gegna veiga- miklu hlutverki. Collier leitaði síðan í upplýsingabönkum að mannagenum er kynnu að samsvara rottugeninu og kom samstætt gen í ljós í manna- kjamsýra. Beacon-genið framleiðir prótín sem örvar matarlyst. NPy virkar á sama hátt en Leptín heftir matar- lyst. í sumum offitutilfellum bregst líkaminn ekki við Leptíni. Fitnuðu um 10% á viku Collier framleiddi síðan prótínið úr Beacon-geni úr mönnum og sprautaði því í heila grönnu rottn- anna sem höfðu eðlilega virkt gen. Þær fitnuðu um 5% líkamsþyngdar sinnar á einni viku. Þegar prótínum úr bæði Beacon-geni og Npy-geni úr mönnum var sprautað í rotturnar átu þær enn meira og fitnuðu um 10% þyngdar sinnar á viku. Næsta skref, segir Collier, er að prófa virkni hundraða efna á prótínið til þess að gá hvort eitthvert efnanna geti stöðvað virkni prótínsins. Era vonir bundnar við að lyf geti komið að gagni ef genið framleiðir of mikið af prótíninu. Tilraunalyf yrðu síðan prófuð á rottum áður en þau yrðu gefin mönnum. „Það getur vel verið að þetta sé bara blaðra en þetta lítur mjög vel út samanborið við leptin og NPy vegna þess að dýrin era nákvæm eftirmynd af offitu og sykursýki í fólki,“ sagði Zimmet. Beacon-genið er að finna í litningi 19. Greint verður frá upp- götvuninni í tímaritinu Diabetes í þessum mánuði. Alþjdðleg astmarannsdkn Könnun meðal 10 ára barna ÞESSA dagana er verið að dreifa könnun á astma og of- næmissjúkdómum til 10 ára barna í öllum grunnskólum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Könnunin er liður í alþjóðlegri rannsókn á vegum ISAAC, alþjóðlegrar rannsókn- arstofnunar á astma og ofnæm- issjúkdómum meðal barna. Tíðni astma meðal islenskra barna er enn ekki fullrannsök- uð og af þeim sökum er ekki vit- að hve stórt hlutfall þeirra þjá- ist af þessum öndunarfæra- sjúkdómi. Erlendar rannsóknir hafa á hinn bóginn leitt í ljós að tíðni astma meðal bama hefur aukist hröðum skrefum og allt að því tvöfaldast í sumum löndum sl. 15 ár. Aðild íslands að verkefninu er talin afar mikilvæg. Ný rannsókn meðal fullorðinna á aldrinum 20 til 44 ára sýnir að astmi er mun óalgengari hér á landi en hjá sambærilegum ald- urshópum erlendis. Að verkefninu hér á landi standa þeir Michael Clausen og Sigurður Kristjánsson, sér- fræðingar í ofnæmissjúkdóm- um barna og unglinga, segir í fréttatilkynningu. Nýtt náttúrulyf, Modigen, komið á markað hér á landi Sagt létta á depurð og vægu þunglyndi Varað við víxlverkunum við önnur lyf Jóhannesaijurt í Grasgarðinum í Laugardal. NÝTT náttúralyf, Modig- en, kom á markað hér á landi í vikunni. Lyfið er unnið úr svonefndri jó- hannesarjurt (Hypericum perforatum) sem á enskri tungu nefnist St. John’s wort. Lyfið er sagt vinna gegn vægu þunglyndi, dep- urð og framtaksleysi og rannsóknir hafa gefið til kynna að aukaverkanir þess séu mun minni en þær sem fylgja notkun hefð- bundinna geðlyfja. Á hinn bóginn er varað við víxl- verkunum við lyf sem fylgja notkun Modigens. Jóhannesarjurt vex víða villt og hana er m.a. að finna í Grasagarðinum í Laugardal. Um er að ræða gamalþekkta lækningajurt. Hún var m.a. notúð til að reka út illa anda á miðöldum og menn höfðu mikla trú á lækningamætti hennar. Þá eiginleika átti hún að hafa öðlast er blóð úr Jóhannesi skírara draup yfir jurtina eftir að hann hafði verið tekinn af lífi. Fleiri náttúralyf en Modigen inni- halda jóhannesarjurt. Rannsóknir Umtalsverðar rannsóknir hafa farið fram á eiginleikum jurtarinnar og Modigens sem unnið er úr henni. „Ekkert náttúralyf í heimi hér hefur verið rannsakað jafn vel og Modig- en,“ segja þau Bjame Hellemann sálfræðingur og Michelle Schjorr- ing, sem starfar hjá danska fyrir- tækinu Jemopharm, er framleiðir lyfið. Þau benda ennfremur á að lyf- ið