Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 65 DAGBÓK BRIDS Bmsjón (iuðmundur Páil Arnarson SUÐUR er í nokkrum vanda. Makker opnunar- doblar eitt lauf og suður gælir við þá hugsun að passa með fimmlit í laufi og engan annan lit. En brestur kjark og svarar á tígli með þrílit: Vestur gefur; allir á hættu. Norður * 4K42 » ÁK6 * AG95 * D7 Suður * 963 »94 * D107 * K10864 Vestnr Norður Austur Suður l lauf Dobl Pass 1 tígull Pass 3 tíglar Pass 3grönd Pass Pass Pass Norður gefur styrkinn til kynna með stökki í þrjá tígla og suður breytir auðvitað í þrjú grönd, sem varla er verri samningur. Út kemur spaðadrottning og suður gefur. Spaðatía fylgir í kjölfarið, sem suður tekur og hugsar sinn gang. Hvernig myndi lesandinn vinna úr þessu? Eitt er víst: Vestur á tíg- ulkónginn og ef hægt er að komast heim til að svína í tígli eru níu slagir á borðinu. En það er varasamt að spila laufdrottningu strax úr blindum. Vestur mun gefa og ef spaðinn fellur ekki 3-3 verður engin leið að ná í níu slagi: Norðui' * AK42 »ÁK6 ♦ AG95 + D7 Vestur + DG108 » D75 ♦ K3 + ÁG92 Austur * 75 » G10832 ♦ 8642 + 63 Suður * 963 »94 ♦ D107 + K10864 Rétta aðferðin er að loka útgönguleiðum vesturs og neyða hann til að spila laufi upp í kónginn. Fyrsta vers er að gefa slag á hjarta. Segjum að vestur taki þann slag og spili spaða. Það er tekið í blind- um, ÁK í hjarta spilað og síðan er vestur sendur inn á fjórða spaðann. Hann verð- ur þá að spila laufi frá ÁG eða tígli frá kóng. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt i síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Árnað heilla Q/A ÁRA afmæli. Nk. ÖU sunnudag, 29. októ- ber, verður áttræð María Sigríður Þorsteinsdóttir, Reykjahlíð III í Mývatns- sveit. Hún tekur á móti ætt- ingjum og rínum í Hótel Reynihlíð laugardaginn 28. október kl. 15-19. María býr nú í Hvammi, heimili íyidr aldraða á Húsavík. /* A ÁRA afmæli. í dag, UU fimmtudaginn 26. október, verður sextug Jó- hanna G. Sigurðardóttir, Bæjargili 111, Garðabæ. Eiginmaður _ hennar er Gunnar J. Árnason. Jó- hanna verður með heitt á könnunni í dag. K /1 ÁRA afmæli. Á O U morgun, föstudaginn 27. október, verður fimm- tugur Gottskálk Jón Bjarnason, bifvélavirki, Giljaseli 13. Hann tekur á móti gestum á afmælisdag- inn kl. 20 í Skipholti 50A. r A ÁRA afmæli. í dag, Ovf fimmtudaginn 26. október, er fimmtug Sess- elja Steinarsdóttir, Skóla^ túni 4, Bessastaðahreppi. I tilefni af afmælinu býður hún fjölskyldu og vinum veitingar á heimili sínu Skólatúni 4, milli kl. 19-21 á afmælisdaginn. SKAK Umsjón llelgi Áss Grótarsson Hvítur ú leik. STAÐAN kom upp á 3. al- þjóðlega mótinu í Þórshöfn í Færeyjum. Hvitt hafði Jón Viktor Gunnarsson (2368) gegn heimamanninum Mart- in Poulsen (2.074). 32.Hdh2! Svartur er nú óverjandi mát en hann hélt ótrauður áfram ogreyndi 32...Bxc2+ 33.Kal Bb3 34.Hh8+! Bxh8 35.Hxh8 mát! Haustmót Taflfélags Kópavogs verður haldið 26. október til 28. október. Mótið hefst fimmtudag- inn 26. október kl. 20:00 og verða þá tefldar þrjár umferðir. Sama dagskrá er föstudaginn 27. októ- ber og mótinu lýkur laugardaginn 28. októ- ber og hefst þá taflið kl. 14:00. Tefldar verða níu umferðir með atskákfyr- irkomulagi. Fyrstu verð- laun 5.000, önnur verð- laun 3.000, og þriðju verðlaun 2.000. Ef þátttak- endur verða fleiri en 20 tvöfaldast verðlaunin. Nú fer að síga á seinni hlutann í einvígi Kasparovs og Kramniks. Ellefta skákin verður tefld í dag og hefst taflið klukkan 14. Alls verða tefldar 16 skákir. UOÐABROT FERÐALOK Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni. Hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Greiddi ég þér lokka við Galtará vel ogvandlega. Brosa blómvarir. Blika sjónstjörnur. Roðnar heitur hlýr. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Jónas Hallgrímsson. STJÖRMJSPA eftir Frances Ilrake SPORÐDREKI Þú ert ákafamaður en fólki þykir þú skipta fulloft um skoðun til þess að dugnaður þinn nýtist. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Láttu ekki hlutina fara í taugarnar á þér og líttu fram hjá uppátækjum vinnufélaga þinna. Nú er lag að hreinsa til á skrif- borðinu. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér líður afskaplega vel um þessar mundir og mátt ekki láta neinn hafa neikvæð áhrif þar á. Vertu örlátur við vini og vandamenn. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) 'Nn. Einhver orð, sem vinur læt- ur falla, særa þig djúpt. Reyndu að bera höfuðið hátt og skrifaðu málið á reikning viðkvæmni þinnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það bætir og kætir að grípa til nýstárlegra vinnuað- ferða, þótt einhvern tíma taki að komast upp á lagið með þær. Sýndu þolinmæði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er fallið ofan í hann. Láttu mis- tök þér að kenningu verða og hugsaðu næsta leik vel. