Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 11 aifii Sigríður er innt frekar eftir verk- efninu á Auðar námskeiðinu og hug- myndum um einkarekstur innan heilbrigðisþjónustunnar. „Já, nám- skeiðið reyndist mér gagnlegt í tengslum við hugmyndir um einka- rekstur í heilbrigðiskerfinu. Taka verður skýrt fram að verkefnið er til skoðunar á mörgum vígstöðvum enda ekki á færi nokkurra einstak- linga. Eins og stendur er engan veg- inn Ijóst hver lokaniðurstaðan verð- ur. Ein hugmyndin gengur út á að nokkrar læknastofur verði reknar undir sama þaki. Með því væri stuðl- að að ákveðinni samnýtingu fyrir ut- an augljósa hagkvæmni fyrir sjúk- lingana. Hugsanlega yrði hægt að bjóða upp á víðtækari þjónustu fleiri heiibrigðisstétta í framtíðinni, t.d. sjúkraþjálfara, sálfræðinga og ljós- mæðra. Með tímanum myndi reynsl- an skera úr um hvort gengið yrði skrefi lengra með skammtímalegu og/eða sjúkrahúslegu. Yfirstjómin yrði í höndum fagfólksins og yfir- Sigríður Snæbjörnsdóttir hef- ur verið önnum kafin frá því að hún lét af störfum hjúkr- unarforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur. byggingin lítil. Markmiðið yrði að bjóða úrvals þjónustu á skilvirkan og ódýran hátt,“ segir Sigríður og tekur fram að þess misskilnings hefði gætt að þjónustan yrði alfarið greidd af sjúklingunum. „Við skul- um átta okkur á því að einkarekstur, sem hefur tíðkast lengi innan ís- lenskra heilbrigðisstofnana, getur þýtt allt frá því að neytandinn greiði allan kostnað í að allur kostnaður sé greiddur af hinu opinbera. Þessar hugmyndir gera ráð fyrir að staðinn verði straumur af kostnaði, t.d. með þjónustusamningi við hið opinbera. Ekki eru uppi hugmyndir um breyt- ingar á núverandi kerfi. Hagur rík- isins myndi felast í því að kaupa Morgunblaðið/Jim Smart góða þjónustu á lágu verði fyrir utan að eðlilegt er að hafa í huga gíf- urlegan kostnað ríkisins af löngum biðlistum í aðgerðir á stóru sjúkra- húsunum. Fleira kemur að sjálf- sögðu inn í myndina eins og eðlilegt • val og samkeppni við hið sameinaða sjúkrahús. Einkareksturinn á vænt- anlega eftir að sjá sér hag í því að fylgjast vel með nýjungum og virka með því hvetjandi á aðrar heilbrigð- isstofnanir. Hið opinbera hefur óneitanlega legið undir ámæli fyrir að vera ekki í fararbroddi í nýsköp- un og greiða ekki leið fyrir nýjung- um.“ Forvitnast er um hvort gert sé ráð fyrir að laun á einkarekinni sjúkrastofnun verði árangurstengd. „Já,“ segir Sigríður hiklaust. „Laun þurfa að tengjast árangri og afköst- um. Með slíku kerfi eru starfsmenn sífellt hvattir til að vinna betur og ná meiri afköstum. Aðlaga þarf mæli- tæki íslenskum aðstæðum og ýmsar hugmyndir eru uppi varðandi hversu stór hluti launanna eigi að vera árangurstengdur. Annars telja margir að eðlilegt sé að miða við að 50% launanna séu föst og jafn hátt hlutfall árangurstengt,“ segir hún og varar við hvers kyns hræðslu- áróðri. „Enginn er að tala um að kom á einhvers konar „amerísku“ kerfi heldur er aðeins sjálfsagt og eðlilegt að íslendingar nýti sér ár- angursríkustu aðferðirnar vestan hafs og austan. Eins verðum við að temja okkur að sneiða hjá helstu göllunum. Við erum ekkert að tala um umbyltingu enda er íslenska heilbrigðiskerfið að mörgu leyti al- veg ágætt. Engu að síður er full ástæða til að stuðla að eftirsóknar- verðum umbótum - því tækifæri má aldrei sleppa." Þjónusta hér og nú „Hugmyndin er að þróast," segir Sigríður og viH ekki spá fyrir um hvenær samnýting læknastöðvanna gæti orðið að veruleika. „Mikil gerj- un er í gangi. Hugmyndum hefur verið varpað fram og kastað á milli manna. Eg hef sjálf gaman af því að vinna hugmyndavinnu með öðrum í smáum og stórum hópum. Þannig næst oft ótrúlega góður árangur í erfiðum málum. Heilbrigðiskerfið verður alltaf að vera að búa sig und- ir framtíðina. Nútíminn er spenn- andi og breytingamar verða sífellt hraðari. Nægjusöm kynslóð foreldra okkar kemur ekki aftur. Mín kyn- slóð, x-kynslóðin, digital-kynslóðin og hvað þær nú allar heita gera sí- fellt ákveðnari kröfur um betri þjón- ustu hér og nú.