Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGIJR 22. OKTÓBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er sunnudagur 22. október, 296. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. (Kor. 13,1.) stappa, saltkjöt, kartöfl- ur í jafningi, flatkökur, kaffi og konfekt. Skemmtiatriði Ómar Ragnarsson með gam- anmál og fleira, Ólafur B Ólafsson leikur á harmonikku og píanó og stjórnar fjöldasöng. Upplýsingar og skrán- ings: 588-9335 og 568- 2586. Skipin Reykjavfkurhöfn: Freri RE-073, Lagarfoss og Regents Park koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hvítanes kemur í dag. Hoken Maru 8 kemur á morgun. Fréttir Áheit. Kaldrana- neskirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8 bað, kl. 8.45 leik- fimi, kl. 9 vinnustofa, kl.10 boccia, kl. 13 vinnustofa, k. 14 félags- vist, ki. 15 kaffi.. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 pennasaumur og harðangur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 féíagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Málverkasýning Eiríks Árna Sigtryggssonar og Júlíusar Samúelssonar opin alla daga, einnig laugardaga kl. 14-16. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna, kl. 9-12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30-18, s. 554 1226 Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfxmi, kl. 13 handa- vinna og föndur, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Á morgun kl. 9.45 leikfimi, kl. 10 fótaaðgerðastofan opin, kl. 13 spilað (bridge). Félagsstarf aldraðra í Garðabæ, opið starf í Kirkjulundi mánu-, mið- viku- og föstudaga kl. 14-16. Námskeiðin eru byrjuð málun, keramik, leirlist, glerlist, tré- skurður, bútasaumur, boccia og leikfimi. Opið hús í Holtsbúð 87 á þriðjud. kl. 13.30. Rútu- ferðir frá Álftanesi, Hleinum og Kirkjulundi. s 565-0952 og 565-7122. Helgistund í Vídalíns- kirkju á þriðjud. kl. 16. Leikfimin er á mánu- dögum og fimmtudög- um. Bókmenntir á mán- ud.kl. 10.30-12. Ferðirí Þjóðmenningarhús eru á fóstud. kl. 13.30. Mánud. Leikfimi hópur 3 kl. 9.45, hópur 1 kl. 12.10, hópur 2 kl. 13. Bókmenntir kl. 10.30, Boccia kl. 10.30, glerlist kl. 10 og 13. Leirlist kl. 15.30. Fótaaðgerðir mánudaga og fimmtu- daga frá kl. 9. S: 565- 6622. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun er félagsvist kl. 13:30. Púttæfmgí Bæj- arútgerðinni í fyrramál- ið kl. 10-12. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. ÁTH! Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi mið- vikud kl. 10 Kaffistofan er opin alla virka daga frákl. 10:00-13:00. Mat- ur í hádeginu. Félags- vistin í dag kl. 13.30. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-Tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kk 13.00. Dans- kennsla fellur niður í kvöld hefst aftur 30. október. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 ísíma 588-2111. Upplýsingar á skrifstofu FEBísíma 588-2111 frá kl. 9.00 til 17.00. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og föstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er opin frá kl. 10. Á vegum bridsdeildar FEBK spila eldri borgarar brids alla mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefjast stundvíslenga kl. 13. Leikfimi á mánudögum kl. 9 og 10, vefnaður kl. 9 Þjónustuíbúðir aldr- aðra Dalbraut 27. Á morgun kl.9—16 vinnu- stofa opin, kl. 9-17 al- menn handavinna, kl. 10 sögulestur, kl.12 hádeg- isverður, kl.12-16 tága- vinna. Smíðastofa opin. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9-17, kl. 9.30 keram- ik, kl. 13.30 og 15 enska, kl. 13.30 lomber, skák kl. 13.30. