Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ plmrgtmMaliilií STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. INNIHALD JÓLANNA / jólum er rifjuð upp sagan af Jósef og Maríu sem komu til Betlehem fyrir tvö þúsund árum, að okkar tímatali. Ekki fer sögum af því að koma þeirra hafi vakið sérstaka athygli enda engin fyrirmenni á ferð. Ekki fengu þau inni í gistihúsinu og fæddi María son sinn í gripahúsi, vafði hann reifum og lagði í jötu. Þótt Jesúbarnið fæddist við fátæklegar aðstæður var þetta ekki lítill viðburður. Engill boðaði óttaslegnum fjárhirðum á Betlehemsvöllum: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yð- ur er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“ Jesús lýsti sér sem hógværum og af hjarta lítillátum. Hógværð og lít- illæti hans, sem fremstur hefur ver- ið meðal manna, er í hrópandi and- stöðu við glysið og gervimennskuna sem er svo áberandi í dag. Þrátt fyr- ir hljóðláta inngöngu Krists í þenn- an heim hefur boðskapur hans veitt skýra leiðsögn í nær tvö þúsund ár og reynst hollt vegarnesti þeim sem við hafa tekið. Minna má á kærleiks- boðorðið um að elska Drottin, Guð af öllu hjarta, sálu, huga og mætti og að elska náungann eins og sjálfan sig. Einnig gullnu regluna: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þess hefur verið minnst að kristni var lögtekin hér fyrir þúsund árum. Áhrif kristni hafa reynst þjóð okkar til blessunar á flestan hátt. Nefna má þegar Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið á íslensku. Hann sat við þá iðju í fjósinu í Skál- holti og mun hafa sagt „að Jesús lausnarinn hefði verið lagður í einn asnastall en nú tæki hann að út- leggja og í móðurmál að snúa hans orði í einu fjósi“. Nýja testamenti Odds var prentað 1540, fyrst bóka á íslensku svo vitað sé, og síðan notað nær óbreytt í mesta stórvirki ís- lenskrar bókaútgáfu, Guðbrands- biblíu sem kom út 1584. Þrekvirki Odds var ekki unnið í hásölum né við háreysti en er engu að síður einn af hornsteinum þess að við tölum ís- lensku í dag. Sumum þykir að hið sanna inni- hald jólanna eigi í vök að verjast fyr: ir skarkala og glysi nútímans. í Morgunblaðinu 15. desember sl. birtist viðtal við Kristjönu Eyþórs- dóttur jarðfræðing sem hefur haldið námskeið undanfarin haust um inni- haldsríkt jólahald. Að þessu sinni féll námskeiðið niður vegna dræmr- ar þátttöku. Á undanförnum nám- skeiðum hafa þátttakendur nær ein- ungis verið konur: „Hugmyndir þeirra um draumajól fela iðulega í sér rólegheit og frið- sæld, tíma með fjölskyldunni þar sem allir eru ánægðir saman, mat- seld sem ekki felur í sér margra klukkustunda undirbúning og litlar gjafir, eins gaman og það getur ver- ið að gleðja aðra. Jólagjafainnkaup- in reynast flestum erfiðust í heild, því oft reynist erfitt að finna réttu gjöfina og viðtakandinn stundum alls ekki ánægður. Spyrja má hvort við þurfum í raun á öllum þessum gjöfum að halda. Gætum við ekki allt eins látið peningana okkar renna til þeirra sem ekki geta haldið gleðileg jól vegna fátæktar eða sorgar? Hver er eiginlega tilgangur jólanna?“ spurði Kristjana. Karl Sigurbjörnsson biskup svar- ar þeirri spurningu í desemberhefti Víðförla: „I boðskap aðventu og jóla vill Drottinn benda þér á ljósið sem aldrei slokknar, lífið sem sigrar dauðann, huggunina í hverri sorg. Það er barnið í jötunni, Jesús. Til hans vill Guð leiða okkur svo við get- um lært af því í hverju sönn lífsgæði, lífsfylling, friður og gleði eru fólgin. Það er ekki fólgið í neinu af því sem tjaldað er til á vettvangi jólaauglýs- inganna né keypt á markaði neysl- unnar. Það er fólgið í því að játast lífinu og gefa þeim sem þarfnast.