Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR > _____ > Annar dagur opinberrar heimsóknar Olafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, til Indlands Hápunktur ferðar í Taj Mahal Taj Mahal-hofíð lætur engan ósnortinn enda án efa ein fallegasta bygging heims. Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, skoðaði þetta glassilega hof í gær, á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar til Ind- lands. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari fylgjast með ferð forsetans og fylgdarliðs hans. HÁPUNKTUR opinberrar heim- sóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Indlands var að öll- um líkindum í gær þegar forsetinn og fylgdarlið hans skoðuðu óvenjuleg- asta minnismerki sem nokkru sinni hefur verið byggt af ást, eins og Taj Mahal hofíð í grennd við borgina Agi-a, er gjaman kallað. Það var keisarinn Shah Jahan sem lét reisa bygginguna eftir að önnur eiginkona hans lést við bamsburð árið 1631; hann var svo bugaður af ástarsorg að sagnir herma að keisarinn hafi orðið gráhærður á einni nóttu. Staðurinn komst í heimsfréttimar fyrir nokkmm ámm þegar Díana prinsessa af Wales kom þangað og myndir af henni, sitjandi einni á bekk með hofið í baksýn, birtust um allan heim. Ólafur Ragnar Grímsson og heit- kona hans, Dorritt Moussaieff, vom mynduð á þessum sama bekk í gær og ekki fór á milli mála að þar fer ást- fangið fólk. Enda varpaði einn ís- lensku fréttamannanna á staðnum fram þeirri spumingu til Ólafs hvort von væri á yfirlýsingu frá þeim á staðnum; Ólafur áttaði sig greinilega strax á því að fréttamaðurinn var að bíða eftir hugsanlegri yfirlýsingu um Ólafur Ragnar og Dorritt Moussaieff koma til veislu með fslendingum sem forsetinn bauð til í grennd við Taj Mahal-hofið. hjónaband forsetans og Dorritt en Olafur brosti og svaraði spumingunni neitandi. Hitti forseta SOS barnaþorpanna í gærmorgun hitti Ólafur Ragnar að máli framkvæmdastjóra indverska Rauða ki-ossins og forseta SOS bamaþorpanna í Indlandi. A þeim fundi var einnig Ómar Valdimarsson sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi alþjóðasambandsins Rauða krossins í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu, með að- setur í Bangkok og Úlla Magnússon, framkvæmdastjóri SOS hjálparstarfs á íslandi. Morgunblaðið/RAX Ólafur Ragnar dregur upp peninga úr brjóstvasanum til að borga tvær dúkkur sem Dalla, dóttir hans, keypti af sölumanni í grennd við Taj Mahal. Dorritt Moussaieff fylgist með. Fyrir hádegi kvöddust forsetar Indlands og Islands formlega í for- setahöllinni því þeir eiga ekki eftir að hittast meii'a í heimsókn Ólafs Ragn- ars. Avarpaði fund viðskiptafulltnía Ólafur ávarpaði síðan í hádeginu fund sem fulltrúar íslensku viðskipta- sendinefndaimnai- áttu með fulltrú- um indverskra fyrirtækja og haldinn var á vegum útflutningsráðs og við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins í því skyni að koma saman fyrir- tækjum frá löndunum tveimur. Um miðjan dag var haldið með flugvél frá indverska hemum til Agra, Taj Mahal skoðað og síðan hitti for- setinn hóp íslenskra ferðamanna sem staddur var á staðnum; fólkið sem kom utan með sömu flugvél og hann sl. föstudag og verður samferða heim. Eftir stuttan stans með íslenska hópnum var haldið aftur út á flugvöll og haldið sem leið lá til Bombay, borg- arinnar sem heimamenn kalla reynd- ar Mumbai nú orðið. Þangað var komið seint í gær- kvöldi. Fyrir hádegi í dag hittir forsetinn m.a. indverska menn úr viðskiptalíf- inu í Bombay, sækir heim munaðar- leysingjaheimili og setur íslenska kvikmyndahátíð í borginni - þar sem einnig eru á dagskrá myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar, eins og í Dehlí. „Hún á afmæli í dagu VALGERÐUR Jónsdóttir frá Sel- fossi fagnaði 70. afmælisdegi sínum í gær við heldur óvenjulegar að- stæður. Valgerður er í hópi ferða- langa sem fóru til Indlands með for- seta fslands á vegum M12 og Samvinnuferða-Landsýnar og í gær mætti hópurinn til móttöku sem forsetinn bauð til í grennd við Taj Mahal-hofið eftir að Ólafur Ragnar og fylgdarlið hans hafði skoðað hofið. Forsetinn ávarpaði hópinn þegar hann kom á staðinn en ekki leið á löngu þar til hann var kominn að hljóðnemanum aftur; hafði kom- ist að því að Valgerður ætti merkis- afmæli og lét hópinn syngja afmæl- issönginn fyrir hana eftir að hrópað var ferfalt húrra fyrir afmælisbam- inu. Morgunblaðið/RAX Hópur íslenskra ferðalanga syngur fyrir afmælisbarn dagsins í veislu sem haldin var í grennd við Taj Mahal-hofið í gær. Halldór Ásgrímsson bauð utanríkisráðherraimm Singh í opinbera heimsókn Aukin samvinna Islands o g Indlands ákveðin HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, fundaði í fyrradag með nokkrum ráðherrum í ríkisstjóm Indlands og kvaðst mjög ánægður með þá. Meðal þeirra var Jaswant Singh, sem Halldór bauð einmitt í gær í opinbera heimsókn til Islands. Singh þáði boðið en ekki hefur verið ákveðið hvenær af heimsókninni