Tíminn - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.12.1965, Blaðsíða 8
8 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. desember 1965 Þðrf stefnubreytingar í stjórn þjóðarbúsins Helgi Bergs og Karl Kristjáns- son hafa lagt fram nefndarálit i fjárhagsnefnd um frumvarp ríkis stjórnarinnar um aukatekjur rík- issjóðs: Frumvarpið fjallar um að hækka verulega hinar svo- nefndu aukatekjur ríkis- sjóðs, en þar er um að ræða m.a. dómsmálagjöld, gjöld fyrir fógeta gerðir, skiptagjöld og gjöld fyrir uppboðsgerðir, þinglýsingar, leyf- isbréf o. fl. Við teljum, að sumt, af því, sem hér er um að ræða, orki verulega tvímælis sem tekjustofnar fyrir ríkissjóð, og því fremur teljum við óeðlilegt, að þessi gjöld séu stórlega hækkuð. Annað veg- ur þó meira við mótun afstöðu okkar til frumvarpsins. Við teljum óhjákvæmilegt. að breyta nú um stefnu í fjánnálum ríkisins. Stóraukin skattheimta undanfarandi ára leiddi í fyrstu til mikilla greiðsluafganga hjá rík issjóði, en nú er komið i ljós, að þannig hefur verið hatdið á fjár- málastjórninni, að á sl. ári nam greiðsluhalli rikissjóðs á þriðja hundrað milljóna króna, og aftur er böðaður greiðsluhalli á þessu ári, þrátt fyrir það að framlög til opinberra framkvæmda hafi verið verulega skorin niður. Frumvarp þetta er tilraun til að sækja meira fé í vasa almenn- ings til þess að geta haldið áfram slíkri fjármálastefnu. Að þeirri stefnu óbréyttri vilj- um við ekki t.aka Jþ.átt í því að fela ríkissjóði 'meiri fjár- muni til að ráðsmennskast með en lýsum eftir marglofuðum til- iögiun um sparnað í ríkisrekstr- inum. f hvert sinn, sem ríkisstjórnin hefur talið sig vanta fé, hefur hún farið sömu leiðina, dýpra í vasa almennings. Þannig hefur þjóðin á undanförnum árum kynnzt endurteknum söluskatts hækkunum, hækkuðum eignar- skatti á fasteignir, sérskatti á bændur, iðnlánasjóðs- skatti, launaskatti, sérskatti á sement, sérskatti á timbur. sér- skatti á steypustyrktarjárn, að- gönguskatti á veitingahús, ríkis- ábyrgðarskatti, vegaskatti o.fl. Nú I liggja fyrir Alþingi eða eru hoð- uð frumvörp um að hækka eign-1 arskatt af fasteignum, um far- j miðaskatt, um nýjan skatt á bif- reiðar og um hækkaðan benzín- skatt og þungaskatt, sem vega- sjóður á að fá i staðinn fyrir ríkisframlagið, sem lofað var, en 1 nú hefur verið boðað, að ætlun-| in sé að svíkja það loforð. Ríkisstjórnina skortir ekki hug myndaflug, þegar hún vill finna upp nýja skatta, en við teljum þarfara að beita því að öðru. Það er ekki nóg að líta á tekjuhliðina eina, gjaldahliðin þarf einnig að skoðast, og það er e kki seinna vænna. Það fer ekki á milli mála. að sú fjármálastefna, sem á fáum ár- um hefur breytt stórfelldum greiðsluafgöngum í greiðsluhalla, þarf endurskoðunar frá rótum. Nú er framundan afgreiðsla fjár- laga, og er þess þá að vænta, að í ljós komi, hvort ríkisstjórnin hefur i hyggju að beita sér fyrir bættri fjármálastjórn. Teljum við þvi engan veginn tímabært. að samþykkja þetta frumvarp og leggjum til, að það verði fellt. Fulltrúar Framsóknarflokksins í fjárveitingarnefnd lögðu i gær fram nefndarálit sitt um fjárlaga- f'umvarpið. Þeir greina itarlega £ á þvj öngþveiti. sem ríkisrekstur inn er kominn í, og benda á úr- lausnarleiðir Framsóknarflokks: ins. Nefndarálitið er svohljóðandi: Velja verður verkefni eftir gildi þeirra fyrir heildarefnahagslífið. Rekst ur ríkissjóðs verður að endurskipuleggja. Ríkisstjórnin hefur ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig, hvernig farið hefur um stjórn hennar í fjármálum ríkisins og efnahagsmálum þjóðarinnar. Ingvar Gíslason Halldór E. Slgurðsson fulltrúar Framsóknarflokksins í fjárveitinganefnd Sameinaðs Alþingis. Halldór Ásgrímsson , Fjárlög eru spegilmynd þeirrar stefnu, sem á hverjum tíma er fylgt í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar. Þetta. fjárlagafrv. ber n'kisstjórnh?' liefur fylgí ' dyggi lega á valdatíma sínum, það er dýrtíðin og aftur dýrtíðin, sem setUr sinn svip á fjárlagafrv. Rík- isstjórnin tók í sínar hendur, með breytingu á lögum