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun og perlusaumur og kortagerð, kl. 10.30 bænastund, kl.13 hár- greiðsla, kl. 14 sögu- stund og spjall. Haust- fagnaður föstudaginn 27. okt kl. 18. Dagskrá: Hlaðborð, lukkuvinning- ar, tískusýning, söngur og dans. Skráning í síma 587-2888. Allir velkomn- ir. Hvassaleiti 56-58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Sviðaveisla verður hald- in föstud. 27. okt. kl. 19. Húsið opnað 18.30. Mat- seðill: svið og rófu- Hæðargarður 31. Á morgun kl. 9-16.30 opin vinnustofa handavinna og föndur, kl.9 hár- greiðsla, kl. 14 félags- vist. Norðurbrún 1. Ámorg- un. Bókasafnið opið frá kl. 12-15, kl. 10 ganga, fótaaðgerðastofan opin frá kl. 9. Vesturgata 7. Á morg- un, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15, handavinna, kl. 10 boccia,, kl. 13 kóræfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 13 handmennt, kl. 13. leik- fimi, kl. 13 spilað. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnarnes- kirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugar- dögum kl. 10.30. Kvenfélag Kópavogs. Vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20, að Hamraborg 10. Kirkjustarf aldraðra Digrancskirkju. Opið hús á þriðjudaginn frá kl. 11 leikfimi, helgi- stund og fleira. Gerðuberg 9-16. 30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna og kennt að orkera, 9.25 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, spila- salur opinn frá hádegi, kl. 14 kóræfing, dans- kennsla hjá Sigvalda fekur niður. Allar veit- ingar í kaffistofu Gerðu- bergs. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt Ieikfimi, bakleikfimi kai’la, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GI, s. 530-3600. Sjálfsbjörg, félags- heimili Hátúni 12. Á morgun kl. 19 brids. ITC-deildin Harpa held- ur fund þríðjudaginn 24. október kl 20:00, að Sól- túni 20. Allir hjartan- lega velkomnir. Upplýsingar gefur Guð- rún í síma 553-9004 SÁÁ Brids í Hreyfils- húsinu í kvöld kl. 19.30. IVIinningarkort Minningarkort Rauða kross íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykj avíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Kvenfé- lagsins Selljarnar eru afgreidd á bæjar- skrifstofu Seltjarnar- ness hjá Ingibjörgu. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1166, sérbiöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskríftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Gæti verið þvottahús á jarðhitasvæði. Ekki er vit- Myndin er tekin um borð í Drottningunni. að hvar myndin er tekin né hvaða kona er í dyr- um hússins. Kannast einhver við myndirnar? MEÐFYLGJANDI myndir voru teknar árið 1935 eða 1936 afBronu Schweizer, pýskum þjóðfræðingi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur leitar uppiýsinga um hverjir eru á myndun- um og hvar tvær þeirra eru teknar. Sími bókaútgáfunnar er 588-2013 og heimasími Örlygs Hálfdanarsonar er 562-6658, heimil- isfangið er Hjarðarhagi 54, 107 Iteykjavík. Torfhús með áfastri rétt eða heygarði, gæti verið sælu- hús. Ekki er vitað hvar myndin er tekin. Krossgáta LÁRÉTT: 1 vandræðaleg, 8 starfs, 9 reiði, 10 tangi, 11 þjóta, 13 eldstó, 15 hungruð, 18 þvo gólf, 21 kusk, 22 rýmdi, 23 ódauðleg, 24 ferlegt. LÓÐRÉTT: 2 húsgögn, 3 gnýr, 4 þylja í belg og biðu, 5 veiki, 6 digur, 7 fall, 12 ætt, 14 fjáð, 15 botnfall, 16 bár- ur, 17 hrekkjabragð, 18 dynk, 19 landræk, 20 grískur bókstafur. LAUSN SI'ÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kímin, 