Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Slökkviliðsmenn á Akureyri aðstoðuðu starfsmenn Eimskips við hreinsa upp olíu á Oddeyrarbryggju. Olíuleki á Oddeyrarbryggju SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kall- að til aðstoðar á athafnasvæði Eimskips við Oddeyrarbryggju í gærmorgun en þar hafði orðið olíu- slys. Oh'uslanga við tjakk á krana strandflutningaskipsins Mánafoss fór í sundur, þar sem verið var að hífa gám og sprautaðist olía (glussi) yfir bryggjuna og veggi Oddeyrarskála. Að sögn Arnar Stefánssonar, starfsmanns Eimsk- ips, fóru um 300 h'trar af olíu niður en nánast ekkert í sjóinn. Strax var ráðist í að loka niðurföllum á bryggjunni og siðan hófst hreinsun þar sem starfsmenn Eimskips nutu aðstoðar slökkviliðsmanna. Að sögn Arnar gekk hreinsunin vel og ekki urðu tafir á áætlun Mánafoss vegna óhappsins. Mmsm SAMHERJI HF Innköllun hlutabréfa í Samherja hf. vegna rafrænnar skráningar. Mánudaginn 12. febrúar 2001, verða hlutabréf í Samherja hf. skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Þann dag verða viðskipti með hlutabréf féjagsins stöðvuð á Verðbréfaþingi Islands. Hér með eru hlutabréf í Samherja hf. innkölluð í samræmi við ákvæði laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Nánartilgreint verða öll hlutabréf í félaginu tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Hluthöfum er bent á að koma að athugasemdum, ef þeirtelja að eignarhald þeirra sé ekki réttilega skráð, við hlutaskrá félagsins, að Glerárgötu 30, 600 Akureyri eða í síma 460 9000. Jafnframt skulu þeir sem eiga takmörkuð réttindi í hlutabréfum félagins koma rétti sínum á framfæri við viðskiptabanka sinn, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki sem gert hefuraðildarsamning við Verðbréfaskráningu Islands hf. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni mfrænhi skráningu þwfa hluthafar aðfela mikhtngsstofnun umsjón með eiguarhlut sínurfí í félaginu með stofnun VS-reit Samningur Háskólans á Akureyri og Flugmálastjdrnar Samgöngulíkan fyrir innanlandsflug SAMNINGUR um rannsóknar- samstarf milli Háskólans á Akureyri og Flugmálastjómar var undirritaður við opnun endurbyggðrar flugstöðvar á Akureyri nýlega, en samkvæmt honum mun háskólinn vinna grein- ingu á samgöngulíkani fyrir innan- landsflug. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði að markmið háskólans væri m.a. að stunda rann- sóknir í þágu atvinnulífs og bæta lífs- gæði í landinu. „Skilvirkt og gott inn- anlandsflug er eitt af grundvallar- skilyrðunum fyrir búsetu í landinu og skiptir þá ekki máli hvort menn búa á höfliðborgarsvæðinu eða landsbyggð- inni. Mikilvægi innanlandsflugsins gegnir sama hlutverki hér á landi og jámbrautasamgöngur í fjölmennari þjóðfélögum," sagði Þorsteinn og bætti við að hér á landi hefði vantað rannsóknir á eðli innanlandsflugsins, stöðu þess og þróun. Hann sagði að háskólinn væri að byggja upp þekkingu á sviði sam- göngu- og ferðamála innan ferðaþjón- ustusviðs rekstrardeildar, Rann- sóknastofnunar háskólans og Ferða- málaseturs íslands sem starfar innan háskólans, en tvö þau síðasttöldu era í samstarfi við Flugmálastjóm vegna umrædds verkefnis. Samningurinn felur í sér að skil- greindar verða leiðir og aðferðir til þess að byggja upp líkan af flutning- um í lofti innanlands, einkum far- þegaflutningum. Einnig verður hug- að að öðram samgönguháttum, þ.e. þeim sem teljast vera í samkeppni við flugið. Um verður að ræða fyrsta áf- anga í að byggja upp heildstætt líkan af fragtflutningum á Islandi sem