um Seðlabanka íslands, stjórn á peningamálum og bankamálum þjóðarinnar, og með þeim ráðstöfunum, sem hún hefur látið stjórn Seðlabankans gera með sparifjárbindingunni, vaxtahækkuninni og styttingu á lánstíma fjárfestingalána, hefur hún sýnt stefnu sína í frain- kvæmd. Ríkisstjórnin hefur tvö síðustu árin, þ.e. árin 1964—1965. svo að segja staðið sjálf í beinum samn- ingum við verkalýðsfélögin um kaup og kjör félagsmanna þeirra. Hún ákvað síldarverðið á s. 1. sumri og stóð að samningum við útgerðarmenn um fiskverð. Og nú s.l. haust var landbúnaðarverðið ,nig ákveðið af stjórnskipaðri Ríkisstjórnin hefur því lia.lt í sínum höndum þau atriði, er efna- hagsmál þjóðarinnar hvíla á, þ.e.: fjármál ríkissjóðs, stjórn banka og peningamála, kaupgjald og verð- lagsmál. Allt stjórnartímabil núverandi valdhafa hefur árferði verið með eindæmum gott, aflabrögð og framleiðsla meiri en nokkru sinni fyrr. Ríkistekjur hafa verið í samræmi við þetta góða árferði og farið langt fram úr áætlun, og það svo, að samgnlagt hafa ríkistekjur farið 1021 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga síðustu fimm árin. Það er Ijóst af því, sem hér hefur verið fram tekið, að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál um hefur getað notið sín. Ríkis stjórnin hefur því ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig um, hvernig farið hefur um stjóm hennar í fjármálum ríkisins og efnahagsmáluin þjóðarinnar. Skal nú gerð nokkur grein fyr- ir, hvernig fjármálum ríkisins er nú komið. Þrátt fyrir það, þó að tekjur ríkissjóðs færu 313 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga 1964, varð halli hjá ríkissjóði á rekstrarreikningi og eignahreyfingum 256 millj. kr. og greiðsluhalli 220 millj. kr. á því ári. Það er að vxsu augljóst við athugun á- ríkisreikningum fyrri ára, að sparnaðarfyrirheit ríkisstjórnarinnar höfðu gleymzt, er til framkvæmda átti að koma, og „hagsýslan" aðeins orðið til að auka útgjöld ríkissjóðs, en ekki til spamaðar. Það veldur þó ekki því, hvemig komið er um fjárhag | ríkisins, heldur dýrtíðin, sem rík- isstjórnin hefur magnað ár frá ári með ofsköttun og stjórnleysi á fjárfestingu og á vinnumarkað- inum. Ríkissjóður, sem bjó að 458 millj. kr. greiðsluafgangi frá fjór- um síðustu áram, var orðinn skuld ugur við Seðlabanka íslands um 220 millj. í árslok 1964, og lítið útlit er fyrir bata hjá ríkissjóði á stöðunni hjá Seðlabankanum á þessu ári. Hvernig tók ríkisstjóm in á þessum vanda? Þegar hún birti þjóðinni stefnuyfirlýsingu sína um afgreiðslu fjárlaga í fjár- lagaræðu 1960, þá var meðal ann- ars þannig komizt að orði: „Og það ætla ég, að allir góðir íslendingar séu sammála um, að nauðsynlegt sé að hafa sívökult auga á öllu því, er til spamaðar má horfa, bættra vinnubragða og aukinnar hagsýni.“ Það hefði mátt ætla ríkisstjórn- inni, að hún tæki þessa rykföllnu yfirlýsingu af hillunni og kynnti sér það, er til spamaðar mætti horfa í ríkisrekstrinum t. d. með því að draga úr ferðakostnaði ráð- herra, embættismanna og sendi- nefnda. Þessi sparnaður hefði átt að vera henni nærtækur. En svo reyndist ekki, heldur ákvað hún að lækka fjárveitingu til að byggja sjúkrahús, skóla, hafnir, raflagn- ir og vegi og til fleiri verklegra framkvæmda um 20% Það voru hennar viðbrögð við vandanum. Þau eru í fullu samræmi við út- þenslu og eyðslu hennar í rík- isrekstrinum og það ráðleysi, sem fá dæmi munu vera til um, að etnar séu upp fyraingar í mesta góðæri, ei um getur í sögu þjóð- arinnar. Það hefði verið eðlilegt, þegar ríkisstjórnin undirbjó fjárlagafrv. það, sem nú liggur fyrir til af- greiðslu, að hún hefði reynt að gera sér grein fyrir vandanum og snúa sér að meininu sjálfu, dýr- tíðinni og takast með festu á við hana og auk þess að sýna ein- hverja viðleitni til spamaðar í ríkisrekstrinum. En því fer víðs fjarri, að svo sé. Fjárlagafrv. fyr- ir árið 1966 ber öll einkenni fyrri fjárlagafrv. þessarar valdasam- steypu, svo sem: Framhald á bls. 13 A ukatekjur ríkissjóBs Við hofum hér í nefndaráliti okkar skýrt frá því, að