Tíminn - 01.12.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.12.1965, Blaðsíða 11
MEDVTKUDAGUR 1. desember 1965 TÍMINN 11 ARABÍU LAWRENCE 12 leyfði sér að tala við yfirmann sinn. En Wingate varð ekki haggað. Herforingjanum fundust uppástungur Lawrence ekki ganga nógu langt og áleit þær fyrst og fremst miðast við varnir, en ekki við framsækna byltingu Araba. Hann sendi skeyti til aðalstöðvanna og lagði til að fjölmennt lið yrði þegar sent til Hejaz. Lawrence gat ekkert að gert, hann sá fram á að þessi fljótfærnislegu ráð Wingate gætu haft hinar verstu afleiðingar og myndu koma í veg fyrir alla sam- vinnu uppreisnarflokksins og Breta. Hann hraðaði sér því til aðalstöðvanna til þess að skýra málin og krafðist við- tals við yfirhershöfðingjann sjálfan Sir Archibald Murray., Honum til mikillar undrunar var honum tekið einkar hlý- lega. Hann komst bráðlega að ástæðunni, en hún var sú, að hann hafði sent Clayton ofursta skýrslu, þar sem hann sýndi fram á hættuna sem fylgdi fyrirætlunum Wingate um inn- rás Bandamánna á Arabíuskagann. Aðalstöðvarnar voru ekki hrifnar af þessum ráðagerðum. þeir höfðu ekkert lið aflögu og auk þess var ólíklegt að þeir myndu fá leyfi til slíks frá London, hið nýja ráðuneyti Lloyd Georges lagði nú aðal- áherzluna á stríðið í Evróðu, og auk þessa hafði Lloyd Georges lítinn áhuga á stuðningi við Araba. Skýrsla Law- rence kom aðalstöðvunum vel, hér var maður, sem hafði verið á staðnum og lagði mjög gegn hinum óheppilegu til- lögum Wingates, sem auk þess voru fljótfærnislegar og illa rökstuddar. Lawrence notfærði sér þennan óvænta stuðn- ing, hann koitíst að samkomulagi við Murray og forseta her- ráðsins og Lyndon Bell hershöfðingja um að senda vistir og hergögn og liðsforingja til Feisals. Lawrence var skipað að fara til Hejaz sem liðsforingi, haun.átti að vera tengiliður- inn miili Breta ög hers Feisals. Lawrence lét sem hann væri ekkert hrifinn af þessari ráðstöfun. Hann var ekki atvinnuhermaður, heldur bóka- maður, sem óttaðist ábyrgðina, sem þessu fylgdi, og' auk þess væri hann ekki gefinn fyrir herþjónustu. En hann gætti þess að ganga ekki of langt í mótmælum sínum, og þegar Clayton lagði að honum, hljóp hann næstum út úr her- berginu. Honum gekk illa að hemja gleði sína, þá gleði, sem þeir einir þekkja, sem sjá fram á það, að draumar ANTHONY NUTTING þeirra rætist. Nú þyrfti hann ekki að koma sem umboðslaus ævintýramaður til Feisals, nú var hann sendimaður her- foringjaráðsins í Kairó, með fullu umboði og hlutverk hans var að vera aðstoðarmaður Feisals og leiðbeinandi í upp- reisninni og allt til Damaskus. Hann sá hilla undir konung- dæmi Feisals í Damaskus. Samt sem áður gætti nokkurs efa með honum um að honum mætti takast þetta. Meðan hann dvaldi i Kairó, hafði hann frétt af Sykes-Picot samkomulaginu. Þetta var laumu- samkomulag milli Breta og Frakka um, að þegar Tyrkjaveldi hefði verið sigrað, skyldi skipta þeim löndum, sem Arabar byggðu með höfuðborgir Damaskus, Aleppo og Mósúl. Tii- gangurinn var að hluta Arabíu sundur og skipta landinu í áhrifasvæði milli Rússa, Breta og Frakka, sem næðu frá Miðjarðarhafi og að Indlandshafi. Þetta samkomulag stang- aðist á við þau heit, sem eftirmaður Kitcheners, Sir Henry McMahon hafði gefið Hússein áður en uppreisn Araba hófst. Lawrence hafði skilið á Feisal og Abdulla að þeir ásamt föður þeirra skildu þetta sem lororð um frelsi og einingu Arabíu. Snemma í nóvember kom Lawrence til Jenbo, lítils bæj- ar, sem reistur er á kóralrifi fyrir norðan Rabegh. Hér bætt- ist honum nýtt áhyggjuefni í viðbót við Sykes-Picot samn- ingana, sem var vantrú á getu Araba sem hermanna. Bær- inn var fullur af hermönnum úr her Feisals, sem höfðu flúið þangað eftir annan ósigur. Tyrki hafði grunað fyrir- ætlanir Araba um töku Medína og höfðu orðið fyrri