Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bréfmiði með lýsingu á síðustu mínútunum fannst á einu líkanna í flaki kafbátsins Kúrsk „Ég skrifa þetta í niða- myrkri“ Múrmansk. AP, AFP, Reuters. BRÉFMIÐI sem fannst ó líki um borð í rússneska kjarnorkukafbátn- um Kúrsk á botni Barentshafs sýnir að minnst 23 af 118 manns um borð lifðu af sprenginguna í skipinu, að sögn talsmanna rúss- neska flotans í gær. Tekist hefur að bjarga fjórum líkum úr bátsflak- inu, einu í gær og þrem á miðviku- dag og var aðgerðum björgunar- mannanna haldið áfram um sinn í gær þrátt fyrir slæmt veður á staðn- um. Er leið á daginn var þeim hins vegar frestað. Vladímír Kúrojedov flotaforingi sagði að miðinn hefði fundist í vasa Míkhaíls Kolesníkovs lautinants er stjómaði túrbínudeild bátsins. Kúr- ojedov sagði að efnið hefði aðallega verið skilaboð til ættingja hins látna en á miðanum hefðu einnig verið þessar setningar: „Allir skipverjar úr hólfum númer sex, sjö og átta fóru yfir í níunda hólf. Hér eru 23 menn. Við tókum þessa ákvörðun í kjölfar slyssins. Enginn okkar getui- farið upp á yfirborðið." Síðar sagði annar flotaforingi og yfirmaður Norðurflotans, Míkhaíl Motsak, að miðinn hefði verið ritað- ur milli klukkan 13.34 og 15.15 eftir hádegi að staðartíma 12. ágúst en rússnesk og erlend skip hafa skýrt frá því að tvær miklar sprengingar hafi orðið/ á svæðinu um klukkan 11.30 um morguninn þann dag. Kafbátnum var skipt niður í all- mörg hólf og hægt að loka vatnsþétt- um dyrum á milli þeirra ef slys bar að höndum. Níunda hólf er í stafni skipsins. Reyndu að komast út um neyðarlúgu „Miðinn bendir til þess að klukkan 12.58 hafi flestir skipverjar í sjötta, sjöunda og áttunda hólfi farið yfir í níunda hólfið," sagði Motsak. „Einn- ig sagði þar að tveir eða þrír menn myndu reyna að komast út úr kaf- bátnum um neyðarlúgu á níunda hólfinu." Hann taldi að tilraunin gæti hafa mistekist vegna þess að níunda hólfið hefði smám saman fyllst af sjó. Norskum köfurum tókst að opna neyðarlúguna utan frá viku eftir slysið og staðfesta að allir skipverjar væru látnir. Að sögn Kúrojedovs, sem hélt fund með fjölskyldum hinna látnu í Múrmansk í gær, voru tölurnar 13 og 5 ritaðar á miðann án skýringa en síðan bætt við: „Ég skrifa þetta í niðamyrkri." Ekki er Ijóst hve lengi mennirnir voru á lífi eftir slysið en ljóst að nú munu menn fara aftur í saumana á mótsagnakenndum yfirlýsingum rússneskra stjórnvalda fyrst eftir slysið. Undanfarnar vikur hafa þau > M Reuters Rússneskir björgunarmenn um borð í köfunarpallinum Regaliu athuga bút úr skrokki Kúrsk sem kafarar Qarlægðu til að komast inn í skipið. sagt að allir mennimir hafi farist þegar í stað við sprenginguna. Fyrst var skýrt frá slysinu í Rúss- landi 14. ágúst eða tveim dögum eftir að það varð. Var þá sagt að áhöfn Kúrsk hefði þurft að slökkva á kjarnaofni bátsins og leggja honum á hafsbotni vegna bilana sem uppgötv- aðar hefðu verið daginn áður. Síðar sama dag viðurkenndi talsmaður flotans að slys hefði orðið um borð en veitti