hafi verið notað í Evrópu í ein tuttugu ár og sérstaklega hafi Þjóð- verjar tekið því fagnandi. Þar í landi er notkun Modigens sjö sinnum meiri en notkun Prozacs, þess vin- sæla geðjöfnunarlyfs. Modigen getur að sögn einnig komið að notum í glímu við svefn- leysi eða svefntraflanir og Michelle Schjorring bætir við að það hafi ekki ólíka verkun og melatónín, sem al- gengt er orðið að menn noti á lengri flugleiðum til að yfirvinna þreytu og stilla af „líkamsklukkuna" eftir ferð yfir mörg tímabelti. „Við leggjum áherslu á að Modig- en er ekki lyf sem unnið getur á alvarlegu þung- lyndi,“ segir Michelle Schjorring. „Itarlegar rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að lyf- ið getur gagnast þeim sem þjakaðir era af vægu þunglyndi, fram- taksleysi og depurð.“ Bjarne Hellemann, sem rannsakað hefur virkni lyfsins, tekur í sama streng. Til séu dæmi um að lyfið hafi hjálpað fólki sem þjáist af alvarlegu þunglyndi en slíkum sjúklingum beri á hinn bóginn að beina til sér- fræðinga. Hins vegar gefi rannsókn- ir til kynna að lyfið geri gagn í um 70% þeirra tilfella þar sem það þyk- ir henta. Sú virkni sé sambærileg á við þá sem þekkist þegar um hefð- bundin lyf er að ræða. Bjarne Hellemann segir að Modigen virki líkt og Prozac og sambærileg lyf að því marki að 2-3 vikur þurfi að jafnaði að liða áður en sjúklingurinn verður var við breyt- ingu á líðan sinni. Þekkt séu dæmi um að menn hafi þurft að bíða leng- ur áður en lyfið tók að virka. Hins vegar sé Ijóst að þeir sjúklingar sem ekki finna fyrir bata þurfi að leita annarra úrræða. „Við leggjum ríka áherslu á að menn ráðfæri sig við lækni sinn,“ segir Bjarne Helle- mann. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Michelle Schjorring og Bjarne Hellemann. Þau Bjarne Hellemann og Mich- elle Schjorring taka fram að slíkt samráð sé nauðsynlegt en jafnframt beri sjúklingum að greina læknum sínum frá því noti þeir náttúralyf. Einnig sé mikilvægt að læknar leiti eftir upplýsingum um náttúralyfja- notkun sjúklinga sinna áður en þeir ávísa lyfjum. Víxlverkanir I tilfelli lyfja sem innihalda jó- hannesarjurt er slíkt samráð talið nauðsynlegt noti menn tiltekin önn- ur lyf á sama tíma. Á heimasíðu Lyfjanefndar ríkisins er að finna upplýsingar um jóhannesarjurt og svonefndar víxlverkanir við önnur lyf. Þar er átt við að notkun náttúra- lyfja sem innihalda efni úr jurt þess- ari geti haft áhrif á önnur þau lyf sem viðkomandi notar og þar með þá meðferð sem hann hefur gengist undir. Á heimasíðunni segir m.a.: „Af þessum sökum ætti ekki að taka náttúrameðal sem inniheldur jó- hannesarjurt samtímis meðferð með warfaríni, ciklospóríni, digoxíni og indínavír eða öðram próteasaheml- um sem notaðir era við HlV-sýk- ingu. Ennfremur ætti að gæta var- úðar hjá sjúklingum sem taka teófýllín, þunglyndislyf eða getnað- arvarnatöflur." Michelle Schjorring segir slíkar vixlverkanir þekktar hvað Modigen varðar enda sé viðvaranir í þá vera að finna á umbúðum utan um lyfið. Hún kveðst hins vegar ekki kannast við að sífellt fleiri víxlverkanir við lyf hafi komið fram hvað Modigen varðar en á heimasíðu Lyfjanefndar segir að með vaxandi notkun nátt- úralyfja sem innihalda jóhannesar- jurt hafi verið að koma í ljós fleiri og fleiri vixlverkanir við þessi lyf. „Lyf- ið er það mikið notað og hefur verið notað svo lengi að við ættum að vita það nú hefði lyfið víxlverkanir við mjög algeng lyf,“ segir Bjarne Hellemann. Þau bæta við að slíkar hliðarverkanir við önnur lyf séu einnig þekktar hvað hefðbundin þunglyndislyf varðar. TENGLAR Heimasíóa Lyfjanefndar ríkisins: www.lyfjanefnd.is/ Upplýsingar um Prozac og sam- heitalyf: www.netdoktor.is/Iyf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.