“ Morgunblaðið óskar landsmönn- um öllum gleðilegra jóla. Forystugreinar Morgunblaðsins 23. desember 1990: „Þegar Jesús Kristur fæddist, ólst upp og flutti boðskap sinn átti hann ekki aðeins í höggi við fulltrúa gamalla trúarskoðana heldur ríktu höfðingjar er- lends valds í Gyðingalandi, sem óttuðust allar breytingar eða skoðanir sem kynnu að koma róti á hugi fólks. And- staðan varð einnig mikil við kenningar Krists og svo fór að lokum að hann var kross- festur, tekinn af lífi eins og hver annar uppreisnarseggur. Dómurinn var kveðinn upp af veraldlega valdinu sem sakaði hann um að sækjast eftir kon- ungdómi og kennimönnunum sem töldu hann brjóta í bága við kenninguna." 24. desember 1985: „Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakon- ungur? Spurðu vitringamir þrír frá Austurlöndum, þegar þeir komu til Jerúsalem fyrir tæpum tvö þúsund árum. Þeir höfðu séð stjömu hans austur frá og héldu af stað til að veita honum lotningu. Heródes, konungur, varð felmtri sleg- inn og ræddi við vitringana á laun. Hann spurði um stjöm- una og leyfði vitringunum að halda áfram ferð sinni. Hann bað þá láta sig vita, þegar þeir hefðu fundið bamið, svo að hann gæti veitt því lotningu. Stjarnan fór fyrir vitring- unum, þar til hún staðnæmd- ist þar yfir sem barnið var. Vitringarnir sáu bamið ásamt Maríu móður þess, og féllu fram og veittu því lotningu. Þeir færðu því gull, reykelsi og myrru. Þeir fengu bend- ingu í draumi um að hverfa ekki aftur til Heródesar og fóm aðra leið heim til lands síns.“ 24. desember 1980: „Van- metakenndar gætir oft hjá Vesturlandabúum, þegar þeir h'ta á eigin stöðu andspænis einrödduðum kór alræðisafl- anna. Kúgun hins óbeislaða valds og hroki handhafa þess vekur í senn ugg og hneigð til að styggja ekki valdsmenn- ina. I daglegum fréttum og lýsingum á þeim vanda, er setur mestan svip á samtíð- ina, felst áherslan í skilgrein- ingu á veraldlegum verðmæt- um. Sá er talinn sterkastur, sem ræður yfir mestum vopnabúnaði og orkulindum til að knýja framleiðslutækin. Þegar sá styrkur er nýttur í blindri trú á mátt hins afl- meiri til að setja lítilmagn- anum úrslitakosti, myndast hættuleg spenna. Lokatrygg- ing friðar nú á tímum er tahn felast í ógnaijafnvæginu - mátturinn til gjöreyðingar heldur aftur af þeim, sem yfir honum ráða.“ RUNDVALLARATRIÐIÐ að baki almannatrygginga- kerfinu hefur jafnan verið skýrt; að allir hefðu í sig og fl Gnmnhugsunin á bak við . jBpl tekjutengingu í almanna- tryggingakerfinu er líka skýr og einfold; að það sé ástæðulaust að greiða peninga úr opinberum sjóðum til þeirra sem sannanlega þurfa ekki á þeim að halda til þess að komast af. Og því má bæta við, að þeir, sem hafa mælt með tekjutengingu - og Morgunblaðið er í þeim hópi - hafa gert það með þeim rökum, að þá pen- inga, sem þannig væri hægt að spara, ætti að nota til þess að hækka bætur til hinna sem á þeim þyrftu að halda. Þótt grundvallarsjónarmiðin séu skýr fer því víðs fjarri, að einfalt sé að hrinda þeim í fram- kvæmd eins og áratuga reynsla sýnir. Og dómur Hæstaréttar fyrir nokkrum dögum í máli Ör- yrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun ríkis- ins sýnir, að álitamálin eru mörg. í forsendum dóms Hæstaréttar er býsna gott yfirlit yfir þróun almannatryggingakerfisins frá upphafi. Þar segir m.a.: „Núgildandi lög um almannatryggingar eiga rætur sínar að rekja til laga nr. 26/1936 um al- þýðutryggingar, sem byggðust á frumvarpi, sem flutt var á Alþingi árið 1935. Samkvæmt grein- argerð, sem fýlgdi frumvarpinu var það aðaltil- gangur laganna að þær fjárhagslegu byrðar, sem þeim var ætlað að mæta yrðu engum borgara þjóðfélagsins ofurefli. Ætlunin var samkvæmt þessum lögum að framkvæma ehi- og örorku- tryggingar á hreinum tryggingagrundvelli. I gi'einargerð með frumvarpinu, sem varð að lögum um almannatryggingar