ekki meiri upplýsingar um málið. Hinn 18. ágúst tjáði Vladímír Pút- ín, forseti Rússlands, sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið. Hann stað- festi þá orðróm sem verið hafði á kreiki í fjölmiðlum þess efnis að Kúrsk hefði í reynd sokkið 12. ágúst. Embættismenn segja að samband við kafbátinn hafi rofnað klukkan 11.30 að morgni að staðartíma 12. ágúst. Síðar sama dag skýrði norska jarðskjálftastofnunin frá því að hún hefði orðið vör við tvær sprengingar á svæðinu þar sem Kúrsk fórst 12. ágúst. Önnur sprengingin hefði orðið um 11.30 og styrkleikinn verið á við eitt til tvö tonn af TNT-sprengiefni, en tveim mínútum og 15 sekúndum fyrr hefði orðið minni sprenging. Rússneskir embættismenn hafa hvorki staðfest þessar upplýsingar né vísað þeim á bug. 21. ágúst gaf rússneski flotinn út yfirlýsingu þar sem sagði að spreng- ingarnar, sem nú voru sagðar hafa orðið um borð í bátnum, hefðu verið svo öflugar að flestir skipverjar hefðu látist á fáeinum mínútum. Fyrstu dagana eftir að skýrt hafði verið frá slysinu í ágúst sögðu sumir embættismenn Rússa að haft væri samband við skipverja með mors- merkjum sem þeir og björgunar- menn gætu sent hver öðrum með því að berja í skrokk skipsins. Aðrir embættismenn vísuðu þessu á bug og bentu á að högg sem hlustunar- tæki höfðu heyrt gætu verið frá braki inni í bátnum eða önnur hljóð frá bátnum sem væri að grafa sig niður í hafsbotninn. Talið er að þeir sem lifðu spreng- ingarnar af hafi fljótlega drukknað, dáið úr kulda eða af völdum háþrýst- ings. Líkamsleifar tveggja þriðju hluta af áhöfninni hafa að líkindum dreifst um hólfin við sprenginguna öflugu sem varð í vopnarými bátsins. Rússneskir embættismenn full- yrða sem fyrr að mestar líkur séu á að orsök slyssins hafi verið árekstur við erlendan kafbát en nefna einnig árekstur við tundurdufl úr seinni heimsstyrjöld eða bilun í bátnum. Vestrænir sérfræðingar eru hins vegar margir á því að bilun í tund- urskeyti hafi valdið slysinu. Mdtmæli gegn NPD við Brandenborgarhliðið í Berlín. AI Öfgaflokkurinn NPD verði bannaður Diisseldorf. Reuters. Innanríkisráðherrar þýzku sam- bandslandanna 16 urðu í gær sam- mála um að styðja beiðni sambands- ríkisstjómarinnar um að hægriöfga- flokkurinn NPD verði bannaður. ,Árásargjam flokkur eins og NPD á ekki að fá að njóta neins lagalegs svigrúms," sagði Fritz Behrens, inn- anríkisráðherra Nordrhein-West- falen, eftir fund ráðherranna 16 í Diisseldorf. „Við höfum sent út ótví- ræð skilaboð um að áróður hægri- öfgasinna, kynþátta-, útlendinga- og gyðingahatara eigi ekkert erindi í Þýzkalandi," sagði hann. Pess verður farið á leit við stjóm- arskrárdómstólinn að leggja bann við starfsemi NPD. Ákvörðun ráðherr- anna átti sér nokkurn aðdraganda og vom skoðanir skiptar framanaf. NPD, sem vill að í Þýzkalandi sé fylgt stefnu sem hafi hagsmuni „sannra" Þjóðverja í íyrirrúmi og að endir verði bundinn á aðflutning fólks frá fjarlægum löndum, er mjög lítill jaðarflokkur sem hvergi á kjör- inn fulltrúa í opinberu embætti. Um 6.000 