“ Jafnréttisbaráttan áhugamál Sigríður er spurð að því hvort hún haldi að sú staðreynd að hún sé gift Sigurði Guðmundssyni, landlækni, hafi haft neikvæð áhrif í tengslum við ráðningu í starf hjúkrunarfor- stjóra Landspítala - háskólasjúkra- húss á sínum tíma. „Mér finnst spurningin opinbera hvað konur eiga enn langt í land í jafnréttisbar- áttunni. Enginn spurði að því þegar Sigurður sótti um stöðu landlæknis á sínum tíma hvort komið gæti til hagsmunaárekstra vegna stöðu minnar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Að sjálfsögðu erum við tveir sjálf- stæðir einstaklingar og alls ekki allt- af sammála eins og öllum vinum okkar er fullkunnugt um. Afar lang- sótt er að halda því fram að allt sem við tökum okkur fyrir hendur endi í málamiðlun. Ef ég ætla mér eitthvað spyr ég ekki landlækni," segir Sig- ríður hlæjandi og dregur við sig að svara því hvort hjónabandið gæti hafa haft bein áhrif á að hún fékk ekki stöðuna. Hún er spurð að því hvort hún sé mikil kvenréttindakona. „Já, eigin- lega er hægt að segja að kvennabar- áttan eða öllu heldur jafnréttisbar- áttan hafi verið mitt helsta áhugamál í gegnum tíðina. Alla tíð hef ég átt ákaflega erfitt með að þola mun á kröfum til karla og kvenna svo ekki sé talað um misrétti í garð kvenna. Okkur hefur því mið- ur ekki miðað nægilega vel áfram síðustu árin. Ég man svo sterkt eftir tilfinningunni fyrir því, mitt í hópi þúsunda kvenna á kvennafrídaginn, að heimur inn væri okkar - tak- markinu um fullkomið jafnrétti kynjanna yrði fljótlega náð. íslensk- ar konur voru ákaflega meðvitaðar þegar ég fór til Bandaríkjanna árið 1978. Kvennalistinn var t.a.m. ný- stofnaður. Andrúmsloftið var allt annað og jafnréttisbaráttan ekki komin eins langt í Bandaríkjunum. Hins vegar urðu talsverðar breyt- ingar til batnaðar á meðan ég dvald- ist úti og sú tilfinning helltist yfir mig þegar ég kom heim að tíminn hefði staðið í stað. Hér á landi er því miður ennþá langt í land að kynin búi við fullkomið jafnrétti. Full þörf er á því að fá nýtt, fersk afl inn í bar- áttuna. Konur og karlar verða að vinna saman enda kemur jafnrétti báðum til góða,“ segir Sigríður. Hún segir að staða jafnréttismála innan íslenskra stjómmála hafi vald- ið sér vonbrigðum. „Sjálfstæðis- flokkurinn hefur brugðist með því að standa sig illa í því að veita kon- um raunveruleg tækifæri. Fram- sóknarflokkurinn hefur aftur á móti staðið sig betur í því að útnefna kon- ur í valdastöður í flokknum. Við höf- um hímt alltof lengi undir glerþak- inu og verðum að komast þar í gegn til að hafa raunveruleg áhrif í þjóð- félaginu." Annar heimiliskötturinn er greini- lega ekki sáttur við að fá ekki að taka þátt í umræðunum og stekkur upp á sófann til spyrjandans. „Hann er svolítið uppáþrengjandi, þessi,“ segir Sigríður og vísar honum ákveðið frá. Hún segir að kettimir tveir séu raunvemlega í eigu tveggja dætra hennar í Bandaríkj- unum þar sem önnur sé í framhalds- námi í læknisfræði. Sigríður er spurð að því hvort heilbrigðismál beri oft á góma í fjölskyldunni. „Eft- ir langan vinnudag njótum við hjón- in þess að vera saman og viljum oft- ast ræða flest annað. Hinu ætla ég ekki að mótmæla að við tökum lang- ar tarnir inni á milli. Við höfum bæði fengið það veganesti úr æsku að rökræður séu eðlileg leið að því að komast að niðurstöðu í ákveðnum málefnum. Hins vegar er ekkert sáluhjálparatriði hjá okkur að vera sammála í öllum málum. Eftir 30 ár er nokkuð ljóst að málefnaágrein- ingur mun ekki gera út um hjóna- bandið.“ Eiga hjónin kannski annað sam- eiginlegt áhugamál? „Jú, jú,“ segir Sigríður. „Lífið er miklu meira held- ur en heilbrigðismál. Við njótum þess bæði að vera í góðra vina hópi og erum mjög rík af vinum. Eins höfum við yndi af því að hreyfa okk- ur úti í náttúrunni, t.d. að fara í gönguferðir og á gönguskíði hérna í kring. Okkur finnst líka gaman að fara saman upp á fjöll.“ Með eða án farsíma? Svarið er ákveðið: „Án.“ STARFSFOLK TE&KAFFI SENDIR BESTU KVEÐJUR MEÐ ÓSKUM GLEÐILEG JÓL ÞOKKUM VIÐSKIPTIN A ARINU i i í !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.