nr. 24/1956, sagði að um væri að ræða tvær meginstefnur í al- mannatryggingum og þar af leiðandi tvenns kon- ar tryggingakerfi. Annars vegar væri kerfi, sem byggðist á tryggingasjónarmiði, þannig að ið- gjaldagreiðslur hinna tryggðu sköpuðu rétt til bóta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og væru bætur samkvæmt því þá háðar iðgjaldagreiðslum fyrir ákveðið tímabil. Hins vegar væri kerfi, sem byggðist að meira eða minna leyti á framfærslu- sjónarmiðum, þar sem þörf hinna tryggðu til bóta hefði áhrif á bótagreiðslur og iðgjaldagreiðslur væru að jafnaði ekki skilyrði fyrir bótarétti. Fyrmefnda kerfið byggðist á myndun sjóða til þess að standa straum af kostnaði við trygging- arnar og krefðist þess að gildi þeirra peninga, sem iðgjöldin væru greidd með, væri hið sama og gildi þeirra peninga, sem bæturnar væru greidd- ar með, oft áratugum eftir að iðgjöldin eða veru- legur hluti þeirra væri greiddur. Var í greinar- gerðinni ekki talið að á Islandi væru skilyrði til þess að halda uppi almennum tryggingum á þess- um grundvelli. Því hefði verið farið bil beggja með almannatryggingalögum nr. 50/1946 en sam- kvæmt þeim væri ætlast til að lífeyrir væri greiddur án tillits til tekna. Þó væri með bráða- birgðaákvæði, sem gilti enn árið 1956, ákveðið að skerða lífeyrinn, ef aðrar tekjur færu fram úr vissu marki...Frá upphafi almannatrygginga hef- ur við úthlutun örorkulífeyris verið höfð hliðsjón af eignum og tekjum umsækjanda og maka hans. Þá var almenn heimild til skerðingar ellilífeyris vegna tekna í lögum um alþýðutryggingar og síð- an í lögum um almannatryggingar frá upphafi til 1960.“ Af þessu stutta yfirliti um upphaf almanna- trygginga og þau sjónarmið sem að baki lágu er ljóst að strax í byrjun hafa þau tvö meginsjón- armið sem lýst var hér að framan verið til staðar í umræðum um almannatryggingar. Það er skilj- anlegt. Hvers vegna ætti að greiða peninga úr op- inberum sjóðum til þeirra sem ekki þurfa á þeim að halda? 1 upphafi þessa ára- Ölmusa eða eðli- tusar urðu töluvert Ipo-ar mildar umræður um legar oærur. bótagreiðslur al- mannatrygginga og þá var tekjutenging mjög til umræðu. A þeim tíma mælti Morgunblaðið mjög með tekjutengingu í almannatryggingakerfinu og var m.a. hér í Reykjavíkurbréfum ítrekað vís- að til frumkvæðis og reynslu Nýsjálendinga í þessum efnum. Meginástæðan fyrir víðtækum umræðum um þetta mál þá var sú, að ríkissjóður stóð mjög höllum fæti enda gekk þjóðin í gegnum eina mestu efnahagslægð á öldinni. Þá reyndi mjög á getu ríkissjóðs til þess að standið við bakið á þeim sem minnst máttu sín og taldi Morgun- blaðið óeðlilegt með öllu, að bolmagn hins op- inbera til þess væri skert með greiðslum til fólks sem sannanlega þyrfti ekki á þeim að halda. A þessum árum var tekin upp víðtækari tekju- tenging en áður hafði tíðkazt, þótt Ijóst sé af ofan- greindri tilvitnun í forsendur dóms Hæstaréttar að tekjutenging hefur verið til staðar í almanna- ti-yggingakerfinu með einhverjum hætti frá upp- hafi og þarf engum að koma á óvart. Alþýðuflokkurinn, sem taldi sig jafnan vera höfund alþýðutrygginga á íslandi, var alveg fram í byrjun þessa áratugar andvígur frekari tekju- tengingu í tryggingakerfinu. Meginrök flokksins á þeim tíma voru þau, að ef um verulega mis- munun væri að ræða, þar sem bætur væru greiddar til sumra en ekki annarra, myndu bóta- greiðslur almannatrygginga fá á sig svip ölmusu til þeirra sem minna mættu sín. Alþýðuflokkur- inn féll þó smátt og smátt frá þessum sjónarmið- um enda má segja, að þau hafi átt rætur í fortíð, sem ekki var lengur í neinum tengslum við veru- leika samtímans, og bar hann fulla ábyrgð á laga- setningu um þessi efni á árinu 1993. Þótt flestir, ef ekki allir, geti