Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 64
V PÓSTURINN Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.is Aivöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLADW, KRlNGLUNNll, 103 REYKJAVÍK, SÍM15691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 VERÐILAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Könnun meðal foreldra fatlaðra barna Félag framhaldsskólakennara samþykkir verkfallsboðun 7. nóvember I Kvíða | ^skólag'öng'u barna sinna i. FJOLMARGIR foreldrar fatlaðra barna á forskólaaldri hafa miklar áhyggjur og bera kvíðboga vegna væntanlegrar skólagöngu bama sinna, að því er fram kemur í niður- stöðum rannsóknar sem Eyrún ís- fold Gísladóttur gerði á þessu efni. Hún bendir á að foreldrar óttist ekki síst félagslega einangrun ef barnið innritast ekki í heimaskóla. Þá segir hún foreldra oft ósátta við að börn þeirra geti ekki sjálfkrafa fylgt jafnöldrum sínum úr leikskól- anum í grunnskóla í heimahverfinu. J01 leikskóla hafa aðstæður oft verið þannig að börnin hafa yfirleitt notið umtalsverðs stuðnings með hliðsjón af sérþörfum þeirra og að starfs- mannafjöldi leikskóla miðað við fjölda nemenda gefi að öllu jöfnu færi á vinnu í smærri hópum, en að- stæður innan almenns grunnskóla leyfa. ■ Ein stefna í orði/10 ------f-4-*---- ~ Millilenti vegna hjartaáfalls LEIGUFLUGVÉL á vegum Heimsferða á leið til Kanaríeyja varð að millilenda í Dublin í fyrri- nótt þegar einn farþeganna fékk að- kenningu að hjartaslagi um borð í vélinni. Þar beið sjúkrabíll eftir manninum og flutti hann beint á sjúkrahús þar sem hann liggur nú við ágæta heilsu að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða. > Vélin, sem er frá spænska flugfé- laginu Futura, hélt frá íslandi klukkan átta á föstudagskvöld til Kanaríeyja. Meðal farþega var 75 ára gamall maður sem fékk skyndi- lega aðkenningu að hjartaslagi en þá vildi svo til að vélin var nánast beint yfir Dublin. Andri Már segir að einnig hafi svo blessunarlega vilj- að til að læknir var um borð í vélinni og taldi hann ráðlegast að mannin- um yrði komið á sjúkrahús sem fyrst. Vélinni var því lent í Dublin. Þar beið sjúkrabfll sem fór með hann á sjúkrahús. Hann liggur þar nú við ágæta líðan en læknar vilja halda honum í tvo daga til frekari rannsókna. Flugvélin hélt síðan för sinni áfram til Kanarí en heildartöf varð aðeins tveir og hálfur tími að sögn Andra Más. Hann segir að svona at- vik hafi aðeins einu sinni áður komið upp í átta ára sögu Heimsferða. Bestu ár Irfs þíns... www.namsmannalinan.is Þátttaka yfír 90% og 81,9% samþykktu verkfall FÉLAG framhaldsskólakennara hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu að boðað verði til verkfalls 7. nóvem- ber næstkomandi. Fylgjandi verk- fallsboðun voru 953 eða 81,9% þeirra sem þátt tóku í atkvæða- greiðslu. Nei sögu 182 eða 15,7% og auðir og ógildir seðlar voru 28 eða 2,4%. A kjörskrá voru 1.284 kennar- ar og greiddu 1.163 atkvæði eða 90,6%. „Þetta er gríðarlega mikil þátt- taka og með því mesta sem verið hefur í slflcri atkvæðagreiðslu,“ seg- ir Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, er hún er spurð álits á niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar. Atkvæði voru talin síðdegis í gær. „Þetta staðfestir það sem við höf- um haft á tilfinningunni að kennar- ar, sem hafa áður skipst upp í tvo hópa með eða á móti verkfalli, eru nú einhuga í þessari afstöðu sinni.“ Elna Katrín telur marga kennara greiða atkvæði þar sem þeir vilji gera úrslitatilraun til að meta hvort þeir vilja vera áfram í starfi sínu eða leita annað. Hún segir að framhalds- skólakennarar séu vel menntaður hópur með mikla starfsreynslu á sínum sérsviðum, mikla reynslu við verkstjórn og faglega stjómun og mikla fæmi á samskiptasviði. Allt þetta sé eftirsótt á vinnumarkaði í dag. „Kjarninn í áliti kennara er að þessi laun ganga ekki. Það er mikla vinnu að hafa í ýmsum sérhæfðum störfum í dag og kennarar hafa því ýmsa möguleika. En það er ekki þar með sagt að kennurum sé alveg sama um starf sitt. Fólk er mjög tryggt sínu starfi en ef það er hrakið úr því vegna lakra launakjara er ekki verið að hrekja það út á Guð og gaddinn heldur í einhverja aðra vinnu. Hvorki við né stjómvöld get- um farið frá þessu máli án þess að einhver róttæk breyting verði á launum kennara," sagði Elna Katrín að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Formaður Félags grunnskolakennara segir tilboð sveitarfélaganna ánægjuefni Gefur góð fyrirheit um framhaldið Æskan og ellin UNGIR og gamlir eiga samleið á mörgum sviðum og hvorugir geta án hinna verið. Ellin miðlar reynslu sinni sem æskan tekur við og spilar úr á sinn hátt. Geta engar girðingar komið í veg fyrir það og sjálfsagt að ræða málin og fylgjast með aðgerð- um hvor annars. '-------------N Geisladiskataska / Skipulagsmappa / Penni Námsmannalínudebetkort / Bílprófsstyrkir Námsmannalínureikningur / Netklúbbur Framfærslulán / Lægri yfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán ISIC afsláttarkort / Heimilisbankinn ' l NAlMííHÁNKlN N c 8 y VtSA tHdran @ BÚNAÐARBANKINN námsmannaUnan Trtuuturbanki /§ W/****"*"** ^ „ÞAU viðbrögð launanefndar sveit- arfélaga við launakröfum Félags grunnskólakennara, að hún sé reiðu- búin að hækka verulega gmnnlaun gmnnskólakennara og segja það eitt af grundvallaratriðum næstu samn- inga, teljum við ánægjuefni og gefa góð fyrirheit um framhaldið," segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, um til- boð launanefndar sveitarfélaga. í Morgunblaðinu í gær var greint frá því tilboði nefndarinnar að hún væri reiðubúin að hækka verulega laun kennara ef vinnutími yrði skil- greindur á ný og breytt fyrirkomu- lagi á afslætti af kennsluskyldu. Guðrún Ebba segir að á fyrsta samningafundi hafi aðilar verið sam- mála um að ræða sameiginlegar áherslur en ýta ágreiningsatriðum út af borðinu. „Eitt þeirra atriða sem við grunnskólakennarar erum ekki tilbúnir að ræða er afnám kennsluaf- sláttar. Hann þýðir að dregið er úr erfiðasta þætti starfsins þegar ákveðnum aldri er náð án þess þó að vinnuskyldan minnki. Það er í góðu samræmi við stefnu mjög margra fyrirtækja sem vinna að því að koma á sveigjanlegum og fjölskylduvæn- um vinnutíma,“ segir Guðrún Ebba og bætir við að samninganefndir sveitarfélaga og Félags grunnskóla- kennara séu sammála um að ljúka gerð kjarasamninga íyrir áramót, áður en gildandi samningar renna út. „Síðast en ekki síst er markmið beggja samningsaðila að tryggja hag nemenda í hvívetna og laða að metn- aðarfulla og hæfa grunnskólakenn- ara til starfa við grunnskólana.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.