Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 7
HINN 1. september 1939, klukkan sex að morgni, hófu ÞjóSverjar innrás í Pólland á breiðri víglínu. Þá um morg- uninn lýsti Förster, nazista- leiðtogi í Danzig, bví yfir, að Danzig væri sameinuð þýzka ríkinu með samþykki Hitlers. Hitler gaf út dagskipun til þýzka hersins, er árásin á Pól- land hófst. Sagði hann þar, að Pólverjar hefðu hafnað friðsamlegri lausn deilumál- an'na og beitt Þjóðverja í Pól- landi svívirðilegu ofbeldi. Nú mundu Þjóðverjar beita her- valdi sínu til að binda endi á þessar ofsóknir og koma á friði á austurlandamærum Þýzkalands. Kl. 10 um morguninn (1. sept.) var haldinn fundur í ríkisþinginu þýzka, og hélt Hitler þar ræðu. Sagði hann í henni, að Pólverjár hefðu þá um nóttina ráðizt inn í Þýzka- land, en Þjóðverjar hefðu snúizt til varnar og hefðu nú ráðizt inn í Pólland. Hitler kvaðst staðráðinn í því að binda í eitt skipti fyrir öll endi á ofbeldisverk Pólverja. Hann sagði, að Danzig og pólska hliðið yrðu sameinuð Þýzkalandi á ný. Hann sagði, að ef hann félli frá, skyldi Hermann Göring verða leið- togi (Fúhrer) Þjóðverja, en ef hann félli 'einnig frá, þá Ru- dolf Hess. Ifitler kvaðst ann- að hvort mundu sigra í stýrj- öldinni eða lifa’ ekki enda- lokin. Bretar og Frakkar brugðu við skjótt, er fréttist um árás Þjóðverja á Pólland. Allsher j- ar hervæðing var fyrirskipuð í Frakldandi, og í Bretlandi voru allir karlar á aldrinum 18—41 árs kvaddir til her- þjónustu. Myrkvun var strax fyrirskipuð í öllum stríðslönd- unum. Að kvöldi hins 1. sept. gekk Henderson sendiherra á fund Ribbentrops og færði honum þá orðsencVlngu frá brezku stjórninni, að Bretar mundu hefja hernaðaraðgerðir gegn Þýzkalandi, ef Þjóðverjar færu ekki með her sinn úr Póllandi þegar í stað. Franski sendiherrann í Berlín flutti svipuð skilaboð frá stjórn sinni. Chamberlain flutti hinn 1. sept. ræðu í brezka þinginu og deildi fast á Hitler. Brezka stjórnin var endurskipulögð. Yarð Winston Churchill flota- málaráðherra. Forustumenn verkamannaf lokksins og frjálslynda flokksins hétu stjórninni stuðningi sínum til styrjaldarframkvæmdanna, en þáðu ekki boð Chamberlains um þátttöku í stjórninni. Hinn 2. september reyndi Mussolini að stilla til friðar. Stakk hann upp á því, að háldin væri ráðstefna Pól- verja, Þjóðverja, Breta, Frakka og ítala til að jafna deilumálin. Fyrir Mussolini hefur sjálfsagt vakað ný Munchenráðstefna, þar sem gengið yrði að flestöllum kröfum Þjóðverja. Annars varð það nú augljóst, að ítal- ir ætluðu að sitja hjá í styrj- öldinni, að minnsta kosti í fyrstu. Lýsti þýzka stjórnin ‘ því yfir, að hún færi ekki fram á aðstoð ítala, þó að þeir hefðu gert með sér samn- ing um gagnkvæma aðstoð í ófriði. Hafa Þjóðverjar ef til vill hugsað sér að nota Mussolini sem sáttasemjara við vesturveldin síðar meir. Auk þess gátu ítalir hjálpað Þjóðverjum um ýmsar nauð- synjavörur, ef þeir voru hlut- lausir. Brezka stjórnin tók tillögu Mussolinis ekki illa, en krafð- ist þess þó að nýju, að Þjóð- verjar færu með her sinn út úr Póllandi. Fyrr gætu samn- ingar ekki hafizt. Tjáði Hen- derson Ribbentrop að kvöldi hins 2. sept., að styrjaldar- ástand mundi hefjast milli Bretlands og Þýzkalands frá kl. 11 f. h. 3. september, ef þá væri ekki komin frá þýzku stjórninni • yfirlýsing um, að hún mundi draga her sinn út úr Póllandi. Franski sendi- herrann afhenti svipaða orð- sendingu, en í henni var frest ur settur til kl. 5 e. h. hinn 3. sept. Litlu eftir kl. 11 f. h. hinn 3. sept. gekk svo Hend- erson á fund Ribbentrops í síðasta sinn. Afhenti Ribben- trop sendiherranum langt skjal, þar sem bornar voru þungar sakir á Breta. Þeir hefðu hafnað öllum tillögum Hitlers um friðsamlega lausn deilumálanna, og bæru þeir ásamt Pólverjum alla sök á styrjöldinni. Sendiherrann fékk síðan vegabréf sitt og lagði litlu síðar af stað heim til Bretlands. Neville Chamberlain hélt útvarpsræðu til brezku þjóð- arinnar kl. 11 f. h. 3. sept. og lýsti yfir því, að styrjöld væri skollin á milli Breta og Þjóð- verja. Sagði hann, að Bretar mundu halda styrjöldinni á- fram, þar til „Hitlerisminn“ væri upprættur. Nokkur æs- ingur greip hugi mann'a 1 Lon don, og bjuggust margir við stórkostlegum loftárásum Þjóðverja þegar í stað. Dala- dier birti litlu síðar svipað á- varp tli frönsku þjóðarinnar. Samveldislönd Breta, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland, sögðu Þjóðverjum þegar í stað stríð á hendur. Suður- Afríka sagði þeim ^tríð á hendur litlu síðar, en þar stóðu harðvítugar deilur um þetta mál. Var Hertzog, aðal- foringi . Búa, hlynntur Þjóð- *verium, og mun rúmur helm- ingur Búa hafa fylgt honum að málUm, en Bretar í Suður- Afríku og npkkur hluti Búa undir forustu Smuts vildu styðja Breta af alefli. AÍmennt var það skoðun manna, að styrjöldin mundi ekki standa mjög lengi, varla meira en 1—2 ár. Þjóðverjar þóttust vissir um, að þeir mundu gersigra Pólverja á skömmum tíma. Þá mundu vesturveldin að líkindum semja frið, en ef þau gerðu það ekki, yrðu einnig þau sigruð í leifturstríði. Þjóð- verjar þekktu vel hernaðár- mátt sinn og veilurnar á her- búnaði vesturveldanna. Framh. á 15. síðu. Alþýðublaðið 2. sept. 1939 Brefar og Frakkar setfu Þjóð- verjum úrslita kosfi í gærkvöldi, en höfðu ekkert svar fengið Fréttaritari UP í Var- sjá segir að fólkið í borg- inni sé mjög rólegt að kvöldi fyrsta innrásardags ins. Eftir því sem næst verður komizt muni þýzk- Hlufteysisyflrlýsing RÍKTSSTJÓRN Islands hefur í samræmi við áð- urgefna yfirlýsingu um ævarandi hlutleysr ákveð- ið að gæta fullkomins hlut leysis á meðan stendur yf- ir ófriður sá, sem nú er kominn á milli Þýzka- lands og Póllands. Um hlutleysi íslandsi ar árásarflugvélar alls hafa gert 94 loftárásir og tilraunir til loftárása í gær á pólskar borgir og bæi. tslands skulu gilda ákvæði þau, sem sett hafa verið með konunglegri tilskipun 14. júní 1938 í sambandi við yfirlýsingu milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar frá 27. maí 1938 um ákveðin hlutleysisákvæði. Skömmtun . . . eru hér með settar eftirfarandi reglur um sölu og úthlutun eftirfar- andi vörutegunda'. 1) rúg- og xúgmjöli, 2) hveiti og hveitimjöli, 3) hafragrjón- um, 4) hrísgrjónum, 5) matbaunum, 6) sykri, 7) kaffi, 8) kolum til húsa. Or forustugrein Rás viðburðanna vik- una, sem liðin er, síðan samningurinn í Moskva (milli Sovétríkjanna og Þýzkalands) var undirrit- aðrtr, hefur nú tekið af öll tvímæli um það, hvað hann þýðir. Stríðið með öllum þeim ógurlegu hörm ungum, sem því fylgja — Það er Moskvusamningur- inn í framkvæmd. Það er „gleðiefnið“, sem komm- únistablaðið hér, Þjóðvilj- inn talaði um á miðviku- daginn í síðast liðinni vika. Alþýðublaðið 4. sept. 1939 /r Bretar og Frakkar sögðu Þjaðverjum stríð á hendur í gœr 1 : I : ENGLAND sagði Þýzkalandi stríð á hendur kl. 10,15 f. h. í gær eftir að Hitler hafði neitað að verða við órslitakostum brezku stjórnarinnar um að stöðva árásina á Pólland og kalla þýzka herinn til baka yfir landamærin. Frakkland gaf Þýzkalandi kost á að svara hinum sömu úrslitakostum þess til kl. 6 síðd. í gær, en fékk ekkert svar. Franska stjórnin lýsti þá einn- ig yfir, að Frakkland væri frá þeirri stundu í stríði við Þýzkaland. Stríðsvatryggmg Stríðsráðuneyti í London^ íslenzkra skipa ChurchiU flotamákiráðherra Siómenn verða að fá áhættu- peninga fyrir að sigla á stríðs- svæöinu Eims ki paf élags- skipin koma meS fuilfermi heim Gífurleg eítirspurn eft- ir farþegarúmi bæði frá Danmörku og Eng- landi. Stórt brezkt far- þegaskip skotið niður af þýzkum kafbáti í nótt FYRSTI stórviðburður- inn í styrjöldinni, eftir að stríði hafði verið lýst á hendur Þjóðvcirjum af hálfu Bretlands og Frakk- íands, gerðist í nótt. Um kl. 4 barst flotamála ráðuneytinu brezka til- kynning um að hafskipið Athinia hefði orðið fyrir tundurskeyti kafbáts vest- an við Hebrideseyjair (Suð ureyjar) hjá Skotlandi. Skipið var á leið vestur um haf með 1400 farþega 1000 smálestir af vörum. Farþegarnir voru flestir fólk, sem vair á hehnleið vegna styrjaldarinnar, þ. á. m. 246 ferðamenn frá Kanada og Bandaríkjun- um. Björgunarbáta hafði skipið fyriir 1830 manns. Alþýðublaðið — 1. sept. 1959 "f j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.