Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 15
nuiiiiuiiiiiiiiiiitípdiiiiiniiiiiiiiliiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiii 10. da^ur miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiuiiiiiiiiuiuuiiu> til að skoða hinar stúlkurnar. Það gat verið að Madame Helene væri lítil og þybbin, en hún var þrungin lífsorku. Hún fór með Lindu í fjöld- ann allan af verzlunum til að leita að kjólum, kjólum, sem samkvæmt Lindu áliti voru hneykslanlegir, kjólar, sem hún hefði aldrei vogað að sýna sig 1 heima í Camwell. En hún sá að hún hafði í'éttan vöxt fyrir þá og framkoma hennar kom í veg fyrir að þeir væru hneykslanlegir. Einn þeirra var hlíralaus, með mjög þröngu pilsi, hann var dökkgrænn með íofnum gullþráðum. Annar var úr kop arlituðu satíni, sem fór vel við koparlitinn á hári henn- ar. Og í annað sinn á tyeim dögum skipti hún um greiðslu. í þetta sinn var hárið lagt í litla óreglulega lokka um allt höfuðið. Hún lærði hvernig henni bæri að mála sig, til að andlit hennar nyti sín sem bezt, hvernig hún ætti að ganga yfir sviðið og standa í sem skrautlegustu stelling- um, því enn sem komið var var það það eina, sem ætlast var til af henni. Monsieur André, en hann var lítill, nær því dvergvax- inn, kenndi henni. Við lok síðustu æfingar, þegar hún var klædd í annan nýja kjól- inn og mikið máluð, sá hún að Davíð stóð við dyrnar á salnum. Þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði séð hann þessa tvo daga. Hann kom til hennar, þegar æfingunni var lokið. „Má ég óska þér til ham- ingju“, sagði hann hlæjandi. „Þú varst 'alveg eins og „Glamour-girl“ þarna á svið- inu“. Aftur veitti hún því eftir- tekt, hve hann var hár og kraftalegur. Hún leit upp til hans: „Þér lítið líka öðruvísi út án hattsins í hnakkanum“, sagði hún kuldalega. Henni fannst að þar hefði hún hitt á auman blett, því hann roðnaði. „Komdu og fáðu þér glas með mér. Það er kokteiltími og ég þarf að tala við þig“. „Ég verð fyrst að skipta um föt“, mótmælti hún. „Því þá það?“ „Það stara allir á mig ef ég fer inn í þessum kjól!“ „Áttu við karlmennina?“ Hann hló. „Það er einmitt það sem ég vil. Það er orðið framorðið og þú verður ekki öðruvísi en hinar konurnar. Komdu nú og láttu ekki éins og þú sért enn í frumskógin- um þínum'1. „Lítið þér á Camwell eins og frumskóg?“ spurði hún móðguð. „Já, er það ekki svipað?“ sagði hann léttilega og stýrði henni til dyra. „Vitanlega ekki! Þar eru gáfuðustu menn í Englandi“. „Og finnst þér gáfuðustu menn í Englandi skemmti- legir, Linda? Leiddist þér ekki á safni manna, sem finnst kjarnorkusprengja eða eldflaug skemmtilegri en kona?“ „Ég hef aldrei hugsað um það þannig og ég er viss um að faðir minn. . .“ stamaði hún. „Já,“ greip hann stríðnis- „Leyfist mér að spyrja hvern ig whisky og sóda-maður lít- ur. út?“ Hún roðnaði og roðinn sást þó að hún væri mikið máluð. „Ég hef kynnst mörgum vísindamönnum, sem heim- sóttu pabba. Ég var farin að finna á mér hverjir vildu bjór og hverjir whisky og sóda“. Hún hló við. „Ég var vön að veðja við sjálfa mig að ég hefði á réttu að standa". „Og hafðirðu það?“ Hún kinkaði kolli. „Já, yf- irleitt“. Hann hallaði sér að henni. „Og þess vegna heldurðu að þú • sért mannþekkjari, Linda?“ „Ég held að ég sé góður mannþekkjari“, svaraði hún. „En það er ekki alltaf jafn auðvelt“. „En þér leizt vel á mig? Þér fannst þú geta treyst mér?“ lega fram í. „Pabba litist ekki á þennan kjól, Linda. En það er kominn tími til að þú vax- ir úr grasi og þó — það væri kannske synd“. Hann and- varpaði og henni fannst hann vera að hæðast að sér. Hann fór óumræðanlega í taugarnar á henni, en samt fór hún með honum að litlu borði í horninu á barnum. „Um hvað vilduð þér tala við mig?“ spurði hún. „Ýmislegt, en við skulum panta fyrst. Hvað viltu?“ Hún hikaði ögn og sagðist svo vilja eitt glas af sherry. Hún drakk sjaldan áfengi, en hún var hrædd um að hann hlægi að henni ef hún bæði um eitthvað annað. Hann bað um sherry fyrir hana og þjór fyrir sig. „Þýzki bjórinn er sá bezti í heimi“. sagði hann. „Það hlýtur að vera, fyrst þér viljið hann. Þér virðist annars vera „wisky og sóda“- maður“, sagði hún illgirnis- lega. „Nú?“ Hann lyfti augna- brúnunum og leit á hana. „Var það? Ég minnist þess ekki að ég hafi gert það?“ svaraði hún hratt. Hann hló. „Þú hlýtur að hafa treyst mér, annars hefð- irðu ekki beðið mig um að hjálpa þér til Austur-Berlín- ar“. „Ég viðurkenni að ég vildi gjarnan að þér hjálpuðuð mér þangað“, viðurkenndi hún eftir smáþögn. „En kannske var ég sá eini, sem þú gazt leitað til? Gat ekki þessi vinur föður þíns, sem kallar sig herra Sell, hjálpað þér?“ Hún roðnaði af reiði. „Sem kallar sig herra Sell! Við hvað eigið þér eiginlega?" Hann yppti öxlum. „Ekk- ert. Ég hef ekki einu sinni hitt manninn, en mér finrist það undarlegt að hann skyldi hverfa svona um leið og faðir þinn hvarf og hvorki láta heyra sig né sjá. Þú hefur „Hefiírðu ;ennlþá ly|st á buddi. — Heldurðu að þú hefðir ekki betra af hráum gulrótum.“ Heimsstyrjöld Framhald af 7. síðu. í Bretlandi og Frakklandi voru menn einnig bjartsýnir. Menn bjuggust við, að Pól- verjar gætu þvælzt fyrir Þjóðverjum, þar til er haust- rigningar byrjuðu, en þá mundi sókn Þjóðverja stöðv- ast. Jafnvel þó að Pólverjar yrðu gersigraðir, mundi sam- eiginleg sókn Frakka og Breta á vesturvígstöðvunum síðar meir ríða Þjóðverjum að fullu. Hafnbann bandamanna mundi valda Þjóðverjum margs konar örðugleikum. Loks var það trú manna í Bretlandi og Frakklandi, að allverulegur hluti þýzku þjóðarinnar væri fráhverfur nazistum og mundi jafnvel gera uppreisn við fyrsta tæki- færi. Síðar kom í ljós, að báðum aðilum skjátlaðist. Styrjöldin varð langvinnari og ægilegri en flesta hafði grunað. (Úr sögu heimsstyrjaldar- innar eftir Ólaf Hansson). Úrval frá: Crayson, Dereta, Rensor, Elmoor. MARKAÐURINN Laugavegi 89 frá Dannimac. Henta vel íslenzkri veðráttu. MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. Ensk pils Mikið úrval. MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. Alþýðublaðið — 1. sept. 1959 J,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.