nota mætti til þess að spá fyrir um þróun innanlandsflugsins á komandi áram. Morgunblaðið/Kristján Sigurður VE landaði í Krossanesi í fyrrinótt. Ert þú sérfræðingur á sviði ferðaþjónustu? Ferðamálaráð Íslands auglýsir stöðu sérfræðings á sviði ferðaþjónustu lausa til umsóknar Staðan heyrir undirforstöðumann skrifstofu Ferðamálaráðs Islands á Akureyri en stöðunni fylgir kennsluskylda við Háskólann á Akureyri, einkum við ferðaþjónustusvið rekstrar- deildar. Eitt af megin verkefnunum er að stýra og vinna að rannsóknum á sviðiferðaþjónustu. Æskileg menntun er M.Sc eða Ph.D. í ferðaþjónustu og eða greinum tengdum ferðaþjónustu s.s. viðskiptatengdum greinum, landafræði eða tölfræði. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 461 2915. Umsóknir um stöðuna sendisttil skrifstofu Ferðamálaráðs íslands, Strandgötu 29,600 Akureyri fyrir 27. nóvember n.k. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Samkvæmt lögum skal Ferðamálaráð sinna ýmsum verkefnum í ferðaþjónustu. Ferðamálaráð starfrækir fimm skrifstofur í fjórum löndum: Reykjavík, Akureyri, New York, Frankfurt og París. Starfsmenn eru 21. Stærstu málaflokkar: Landkynning og markaðsmál, upplýsingar fyrir ferðamenn og söluaðila, rannsóknir og kannanir, um- hverfismál, gæðamál og fjölþjóðlegt samstarf. Ferðamálarád Islands :‘V >í:i, 1 1 lcelandic Tourist Board Fyrsti loðnu- aflinn til Krossaness FYRSTI loðnuaflinn á haustvertíð- inni barst í Krossanes í fyrrinótt, er Sigurður VE landaði „slatta“, eða um 200 tonnum af ágætis loðnu. Að sögn Arna Björns Kristbjörnssonar, sem var skipstjóri í þessum túr, var leitað að loðnu norðaustur af landinu án árangurs. Aflinn fékkst út af Vestfjörðum í tveimur köstum. Vegna brælu á miðunum var haldið til hafnar á Akureyri. Ámi Bjöm sagðist ekki bjartsýnn á mikla loðnuveiði á haustvertíðinni enda hafi ekki verið um neina veiði að ræða fyrir áramót síðastliðin tvö ár. Hann sagðist hafa lítið orðið var við loðnu á miðunum en þar vora um 10 skip að reyna fyrir sér. „Þetta er dæmigert Vestfjarðaástand en loðn- an er alveg óútreiknanleg. Þarna hafa bátar verið að fá afla í björtu en yfirleitt er loðnan veidd á nóttunni." Árni Björn var í sínum íyrsta túr sem skipstjóri á Sigurði en hann hef- ur verið stýrimaður á skipinu frá ár- inu 1991. Hann er sonur Kristbjörns Árnasonar, hins þekkta aflaskip- stjóra á Sigurði, og hefur verið með föður sínum á sjó í tæp 20 ár. Krist- björn var í fríi í þessum túr en til stóð að hann héldi með skipið aftur á mið- in í gærkvöld. ------------------ Að vekja áhuga barna í NORRÆNNI bókasafnaviku bjóða Bókasafn og kennaradeild Há- skólans á Akureyri í samvinnu við Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri, til fyrirlestrar þar sem þau Andri Snær Magnason og Ás- laug Jónsdóttir ræða um sköpun heims og hnattar í Sögunni af bláa hnettinum. Rithöfundarnir Andri og Áslaug hafa bæði gefið út margar bækur auk þess sem Áslaug er sérstaklega þekkt fyrir myndskreytingar í bamabókum. Sagan af bláa hnettin- um hlaut íslensku bókmenntaverð- launin í flokki fagurbókmennta og var það í fyrsta sinn sem barnabók fær þau verðlaun. Allir eru velkomnir á fyrirlestur- inn. ------♦-♦-♦----- Vinafundur í Glerárkirkju VINAFUNDUR eldri borgara verð- ur í Glerárkirkju í dag, fimmtudag- inn 16. nóvember, og hefst hann kl. 15. Lilja Sigurðardóttir flytur hug- leiðingu, séra Sigurður Guðmunds- son biskup flytur Ijóð og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri koma í heimsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.