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) Gamall vinur birtist óvænt. Gefðu þér tíma til þess að ræða við hann og rifja upp gömul kynni; það mun sýna. þér margt í nýju ljósi. Vog m (23. sept. - 22. okt.) Þú þarft ekki að vera svona óvæginn við sjálfan þig. Enginn er fullkominn og þú ræður vel við þín verkefni, þótt þú óttist annað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Staða þín er sterk í dag og ekki fyrir aðra að abbast upp á þig eða vera að agn- úast út í þín vinnubrögð. Vertu lítillátur, ljúfur og kátur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) JtSf Þú þarft að setja skoðanir þínar þannig fram, að áheyrendur þínir gefi þeim tækifæri en afskrifi þær ekki strax sem hvert annað bull. Steingeit (22. des. - 19. janúar) áíH Þótt fortíðin sé liðin geymir hún oft vegvísa fyrir fram- tíðina. Kynntu þér gang mála og þú munt sjá margt sem nýtist þér núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að taka af skarið og hrinda málum í fram- kvæmd, þótt vinnufélagar þínir séu tregir í taumi. Settu ykkur sameiginlegt takmark. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú vilt skoða allt og skil- greina niður í kjölinn. En það er nú einu sinni svo að suma hluti er okkur ekki ætlað að skilja, þótt við þörfnumst þeirra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum givnni vísindalegra staðreynda. Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 EIGNAMJÐLUMN Storfsroenn: Sverrir Kristinsson löog. fosleignosoli, sölustjóri, Þorieifur St.6uJmundsson,B.S{., sölum.,Guimundur Sigurjónsson lögfr. og lögg.fosteionosoli, skjologerÖ. Stefún Hrafn Stefónsson löafr., sölum., óskar R. HorJorson, sölumoður, Ktarton Haögeirsson, sölumoour, Jóhomw Valdimorsdóttir, ouglýsingar, gjofökeri, Ingo Honnesdóttir, símovorsla og ritori, Olöf | Steinorsdóttir, simovarski og öflun skjola, Rokel Dögg Sfgurgeirsoóftir, simovorsla og öflun skjola. Sími 588 9090 • Kax G88 9095 • SÍAu.mila 2 I 'ÁR Faxatún - fallegt einbýli Voaim að fá í einkasölu mjög fallegt 162 fm einlyft einbýtishús meö bílskúr. Bgnin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, þrjú herbetgi, (fjögur skv. teikningu), bað- hérbergí ogJ fataherbergi. Baðhérbergið er nystandsett. Parket ng fl sar a gólfum og; vandaðar innréttingar. Falleg og gróin lóð með tveimur sólpöllum. V. 19,5 m. 9899 Tunguvegur - raðhús. Vorum að fá í einkasölu gott raðhús á tveimur hæðum auk kjailara, u.þ.b. 130 fm. Endurnýjaö þak. Góð lóð til suðurs. Þrjú svefnherbergi á efri hæð. Möguieiki á herbergi i kjallara og góðu geymslurými. Mjög góður staður. V. 12,5 m. 9886 Álmholt - Mosfellsbær - frábært útsýni Um 193 fm glæsileg efri hæð í parhúsi með 50 fm innbyggðum bílskúr i útjaðri byggöar. Eignin skiptist m.a. í 4 herb., tvær saml. stofur m. kamínu, snyrtingu, bað, eldhús, búr o.fl. Frábært útsýni yfir Leirvoginn, tíl Esjunnar, Snæfeltsnessins og víðar. V. 18,9 m. 9895 Skógarás Mjög falleg 5-6 herbergja íbúö á tveimur hæðum í litiu fjölbýlishúsi í Skógarási. Eignin skiptist í hol, fjögur herbergi, sjónvarpshol, stofu, eldhús, baðherbergi, snyrtingu og búr. Góð eign. V.15,2 m. 9884 Vesturbær - skipti á minni Glæsileg 4ra-5 herb. um 115 fm íbúð á 2. hæð m. sérinng. í nýlegu húsi. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar. Parket og marmari á gólfum. Mikil lofthæð í stofum. Útsýni. Fallegur garður. Skipti á minni 4ra herb. íb. æskileg. V. 16,9 m. 9093 Lyngbrekka - efri sérhæð Mjög góð 4ra-5 herbergja 109,0 fm efri sórhæð. auk bílskúrs, í tvíbýlishúsi í botnlangagötu. Ibúðin, sem er mjög vel skipulögð, skiptist í þrjú herbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Geymslurts er yfir íbúðinni. Fallegt útsýni. V. 13,5 m. 9880 Hjarðarhagi Vel skipulögð og björt 88 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýii. Húsið hefur nýiega verið viðgert og málað.lbúðin lítur vel út, með parketi, sa-svölum og aukaherbergi í risi. Góð staðsetning, stutt í skóla og ýmiss konar þjónustu. V. 10,9 m. 9755 Bolholt Mjög falleg „penthouse‘-íbúð með glæsilegu útsýni á 6. hæð I lyftuhúsi. Eignin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi og tvö rúmgóð her-bergi. Ný glæsileg eldhúsinnrótting og parket og flísar á gólfum. Þú verður að sjá þessa íbúð. V. 10,9 m. 9909 Laugamesvegur Falleg 70 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð ínýlegu fjölbýli. [búðin skiptist í hol, geymslu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og stofu með útgangi út á svalir. Sérþvaðstaða. Parket og vandaðar innréttingar. V. 8,9 m. 9876 MENNTAMAI____ staf fyrlr ataf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.