manns em skráðir í hann. Talsmenn NPD, sem var stofnaður árið 1964, hafa heitið því að veijast íyrir dómstólum hvers kyns tilraun til að banna flokkinn. Það hefur aðeins tvisvar gerzt áður í sögu eftirstríðs-Þýzkalands, að stjómmálaflokkur hafi verið bannað- ur. Á sjötta áratugnum úrskurðaði stjómarskrárdómstóll Vestur- Þýzkalands, að beiðni stjórnvalda, bann við starfsemi kommúnista- flokksins (KPD) og „Sósíalíska ríkis- flokksins" (SRP), sem var flokkur sem veitti gömlum nazistum athvarf. Morðið á tveggja ára dreng vekur enn deilur Fangelsisvist morð- ingjanna stytt Lundúnum. AFP. Á þessari mynd af myndbandi eftirlitsmyndavélar í verzlunarmiðstöð í Liverpool frá árinu 1993 sést hvar hinn tveggja ára gamli James Bulger er leiddur burt af tíu ára gömlum morðingjum sínum. DRENGIRNIR tveir, sem fyrir sjö áram myrtu tveggja ára drenginn James Bulger með hrottafengnum hætti í Liverpool í Englandi, gætu losnað úr fangelsi strax á næsta ári, eftir að dómari úrskurðaði í gær að refsivist þeirra skyldi stytt í átta ár. Morðingjarnir, Robert Thompson og John Venables, voru tíu ára gaml- ir er þeir lokkuðu Bulger út úr verzl- unarmiðstöð og börðu hann til dauða. Eftir úrskurð dómarans, Harrys Woolfs, sem gegnir tignarstöðunni Lord Chief Justice og er æðsti mað- ur brezkra dómstóla, er það undir sérskipaðri náðunarnefnd komið að ákveða hvenær drengimir verða látnir lausir. Móðir Bulgers for- dæmdi úrskurð dómarans í gær og rannsóknarlögreglumenn og fyrr- verandi ráðherra gagnrýndu hann einnig harkalega. Woolf var tilkynnt um fordæm- ingu móður Bulgers á því að morð- ingjar sonar hennar skyldu eiga að fá frelsi svo fljótt. Hún fór fram á að þeim yrði haldið ævilangt bak við lás og slá. Morðið á Bulger vakti gríðarsterk viðbrögð almennings í Bretlandi á sínum tíma. Fyrst þegar dómur var felldur yfir hinum komungu morð- ingjum hljóðaði hann upp á átta ára fangelsisvist. Hann var síðan þyngd- ur í tíu ár samkvæmt úrskurði áfrýj- unarnefndar, en þáverandi dóms- málaráðherra, Michael Howard, greip þá inn í og fékk refsinguna þyngda í 15 ára fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu úr- skurðaði í fyrra að afsldpti ráðherr- ans af málinu hefðu verið ólögleg. Til að leysa þetta mál fékk Jack Straw, eftirmaður Howards í embætti, Woolf til að taka nýja ákvörðun um lágmarkslengd fangelsisrefsingar tvímenninganna. Woolf sagði við uppkvaðningu úrskurðar síns í gær, að tillit yrði að taka til aldurs þeirra Thompsons og Venables er þeir frömdu glæpinn. „Hversu alvarlegur sem glæpur þeirra var stendur sú staðreynd eft- ir, að hefðu þeir verið fáeinum mán- uðum yngri en þeir vora er þeir frömdu verknaðinn, þegar þeir voru ekki enn orðnir tíu ára, hefði yfirleitt ekki verið hægt að draga þá iyrir dóm.“ Michael Howard, sem enn situr á þingi fyrir íhaldsflokkinn, harmaði niðurstöðu dómarans. „Ég tel ekki að hún endurspegli það sem dómarinn í uppranalega réttarhaldinu lýsti sem dæmalausri fólsku verknaðarins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.