til og brotizt til strandar til þess að varna því að herir bræðr- anna sameinuðust til árásar. Feisal og lið hans hafði hörfað aftur til Jenbo. Zeid hafði komizt hjá því að verða um- kringdur, tilraun Alis íil að sanieingst hcr Feisals hafði farið út um þúfur við tyrkneska árás tíg Abdulla var að hefja ferð sína frá Mekka, þegar allt var um garð gengið. Hermennirnir voru vonlitlir og niðurdregnir, það eina sem varð þeim til styrktar voru brezku herskipin á höfninni, sem höfðu verið send þangað, af Wemyss, þegar fréttirnar bárust um ósigur Araba. t Og klögumálin gengu á víxl milli bræðranna. Ali hvarf C The New American Librarv í LEIT AD ÁST ELANORFARNES 32 býsna alvarlega . . . Hún heyrði hversu ótt hjarta hans barðist og sterkir armar hans þrýstu henni að sér. Einmitt á því augnabliki opn- uðust dyrnar skyndilega og Sheila Pont stóð í dyrunum og hélt á einhverjum plöggum í hendinni. Fíóna xog Peter fóru hvort frá öðru, en Sheila stóð sem negld niður af undrun. Um stund ríkti vandræðaleg þögn. Pet er varð fyrstur til að ná sér. — Komdu inn fyrir, Sneila, sagði hann. — Hvað get ép gert fyrir þig. Sheila kom inn og lagði skjöi- in á skrifborðið hans án bess að líta á þau. — Hr. Ormsby Diður þig að líta á þetta, sagði hún, — en ef þú ert mjög vant við látin í dag ( vottaði ekki fyrir kaldhæðni í rómnum?) er það í lagi þótt það bíði til mánudags. Og mig langað: til að vita, hvort þú kæmir í tenn- is í dag. Hún leit á hann og hann brosii með erfiðismunum — Já, auðvitað kem ég, svar- aði hann vingjarnlega og hafði fu)l komna stjórn á rödd sinni Á ég að sækja þig? \ Það væri vel þegið, sagði hún. Eigum við að segja um hálf þrjú leytið? Já, ég skal flauta fyrir utan hjá þér klukkan hálf þrjú. Þakka þér fyrir, Peter. j Bless á meðan. 1 Hún gekk út úr herberginu og lokaði dyrunum á eftir sér. Peter og Fíóna litu hvort á annað — Andskotinn sjálfur. sagði Peter og barði í borðið. — Mér þykir það leítt, sagði Fíóna eymdarlega. — Það var ekki pér að kenna, sagði hann. — Heldur mér. Það hefur verið mér að kenna frá upp- hafi. Ég get ekki látið þig í friði og hér er árangurinn. Slúðursög ur um okkur. Ég hef ailtaf reynt að forðast Kjaftasögur um mig innan fyrirtækisins. Og nú bitnar það líka á þér Fíóna. — Ég hirði ekki um það, -sagði hún. — En ég skil það getur kom- ið þér í klípu. Heldurðu að Sheila fari að breiða þetta út. ! — Hún þarf ekki að segja mik i ið til að sögur komist á kreik. En ég held ekki að hún segi neitt, ef ég bæði hana að láta það vera. — En þér finnst auðvitað ekki þægilegt að gera það. Fíóna hugs- aði sig um dálitla stud. — Peter, sagði hún loks. — Leyfðu mér að fá vinnu annars staðar. — Nei, sagði hann ákveðinn. — Þú ert góður starfskraftur og ég á ekki hægt með að missa þig. Hann baðaði út höndunum. — Þú sérð, hélt hann áfram, — hvernig ég blekki sjálfan mig. Sannleikurinn er sá að ég vil ekki að þú farir. — Við skulum hugsa málið yfir helgina, stakk hún upp á. — Við sjáum svo til á mánudaginn. Ef þú heldur að þér gengi betur án min geturðu fengið mig færða milli deilda. — Vilt þú það? spurði hgnn. —• Nei, en ég geri það, ef það kemur sér betur fyrir þig. — Gott og vel, samsinnti hann. — Við skulum salta þetta fram yfir helgi og tala saman á mánu- daginn. 