4 suddi, 7 pólar, 8 iðuðu, 9 puð, 11 afar, 13 eins, 14 ofboð, 15 hólk, 17 agns, 20 æða, 22 posar, 23 lofar, 24 runan, 25 annað. Lóðrétt: 1 kipra, 2 molda, 3 norp, 4 svið, 5 dauði, 6 Ið- unn, 10 umboð, 12 rok, 13 eða, 15 hopar, 16 lesin, 18 guf- an, 19 sárið, 20 æran, 21 alda. Víkverji skrifar... ATHYGLI margra hefur beinst að verðbréfamarkaðnum að undanfömu, ekki aðeins þeim ís- lenska heldur líka erlendis. Svo virð- ist sem ekki blási jafn byrlega á mörkuðum og gerði fyrir stuttu og einkum virðist sem „markaðsaðilar" séu nú meira á varðbergi en áður og ekki alveg jafn ginnkeyptir fyrir nýj- ungum og áhættusamri starfsemi. Því er Víkverji að velta þessu upp nú að kunningi hans lenti í því á dögun- um að telja sig fara illa út úr sam- skiptum sínum við verðbréfafyrir- tæki eitt í borginni. Sagðist hann hafa orðið fyrir barðinu á „fjölmiðla- dýrkun“ starfsmanna fyrirtækisins og að hann sem viðskiptavinur hafi ekki notið sömu upplýsingagjafar af hálfu fyrirtækisins og almenningur sem engra hagsmuna hafði að gæta. xxx SAGA kunningjans var í stuttu máli þessi: Hann gekk eitt síð- degið inn í glæsilegar skrifstofur verðbréfafyrirtækis í þeim erinda- gjörðum að festa til fjárhagslegrar velferðar nokkuð af fjármunum sem honum höfðu nýlega áskotnast með óvæntum hætti. Hann kynnti sig sem nýgræðing í heimi fjármálanna, en bað um faglega og snjalla, en jafn- framt ábyrga ráðgjöf. Verðbréfasali einn, næsta ungur að árum en óað- finnanlega klæddur, tók viðskipta- vininum vel, ræddi horfur á mark- aðnum og spáði lítillega í spilin. Eftir nokkra umhugsun og smávegis út- reikninga gaf hann að lokum upp þrjú nöfn fyrirtækja auk sjóða sem hann taldi fýsilegt að fjárfesta í. „í þessum efnum er þó ekkert gefið og hægt er að tapa rétt eins og græða,“ sagði hann svo við fjárfestinn nýja sem kvaddi býsna sæll og öruggur með sitt. XXX VITI menn. Svo fór að hinn nýi fjárfestir tók að taka sitt nýja hlutverk alvarlega, fylgdist með fréttum úr viðskiptalífinu af miklum áhuga; setti sig í stellingar þegar svokallaðir markaðsaðilar ræddu um gengi og horfur og gerðist sjálfur spámannlega vaxinn á stundum. Undrun hans var þó ekki lítil einn daginn þegar umræður hófust í sjónvarpinu, einu sinni sem oftar, um hlutabréfamarkaðinn og tveir verðbréfasalar af yngri kynslóðinni voru mættir í sjónvarpssal til að mæla af visku um málefni markaðar- ins og spá í spilin. Það var ekki þátta- gerðin sem truflaði kunningjann - alls ekki - heldur hitt að annar af spámönnunum var enginn annar en sá ábúðarmikli ungi maður sem tekið hafði að sér að ávaxta pundið fyrir hann skömmu áður. Ekki minnkaði undrunin þegar verðbréfasalinn hóf markvissa yfirferð sína um mark- aðinn, taldi upp „veik“ og „sterk“ félög á markaðnum og ráðlagði áhorfendum sitt á hvað að kaupa þetta og selja hitt. Eitt þeirra félaga sem verðbréfasalinn hafði mælt með við kunningjann var nú komið út í kuldann og skilaboðin voru skýr: „Selja“. Það gerði kunningi Víkverja enda daginn eftir - en um leið tók hann út sparifé sitt úr öðrum sjóðum og setti féð inn á hefðbundnari reikning í gamla viðskiptabankanum sínum. Og skýringin: „Nú get ég sjálfur fylgst með spennandi tilboðum og hlustað á spekingana spá í spilin. Eg heyri hvað á að selja og hvað á að kaupa í sjónvarpinu, rétt eins og aðr- ir áhorfendur. Ekkert hefur því breyst - nema að nú greiði ég ekki verðbréfafyrirtæki fyrir þjónustu sem það síðan veitir ókeypis í fjöl- miðlum á kvöldin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.