verður. Indland fái fastafulltrúa í Öryggisráði SÞ Halldór sagði Morgunblaðinu í Dehli að á fundinum með Singh nú hefðu þeir t.d. rætt endurskipulagn- ingu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og samstarf þjóðanna á þeim vettvangi. „Við teljum að Indland eigi að koma inn sem fastur fulltrúi í Öryggis- ráðið i þeirri endurskipulagningu. Það er nauðsynlegt að land, þar sem búa eitt þúsund milljónir manna, sé með í Öryggisráðinu eins og Kína, Bandaríkin og önnur stór ríki,“ sagði Halldór. Ráðherrarnir ræddu einnig tölu- vert um sjávarútvegsmál á vett- vangi SÞ, „þær áherslur sem við höfum verið með þar og tilburði sem þar hafa komið fram um að sjávar- útvegsmálum verði stjórnað með al- þjóðlegum hætti. Þar eiga sérstak- lega hlut að máli lönd sem hafa stundað sjávanátveg alllengi en eru orðin iðnaðarlönd og hafa staðið fyr- ir margvíslegri ofveiði. Samviska þeirra er að koma fram með þessum hætti en við teljum að það muni bitna á þróunarríkjum og komi ekki til greina gagnvart hagsmunum Is- lands. Það má segja að það séu svip- aðir tilburðir í þeim efnum og við höfum séð í hvalamálinu og teljum mikilvægt að afla bandamanna í því. Með sama hætti höfum við verið að berjast gegn ríkisstyrkjum í sjávar- útvegi og Indland hefur sambæri- lega hagsmuna að gæta eins og mörg önnur þróunarríki.“ Ræddu um mannréttindamál Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig um mannréttindi. „Það má segja að okkar niðurstaða hafi verið sú að mannréttindi væru alþjóðleg; að réttindi einstaklinga í heiminum kæmu öllum við, hvar sem þeir byggju. Einnig að sérhver maður þyrfti að búa við ákveðin grundvall- arréttindi en hins vegar leggja Ind- verjar á það áherslu, eins og margar aðrar þjóðir, að mismunandi menn- ing hljóti að hafa nokkur áhrif í þessu sambandi og það er einmitt þess vegna sem er svo mikilvægt að berjast gegn fátækt í heiminum. Við fórum yfir hlutverk Norðurland- anna í því sambandi innan Alþjóða- bankans og um hann sem tæki til að berjast gegn fátækt. Við höfum, ásamt hinum Norðurlöndunum, ver- ið í fararbroddi við að vinna að því að létta skuldum af fátækustu þró- unarríkjunum og það mun verða til þess að 600 milljónir manna verða í annarri aðstöðu en hingað til og þess vegna er það mikilvægt í baráttunni gegn fátækt. Það mun hins vegar ekki hafa áhrif í Indlandi eða Kína og þess vegna lagði Singh á það áherslu, sem ég er sammála, að þetta megi ekki verða til þess að draga úr starfi Alþjóðabankans í löndum eins og Indlandi og Kína,“ sagði Halldór. Hafa lofað að sprengja ekki fleiri kjarnorkusprengjur Halldór og Singh ræddu einnig af- vopnunarmál og kjarnorkutilraunir. „Indverjar hafa lofað því að sprengja ekki fleiri sprengjur og stefna að því að undirrita samning um bann við tilraunum með kjarna- vopn. Hins vegar vilja þeir bíða og sjá hvað ríki eins og Bandaríkin og Kína gera og telja sig verða að taka ákvarðanir með einhverri hliðsjón af því,“ sagði Halldór. „Að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að rétt væri að auka samskipti landanna á pólitíska svið- inu. Þá var ákveðið að auka sam- vinnuna bæði innan Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar og koma á regluleg- um fundum embættismanna með sama hætti og þeir gera gagnvart öðrum Norðuilöndum. Hin Norður- löndin eru með sendiráð hér, en við ekki og þó við séum að vísu með góð- an ræðismann hér ákváðum við að gera þetta með þessu sniði.“ Halldór sagði að miðað væri við að fundir fulltrúa þjóðanna yrðu á hverju ári. „Það gætu orðið gagn- kvæmar heimsóknir en einnig í tengslum við aðra fundi, á vettvangi SÞ eða annars staðar þar sem okkar embættismenn eru á ferð þannig að það þarf ekki að kosta til sérstakra ferða til þess að viðhalda samskipt- um með þeim hætti.“ Aukið samstarf Fundur Halldórs með sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherranum var fyrst og frenist um aukið sam- starf á því sviði. „Þeir hafa mikinn áhuga á því og það verður ráðstefna á næsta ári á Islandi um nýtingu sjávarauðlinda þar sem búist er við að komi allt að 600 gestir. Indverjar verða þar og við reiknum með að nota það tækifæri til að fara yfir þau mál á nýjan leik. Þeir hafa ekki sent nemendur í sjávarútvegsskóla Sam- einuðu þjóðanna á íslandi en hafa áhuga á því að gera það.“ Einnig var ákveðið að kanna með hvaða hætti væri hægt að auka sam- skipti íslenskra fyrirtækja við ind- verskan sjávarútveg. „Hann er rek- inn með nokkuð öðrum hætti en við eigum að venjast; er meira sjálfs- bjargarviðleitni; að veiða í matinn handa sér og sínum en sjávarútveg- urinn er ekki jafn mikill iðnaður og við þekkjum. Djúpfiskveiðar eru til- tölulega litlar og þefr vilja auka þær. Eg geri mér ekki alveg grein íyrir því hvernig það gæti orðið en það var ákveðið að vinna áfram að því,‘ sagði Halldór. A fundi með fjármálaráðhen'an- um i'æddu þeir Halldór fyrst og fremst um málefni sem varða Al- þjóðabankann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.