Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 6 , fyrir sinn snúð: Þjóðareign sjáv- arauðlindanna endanlega færð þeim að gjöf; frjálst framsal afla- heimilda ótakmarkað; flskveiði- landhelgin opnuð fyrir útlendum auðhringjum svo stórauka megi virði gjafakvótans og braskkerfið innleitt í smábátakerfinu. Kvótinn Skyldi heldur ekki nást bit úr þjóðar- ljánum, segir Sverrir Hermannsson, þegar því brýni verður beitt af stjórnvöldum og vildarvinum þeirra að selja Unilever íslenzku fiskveiði- landhelgina? Aðeins eitt gleymdist: Að taka loforð af stjórnvöldum um að þeim lögum yrði ekki breytt, sem gerir greifunum kleift að komast með andvirði gjafakvótans skattfrjálst úr landi! Ofan í kaupið fór Morg- unblaðið að segja frá þessum lagaákvæðum, en annars hafði blaðið þjónað hagsmunum herr- anna af mikill lyst um langa hríð. En svo bregðast krosstré sem önn- ur tré. Sagt er að svo megi brýna deigt járn að bíti. Dauflega hefir al- menningur tekið brýningum í fisk- veiðimálum hingað til. Skyldi held- ur ekki nást bit úr þjóðarljánum þegar því brýni verður beitt af stjórnvöldum og vildarvinum þeii’ra að selja Unilever íslenzku fiskveiðilandhelgina? Því skal ekki trúað fyrr en á verður tekið. Höfundur er þingmaður. þeim foreldrum sem telja börn sína standa þokkalega í námi vissa staðfestingu á að svo sé. Sam- ræmd próf í 4. bekk gegna því mikilvægu hlutverki við mat á stöðu nemenda á tímabili sem æskilegt er að slíkt fari fram. Samræmd próf á yngri stigum þjóna þeim tilgangi að veita þeim er næst standa nemendum mikil- vægar upplýsingar um stöðu þeirra. Svarið við spurningu Öldu um fyrir hvern samræmd próf á Próf Niðurstöður í sam- ræmdu námsmati byggja á samanburði innan heils árgangs. Sigurgrimur Skúlason segir þær oft styðja mat kennara og foreldra á stöðu nemenda. yngri stigum séu er því það að prófin eru í þágu nemenda. Prófin gegna einnig víðtækara hlutverki í skólakerfinu, en þetta er það mik- ilvægasta að mínu mati. Alda bregður upp fleiri vangaveltum og skoðunum á prófunum. Hér að aft- an verður vikið að tvennu sem hún bendir á. A skrifum Öldu er að skilja að nemendur á yngri stigum sitji í þrjá tíma við að taka próf. Þetta er ekki rétt. I 4. bekk eru samræmd próf lögð fyrir með þeim hætti að prófað er í tveimur 60 mínútna lotum. Auk þess er gert ráð fyrir 10 mínútum í hvorri lotu til að dreifa prófheftum og undirbúa nemendur. 20 mínútna hlé er á milli lotna þar sem nem- endur hvflast og fá sér nesti. Nem- endum eru því ætlaðir tveir klukkutímar til að leysa prófverk- efnin þó svo að tími við fyrirlögn Alþjóðlegur dagur kvenna í dreifbýli ALÞJÓÐLEGUR dagur kvenna í dreif- býli er haldinn hátíð- legur í 80 löndum 15. október ár hvert en svo hefur verið frá ár- inu 1996. Tilgangurinn með því að halda þennan dag hátíðlegan er að vekja athygli heimsins á að konur gegna lykil- hlutverki við matvæla- framleiðslu, nýtingu náttúruauðlinda og á því hve framlag bændakvenna er stór- lega vanmetið um all- an heim. • Dreifbýliskonur, aðallega bænd- ur, eru meira en fjórðungur mannkyns. • Konur framleiða meira en helm- ing af öllum matvælum heimsins, allt að 80% í Afríku, 60% í Asíu og 30-40% í hinum vestræna heimi. • Konur eiga aðeins 2% af Iandi og hljóta aðeins eitt prósent af öll- um tekjum í landbúnaði. • Tveir þriðju ólæsra í heiminum eru konur. Það er viðurkennd staðreynd að stuðningur við konur er öflugasta tækið til að stuðla að efnahagsleg- um framförum í þróunarlöndunum. Aðstoð við konur í formi mennt- unar, heilsugæslu og möguleikum til atvinnu- og tekjuöflunar er fljót að skila sér í bættum hag. býli á Norðurlandi vestra. Þessi úttekt er mjög athyglisverð og án efa er hægt að heimfæra hana á aðra sambærilega lands- hluta. Skoðaðir voru bú- skaparhættir, atvinnu- mál, möguleikar til náms og starfsfræðslu, þátttaka í félags og sveitarstjórnamálum, menntun barna og framtíðarhorfur. Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru að í dreifbýlinu er starfsframlag kvenna Mannauður Félagskerfi landbúnað- arins, segir Drífa Hjart- ardóttir, á að nýta sér kraft og þann mannauð sem konur búa yfir. við búrekstur mjög mikið. Flestar skila þær hálfu og allt upp í einu og hálfu ársverki við bústörfín. Meira en helmingur kvennanna vinnur einnig utan bús og þá aðalllega við þjónustustörf. Flestar stunda þær búskap annaðhvort með kýr eða kindur eða hvort tveggja og í sumum tilfellum er búið með hross. I langflestum til- vika duga tekjur búsins ekki til þess að framfleyta fjölskyldunni og á það sérstaklega við um sauðfjár- búin. I flestum tilvikum eru konurnar bjartsýnar um framtíð búreksturs- ins. Tæplega þriðjungur þeirra ætlar sér að reyna að stækka búið til að bæta stöðu sína. Þátttaka kvenna í félags- störfum landbúnaðarins Konur í dreifbýli á Islandi eru mjög virkar í félagsmálum og hvað varðar eigin atvinnusköpun. Þær hafa unnið ötullega að uppbyggingu ferðaþjónustu og handverki. Þær afla sér menntunar og eru tilbúnar að taka að sér ný hlutverk þegar á þarf að halda. En það er athyglisvert að þegar kemur að félagsstörfum landbúnað- arins taka konur lítinn þátt í stefnu- mótun, þær sitja sjaldan við stjórn- völinn, þær eru fáar í áhrifastöðum, í stjórnum og nefndum innan bæridastéttarinnar. A síðasta ári kynnti landbúnaðar- ráðherra markmið og fram- kvæmdaáætlun landbúnaðarráðu- neytisins í jafnréttismálum. Þar er gert ráð fyrir að einkum verði lögð áhersla á fimm þætti. Drífa Hjartardóttir • Að félagsleg og efnahagsleg rétt- indi kvenna í bændastétt verði skoðuð sérstaklega og gerðar til- lögur til úrbóta sé þess þörf. • Að unnið verði upplýsinga- fræðsluefni um réttindi og skyld- ur kvenna og karla í bændastétt. • Að atvinnumál kvenna á lands- byggðinni verði skoðuð gaum- gæfilega. • Að sérstakt átak verði gert til að fjölga konum í stjórnum og ráð- um sem varða landbúnaðarmál. • Að staða jafnréttismála í ráðu- neytinu og stofnunum þess verið könnuð og í framhaldinu gerð áætlun um hvernig jafna skuli hlut kynjanna. Áskorun Félagskerfi landbúnaðarins á að nýta sér kraft og þann mannauð sem konur búa yfir. Bændasamtök- in eru samtök allra þeirra sem vinna í landbúnaði, en ekki aðeins karla. Það gleymist oft að konur eru helmingur mannkyns en ekki fámennur minnihlutahópur. Konur eru tilbúnar fái þær til þess tækifæri að taka þátt í málefn- um sem snerta lífsafkomu þeirra ekki síður en karlarnir. Höfundur er bóndi og alþingismaður. Erum flutt í Bæjarlind 1, Kópavogi (Blátt hús) sími 544 8001 fax 544 8002 netfang vefur@centrum.is Verslunin Vefur Hver er staða dreifbýlis- kvenna á Islandi ? Fyrir nokkrum misserum var gerð úttekt á stöðu kvenna í dreif- sé rúmir 2Vz tími. Þegar prófin eru samin er ávallt hugað að því að nemendur geti almennt lokið próf- verkefnum á þeim tíma sem þeim er ætlaður. í spurningalistum sem sendir hafa verið nemendum og kennurum þeirra hefur ítrekað komið fram að meginþorri nem- enda lýkur prófverkefnum hvors hluta fyrir sig án teljandi vand- kvæða og að langflestir nemendur telja sig hafa nægan tíma í prófun- um. Til dæmis kom fram í svörum nemenda að um 90% þeirra töldu sig hafa haft nægan tíma í prófun- um. í svörum kennara hefur komið fram að um eða yfir 95% nemenda taka prófin án teljandi vandkvæða og að próftími sé fullnægjandi. Um þriðjungur nemenda í 4. bekk taldi sig hafa kviðið fyrir prófunum en milli 75 og 80% þeirra voru sam- mála því að það hefði verið spenn- andi að taka prófin. Á hinn bóginn taka um 15% undir að þeim hafi liðið illa í prófunum. Prófin eru sumum nemendum erfið þar sem í þeim eru verkefni við hæfi jafnt góðra sem slakra nemenda. En þótt þau reyni á veita þau upp- lýsingar sem eru nemendum gagn- legar. Alda víkur að námsmati í Noregi í grein sinni og telur stöðu nemenda hér óhagstæða í saman- burði við aðstöðu nemenda í landi þar sem ekki, er samræmt náms- mat á yngri stigum. Eins og fram hefur komið byggjast niðurstöður í samræmdu námsmati á saman- burði innan heils árgangs. Þær styðja oft mat kennara og foreldra á stöðu nemenda og draga þannig úr óvissu en einnig gefa þau mikil- væga viðvörun þegar nemandi stendur verr en ástæða hefur þótt til að ætla. Prófin gegna því mikil- vægu hlutverki. Því má ljóst vera að íslenska skólakerfið stendur því norska framar að því leyti er að samræmdu námsmati á yngri stig- um lýtur. 0 K T Ó B E R Þreföld ekkja Hún h varf m e ð dóttur m í n a Sterkar steipur W •' • • r ...............j Barníð bjargað m é r f r á b ú i í m í og ofdrykkju ,ai!ísi^íí t, k \:ffs Kynlíf -1y kt a, b r a g ð a ,.. í r ú m i n u m e ð J ó h ö n n u V í g d f s i K o n a n — h a n s p a b b a Höfundur er prðffræðingur og deildnrsljóri hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og mcnntnmáln.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.