tekið undir það grundvallarsjónarmið, sem liggur að baki tekju- tengingu, að ekki sé ástæða til að greiða peninga úr opinberum sjóðum til þeirra sem ekki þurfa á þeim að halda, kom fljótt í ljós, að framkvæmd tekjutengingar var gagnrýnd mjög. Meginástæð- an var sú, að í viðleitni til þess að ná fram nauð- synlegum spamaðí í ríkiskerfinu, fóru stjóm- málamennirnir svo langt niður tekjustigann, þegar kom að skerðingu bóta, að gagnrýnin á framkvæmdina varð stöðugt háværari. Sú ákvörðun að fara svo langt niður tekjustig- ann sem raun bar vitni var skiljanleg vegna efna- hagsaðstæðna á þeim tíma. En þær skiljanlegu ástæður breyttu hins vegar engu um það, að með því var smátt og smátt komið óorði á tekjuteng- ingu. I stað þess að líta svo á, að tekjutenging í al- mannatryggingakerfinu væri sanngjörn aðferð til þess að jafna metin á milli þeirra sem höfðu nóg, og sumir meira en nóg, og hinna sem höfðu of lítið var í vaxandi mæli farið að líta á tekjuteng- ingu sem ósanngjaraa aðferð af hálfu ríkissjóð til þess að komast hjá því að greiða eðlilegar trygg- ingabætur. Jafnframt sögðu margir sem svo: við emm tilbúin til að fallast á tekjutengingu til þess að hægt sé að hækka bætur til þeirra sem þurfa meira á þeim að halda, en sjást þess einhver merki, að sparnaðurinn, sem kemur niður á okk- ur, skili sér í hærri greiðslum til hinna? Þess vegna brá svo undarlega við, að þótt hugs- unin á baki við tekjutengingu í tryggingakerfinu væri réttlát, sanngjöm og eðlileg, upplifði al- menningur þetta fyrirkomulag sem óréttlátt, ósanngjarnt og óeðlilegt. Þegar fólk er spurt í dag hvort það telji í raun og vem eðlilegt að stóreignamenn og hátekju- menn fái fullar bætur úr tryggingakerfinu til jafns við öryrkja er svarið gjaman, að þeir séu svo fáir, að það skipti engu máli í útgjöldum hins opinbera þótt þeir fái að fljóta með. Það er sjaldgæft, að stefna, sem augljóslega byggist á réttlátri og sanngjarnri hugsun, fái slíka útreið í almenningsálitinu, sem tekjuteng- ing hefur fengið, en sú útreið er staðreynd sem horfast verður í augu við. Með dómi Hæstarétt- Jafnrétti og ar í máli Öryrkja- tpkiiitpmríncr bandalagsins gegn TeKJUtenging Tryggingastofnun ríksins er nýr þáttur kominn inn í þessar umræð- ur, sem lítið hefur farið fyrir en það er spurningin um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. í dómi Hæstaréttar segir: „Samkvæmt 12. gr. almannatryggingalaga skerðist örorkulífeyrir vegna búsetu og tekna öryrkjans sjálfs. Tekjur maka skerða ekki örorkulífeyri, svo sem að fram- an greinir. Tekjur maka, hvort sem er í hjúskap eða sambúð, skerða hins vegar tekjutryggingu örorkulífeyrisþega...Tekjur maka skipta ekki máli við greiðslur til dæmis slysatrygginga, sjúkratrygginga, atvinnuleysistrygginga og fæð- ingarstyrks. Verðm- að telja það aðalreglu ís- lenzks réttar að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka. Er það í samræmi við þá stefnumörkun, sem liggur að baki íslenzkri löggjöf um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla....“ Síðan segir meirihluti 5 manna dóms Hæsta- réttar: „Svo sem áður greinir verður að telja, að í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar felist ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstakling. Þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á því, hvernig þessi lágmai'ksréttindi skuli ákvörð- uð, geta dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist grundvallarreglum stjórnarski'árinnar. Þegar lit- ið er til skipulags réttinda örorkulífeyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum og þeirra af- leiðinga, sem í raun geta af því leitt fyrir ein- staklinga, verður þetta skipulag ekki talið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.