við flytj- um ekki brtt. við fjárlagafrv. við 2. umræðu þess, aðrar en þá einu, að staðið verði við samkomulag um fjárveitingu ríkissjóðs til vega framkvæmda, sem við höfum þeg- ar greint frá. Það er þó venja, að stjórnarandstaða flytji nauð- synlegar breytingatillögur við af- greiðslu fjárlaga. Þörf var á því nú, ekki sízt, þegar það er haft í huga, hvernig að þeim málaflokk- um er búið, er til framfara horfa, svo sem við höfum greint í nefnd- aráliti okkar og svo er um aðra málaflokka, þó að frekari grein verði ekki gerð fyrir þeim hér. Ástæðan fyrir þessari afstöðu okk ar nú er það ástand, er ríkir um fjárhag ríkissjóðs, þó að þáð sé undrunarcfni, að svo geti verið í slíku góðæri sem nú ríkir. Við viljum taka það fram og undirstrika að við viljum ekki standa að fjárlagaafgreiðslu með halla á ríkisrekstrinum, og skul- um við engu spá um það, hvort þetta fjárlagafrv tryggir það. Það eitt, sem skiptir máli um afkomu ríkissjóðs, er stefnubreyt ing hjá þeim, sem málefnum þjóð arinnaj- stjórna, þar sem horfið yrði frá þeirri ofsköttun, sem nú er ríkjandi, svo að segja má.að nýr skattur fylgi hverju máli. Þessi ofsköttunarstefna ásamt al- geru stjórnleysi á fjárfestingar- málum er rótin að þeirri dýrtíð, sem nú er að grafa undan grunni efnahagslífsins, svo sem sýnt hef- ur verið fram á um ríkisfjármál- in. Á næsta leiti er úrskurður kjaradóms um laun opinberra starfsmanna, sem litlar líkur eru til annars en eigi eftir að hafa veruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs og e.t.v. á efnahagslífið í landinu. Kröfur útgerðarmanna um hækkað fiskverð og síðar frystihúsanna um þeirra rekstur eru allar óleyst ar, og enginn afgangur hjá ríkis- sjóði til þess að mæta þeim. Er af þessu ljóst, að ríkisstjórnin í’æður ekki við vandann, svo sem komið hefur i ljós undanfarandi ár. Hún mun þó sem fyrr reyna að halda sér í ráðherrastólunum og leggja nýjan skatt á hér og annan þar, og þannig tína saman 50 miUj. króna hér, 25 þar og 22 millj. í þriðja staðnum, svo sem gert er nú við þessa fjárlaga- afgreiðslu. En allt er þetta unnið fyrir gýg. Dýrtíðin krefst af stjórnarherrunum 50 millj. kr. á næsta ári, þar sem 30 millj. dugðu á þessu ári. Aðeins baráttan við vandainálið sjálft, dýrtíðina, hef- ur þýðingu. Til þess verður að endurskipuleggja rekstur ríkis- sjóðg, draga úr rekstrarkostnaði, þar sem því verður við komið. Og það, sem mestu varðar þó, er, að velja verður verkefnin eftir gildi þeirra fyrir þjóðarbúið í heild. Öllum má vera Ijóst. að verkefn- in verða ekki leyst öll í einu. í kapphlaupi því, sem nt. á sér stað fer svo sem nú, að þau verkefni troðast undir. er í fremstu röð þurfa að vera, svo sem skóla- byggingar, hafnir, vegir o. fl. Til þess að skipulag megi komast á í framkvæmd þjóðnjálanna, þurfa þeir, sem siglt hafa fjármálum rík isins á grynningar í góðviðri og heiðríkju, að láta af völdum. Þeir hafa nú þegar sannað getuleysi sitt til að stjórna fjármálum ríkis- ins, og efnahagsmálum þjóðarinn- ar, enda getur þjóðin ekki treyst þeim fyrir fjármálum sínum, er standa fyrir hallarekstri, þegar tekjur fara hundruð miUjónir kr. fram úr áætlun fjárlaga, eins og átti sér stað 1964. Baráttuna við dýrtíðina verður að fela þeim, er þegar hafa áttað sig á því, að þar er meinsemdina að finna í efna- hagslífi íslenzku þjóðarinnar. Þvi fyrr sem þjóðin kemur því i verk að leysa núverandi valdhafa úr valdastólum, þvi betra. Að lokum viljum við taka fram, að við höfum gert svofelldan fyrir vara um aðild okkar að þeim til- lögum, sem fluttar eru af nefnd- inni og meiri hluti gerir grein fyrir: „Fulltrúar Framsóknar- flokksins og fulltrúi Alþýðubanda Iagsins vilja taka fram, að breyt- ingatillögur þær, sem fluttar eru i nafni nefndarinnar, njóta ekki allar' stuðnings þeirra. Áskilja þeir sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum, sem fram kunna að koma við þær eða einstaka liði frumvarpsins.“ Alþingi, 28. nóv. 1965. Halldór E Sigurðsson. Halldór Ásgrímsson, Ingvar Gíslason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.