6. kafli. Á heimleiðinni komu ýmsar til finningar í huga Fíónu. Hún var bæði glöð og hrygg, sigri hrósandi og niðurlút í senn. Henni fannst gott að sleppa við umferðina í miðborginni. Innan skamms var hún komin út fyrir borgina og hafði meira hugann við það sem gerzt hafði en aksturinn. Það var leiðinlegt að Sheila hafði orðið vitni að því sem ekki átti að vitnast en jafnframt fann hún til sigurgleði sakir þesss að Peter hennar vegna braut odd af oflæti sínu gagnvart konum. Það væri einnig leiðinlegt ef Sheila gæti ekki þagað um það sem hún hafði séð. Peter mundi koma það illa. Hún vissi hann var sómakær og mátti ekki vamm sitt vita í þessum efnum. Að öðrum kosti ætti hann örðugra með að af greiða vandamál annarra. En hafði það ekki verið Peter sem átti frumkvæðið7 Og þó. Var það ekki alveg eins hún sem átti sökina? Var ekki aðdráttaraflið gagnkvæmt? Allt í einu stöðvaði Fióna bfl- inn á vegarkantinum. £lún varð að hugsa málið. Ilún reyljdi að muna nákvæmlega hvernig Peter hafði sagt þetta, hikandi. en án alls afls til að berjast a móti til- finningum sínum,- Ef F’eter gat ekki lengur á sér setið þá var jafnt á komið með þeim. Meðan hún sat barna roleg í bílnum varð hún fyrir undar legri reynslu. Það var líkast því að nýr dagur risi i lífi nennar og að lokum var hún gagntekin þvílíkri hamingju, sð engin orð fá lýst. Nú vissi hún hvað amaði að henni. Hún var ástafangin Ástfangin af Peter Hún lokaði augunum og dro í dag djúpt andann. Bara hann hefði verið nálægt henni. Hún þváð: að finna sterka arma hans um- lykja sig. í hjarta hennar hvíslaði rödd nafn Peters . . . Peter! Peter! Hún laut yfir stýrið og grúfði and litið í höndum sér og reyndi að laða fram í hugann mynd af Pétri. Allt í einu var kallað á hana, bíll hafði stanzað og ein- hver spurði hana hvort eitthvað væri að. Hún sagði að allt væri í lagi og maðurinn ók leiðar sinnar en nú rankaði hún við sér og minntist þess að hún þurfti heim t mat. Hún ók hægt heim á leið og hafði enn ekki náð sér eftir þessa uppgötvun. Þegar hún kom heim sá hún langan sportbíi fyrir framan hús OTVARPIÐ Miövikudagur 1. desember Fullveldisdagur íslands. 7.00 Morgunútvarp. 19.30 Messa í kapellu háskólans Heimir Steinsson stud. theol. prédikar. Séra Arngrímur Jónsson þjónar fyrir altari. Stúdentar syngja undir stjórn Róberts A. Ottósson ar söngmálastj. Organleikari: GuS ión GuSjónsson sud. theol. 12. 00 Hádegisútvarp. 13.00 Tón- leikar: íslenzk lög. 14.00 Full- veldissamkoma j hátíðarsal Há skóla íslands a Aðalsteinn Eiriks son stud. theol. setur hátíðina. b. Eygló Haraldsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir leika á píanó. c. Kristinn Kristmundsson stud. mag. les kvæði d. Sigurður Lln- dal haestaréttaritari flytur ræðu: Varðveizla bjóðemis e. Stúdenta kórinn syngur. Söngstjóri: Jón Þórarmssun. 15.30 Miðdegisút- varp 17*00 Eréttir Tónleikar 18.00 Útvarpssaga bamanna. ..Úlfhundurinn” eftir Ken And erson Benedikt Amkelsson les. 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleik ar. Tilk. 19.30 Fréttir 20.00 ts- tenzki fáninn i hálfa öld. Dag skrárþáttur f umsjá Vilhjálms Þ. Gislasonar útvarpsstjóra 20.50 Dagskrá Stúdentafélags Reykja- víkur. 22.00 Fréttir og veður- fregnir 22.10 Lög unga fólksins. Bergur Guðnason kynnir 23.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Á morgun Fimmtudagur 2. desember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjómar óskalaga þætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum ' Margrét Bjarnason talar við tvær konur í Stykkishólmi. Valgerði Kristj ánsdóttur og Kristjönu Hannes dóttur, svo og Guðrúnu Guðjóns dóttur, Mýrdal i Kolbeinsstaða hreppi. 15.00 Miðdegisútvarp. 16. 00 Síðdegisútvarp 17.40 Þingfrétt ir 18.00 Segðu mér sögu Sigríð ur Gunnlaugsdóttir stj. þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Konur i alþjóðastarfi. Dag skrá á vegum Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna. 21.00 Einsöngur: Ivan Petroff bassa söngvarj syngur tvö rússnesk þjóðlög. 21.15 Bókaspjall Rætt um Hrafnkeis sögu Freysgoða. 21.45 „Flæmskt Idyli“ eftir Flor Alpaerts, 22.00 Fréttir og veður fregnir 22.10 Minningar um Henrik Ibsen Gylfi Gröndal ritstj les (8) 22.30 Djassþáttur. j umsjá Ólafs Stephensens 23.00 Bridge þáttur. Stefán Guðjohnsen og Hjalti Elíasson flytja. 23,25 Dag skrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.